Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 13.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Þriðjudagur 13. maí 1997 Jlagnr-tEímhm FRETTASICYRING Krabbameinslækningar Skipulagðar brjóstamyndatökur hafa bjargað hundruðum kvenna á undanförnum árum. Mynd: JHF Við viljum ekki vekja óþarfa ótta sjúklinga eða almennings með þessum upplýsingum. En það væri eng- in þörf á að kynna þetta svona ef íslenska kerfið hefði sjálft upp á eigin spýtur minnkað þessar skoðanir á geislunar- meðferðinni. Við höfum séð að ekkert er gert, þótt vitað hafi verið í aldarfjórðung um hætt- una. En forvarnastarf vegna krabbameins virðist geta orsak- að kxabbamein. Og það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Einar Þor- steinn (Ásgeirsson), arkitekt og forystumaður í félagsskapnum Heilsufrelsi, í gær. Félagið hefur undanfarið varað við hefðbundinni leit að krabbameinum í brjóstum kvenna í auglýsingum í sjón- varpi. Krabbameinsfélag ís- lands er á öðru máli. Áður en lengra er haldið er rétt að geta glæsilegs árangurs Krabbameinsfélags íslands í vörnum við vágestinum. Blaða- maður tekur niður upplýsingar ýmissa aðila, en vekur athygli á að þær kunna að vera öfga- kenndar og jafnvel rangar. Krabbameinslæknir: Engin lækning er gallalaus „Þetta eru bará fullyrðingar sem eiga því miður afskaplega litla stoð í veruleikanum," sagði Sigurður Árnason, krabba- meinslæknir á Landspítalanum, í gær. „Þegar horft er á gagnið sem verður af þessum skoðunum þá kemur í ljós að þær bjarga b'fi jjölmargra kvenna á ári hverju. Ég fullyrði að sá hópur kvenna sem leitin verður að gagni er óhemju miklu stærri en sá sem hún verður að ógagni,“ sagði Sig- urður Árnason læknir. Sigmður sagði að hann hefði heyrt um grasalyf- ið 714X sem Heilsufrelsi mælir mjög með. Hann segir að hann mundi þurfa nán- ari upplýsingar um það lyf. Ef ekki væri að sjá skaðlega virk- un af því væri í lagi að útvega það. Hins vegar væru margir misvitrir aðilar sem efna til lækningaferða lil útlanda, sem oft eru ekki annað en peninga- plokkerí. „Annars eru þessar fullyrð- ingar þess eðlis að ekki er hægt að svara þeim. Það er ljóst að röntgengeislar geta valdið krabbameini, en það er deilt um í hvaða mæli þeir þurfa að vera til þess. Engin aðferð er gallalaus, en þegar horft er á gagnið sem geislarnir hafa í för með sér, þá er ljóst að það er mikið,“ sagði Sigurður Árna- son. Gefur vestrænni læknisfræði langt nef Einar Þorsteinn fullyrðir að nýj- ustu rannsóknir sanni þessa fullyrðingu um skaðsemi geisl- unar við leit að brjóstakrabba- meini. Hann hefiu- skrifað bók sem hann kynnti blaðamönnum í gær, Lífsspursmál heitir hxín. f bókinni er hefðbundinni vest- rænni læknisfræði gefið langt nef svo ekki sé meira sagt. Ein- ar segir að tíðni krabbameina þessi árin sé með ólfkindum mikil á fslandi. Áhugi á krabba- meinslækningum með nýrri hugsun hér á landi sé hins veg- ar ekki mikill að best verður séð. „Bókin er skrifuð með það að markmiði að upplýsa almenn- ing um ýmislegt það sem er að gerast erlendis," sagði Einar Þorsteinn. Hann benti á að rannsókn á 300 þúsund konum í Bandaríkj- unum