Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Page 2
14 - Fimmtudagur 8. maí 1997 jOaguiÆúnmn LIFIÐ I LANDINU Auðvelt að fá vinnu „Allir mínir félagar eru útivinn- andi og í kvöldskóla líka. Það er enginn þeirra í dagskóla. Það er mjög auðvelt fyrir þá að fá sér vinnu,“ segir Arnþór Gunn- arsson, 19 ára starfsmaður hjá Bónus, þar sem hann var að renna sér á bretti á Ingólfs- torgi. Arnþór hefur verið í fastri vinnu hjá Bónus í rúmt ár og telur sig verða þar í sumar. En skyldi ekki vera erfitt fyrir vini hans að fá sér vinnu? „Nei, nei. Þeir hafa mjög góð sambönd," segir hann. -GHS Menntskælingurinn Sigurrós Pálsdóttir er að leita sér að vel launaðri vinnu því að hún fer til útlanda í sumarfrí. Misjafnt hvenær ég fæ svar „Ég hef reynt að leita mér að vinnu en það gengur hægt. Það er ekki mikill tími til þess. Ég hef sótt um og það er ofboðslega misjafnt hvenær ég fæ svar.- Sumir viija að ég reki á eftir því og aðrir segja að ég fái svar bráðum," segir Sigurrós Páls- dóttir, tvítugur menntskælingur. Sigurrós segist vera að leita sér" að „einhverri vinnu sem gef- ur góðan pening. Ég er að fara út til London þannig að ég er að safna. Ég er til dæmis að leita að vinnu í búð eða einhverju sem er ekki beint krefjandi," segir hún. Sigurrós telur misjafnt hvort skólafélagar hennar séu búnir að fá vinnu. Sumir þeirra hafi verið með sömu vinnuna sumar eftir sumar og gangi að henni vísri. Sjálf hafi hún hins vegar verið erlendis í fyrra og hitti- fyrra og gangi því ekki að neinu vísu. Margir séu í sömu sporum. - En er mikið atvinnuleysi? „Það er örugglega eitthvað en ekki mikið í kringum mig,“ segir hún. -GHS Unga fólkið Þrautaganga skólafólks er byrjuð og komin vel á veg, hið endalausa labb unga fólksins milli fyrir- tœkja til að spyrja um vinnu, fylla út eyðublöð, rœða við yfirmenn og reyna að koma vel fyrir til að koma nú örugglega til greina í happdrœttinu um góðu og velborguðu vinnuna í sumar. Það eru tiltölulega fáir sem detta í lukkupottinn og upp- skera ríkulega í peningum yfir sumarið, mun fœrri heldur en tíðkaðist á árum áður. Atvinnu- horfurnar eru þó mun betri í sumar en síðustu sumur og mun fleiri komnir með vinnu nú miðað við sama tíma ífyrra. (^jsumar- störfin Guðmundur fer í framkvæmdarstjórn. Beint í rekstur Guðmundur R. Gíslason les nú undir síðustu prófin í Kennara- deild Háskólans á Akureyri en stefnir samt ekki á kennslu með haustinu. „Ég er að ráða mig í vinnu sem framkvæmdastjóri fyrir hótel- og veitingastað á Neskaupstað og býst við að ég verði í því næstu árin. Ég leigi aðstöðuna og stofna fyrirtækið sjálfur en það var bæjarstjórnin í Neskaupstað sem valdi úr um- sækjendum." Guðmundi sýnist að þeir nemendur sem hann umgengst hafi átt auðvelt með að fá vinnu í sumar, hafi jafnvel valið úr störfum. „Ég veit samt að það er atvinnuleysi hér á Akureyri og flestir eru að fara að vinna annars staðar." Guðmundur hefur ekki áhyggjur af því að vera ekki á leiðinni í kennslu segist bara kenna seinna. -mar Hlakkar til HaHósins Marías Kristjánsson er að ljúka námi frá kennaradeild Háskól- ans á Akureyri og fer að kenna í haust en í sumar verður hann tjaldvörður. „Ég verð hérna á tjaldstæðinu og hlakka mest til hátíðarinnar Halló Akureyri. Maður tekur bara á málum eins og ætlast er til af manni en ég held að þetta verði aldrei eins margt og í fyrra.“ Marías hlakkar til að vinna sem tjaldvörður. „Að kynnast fólki hvaðan æva er spenn- andi,“ en með haustinu fer hann að kenna austur í Nes- kaupstað. Síðustu þrjú sumur hefur Malli unnið sem flokks- stjóri í unglingavinnunni í Nes- kaupstað. „Það er nauðsynlegt að öðlast reynslu af sem flest- um störfum.“ -mar Arnþór, 19 ára, vinnur hjá Bónus og verður þar í sumar. Marías verður tjaldvörður í sumar. Atvmnu• tilboð streyma inn Atvinnuhorfur ungsfólks eru prýðilegar í sum- ar. Atvinnutilboð hafa streymt inn til Vinnumiðlunar stúdenta. Staðan hjá okkur er ljóm- andi góð. Atvinnurekend- ur hafa tekið við sér í fyrri kantinum og það rjúka inn og út atvinnutilboð og starf- semin hefur verið mjög líf- leg. Minnst eftirspurn er eft- ir yngstu nemunum allt nið- ur í 16 ára úr framhalds- skólum landsins. Það eru þeir sem hafa minnstu starfsreynsluna á vinnu- markaðinum og eru komnir styst í námi. Það hefur verið nokkuð áberandi hversu h'lll eftirspurn er eftir slíkum vinnukrafti,“ segir Erla Hlín Hjálmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Vinnumiðlun- ar stúdenta. Hún segir að atvinnurek- endur sækist eftir mjög sér- hæfðum vinnukrafti, fólki sem er komið langt í há- skólanámi og er komið með talsverða starfsreynslu og þekkingu á afmörkuðum sviðum. Þá hefur tækniþekk- ing verið eftirsótt, verk- fræðinemar, iðnaðartækni- fræði og af viðskiptasviði. Það eru helst nemar með mikla sérþekkingu sem fá góð laun fyrir sumarvinn- una, um eða yfir 150 þúsund krónur. „Það er af sem áður var. Það hafa komið inn tilboð um góð sumarlaun og þá er- um við fyrst og fremst að tala um sérhæfðu Iaunin,“ segir Erla Hlín. Um 1.300 nemar eru á skrá hjá Vinnumiðlun stúd- enta, þar af eru ntargir sem þegar eru komnir með sum- arvinnu eða eru um það bil að finna sér hana án milligöngu miðlunarinnar. Erla lllín segist þó búast við að Vinnumiðlunin verði starfrækt langt fram á sum- ar, þannig hafi það að minnsta kosti verið í fyrra.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.