Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Side 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.05.1997, Side 5
jDagur-Símmn Þriðjudagur 6. maí 1997 - Í7 VIÐTAL DAGSINS Talsverð œvintýra- þrá er innan lög- reglunnar og er Steinþór Hilmars- son gott dœmi um það. Hann sótti um að komast til Júgó- slavíu árið 1995 á vegum SÞ en komst ekki því að stríðið var búið. Þrír lög- reglumenn fara innan skamms í nokkurra vikna þjálfunarbúðir í Danmörku. Þetta er á allt öðrum for- sendum en ég var með í gangi fyrir mig 1995 því að það var allt í gegnum Sam- einuðu þjóðirnar. Þá var ég að hugsa um að komast sem lög- reglumaður til Sarajevó meðan stríðið var. Ég var búinn að senda öll gögn til New York og Sarajevó og búinn að fá grænt ljós á það að ég væri fullgildur í þessar sveitir en svo settust snillingarnir niður og sömdu frið einum eða tveimur mánuð- um eftir að þetta var komið í höfn hjá mér. Þannig að það varð aldrei neitt úr þessu,“ seg- ir Steinþór Hilmarsson, lög- reglumaður í Reykjavík. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda þrjá íslenska lögreglu- menn með 30 manna danskri lögreglusveit til starfa í Bosníu og munu þeir starfa með Dön- unum að löggæslustörfum í landinu. Þetta er gert í sam- ræmi við Dayton-samkomulagið og fara þeir til Bosníu í haust. Auglýst hefur verið eftir lög- reglumönnum og verður ákveð- ið innan skamms hverjir fara. Ævintýraþráin blundar í mörg- um og er Steinþór Hilmarsson, lögreglumaður í Reykjavík, gott dæmi um það. Hann var búinn að sækja um að komast til Sarajevó á vegum Sameinuðu þjóðanna ário 1995. Kominn með grænt Ijós Steinþór frétti af þeim mögu- leika að fara til vinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna gegnum vin sinn hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Hann fór á stúfana og komst að raun um að hann gæti sótt um að komast til Sarajevó án þess þó að lög- reglustjóraembættið eða dóms- málaráðuneytið hefðu þar nokkuð hönd í bagga. Hann ákvað að slá til og var búinn að afla sér allra tilskilinna gagna. Hann var kominn á biðlista í Sarajevó þegar friður komst á í landinu. Ekkert varð því úr ferðinni. Steinþór segir að „Júgó- slavíu-ævintýrið" sé löngu liðið þó að auðvitað eigi hann inni umsókn hjá utanríkisráðuneyt- inu og geti hugsanlega ýtt við henni ef annað tækifæri byðist á vegum Sameinuðu þjóðanna annars staðar í heiminum. Sú ákvörðun að senda lögreglu- menn til Bosm'u sé allt annars eðlis en í sínu tilviki. Forsend- urnar séu allt aðrar og allt önn- ur kjör í boði en fyrir tveimur árum og því hafi hann lítinn áhuga á að fara til Bosníu. Hann ætli ekki að sækja um. Peningaleg uppgrip? „Enda kannski ekki saman að Margir lögreglumenn hafa sótt um að komast til Bosníu með danskri sveit lögreglumanna. Það eru þó aðeins þrir sem komast. Steinþór Hilmarsson er ekki spenntur fyrir því að fara til Bosníu en hann var næstum kominn til starfa í Sarajevó fyrir tæpum tveimur árum þegar friður komst á í landinu. Myrd: Hilmar Þór jafna því að það voru náttúru- lega stríðstímar og átök í land- inu. Eftir því sem áhættan er meiri þeim mun meira er borg- að fyrir hana. Nú er komið frið- arástand á yfirborðinu þannig að kjörin hafa versnað. í mín- um augum í dag er þetta ekki eins spennandi nema kannski hvað varðar tilbreytingu og æv- intýraþrá. Þetta eru engin pen- ingaleg uppgrip núna,“ segir hann. - En hvað er það sem fær ís- lenska lögreglumenn til að sækjast eftir störfum á ófriðar- svæði? „Þetta var í og með ævintýra- þrá og tilbreyting. Svo voru góð laun og fríðindi í boði,“ segir Steinþór og fagnar því að félög- um hans skuli gefast kostur á að fá tilbreytingu í starfi og aíla sér