Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.05.1997, Side 9
jOagurtLhmnn
Laugardagur 3. maí 1997 - 21
LIFIÐ I LANDINU
))'
skólans."
Nœgir þetta til að lifa?
„Ég lifi. En þetta er mjög dýr
borg, húsaleiga er há og allt
sem maður kaupir er dýrt, t.d.
matur og le-
starferðir."
Hvernig
heldurðu að
verði að koma
heim með
meistaragráðu
í „kvennafrœð-
um "?
„Ég held að
mér verði svo
sem tekið ágæt-
lega en auðvit-
að er engin
skilgreind
staða sem ég
stekk á. Það
sem ég held hins vegar að ég
muni gera er að fara aftur
meira út í söguna og nota þá
„gender“ sjónarhornið tfi þess
að skoða og skrifa sögu.“
Kynfærafræði?
„Annars er eitt
mjög fyndið,
þegar ég segist
vera í Gender
Studies er al-
gengur mis-
skilningur að
fólk heldur að
ég segi Genital
Studies eða
kynfærafræði.
Fólk hérna
þekkir ekki
orðið og ég þarf
iðulega að útskýra hvað þetta
er. Það að segjast vera feministi
í Bandaríkjunum er jafnvel
meira stuðandi en heima.
Næsta spurning er næstum allt-
af: Nú, hatarðu þá karlmenn?
Sem er fáránlegt því femínistar
berjast ekki gegn karlmönnum
heldur fyrir (vonandi) bættum
heimi fyrir karla og konur.
Þessi stríðshugmynd er ofsal-
ega þreytt.“
íris
Myndverk
sem
miðlun
„Art therapy" er aðferð sem not-
ar myndmál eða myndtákn í
stað orða. Við tölum um tján-
ingu eða frásögn án orða sem
hentar vel það sem myndmálið
nær oft yfir tilfinningar, upplifun
eða reynslu sem erfitt getur ver-
ið að lýsa í orðum", segir íris
Ingvarsdóttir, sem er að ljúka
tveggja ára framhaldsnámi í
„art therapy". „Art therapy“ er
ung grein á íslandi og enn er
ekki til heppileg þýðing á hug-
takinu.
„Greinin byrjaði að þróast á
geðdeildum í Evrópu og Banda-
ríkjunum í seinni heimsstyrjöld-
inni þegar myndlistarmenn voru
fengnir til að vinna inni á stofn-
unum til að hjálpa þeim sem
höfðu orðið fyrir áföllum í stríð-
inu, hermönnum sem og öðrum.
Þá kom í ljós að oft gerði fólk
myndir sem lýstu því sem það
hafði reynt og einnig að oft
fannst þeim auðveldara að tala
um myndirnar en að segja beint
frá atburðum." íris segir aðferð-
ina heppilega á spítölum í vinnu
bæði með andlega og líkamlega
Þorgerður og Iris á götuhorni í
New York. Myndir. mar
„Maður er aldrei
bara kona heldur
hvít, svört eða „lat■
tnó(í kona, alltaf
„ heterosexual((,
„homosexual(( eða
bi-sexual(( og af
tiltekinni stétt.((
„Það þarfekki
stríðsástand, fá-
tcekt eða hórmung-
ar eins og í Suður-
Bronx til aðgrípa
inn ímálin.((
veiku fólki, í skólum og fangels-
um.
íris lauk námi úr Myndlista-
og handíðaskólanum og tók
einnig Uppeldis- og kennslu-
fræði í Háskól-
anum. Síðan
kenndi hún í
sex ár áður en
leiðin lá til New
York. „Myndlist
og sálarfræði er
bakgrunnur
„art therapy"
og ein ástæðan
fyrir því að ég
valdi að læra í
Pratt Institute
er sú að skóhnn
er elsti Ustahá-
skólinn í New
York og „Creati-
ve arts therapy" deildin því með
sterka listræna nálgun í nám-
inu.“
- En námið er ekki eingöngu
fræðilegt heldur felur einnig í
sér stífa starfsþjálfun. íris vinn-
ur fyrir eina af stofnunum The
New York Fo-
undling í einu
fátækasta
hverfi New
York, Suður-
Bronx.
Hvernig mál
ertu með?
„Stofnunin í
Suður-Bronx
ber ábyrgð á
börnum. sem
tekin hafa verið
af heimilum
sínum um lengri eða skemmri
tíma vegna vanrækslu foreldra
eða umsjónarmanna. Vanræksla
er stórt orð sem felur margt í
sér eins og að börnum sé ekki
séð fyrir lágmarksþörfum í fæði,
þrifnaði og klæðnaði. Einnig get-
ur verið um að ræða vanrækslu
við að senda barn í skóla og allt
upp í líkamlegt og kynferðislegt
ofbeldi. Algengt er að annað eða
báðir foreldrar séu eiturlyíja-
neytendur og eins eiga íjölskyld-
ur yfirleitt langa vandamálasögu
að baki. Sum börnin sem tekin
eru af foreldrum sínum eru síð-
an ættleitt en þeir foreldrar sem
vilja fá börnin aftur þurfa að
sýna viljann í verki, t.d. fara í
meðferð ef þau eiga við fíkni-
efnavanda að stríða og endur-
menntun í því að vera foreldri."
„Art therapy" heima
Nýtur frœðigreinin skilnings?
