Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 2
2 - Miðvikudagur 14. maí 1997 JDitgur-Cinmm Heiti Potturinn Erfitt er að vera arkitekt á íslandi því að margir eru um hituna og auðvitað tíðkast alls ekki að segja nei takk þeg- ar tækifærin gefast. Einn sker sig þó úr hvað þetta varðar. Haukur Harðarson arkitekt, sem frægur er fyrir að byggja upp viðskipti við Asíumarkaði í samstarfi við Ólaf Ragnar Grímsson forseta, ku senda svar við hverju boði borgarinn- ar og hins opinbera um að taka þátt í forvali: „Vegna anna sé ég mér því miður ekki fært að taka þátt...“ Þetta þykir bera vott um léttan húmor. w Ikvöld verða eldhúsdagsum- ræður á Alþingi og í heita pottinum veltu menn vöngum yfir því hvernig í ósköpunum hefði tekist að fá alla þing- flokka til að samþykkja að stytta umræðurnar verulega frá því sem verið hefur. Pott- ormur sem vel þekkir til á þingi fullyrðir að ástæðan sé sú að þingmenn séu flestir á þeim aldri að þeir fylgist spenntir með danska þættinum „Þorp- inu“ sem sýndur er á miðviku- dagskvöldum. Með því að stytta umræðurnar ná þeir honum. Unnendur bandaríska þáttarins Bráðavaktarinnar missa hins vegar sinn þátt í kvöld og verða að horfa á þingmenn í staðinn, en meðal- aldur þeirra er sennilega eitt- hvað lægri en þingmanna. ^%eykjavíkurlistinn fagnar því num Hvítasunnuhelgina (mánudag) að nú er aðeins eitt ár til kosninga. Hátíð verður á Hótel Borg með öllu, og veislustjórinn enginn annar en sjálfur borgarstjórinn. Eftir mat og skemmtiatriði og ávarp Ein- ars Más verður hægt að skrafla á barnum, t.d. um hvernig eigi að stilla upp list- anum! F R É T T I R Enn er ekki hægt að fullyrða margt um lýsi og mannfólk að sögn Ásgeirs Haraldssonar. Sumir virðast þó tilbúnir að drekka lýsið án vísindasönnunarinnar. Myna: jhf Lýsi gegn lungnabólgu s mega 3 fitusýran í lýsi kann hugsanlega að vemda fólk gegn Klebsi- ella bakteríusýkingu í lungum. Sjúkdómurinn er illvíg sýking, einkum hjá eldra og veiklaðra fólki og leiðir stundum til dauða sjúklingsins. Rannsókn á 30 músum með sjúkdóminn leiddi í ljós aukna „lifun“ músa sem fengu lýsi, langt umfram þær sem fengu venjubundið fæði eða bætta ólífuolíu. Læknarnir Sigurður Björns- son og Ásgeir Haraldsson, Ingi- björg Harðardóttir, matvæla- fræðingur og Eggert Gunnars- son, dýralæknir, hafa kynnt nið- urstöður á fyrsta hluta rann- sókna sinna á áhrifum Ómega 3 fitusýra í Læknablaðinu. „Niðurstaða af þessum rann- sóknum okkar var sú að til- raunamúsum sem fengu lýsi, þeim farnaðist best, og sá mun- ur var tölfræðilega marktækur. Það var engin tilviljun að þeim músum sem fengu lýsið gekk betur að stríða við sýkingar,“ sagði Ásgeir Haraldsson, læknir á Landspítalanum, í samtali við Dag-Tímann í gær. Ásgeir sagði að ekki væri með fullu Ijóst hvaða ástæður lægju hér að baki. Haldið yrði áfram með rannsóknir til að finna þau ferli sem leiða til þess að dýrum sem neyta Ómega 3 vegnar betur. „Finnist ákveðnar vísbendingar í þá átt, þá er hægt að fara að draga meiri ályktanir varðandi mannfólk. Þetta getur líka skipt máli fyrir alidýr sem eru í sýkingarhættu, minka, refi, hænsn og grísi. Hugsanlega get- ur þetta líka gagnast í dýraeldi," sagði Ás- geir Haraldsson í gær. Framhaldsrannsókn er hafin og reiknað með að niðurstöður liggi fyrir að ári liðnu. Hópur- inn vinnur að nokkru leyti í hjá- verkum, en Rannís hefur styrkt rannsóknirnar. -JBP Stjórnvöld Davíð til Svíþjóðar Davíð Oddson, forsætis- ráðherra, fer í opinbera heimsókn til Svíþjóðar þann 19. maí nk. í boði Göran Perssons, forsætisráðherra Svíþjóðar. í för með forsæt- isráðherra verður m.a. einginkona hans, Ástríður Thorarensen. Heimsóknin er í boði sænska forsætisráðherrans. Landbúnaður Finrni millj. í landgæðslu Akveðið hefur verið að leggja 5 milljónir króna af umhverfisverkefnafé samnings um sauðijárfram- leiðslu til verkefnisins „Bændur græða landið", sem er samstarfsverkefni bænda og Landgræðslu og uppgræðslu ógróins eða lítt gróins lands. Akureyri Samtök fólks með ofnæmi Stefnt er að stofnun sam- taka fólks sem er með astma eða ofnæmi á Akur- eyri. Að sögn forsprakka þessarar félagsstofnunar er tilgangurinn sá að fólk sem tengist þessum sjúkdómum geti heyrt hvert í öðru og skipst á reynslu og matar- uppskriftum til að létta hvert öðru að lifa með of- næmi. Verði undirtektir nægar verður haldinn formlegur stofnfundur fljót- lega. Hægt er að ræða mál- in við þær Maríu eða Berg- þóru í símum 462-5707 eða 462-5555. Asgeir Haraldsson læknir „Það var engin tilviljun að þeim músum semfengu lýsið gekk betur að stríða við sýkingar. “ Kristinn Gylfi Jónsson formaður Svínarœktarfélags íslands í gœr komu 25 kynbótasvín til landsins í beinu flugi frá Finnlandi og eru nú í ein- angrun íHrísey. FRÉTTAVIBTALIÐ Markaður ræður verði - Hver er hagurinn afþessum kynbót- um? „Aðalkosturinn er að þetta eru hag- kvæmari svínastofnar úr þróuðu og ræktuðu svínaumhverfi, í þessu tilfelli Finnlandi. Við erum því í raun að tengja okkur inn á kynbótastarfið hjá þeim með þessu. Þessir stofnar hafa því verið ræktaðir með tilliti tU þeirra krafna sem markaðurinn gerir í dag.“ - Sem eru hverjar? „Hvað varðar hagkvæmni, þá nýta þessir stofnar fóðrið miklu betur. Það þarf semsé færri kíló af fóðri til að framleiða eitt kfló af kjöti í þessum nýju stofnum en þeim sem við höfum verið með í gegnum tíðina. í öðru lagi þá vaxa grísirnir hraðar og í þriðja lagi þá fáum við meira kjöt en minni fitu, það er að segja hagstæðari vöðvapró- sentu sem nýtist þá betur í kjötvinnslu og til kröfuharðra neytenda sem vilja kjöt en ekki fitu.“ - Ilvenœrfara þessar kynbœtur að skila sér? „Við vonumst til að þetta fari að skila sér inn í svínaræktina strax á næsta ári. Kannski seinni partinn á næsta ári verða þá komnir á markað grísir af þessum nýja stofni." - Og neytendur munu þá vœntan- lega fá að finna fyrir því í lœgra vöruverði eða hvað? „Ja, við bendum á það að svína- kjötsverð hefur lækkað mjög mikið sl. ár og á föstu verðlagi hefur það lækkað um 45% á síðustu 12 árum. Það hefur komið til vegna harðari samkeppni og þessir nýju stofnar munu hjálpa okkur við að halda þeim Iágu verðum sem eru komin til fram- tíðar.“ - En þú vilt ekki lofa frekari lœkk- un? „Það verður einfaldlega að ráðast af markaðsaðstæðum. Það er vissulega margt sem bendir til þess að í framtíð- inni verði frekar lægra verð en hitt.“ - Við hverja teljið þið ykkur eiga í samkeppni. Kjúklingabœndur eru að kynbœta sem og fleiri, er það ekki helst lambið sem er að verða eftir- legukind? „Það hefur orðið breyting á sam- setningu kjötsölunnar, þannig að meira er selt af svína- og kjúklingakjöti. Við eigum auðvitað í samkeppni á kjöt- markaði hér innanlands, en við lítum á þessar kynbætur okkar sem skref í því að tryggja samkeppnisstöðu okkar til framtíðar. Við erum að búa okkur und- ir það að við munum ekki sitja einir að kjötmarkaði eftir 10-20 ár. Þróunin er í átt til frjálsræðis í innflutningi á land- búnað ar afur ðum. “ - Hver er munurinn á þeim tveim kynjum sem þið eruð að jlytja inn? „Hann er ekki mikill en þó hefur Landkynið betri fóðurnýtingu og vaxt- arhraða á meðan Yorkshirekynið er frjósamara. Þau verða því góð í blönd- un. Blendingsþrótturinn gerir það, að hver gylta skilar fleiri grísum til slátr- unar.“ - Hvað gefur gyltan af sér marga grísi? „Góð kynbótagylta gefur af sér um 25 grísi á ári“ - Jaðrar það ekki við að vera slœm meðferð á dýrum? „Nei, nei, það er vel hugað að að- búnaði og dýraverndunarsjónarmið hafa verið höfð til hliðsjónar í ræktun. Þetta eru einfaldlega frjósöm dýr. Þetta eru um 2,3 got á ári og gyltan gengur með í 117 daga. Grísirnir eru svo 30 daga undir gyltunum."

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.