Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 2
^Dagur-'®íf.mrat 2 - Þriðjudagur 13. maí 1997 Heiti Potturinn Ipottinum var verið að ræða lífeyrissjóðsfrumvarp ríkisstjórnarinnar og mismun- andi afstöðu manna til þess. Sjálfstæðismaðurinn upplýsti þá að hans maður í fjármála- ráðuneytinu hefði tekið VSÍ og Verslunarráðið á teppið og bent þeim á að vera ekki að rífast í sér út af þessu frumvarpi - þeir ættu að byrja á að koma sér niður á afstöðu og gera svo kröfur. VSÍ og verslunarráðið skiluðu umsögnum sem voru gjör- samlega svart og hvítt í mál- inu - ósættanlegar - samt eru í stjórn VSÍ og Verslunar- ráðs sömu hagsmunir og jafnvel sömu menn s.s. Kol- beinn Kristinsson.... Hátt í hundrað manns komu í fréttamannapróf RÚV á dögunum. i pottinum var upplýst að mikill meiri- hluti þeirra sem þreytti prófið hafi ekki einu sinni klárað það, heldur einfaldlega gengið út eftir klukkutíma eða svo..... w Iheita pottinum í Reykjavík reyna menn að ráða í stöðu Árna Sigfússonar í komandi prófkjöri í flokknum. Flestir eru sammála um að Árni sé í kröppum dansi enda hefur fátt kætt fótgönguliða R-listans eins mikið og D-lista glundroðinn - að tveir forustumenn flokksins ætli að fara gegn Árna. Afstaða Davíðs er ekki talin hjálpa Árna mikið en Árni þykir hafa svarað vel í viðtali við Dag-Tímann um helgina þegar hann svaraði spurningu um hvort Davíð styddi hann: „Sem oddviti borgarstjórnarflokksins hef ég góðan stuðning hans.“ í pottinum þykir þetta ekki beint afgerandi stuðning- url!.. F R É T T I R Saltfiskur Fijálshyggjan grætur samkeppni Stórkaupmenn í salt- fiski barma sér yfir sjávarútvegsstefn- unni. Á sama tíma er aukning hjá SÍF hf. ✓ Asama tíma og útflutn- ingsnefnd Félags ís- lenskra stórkaupmanna kennir fiskveiðistjórnuninni um að eyðileggja saltfiskmarkaði vegna skorts á hráefni, hefur allt gengið í haginn hjá SÍF hf. t»ar á bæ líta menn svo á að þegar frjálshyggjan hjá stór- kaupmönnum mætir and- streymi í samkeppninni er það fyrsta sem þeim dettur í hug að klaga í ríkisvaldið. „Við kvörtum ekki,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, for- stjóri SÍF hf., Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda. Hann segir að fyrstu þrjá mánuði árs- ins hafi fyrirtækið aukið salt- fisksölu sína á Spáni um 19% miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur saltfiskútflutningur fyrir- tækisins aukist um 10% fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Hann vísar því einnig a bug að afnám línu- tvöföldunar haíl eitthvað eyði- lagt saltfiskmarkaði. Hins vegar sé engin launung á því að af- nám línutvöföldunar hefur komið einna harðast niður á bátum á sunnaverðum Vest- ijörðum. Þar fyrir utan sé það fráleitt að halda því fram að viðskiptavinir hafi þurft að leita til Noregs og Færeyja eftir salt- fiski. Það helgast m.a. af því að útflutningur frá Norgi hefur minnkað um 40% og fram- leiðsla Færeyinga er nánast engin. Hvað sem því líður er það mat útflutn- ingsnefndar stórkaup- manna að við stjórnun fiskveiða sé of mikið tillit tekið til sjónar- miða stórútgerða á kostnað bátaflotans og landverkafólks. Afleið- ingin sé atvinnuleysi og fólksflótti frá þeim sjávarplássum sem eiga allt undir útgerð smábáta og smærri bolfiskskipa. -grh Gunnar Örn Krisfjánsson forstjóri SÍF , Við kvörtum ekkl “ Árnessýsla Sláturhúsi breytt í hótel Sláturfélag Suðurlands í Laugarási í Biskupstungum hefur staðið ónotað í u.