Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.05.1997, Blaðsíða 14
14 - Fimmtudagur 1. maí 1997 ^Bbtgur-ðlmtmn KARFA Grikklandsári Teits lokið Teitur Örlygsson, prímus mótor Njarðvíkinga til ijölda ára, mun ekki leika í Grikklandi aftur. Hann lék með gríska liðinu Larissa á síðasta tímabili og var ekki ánægður með hvað hann fékk lítið að leika með í hverjum leik. Teitur sagði í samtali við blaðið að hann hefði talið sig kunna eitt og annað í körfubolta þegar hann hélt til Grikklands en þeg- ar þangað kom var nokkuð ljóst að kunnáttan var öllu minni en haldið var á íslandi. Teitur sagði að gríska deildin væri einhver sú sterkasta í álfunni og grísk lið allstaðar á toppnum. Þess vegna er mjög erfitt að vinna sér fast sæti í þessum liðum. Um framhaldið sagði Teitur að sig langaði að leika í Vestur-Evrópu eins og Guðmundur Bragason og Herbert Arnarson, þar væru möguleikar sínir miklu meiri. „Umboðsmaðurinn er að athuga málin fyrir hann og þar til sá lætur í sér heyra er allt í óvissu um hvort ég verð hér heima eða úti“, sagði Teitur að lokum. Áður auglýstum Laugamarkaði sem vera átti sunnudaginn 4. maí nk., er frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanleg- um orsökum. HSÞ. Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn f Kjarnalundi (Hótel Hörpu) mið- vikudaginn 7. maí 1997 kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Fræðsluerindi um skógarsveppanytjar, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. 3. Kaffiveitingar. 4. Önnur mál. Stjórnin. Opinn fundur Þórshöfn-Raufarhöfn Tómas Ingi Olrich alþingismaður og Einar Kr. Guð- finnsson formaður samgöngunefndar verða með fundi um sjávarútvegs- og vegamál sem hér segir: Félagsheimilinu Þórshöfn: Föstu- ( ^Tp daginn 2. maí kl. 20.30. ~ \ Félagsheimilinu Raufarhöfn: ™:v Laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Allir velkomnir. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins. Fjölmennasta Hængsnwtíð Hængsmótið, hið árlega íþróttamót fatlaðra sem Lions- klúbburinn Hængur stendur að, verður sett í íþrótta- höllinni í dag klukkan 16 og keppni hefst strax að af- lokinni setningu. Yfir 230 keppendur eru skráðir til leiks víðs vegar að af landinu og er þetta fjölmennasta mótið til þessa. Keppt er í fjórum greinum, í einstaklings- og sveita- keppni í boccia, borðtennis, lyftingum og í bogfimi en keppni í síðasttöldu greininni fer fram í Iþróttahúsinu að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit á laugardag. Á myndini hér að ofan sjást bocciamenn reyna með sér. HANDBOLT! KA-menn ræða við Hlyn og Sigtrygg Markverðirnir Hlynur Jó- hannesson, sem stóð í marki HK og var valinn í landsliðshópinn í fyrsta sinn í vetur, og Sigtryggur Albertsson eru báðir inni í myndinni sem leikmenn KA, en íslandsmeist- ararnir eru sem kunnugt er í markvarðahallæri eftir að báðir markverðir liðsins frá því í fyrra lögðu skóna á hilluna. Þeir Hlynur og Sigtryggur hafa, samkvæmt heimildum Dags- Tímans, báðir fengið tilboð frá KA, en hvorugur þeirra hefur gefið endanlegt svar, en þess er að vænta á allra næstu dögum. í vikunni var gengið frá munnlegu samkomulagi við landsliðsmanninn Björgvin Björgvinsson, en hann var með tilboð í vasanum frá liðum á suð-vesturhorninu. Þá hafa KA- menn gengið frá samningum við Jóhann G. Jóhannsson, Sæv- ar Árnason og flesta af yngri leikmönnum liðsins. KARFA Herbert áfram erlendis s IR-ingurinn Herbert Arnarson, sem lék með