Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 3
iöagui--(Emrám Þriðjudagur 13. maí 1997 - 3 F R É T T I R Vestfirðir i Heilbrigðisráðherra Vika í samúðarverkfaU Brúa á bil millifólks Það er auðvitað ljöst að það er mikil þörf á opnum umræðum um náttúru- lækningar. Það þarf líka að brúa Ingibjörg bilið milli Pálmadóttir. fólks sem trúir á náttúrulækn- ingar og hinna sem treysta bet- ur hefðbundnum lækningum," sagði Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. Nokkuð bryddir á fordómum milli hefð- bundinna lækna og náttúru- lækningafólks. „íslendingar hafa nýtt sér náttúrulyf um áratugi. Fyrir stuttu vorum við að selja Kín- verjum lýsi, þeir hafa trú á okk- ar náttúrulegu afurðum,“ sagði ráðherrann. „Sambland af nátt- úrlækningum og vestrænum lækningum hlýtur að vera gott hvað með öðru,“ sagði ráðherr- ann í gær. Ingibjörg sagði varðandi deilur um röntgenskoðanir á konum að vitað væri að geislar gætu verið skaðlegir í óhófi, en vissulega hefði sú aðferð bjarg- að mörgum sjúklingum. Um þessi mál mætti ekki fjalla af ábyrgðarleysi. -JBP Sjá nánar um ádeilu Heilsufrelsis á geislalœkning- ar og andsvör Krabbameinsfé- lags íslands - bls. 6 Hlífar og Dagsbrúnar Örlítil hreyfing á sáttafundi á ísafirði. Verkfallið staðið á fjórðu viku. Verkfalls- brot á Grundarfirði. Mikill meirihluti hafnar- verkamanna í Hlíf sam- þykkti í gær að boða til samúðarvinnustöðvunar með Vestfirðingum frá og með 21. maí nk. Pað þýðir ótímabundið löndunarbann á vestfirsk skip í Hafnarljarðarhöfn á meðan ósamið er. Hinsvegar geta vest- firsk skip fengið landað í Hafn- arfirði fram að 21. maí þrátt fyrir verkfall. Dagsbrún sam- þykkti einnig samúðarverkfall í gær. Þá er viðbúið að atvinnurek- endur muni láta reyna á það fyrir Félagsdómi hvort Dags- brún og Hlíf hafi ekki brotið lög þegar þau bönnuðu félags- mönnum sínum að afgreiða skip vestfirskra útgerða í sl. viku. Innan verkalýðshreyfingar er bent á að skiptar skoðanir séu meðal lögfræðinga um mál- ið og því ágætt að fá úr því skorið fyrir dómi. Örlítil hreyfing varð í viðræð- Hafnarverkamenn í Hlíf hafa boðað samúðarvinnustöðvun með Vestfirðingum frá og með 21. maí nk. um samninganefnda Alþýðu- sambands Vestfjarða og at- vinnurekenda á ísafirði um helgina. Annar fundur hefur verið boðaður í kvöld, þriðju- dagskvöld. Verkfall ASV hefur staðið yfir á Qórðu viku. Um helgina var landað úr Hólmadrangi frá Hólmavík í Grundarfirði eftir að félags- menn í Dagsbrún höfðu neitað að afgreiða skipið í Reykjavík. Þórunn Kristinsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði, segist ekkert hafa vitað af máhnu fyrr en eft- irá. Hún telur að útgerð skips- ins hafi sett sig í samband við löndunargengi staðarins sem tók síðan ákvörðun um að Mynd: S landa úr togaranum. Helgi Ólafsson, formaður Verkalýðsfélagsins á Hólmavík, útilokar ekki að þetta verkfalls- brot togarans verði útkljáð fyrir dómstólum. Hann minnir á að útgerðin hefði fyrst sótt um undanþágu til að landa á Hólmavík en því var hafnað. -grh Vlnnuklúbburlnn Vinnuklúbburinn býður atvinnulausum uppá markvissa og skipu- lagða leit að atvinnu, enda hefur árangurinn verið eftir því. Árangur í atvinnuleit Alls hafa 67% þátt- takenda fengið vinnu. Fólk á fertugs- aldri fjölmennast. Frá því í október sl. og fram í miðjan síðasta mánuð höfðu 35 manns af 52, eða 67% þátt- takenda í Vinnuklúbbnum fengið atvinnu. Klúbburinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og fé- lagsmálaráðuneytisins. Þessir