þ.b. átta ár. Nú virðist ætla að verða breyting þar á, þar sem húsið hefur skv. áreiðanlegum heim- ildum verið selt tveimur at- hafnamönnum úr Reykjavík. Ætlunin er að nýta þetta stóra hús til að framleiða fiski- bollur og reka hótel. Hvernig matseðillinn verður er ekki vit- að en víst er að húsið býr yflr mikilli, eða réttara sagt, mörg- um sálum. -SB/Árnessýslu Sláturhúsið í Laugarási. Ferðamálastjóri Áhyggjur af gengis- þróun Magnús Odds- son ferða- málastjóri hefur áhyggjur af gengis- lækkun í helstu við- skiptalönd- um íslend- inga í ferðaþjón- ustunni. Arðsemi vegna ferðamanna frá Mið- Evrópu og Norðurlöndunum í sumar verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir íjölgun en Evrópumyntin hefur lækkað töluvert frá því í fyrra. Þeir sem seldu hótelherbergi í fyrrahaust í þýskum mörkum fá t.d. 6% minna en þeir sáu fyrir og arð- semin og tekjurnar verða því minni en ella. Danska krónan hefur minnkað um 5,7% miðað við helsta annatímann í fyrra og svona er þetta almennt í helstu viðskiptalöndunum. Það vegur reyndar eitthvað upp í hve dollarinn og pundið hafa rokið upp en hlutfallslega er munurinn okkur töluvert í óhag,“ segir Magnús. Um 1000 færri ferðamenn komu til landsins í apríl en í fyrra en skýringar á því eru einkum af tvennum toga. Svo- kallaðir dagsfarþegar í Bláa lónið eru ekki lengur teknir inn í þessar tölur og eins má benda á að páskarnir voru í mars í ár en í apríl í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að 210.000-215.000 ferðamenn komi til landsins í sumar sem er met ef rétt reyn- ist. BÞ Magnús Oddsson. FRÉTTAVIÐTALIÐ Langþráð íþróttahús Þorvaldur Jóhannsson bœjarstjóri á Seyðisfirði í gær hélt bœjarstjórn Seyðis- Jjarðar sinn 1500. fund, síðan bœrinn fékk kaupstaðarréttindi 1895. Bœjarbúar fengu kaffi og kleinur á fundinum, þar sem ákveðið var að fara í byggingu íþróttahúss. „Já, við buðum bæjarbúum sérstaklega á fundinn og allir sem komu fengu kaffi og kleinur. Auðvitað eru allir fundir bæjarstjórnarinnar hér opnir en sjaldan mæta margir, nema þegar ein- hver stórmál eru í gangi. Svo er á þessum fundi. Við ætlum fyrir það fyrsta að afgreiða ársreikninga bæjar- ins fyrir síðasta ár, en jafnframt að samþykkja að ráðast í byggingu fþróttahúss hér í bænum. Það er mjög langþráð framkvæmd.“ - íþróttahús af hvaða stœrðar- gráðu? „Við erum að tala um íþróttahús, með sal af stærðinni 24 m x 44 m, það er keppnisvöllur af löglegri stærð. Nú ætlum við að auglýsa útboð fram- kvæmda og sjá til fyrir hvaða peninga markaðurinn getur byggt íþróttahús af þessari stærð fyrir okkur.“ - Hvað eru Seyðfirðingar margir í dag? „í dag erum við 831 talsins og höf- um sjaldan eða aldrei verið færri. Fjöldi Seyðfirðinga hefur staðið í stað síðastliðin tvö ár og ég er að vonast til að nú sé einhverjum botni náð. Flest vorum við, alls 1.026, á árunum í kringum 1989, en síðan fækkaði okkur nokkuð skarpt næstu árin þar á eftir. Sem stendur er útlitið hér í bænum mjög bjart.“ - Hvaða sólarmerki eru það sem þú sérð helst á Seyðisfirði? „Ja, okkur hefur tekist að renna styrkari stoðum undir atvinnulífið hérna með ýmsum hætti. Stagstrend- ingur hf. á Skagaströnd er kominn inn í rekstur Fiskiðjunnar Dvergasteins. Það ætti að efla rekstur þess fyrirtækis, í vinnslu á síld og loðnu og á bolfiski á öðrum tímum. Þá hefur Samherji hf. á Akureyri nýlega komið inn í samstarf við fyrirtækið Strandarsfld hér í bæn- um. Síðan er SR mjöl náttúrlega mjög stór atvinnurekandi hér í bænum og burðarás í athafnalífi hér. Við höfum í raun á síðustu árum þurft að há mikla varnarbaráttu fyrir því að halda at- vinnunni hér í bænum - og sú barátta hefur í stórum dráttum skilað ár- angri.“ - Og síðan hafið þið náttúrlega þennan hvalreka sem Fœreyjaferjan Norrœna er. „Já, við Seyðfirðingar tölum ævin- lega um að lóan sé komin þegar minnst er á Norrænu. Fyrsta koma hennar hingað til Seyðisijarðar er þann 5. júní næstkomandi og þá verða tekin í notkun tollstöð og þjónustuhús við höfnina, sem er byggð vegna skips- ins. Með Norrænu fara um 14.000 til 16.000 ferðamenn í gegnum Seyðis- íjörð á ári hverju - og það er býsna há tala. Ef við umreiknum það yflr í flug- samgöngur þá vitum við að algengt er að hver farþegaþota tekur alls um 250 farþega og ef við deilum þeirri tölu í 14.000 manns þá jafngildir Norræna því að 56 farþegaþotur færu um flug- •völl á Seyðisfirði á ári hverju. Og það munar um minna.“ -sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.