reynslu á Qarlægum slóðum við framandlegar aðstæður. -GHS BREF UR SKAFTARHREPPI Vor á Kirkjubæjarklaustri Óiafía Jakobsdóttir skrifar Góðir lesendur. Nú er sumardagurinn fyrsti lið- inn og vorið hægt og sígandi að taka völdin. Vorhret síðustu daga er vonandi að svífa á braut. Hér á suðaustanverðu landinu vorar oftast einna fyrst og farfuglarnir koma hér snemma og hvílast, eftir lang- flugið yfir hafið. í hvert sinn sem það tekur að vora fyllist maður af gleðitil- finningu yfir þessu mikla ævin- týri sem á sér stað í náttúrunni þegar fuglasöngurinn fer að hljóma, trén opna brum sín og græni liturinn breiðir sig yfir vetrarþreytta jörðina og klæðir hana í nýjan búning. Ég gleðst alltaf sérstaklega þegar ég sé fyrstu brennisóleyjuna og tún- fífilinn breiða sínar gulu krónur út á móti sólinni. Þá spilla held- ur ekki vorgleðinni innflytjend- urnir í garðinum.vetrargosinn, krókusarnir, páskaliljurnar og allir hinir vorlaukarnir sem gjarnan bíða ekki eftir að vorið komi fyrir alvöru og sýna sprota sína jafnvel í janúarlok ef sæmilega viðrar. í ár byrjaði vetrargosinn að blómstra við húsvegginn í febrúarlok og íljótlega komu krókusarnir á eftir, fyrst þeir gulu og hvítu og síðan komu bláu litirnir í ljós. Annar mikilvægur vorboði hér á Kirkjubæjarklaustri eru ferðamennirnir. Venjulega byrja þeir að sjást hér fyrir alvöru í maímánuði, en síðastliðinn vet- ur hefur verið mjög óvenjuleg- ur, hvað þetta varðar, vegna ferðalaga landsmanna til að líta augum náttúruhamfarirnar á Skeiðarársandi. Það má því segja að vor hafi ríkt í ferða- þjónustunni hér á liðnum vetri. Flest allar helgar frá áramótum hefur ljöldi fólks lagt leið sína hingað austur og hefur þessa gætt mjög í ferðaþjónustu um allt Suðurland. Nú þegar hlýna tekur í veðri og x'sjakarnir á Skeiðarársandi fara að bráðna niður í sandinn og mynda hættuleg kvik- syndi, er ástæða til þess að biðja ferða- fólk sem leggur leið sína um Skeiðarársand að gæta varúð- ar og fara í einu og öllu eftir merking- um og leiðbein- ingum sem gefnar hafa verið út af Al- mannavörnum vegna ferðalaga á Skeiðarár- sandi. Annar vorboði sem ekki er eins mikill auðfúsugestur og farfuglarnir, ferðamennirnir og vorblómin er aurbleytan á út- slitnum og ónýtum malarvegun- um sem liggja um sveitirnar. Ef tíðarfarið er gott eins og nú í vor og jörðin þiðnar hratt vaðast vegirnir út með þeim af- leiðingum að erfiðleikum er háð fyrir íbú- ana að ferðast um vegina. Við sem erum svo heppin að þurfa ekki að fara út af bundnu slit- lagi á leið í vinnu eða til að sækja þjónustu til þéttbýlis- staða getum vart sett okkur í spor þess fólks sem býr við svona samgöngur og þarf að sækja daglega vinnu og þjón- ustu við slíkar aðstæður. Það veldur okkur dreifbýlis- búum því miklum vonbrigðum hve selnt það gengur að koma samgönguæðum sveitanna í viðunandi horf. Ætla hefði mátt að eftir því sem stærri hluti af hringveginum og öðrum aðal- vegum landsins fær bundið slit- lag, þá væri hægt að verja auknu fjármagni til uppbygg- ingar og viðhalds á tengi- og safnvegakerfi sveitanna, en þær vonir hafa því miður brugðist. Ef ágætir hagsmunagæslu- menn okkar, þingmennirnir, vilja viðhafa alvöru byggða- stefnu í landinu þá býðst þeim þarna verðugt verkefni til að spreyta sig á, í þágu dreifbýlis- ins. Ég vil svo að lokum óska landsmönnum gleðilegs sumars og megi margir grænir fingur fara höndum um landið okkar í vor og sumar til að græða og fegra fósturjörðina. Annar vorboði sem ekki er eins mikill auðfúsugestur og farfuglarnir, ferða- mennirnir og vor- blómin er aurbleyt- an á útslitnum og ónýtum malarveg- unum sem liggja um sveitirnar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.