einstaklingar hafa ýmist fengið framtíðarstörf eða tímabundin störf. Fjöl- mennasti hópurinn sem leit- að hefur að vinnu með að- stoð Vinnuklúbbsins er fólk á fertugsaldri sem er að skipta um starfsvettvang. í starfsemi klúbbsins, sem er rekinn að norskri fyrirmynd, er miðað við að atvinnulausir fái 7 vikur til að byrja með til að leita að vinnu. Gangi það ekki er þeim boðið að nýta áfram þá aðstöðu og aðstoð sem þeim er boðið upp á í klúbbnum. Á þessum sjö vikum fara atvinnuleitendur skipulega í gegnum alla þætti við at- vinnuleit. Þeir setja upp starfsskýrslu, æfa viðtöl og hvernig best er að koma fram o.s.frv. í klúbbnum er boðið uppá tölvuaðstöðu, aðgang að síma, póstþjón- ustu auk aðstoðar frá ráð- gjöfum. Forstöðumaður Vinnuklúbbsins er Anna Kristín Halldórsdóttir. -grh Hafisinn Nálgast vestanvert Norðurland Hafísinn nálgast landið stöðugt úr norðri og var hann síðdegis í gær far- inn að trufla siglingarleið við Horn og Óðinsboða. Vegna þess hversu austanstæð áttin er hef- ur hann ekki nálgast landið frekar við Melrakkasléttu og er á vesturleið en hann hefur haldið sig þar í um 30 sjómflna fjarlægö. Ólafur Sigurðsson, skipstjóri á rækjubátnum Sól- rúnu EA-351 frá Árskógs- strönd, hefur verið á veiðum um 20 mflur norðaustur af Grímsey og þar hefur íshraíl og ísrek verið að trufla veiðar. Nokkur skip eru á veiðum á Skagaíjarðardýpi og þar er einnig íshraíl og spangir. Nokk- uð þéttari ís er þegar komið er fram undir Kolbeinsey. Skyggni var ekki gott í gær á þessum slóðum, hálfgert vetrarveður, éljagangur og norðaustan 5 vindstig og sést ísinn illa í rat- íshrafl og spangir hafa verið að trufla veiðar norðaustur af Grímsey og skip við Kolbeinsey hafa hrökklast nær landi, segir Ólafur Sigurðs- son, skipstjóri á Sól- rúnu EA. sjá og getur því verið varhuga- verður. Stærri jakar geta því orðið skipum skeinuhættir. Skip sem hafa verið á veiðum vestan við Kolbeinsey hafa hrökklast þaðan nær landinu en þar hef- ur megnið af rækjuflotanum verið, enda skástu rækjuna þar að hafa. Samkvæmt upplýsingum haf- ísdeildar Veðurstofu, gæti orðið landfastur hafís fyrir Norður- landi innan tíðar því spáð er áframhaldandi norðanátt fram- undir næstu helgi, hvítasunnu- helgina, en þá verða áttir meira austlægar og eins hlýnar þá í veðri. Rækjuveiði hefur verið léleg að undanförnu, en það gerist raunar oft á þessum árstíma, en fer svo að glæðast þegar kemur fram í júnímánuð. Rækjuveiði hefur verið mjög góð í allan vetur fyrir Norður- landi. GG Aflanta Hundruð farmiða seldust Hér hefur verið mikið álag, svo mikið að fólk hér man ekki annað eins,“ sagði Helgi Pétursson, kynningarfulltrúi Samvinnu- ferða-Landsýnar, í gær. Þegar starfsfólk mætti til vinnu í gær- morgun biðu ijölmargir við dyrnar og allir símar hringj- andi. Hundruð farmiða seldust í gær. Verið var að selja farmiða með Atlanta til Lundúna fyrir 9.900 krón- ur. Þessi lágu far- gjöld bjóð- ast áskrif- endum Stöðvar 2 - meðan sæti bjóðast, um 300 á viku. Reikna má með á þriðja þús- Helgi Pétursson: „Man ekki annað eins.“ und sætum á þessu lága verði fyrir áskrifendur sem eru yfir 40 þúsund. Frelsi til athafna í fluginu er forsenda þess að hægt er að bjóða farmiða á þessu verði að sögn Helga. Fagmenn segja í samtölum við blaðið að flugið á þessari leið kosti um 6 þúsund krónur, þegar allur kostnaður er dreginn saman, þannig að þrátt fyrir lágt verð er einhver hagnaðarvon. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.