hollenska liðinu Donar í vetur, sagði að allar hk- ur væru til þess að hann léki aftur í Evrópu á næsta tímabili. í samtali við Dag-Tímann sagð- ist Herbert hafa verið mjög ánægður hjá Donar og forráða- menn félagsins hefðu boðið honum áframhaldandi samning en sig langaði að breyta til. Um- boðsmaður hans vinnur að því að koma honum fyrir hjá evr- ópsku liði og er bjartsýnn á að það takist. En hvernig gekk Herberti að komast í lið Donar? „Það má segja að ég hafi far- ið beint inn í liðið. Ég kom út á þriðjudegi og mætti á æfingu þann sama dag. Daginn eftir var frí en leikur á fimmtudeginum. Ég lék í 30 mínútur í þeim leik, gekk ekkert sérlega vel í fyrri hálfleik en ágætlega í þeim seinni og skoraði 10 stig. Það var mjög gott að finna hvað þjálfarinn treysti mér og eftir það gekk mér mjög vel.“ gþö KNATTSPYRNA Örninn er lentur Varnarmaðurinn sterki, Sig- urður Örn Jónsson, hefur tekið takkaskóna af hillunni og æfir nú af kappi með KR-ing- um. Þetta eru sannkölluð gleði- tíðindi fyrir KR því Sigurður er óneitanlega einn allra besti varnarmaður landsins. Það h't- ur því út fyrir að KR-vörnin verði sterk í sumar þegar báðir „týndu synirnir", Þorsteinn og Sigurður, hafa snúið heim. KNATTSPYRNA Naumt tap KR KR-ingar gerðu góða ferð til Belgíu, en í fyrradag tapaði hðið naumlega fyrir Lommel, 2:1, en Lommel er í 4. sæti deild- arinnar og berst fyrir Evrópu- sæti. KR lék án landsliðsmanna sinna sem voru í Slóvakíu, auk þess sem Þorsteinn Jónsson var meiddur. KR-ingar báru alltof mikla virðingu fyrir gestum sín- um í fyrri hálfleik og gáfu þeim tvö mörk en í þeim síðari settu þeir í gang og stjórnuðu leiknum eftir það. Það var eftir mikla pressu frá Þórhalh Dan Jóhanns- syni sem Belgarinr gerðu sjálfs- mark og þeir voru heppnir að fá ekki á sig fleiri mörk. gþö KRAFTLYFTINGAR Nýstáriegt kraftamót * slandsmótið í kraftlyftingum verður haldið í KA-heimilinu á laugardaginn næstkomandi og óhætt er að segja að bryddað verði upp á ýmsum nýjungum í mótshaldinu. Mótið verður opnað með tvísöng þeirra Arnar Viðar Birgissonar og Óskars Pétursson- ar sem munu flytja þjóðsönginn og hópur skáta mun verða með fánahyllingu á meðan. Búast má við einhverjum frekari uppákom- um á mótinu, að sögn mótshaldara. „Okkur hefur fundist sem kraftlyftingarfélögin hafi ekki staðið sig nógu vel undanfarin ár, hvað varðar umgjörð á þessum íslandsmótum," segir Rúnar Friðriksson, formaður Kraftlyft- ingafélags Akureyarar. „Það er ekkert launungarmál að kraftlyft- ingar hafa ekki náð almennum vinsældum og þetta er ein tilraun til að breyta því. Hugmyndin á bak við þetta er að gera mótið að skemmtun fyrir alla íjölskylduna, en það finnst okkur hafa vantað á kraftlyftingarmótum, “ segir Rúnar, en mótið var síðast haldið norðan heiða fyrir ellefu árum. Að sögn Rúnars verða bestu kraftlyftingarmenn landsins með á mótinu. „Þetta verður feikiöfl- ugt mót, til að mynda verður Auðunn Jónsson meðal kepp- enda í 125 kg flokki og hann mun reyna við þúsund kíló í samanlögðu. Jón B. Reynisson, sem keppir í yfirþungavigt, + 125 kg flokki, en hann á mest allra íslendinga í hnébeygju og bekk- pressu. Þetta eru stærstu nöfnin, en svo kemur einnig hingað til lands danskur lyftingamaður, Thomas Hedderman, sem keppir í 100 kg flokki, en við eigum von á því að keppnin í þeim flokki verði mjög skemmtileg." Búist er við því að um 25-30 keppendur verði á mótinu.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.