Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 10
10 - Miðvikudagur 14. maí 1997 ®;tgur-ÍEímmn KNATTSPYRNA Fulltrúar frá 1. deildarliðunum. Aftari röð frá vinstri: Jón Grétar Jónsson (Val), Gunnar Már Másson (Leiftri), Valdimar Kristófersson (Stjörnunni), Hlynur Stefánsson (ÍBV) og Milan Jankovic (Grindavík). Neðri röð frá vinstri: Þormóður Egilsson (KR), Ólafur Þórðarson (ÍA), Jakob Jónharðsson (Keflavík), Steinar Guðgeirsson (Fram) og Þórhallur Jónsson (Skallagrími). MynáHiimar KNATTSPYRNA Þykkt snjóSag á ÓlafsfjarðarveílS Flestir leikmenn Leifturs eru búsettir á suðvesturhorninu, en þessa dagana eru þeir að tínast norður til Ólafsfjarðar, þar sem þeir búa á meðan á knattspyrnuvertíðinni stendur. Það er hins vegar ekki mjög sumarlegt um að h'tast í Ólafs- firði þessa dagana. í fyrrinótt skall á stórhríð og í gær sá ekki í grænan blett á staðnum. Knattspyrnuvöllurinn fór ekki varhluta af snjókomunni og í gær var tíu sentimetra snjólag á vellinum. Fyrsti heimaleikur Leifturs er í 2. umferðinni eftir átta daga þegar Akurnesingar koma í heimsókn. Sýnt beint frá Borgamesi Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að sýna beint frá leik nýliða Skallagríms og Leifturs, en liðin mætast í Borgarnesi á mánu- daginn. Leikur liðanna hefst klukkan 16, á sama tíma og viðureign Vals og Grindavíkur. Hinir þrír leikir umferðarinnar heíjast allir klukkan 20. Hæst ber viðureign ÍBV og ÍA í Eyj- um, en Keflavík mætir Fram og KR Stjörnunni á sama túna. KNATTSPYRNA Spábi sem aldrei rætist Knattspyrnusambands ís- lands efndi til blaða- mannafundar á Grand Hótel Reykjavík í gær þar sem kynnt voru lið Sjóvá-Almennrar deildarinnar, en hún hefst sem kunnugt er á mánudaginn næstkomandi. Þar var birt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna um loka- niðurstöðu deildarinnar þann 27. september 1997. Spáin var hefðbundin hvað varðar efsta sætið sem KR-ingar fengu að vanda. Spáin lítur svona út: 1. KR 285 2. ÍA 253 3. ÍBV 238 4. Leiftur 219 5. Fram 182 6. Valur 135 7. Keflavík 111 8-9. Grindavík 83 8-9. Stjarnan 83 10. Skallagrímur 61 Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Hamri, laugardaginn 17. maí kl. 17. Dagskrá: 1. Venjuieg aðaifundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfsagt eru ekki allir sam- mála þessari spá og alls ekki Ólafur Jóhannesson, þjálfari Skallagríms. „Þetta er þvílíkt og annað eins bull. Ef ég tryði þessu þá væri ekkert annað fyr- ir mig að gera en að hætta og það strax. Við ætlum að standa okkur.“ Þormóður Egilsson, fyrirliði KR-inga, var léttur og hló að spánni. „Þetta er bara sama sagan. Það er ekkert mark tak- andi á spánni. Þetta er bara grín enda hlæja menn alltaf þegar þetta er lesið upp. Það er samt engin regla að þessi spá rætist ekki. Það er tími til kom- inn, ekki að brjóta þetta blað heldur að rífa það.