Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Miðvikudagur' ?4ymttí‘1997 jiOagurÁEmúrat F R É T T I R Stutt & laggott Klippt af bílum Bifreiðaeigendur skulda ríkissjóði nærri hálfan milljarð í vangoldin bifreiðagjöld, með dráttarvöxtum og kostnaði. Þar af eru 244 milljónir vegna álagningar undanfarinna ára, en vangoldin bifreiðagjöld þessa árs eru að íjárhæð samtals 202 milljónir króna. Fjármálaráðherra hefur beint því til innheimtumanna ríkissjóðs að þeir geri ráðstafanir til þess að númer verði tekin af bifreiðum, sem ekki er búið að greiða bifreiðagjald eða þungaskatt af. Lögregla víða um land tók því upp klippurnar í gær og verður á ferðinni með þær á næstunni. Bifreiðaeigendum er þvf bent á að gera upp sem fyrst, til þess að komast hjá því að klippt verði af hjá þeim. Nörröna siglir 5. júní Færeyska ferjan Nörröna kemur í fyrstu ferð sumarsins til SeyðisQarðar 5. júní nk. frá Danmörku. Farnar verða 14 ferðir frá Seyðishrði til Þórshafnar í Færeyjum, Esbjerg í Danmörku og Bergen í Noregi, og er síðasta ferðin 2. sept- ember nk. Ferðir þessar geta verið mjög hagkvæmar fyrir þá sem vilja taka með sér bflinn, húsbflinn, hjólhýsið, hús- tjaldið, tjaldvagninn, fellihýsið, mótorhjólið, reiðhjólið eða eitthvað annað í frí til Norðurlandanna eða sunnar í Evr- ópu. Undanfarin ár hefur mesta ásóknin verið seinni hluta júlímánaðar og í byrjun ágústmánaðar en dræmari í júní og í lok ágústmánaðar. Eins og undanfarin ár hefur Austfar á Seyðisfirði umboð fyrir Nörröna. GG Verkfalli frestað „Það er enginn sem nær yfir 18% launahækkun," segir Helgi Gunnarsson skrifstofustjóri Rafiðnaðarsambandsins. Verkfalli rafiðnaðarmanna hjá Pósti & síma var frestað eftir að samningar tókust um helgina. Þá náðist samkomulag um niðurröðun iðnlærðra símsmiða í launaflokka sem áður voru ófaglærðir í BSRB. Niðurstaðna í póstatkvæðagreiðslu um samninginn er að vænta 23. maí nk. Gildistími samn- ingsins er til ársloka árið 2000. -grh ATVINNA Óska eftir starfsfólki í hlutastörf við ræstingar. Fjölhreinsun Norðurlands, sími 896 6812. Glæsilegt, nýtt nótaveiðiskip, Bjarni Ólafsson, við bryggju á Akranesi. Skipið getur borið um 1.800 tonn af uppsjávar- afla, en er einnig búið sjókælitönkum. Mynd: SLP Nýr Bjarni Ólafsson AK „Gamli“ Bjarni Ólafsson seldur til Þórshafnar og heitir nú Neptúnus ÞH-361. Júlli Dan ÞH seldur frá Þórshöfn til ísafjarðar. Nýtt skip hefur bæst í flota Akurnesinga, Bjarni Ól- afsson AK, sem keyptur var frá írlandi. Skipið er búið sjókælitönkum fyrir allt að 1.200 tonna afla en getur ann- ars borið um 1.800 tonn af loðnu eða sfld. Það er einnig með útbúnað til flottrollsveiða en eftir sfldveiðarnar, sem hóf- ust 3. maí sl., verða sett frysti- tæki og búnaður til flokkunar og flökunar um borð, þ.e. ef ekki verður fyrst haldið til kol- munnaveiða. Selfoss Útgerðin átti fyrir eldra skip með sama nafni, sem hefur ver- ið selt til Skála hf. á Þórshöfn, og heitir nú Neptúnus ÞH-361. Skipstjóri er Erling Kristjáns- son. Vegna