hefði strax árið 1972 sýnt jafnmörg ný krabbameins- tilfelli eins og þau sem hægt væri að koma í veg fyrir. Nýleg könnun á 90 þúsund konum sem fór fram á árinum 1983 til 1991 í Kanada leiddi í ljós sam- kvæmt Times í London að „Brjóstaskoðun eykur hættuna á að deyja úr krabbameini“, eins og segir í fyrirsögn. Hér á landi hefur Ævar Jóhannesson skrifað um þetta sama efni í Heilsuhringinn, grein sem hann nefndi „Hrollvekjandi niður- stöður“ og sendi þá grein til Krabbameinsfélags íslands, án þess að nokkuð væri við brugð- ist að séð verði. Þá sendi AP-fréttastofan út frétt seint í aprfl þar sem kynntar eru niðurstöður Brad- leys, amerísks prófessors í sam- eindafræði og mannlegum litn- ingum. Hann segir að gallaðir litn- ingar í brjóstum kvenna sem eru ættgengir séu óeðlilega við- kvæmir íyrir röntgengeislum. Þeir eigi sök á um helmingi brjóstakrabba af erfðaástæðum. Stúlka af Suðurlandi fékk lækningu erlendis „Við viljum ýta á eftir aðgerð- um hér á landi. Yfirvöld verða að gera eitthvað í málinu. Nán- ast ekkert hefur verið gert, en aðeins þagað yfir málinu hér á landi,“ sagði Einar Þorsteinn. „Þetta eru slæmu fréttirnar. En í bókinni er bent á nýja aðferð til krabbameinslækninga. Ein stúlka á Suðurlandi er búin að fara í þessa nýju meðferð, sem býðst meðal annars í Kanada, Mexíkó, Sviss, Svíþjóð og Dan- mörku. En ekki í Bandaríkjun- um. Og ekki á íslandi. Stúlkan er á góðum batavegi. Þessi að- ferð er ekki glæný en hún er að breiðast út núna. Hún byggist á því að ónæmiskerfið er gert virkt með einfaldri aðferð," sagði Einar Þorsteinn. - En hvers vegna er ekki brugðist við hér á landi og nýj- ar aðferðir kannaðar? Lyfjarisar ráða ferðinni „Það er stöðugt klifað á því að hér séu fullkomnustu lækningar í heimi, hér sé allt það nýjasta og fullkomnasta. Nú er bara komið annað upp. Og þá kemur í ljós að við búum í fflabeinsturni. Einstaka læknir hér gerir þetta á eigin ábyrgð enda þótt okkur hætti til að hanga aftan í banda- ríska lyljaeftirlitinu í okkar reglugerðum. Mín stærsta gagnrýni er fyrst og fremt gagn- vart lyfjarisunum sem ráða því hvert læknisfræðin stefn- ir. Þau veita pen- ingum til allskonar rannsókna og dett- ur auðvitað ekki til hugar að veita þeim til lyíja sem ganga þvert á pen- ingalega hagsmuni þeirra. Þetta er alvarlegt mál. Minna mál er þótt einhverjir láti freistast af peningum þessara fyrirtækja og taki tilboðum um ferðalög á þeirra vegum,“ sagði Einar Þorsteinn. „Þarna er læknismeðferð sem við teljum að íslendingar eigi að fá kost á að nota, því að- ferðin er ekki dýr. Raunar er lyfið 714X hræbillegt. Við höf- um skrifað heilbrigiðisráðherra bréf og spurt hvort fólk eigi að þurfa að sækja þessa meðferð erlendis. Það munu fslendingar án efa gera ef ekkert verður að gert hérna heima,“ sagði Einar Þorsteinn. -JBP Einar Þorsteinn höfundur Lífsspursmáls „Forvarnastarf vegna krabbameins virðist geta valdið krabbameinl “ Sigurður Arnason krabbameinslæknir á Landspítalanum „Þetta eru bara Jullyrðingar sem eiga því miður afskaplega litla stoð í veruleikanum, “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.