“ gþö KARFA Hagnaður hjá KKÍ nam 2,2 millj. kr. * Anýafstöðnu þingi Körfu- knattleikssambands ís- lands kom fram að sam- bandið var rekið með 2.2 millj- óna króna hagnaði. Velta sam- bandsins var upp á 37 milljónir en ennþá er eiginfjárstaða þess neikvæð um 4 milljónir. Umræður á þinginu voru íjörugur og málefnalegar og gengu hratt fyrir sig. Helstu ákvarðanir og breytingar sem teknar voru á þinginu eru að hér eftir koma úrvalsdeildarlið- in 12 inn í 32 liða keppnina í bikarnum en ekki í 16 liða úr- slitin eins og áður. Þá fá félög í neðri deildunum heimaleik dragist þau á móti liði úr efri deildum í 32 liða úrshtunum. Þá var gerð breyting á reglu- gerð fyrir dómaranefnd. Hér eftir skipar stjórn KKÍ 2 menn í nefndina og dómarar 1 mann. Áður skipuðu dómarar alla nefndina. Ákveðið var að koma á matskerfi sem gæðametur störf dómara. Þessi háttur leiðir að líkindum til þess að dómarar verða nú að endurvekja sitt dómarafélag sem er bæði stétt- arfélag, sem gætir hagsmuna dómara og fagfélag. Þá var ákveðið að skipta drengjaflokknum upp og stofna 11. flokk fyrir 16 ára drengi. Dagur-Tíminn ræddi stutt- lega við Ólaf Rafnsson, formann KKÍ, sem var mjög ánægður með þingið. Hann sagði að það sem stæði upp úr frá þessu þingi væri samhugurinn í körfu- boltamönnum. Mikil samstaða hefði ríkt á þinginu og umræð- ur voru allar mjög jákvæðar. Að sjálfsögðu var eitt og annað gagnrýnt en allt á jákvæðan hátt. Stjórn sambandsins var öll endurkosin að öðru leyti en því að Björn Björgvinsson gekk úr stjórn um áramótin og við sæti hans tók Helgi Bragason. Helgi er nú aðalmaður í stjórn. gþö KNATTSPYRNA Fjölmargir skiptu um félög Félagaskipti rúmiega sjötíu knattspyrnumanna hafa verið stað- fest af skrifstofu KSÍ frá aprilbyrjun og Iftur listinn þannig út. í sviga er fæðingarár, viðkomandi leikmanns. Arnar Bill Gunnarss. (75) Þór-Danskt. fól Ágúst Hauksson (60) Þróttur-Norskt fél. Ásgrímur Harðarson (73) Reynir S.-Dalvik Bergur Þrastarson (81) HK-UBK Björgvin Björgvinss. (65) Víðir-Keflavík Björgvin Þór Aðalst. (79) Leiknir-Þróttur Björn Skúlason (73) KR-Grindavík Bragi Viðarsson (77) Fram-Leiknir Che Bunce (75) Enskt fél.-UBK Daníel Steinbergss. (79) sænskt lið-Fram Davíð Þorsteinsson (81) HK-UBK Dragoslav Stojanovic (69) Júgósl.-Skallagr. Einar Hjörleifsson (77) Sænskt fél-UMFA Eiríkur Valberg (81) Ellert Örn Erlingss. (75) Erlendur Sigurðsson (79) Eyþór Sigfússon (70) Stjarnan-Danskt. fél. Frímann A. Ferdinantss. (67) .... TBR-UMFA Gísli Gunnarsson (71) KSÁÁ-Hvöt Gísli H. Bjarnason (75) Guðm. H. Sigurðsson (70) KA-Danskt fél. Guðni Erlendsson (78) Gunnar I. Björnsson (78) Hvöt-Víkingur R. Gunnl. Guðmundss. (75) Hafsteinn Steinsson (75) Danskt. fél-Fylkir Hálfdán Daðason (75) Heiðar V. Pétursson (80) Leiknir-Þróttur Henry Berg Guðmundss. (67) . . . . Ilrafnkell Björnsson (69) Jóel Briem Þórðars. (79) Jónas G. Jónass. (70) Reynir S.-Víkingur Ó. Kckic Sinisa (69) Kristján Karlsson (69) HK-Danskt fél. Kristján ÓIi Sigurðsson (80) Hvöt-UBK Kujunzic Miodrag (64) HK-KS Lovic Nebojsa (67) Michael Payne 75) Mihajlo Bibercic (68) Ómar Örn Friðriksson (76) Óskar Már Alfrcðsson (74) Páll Sigurg. Jónasson (78) Pétur Arason (70) Pétur Georg Markan (81) Víkingur-Fram Ejub Purasevic (68) Sigurður Eyjólfsson (73) Víkingur-Þróttur Sigurður Valur Árnas. (73) Símon G. Símonarson (79) Fram-KR Snorri Sturluson (79) Steingrímur Eiðsson (72) KS-KA Tómas Sigurdórsson (74) Þorvaldur E. Jóhannesson (78) . . . KR-Þór Úlfur Blandon (79) ÍR-Norskt fél. Valgeir Þorvaldss. (76) Vilhelm Adolfsson (75) Vladon Tomic (70) Yngvi Borgþórss. (75) Smástund-Dalvík

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.