þess hve nýi Bjarni Ólafsson er stór þurfti verulega úreldingu á móti, og því var Júlli Dan ÞH seldur frá Þórshöfn til Básafells hf. á ísafirði og mun hann fá þar veiðileyfi Páls Jónssonar GK frá Grindavík, sem keyptur var til ísafjarðar fyrir nokkru, en hefur nú verið seldur til Finnlands. GG Of margir sjuklingar - of fáir læknar Vikubið er eftir viðtalstíma á stofu hjá læknum á Heilsugæslustöðinni á Selfossi. Yfirlæknir stöðvarinn- ar lýsir yfir miklum áhyggjum af málinu og telur að tvöfalt fleiri sjúklingar séu á hvern lækni á Selfossi en viðmiðunar- tölur segja til xjm. Marianne-Brandson Nielsen, yfirlæknir á Heilsugæslustöð- inni á Selfossi, segir í Sunn- lenska fréttablaðinu á miðviku- dag að ástandið sé orðið slæmt og læknar hafi ekki undan að sinna sjúklingum. Þrjú og hálft stöðugildi eru við Heilsugæslu- stöðina á Selfossi og telur Mari- anne að ijöldi þeirra sem eru á svæði stöðvarinnar séu milli 10 og 12.000 manns að meðtöld- um sumarbústaðagestum sem sækja mikið þjónustu á stöðina. Svæðið er hinsvegar skilgreint fyrir 6000 manns. Töluvert er um að íbúar í Þorlákshöfn og Hveragerði sæki á Selfoss en á báðum stöðum er heilsugæslu- stöð. Marianne telur að brýnt sé að bæta við lækni á Selfossi en það mál er í höndum stjórn- valda. -hþ./ Selfossi Hálendið AKUREYRARBÆR Gísli Einarsson, oddviti. Hver hefur s Aþessu stigi er ekki verið að fjalla um eignarrétt á há- lendinu heldur stjórnsýslu. Það er mjög mikilvægt að allt sé á hreinu með stjórnsýslu á há- lendinu, einkum og sér í lagi vegna þess hve mörk eignar- réttarins eru óljós víðast hvar á þessu svæði,“ segir Gísli Einars- son, oddviti Biskupstungna- hrepps, en hann er fulllrúi Ár- nesinga í stjórnsýslunefnd 12 sýslna sem liggja að miðhálend- inu. „Nefndin hefur haft samband við mikinn Qölda aðila sem að einu eða öðru leyti tengjast há- lendinu, s.s. sveitarfélög, um- Búsetudeild Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar í sumarafleysingar hjá heima- hjúkrun Akureyrarbæjar. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK/Sjúkraliðafé- lags íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið veitir Margrét Alfreðsdóttir skrifstofustjóri búsetudeildar í síma 460 1413. Upp- lýsingar um kaup og kjör eru veittar í starfsmanna- deild Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr- arbæjar, Geislagötu 9, 2. hæð. Umsóknarfrestur er til 23. maí nk. Starfsmannastjóri. lögsöguna? hverfissamtök, Landsvirkjun, ferðaþjónustuaðila, jeppa- klúbba og leitað álits þeirra. Enn fremur hafa verið gerðir samningar um stjórnsýslumörk milli nokkurra sveitarfélaga sem hafa deilt um eignarétt, s.s. á svæðinu við upptök Jök- ulsár á Fjöllum og í Þórsmörk." Gísli sagði mikilvægi þessa m.a. snúast um hver ætti að sinna löggæslu og öryggismál- um nákvæmlega hvar, nefndin myndi skila niðurstöðum sínum á næstunni til yfirvalda og brýnt væri að málið yrði afgreitt lögformlega hið fyrsta. -SB/Árnessýslu

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.