„Art therapy" á reyndar hvað
lengsta sögu hérna í Bandaríkj-
unum og í Bretlandi. Það er að
vísu samdráttur í heilbrigðis-
kerfinu hér eins og alls staðar í
hinum vestræna heimi, en t.d. er
„art therapy" mikils metin þar
sem ég vinn núna.“
Hvernig lítur það út heima?
„Það eru art therapistar
starfandi á barna- og unglinga-
geðdeild og á spítölum og ég veit
um tvo starfandi art therapista í
skólum. Ég hef áhuga á skóla-
kerfinu vegna þess að þar held
ég að hægt væri að vinna gott
forvarnastarf. Það þarf ekki
stríðsástand, fátækt eða hörm-
ungar eins og í Suður-Bronx til
að grípa inn í málin.“ - mar
Flóafaraldur
„Við vorum nýkomin til New
York og það var hryllilega
heitt, við vorum öll bitin af
einhverjum flugum og
drasli og með snert af sól-
sting. Þá þarf endilega að
koma upp flóafaraldur í
íbúðinni vegna þess að
„landlordinn" var alltaf að
taka að sér einhverja bölv-
aða flækingsketti sem báru
með sér flær. Við erum ell-
efu í tveggja herbergja íbúð,
flóttamannabúðum, og
þarna kemur upp flóafar-
aldur! Ég var sjúkrahús-
matur,“ segir íris, var bitin
svo rosalega. En áfram með
söguna, síðan kemur land-
lordinn og vill bæta ráð sitt
og kemur með tvær
sprengjur sem eiga að
drepa flær og reyndar flest
annað líka.
Það er skotið á húsfundi
um það hvenær best sé að
dúndra sprengjunum og
þegar sá dagur er fundinn
vakna allir klukkan 8 um
morguninn. Það er blásið í
lúðra og síðan eru tveir
pinnar teknir úr sprengjun-
um og allir lilaupa út í ein-
faldri röð, tramptramptr-
amp. Öllum hurðum er læst
og svo stöndum við korter
yfir átta í Puerto Rica hverf-
inu, vitandi vits að við get-
um ekki komið þarna inn
næstu 16 tímana. En á með-
an við erum að ákveða hvað
við ætlum að gera þá heyr-
um við að einhver fitlar
veikt við hurðina og út kem-
ur Ási sem bjó með okkur...
Þá hafði Ási gleymst á kló-
settinu á meðan við „dropp-
uðum“ sprengjunum. Hann
er örugglega ófrjór fyrir
lífstíð! En sprengjurnar
svínvirkuðu.“
éL.. ,
^akurevri Háskólinn á Akureyri
Auglýsing um
innritun nýnema
Heilbrigðisdeild:
Kennaradeild:
Rekstrardeild:
Sjávarútvegsdeild:
Hjúkrunarfræði
Grunnskólakennaranám
Leikskólakennaranám
Kennslufræði til
kennsluréttinda
Rekstrarfræði
Iðnrekstrarfræði
Framhaldsnám í gæðastjómun
Sjávarútvegsfræði
Matvælaframleiðsia
Reglulegri innritun nýnema lýkur 1. júní nk.
Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af próf-
skírteinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skír-
teini um leið og þau liggja fyrir. Með umsókn skal
fylgja 25% skrásetningargjalds, kr. 6.000,- sem er
óafturkræft fyrir þá nemendur sem veitt er skólavist.
Skilyrði fyrir innritun í háskólann er stúdentspróf
eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt.
í framhaldsnám í gæðastjórnun gilda þó sérstök
inntökuskilyrði um B.Sc. gráðu í rekstrarfræði eða
annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. Á
fyrsta ári í heilbrigðisdeild er gert ráð fyrir að fjölda-
takmörkunum verði beitt. Þannig verði fjöldi þeirra
1. árs nema sem fá að halda áfram námi á vormiss-
eri 1998 takmarkaður við töluna 30. Á fyrsta ári
leikskólabrautar í kennaradeild verður fjöldi innrit-
aðra nemenda takmarkaður við 40. Með umsókn-
um um leikskólakennaranám þurfa auk afrits
af prófskírteinum að fylgja upplýsingar um
starfsferil og meðmæli tveggja aðila.
Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félagsstofn-
unar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1997.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á
skrifstofu háskólans, Sólborg, 600 Akureyri, sími 46
30 900, frá kl. 8-16.
Upplýsingar um húsnæði á vegum Félagsstofnunar
stúdenta á Akureyri veitir Jónas Steingrímsson í
síma 89 40 787 og 46 30 968.
Háskólinn á Akureyri.
HÁSKOLINN i /i, x . , .
aakureyri Haskolimt a Akureyri
Matvælaframleiðsla
Tekið hefur til starfa námsbraut í matvælafram-
leiðslu við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akur-
eyri.
Námið við námsbrautina er þverfaglegt og tekur til
helstu þátta matvælaframleiðslu. Meðal kennslu-
greina eru stjórnun og rekstur fyrirtækja auk mat-
vælagreina svo sem efnafræði, örverufræði, nær-
ingarfræði, framleiðslutækni og markaðssetning.
Námið miðar að menntun stjórnenda fyrir mat-
vælaframleiðslufyrirtæki í sjávarútvegi, landbún-
aði og iðnaði
Umsóknarfrestur um nám í matvælafram-
leiðslu er til 1. júní 1997.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veitt-
ar á skrifstofu háskólans, sími 463 0900 frá
kl. 8.00-16.00 alla virka daga.