Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 5
jDagmrSJúmtm MiðvikwlagwkX^mwJS#? - 5 Fjársöfnun Margur hefur látið fé af hendi rakna til ekkj- unnar Kristínar og barna hennar en misvísandi umræða hefur þó sett strik í þann reikning. Lögmaðurinn sem sér um fjársöfnunina segist oft heyra að fólk undrist að forráðamenn Eimskips hafi aldrei haft sam- band, hvað þá að þeir hafi styrkt fjölskylduna sem missti heimilis- föðurinn í björg- unaraðgerðum gagnvart Vikar- tindi. MyndE. Úl. Á fírnmtu milljón handa ekkjunni Sigurður H. Guðjónsson, lögmaður og stjórnandi ijársöf'nunar sem efnt var til nýverið fyrir Kristínu Gísladóttur, ekkju varðskipsmanns sem tók út af Tý, segir marga sem hafl lagt söfnuninni lið, vera hissa á að Eimskip hafi ekki stutt eldcjuna og börn hennar fjárhagslega en aldrei hafi neitt frá þeim heyrst. Varð- skipsmaðurinn fórst við skyldustörf þegar björgun Vikartinds var reynd. „Það hafa safnast alls um 4,6 millj. kr. og þetta fór ágætlega af stað en eftir rangar eða misvísandi upplýsingar Svölu Thorlacius um að Kristín ætti rétt á jafn háum bótum og ef sambýlismaður henn- ar hefði verið lögreglumaðm-, kom síðan bakslag. Þetta var reyndar borið til baka en ekkjan og börn hennar urðu væntan- lega fyrir einhverjum skaða þótt ekki sé auðvelt að meta það,“ segir Sigurður. Upprunalega var meiningin að hafa söfnimarreikninginn opinn í tvo mánuði og eru enn að berast framlög. í því sambandi nefnir Sig- urður að BSRB hafi komið með 400.000 kr. ný- verið, Samband lögreglumanna 150.000, eitthvað sé á leiðinni frá starfsmannafélagi Gæslunnar sem og Sjómannasambandinu. Aldraður vistmað- ur á Grund gaf nánast aleigu sína, 100.000 og Grímseyingar tóku sig til og gáfu 60.000 kr. sem náði til allra heim- ila í eynni. Má geta þess fyrir aflögu- færa að reikningsnúmer söfnunarinnar er 440.000 í SPRON, Skeifunni. „Hins vegar hefur ekkert heyrst frá þeim sem áttu hagsmuna að gæta, hvorki Eimskipi né útgerðarfélagi skips- ins. Fólk spyr mikið um þetta og finnst skrýtið þótt þessum aðilum beri náttúr- lega engin skylda til að gera neitt," seg- ir Sigurður. Hann telur að ásýnd Eimskips hafi laskast að imdanförnu hjá almenningi vegna þessa máls, innheimtu farm- gjalda fyrir vörur úr Vikartindi sem velktust um í fjöruborðinu og í þriðja lagi vegna mála er tengjast erlendum áhöfnum Eimskips. „Það er að koma svolítið önnur mynd á Eimskip sem hingað til hefur haft á sér ímynd trausts og heið- arleika í viðskipum.“ Dagur-Tíminn hafði samband við Eimskip og spurði hvort meiningin væri að styðja ekkjuna. Fjölmiðlafulltrúi sagðist ætla að kanna málið en lét ekki aftur frá sér heyra. BÞ Sigurður H. Guðjónsson: „Það er að koma svo- lítið önnur mynd á Eim- skip, sem hingað til hefur haft á sér ímynd trausts og heiðarleika í viðskiptum.“ Miðbærinn Glerskáli til Keflavíkur? Hótel Keflavík vill kaupa gler- skálann. Kaffibar og aðstaða fyrir 60 gesti í morg- unmat. orgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að heimila endurbygg- ingarnefnd Iðnó að ganga til viðræðna við Hótel Keflavík um kaup á glerskálanum við Iðnó. Samkvæmt tilboði hótelsins er það tilbúið að kaupa glerskálann á 2,2 milljónir króna. Því til viðbótar er það reiðubúið að taka á sig áætlan kostnað uppá 1,1 milljón króna sem talið er að kosti að taka skálann niður og fjarlægja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir það mjög gott ef hægt er að fá peninga fyrir gler- skálann. Hún segir að skálinn sé ekki slík borg- argersemi að hann megi ekki fara út fyrir borgar- mörkin. Borgarstjóri segir að glerskálinn hafi á sín- um tíma kostað um 8 milljónir króna. Því til við- bótar átti frágangur við skálann að kosta 4,5 millj- ónir kr. Með öllu hefði þessi glerskáli getað kostað 12,5 miUjónir króna. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur, segir að hugmyndin sé að setja glerskálann upp við gafl hótelsins. Þar verður kaffibar og aðstaða fyrir 60 gesti í morgunmat. Hann segir skálann smellpassa fyrir áform hótelsins sem stefnir að því að verða eitt hið glæsilegasta á landinu og af svipaðri stærð og Ilótel KEA á Akureyri. -grh Stutt & laggott Stuðmenn heiðra MH Stuðmenn heiðra sinn gamla skóla, Menntaskólann við Hamrahlíð, sem fagnar afmæli um þessar mundir. Gleðigjaf- arnir koma fram á lokahátíð þann 23. maí. Upphaflega voru Stuðmenn stofnaðir til að skemmta á árshátíð, en síðan gátu þeir ekki hætt, og geta ekki enn. Þar með hafa þeir skipað sér í hóp örfárra ódauðlegara sveita, eins og t.d. Ríó Tríóið. Ekki var vitað hvort Harpa Sjöfn yrði með þegar blaðið fór í prentun. Jakob Frímann kemur frá Lundúnum, en hann sagði í viðtali við fréttamagasínið Sleggjuna á Rás 2 að hann hlakkaði til. Undirgöng á Miklubraut Teikningar af væntanlegum undirgöngum fyrir umferð á Miklubraut voru kynntar á fundi borgarráðs í gær. Tilgang- urinn með undirgöngunum frá Lönguhlíð að Eskihlíð er að draga úr þeirri hávaða- og loftmengun sem fylgir umferð- inni á þessum stað og gera hana vistvænni. Viðbúið er að íbúar við Miklubraut muni fagna þessum áformum borgar- yfirvalda enda orðnir langþreyttir á núverandi ástandi. -grh Frí skoðun á björgunarvestum Slysavarnafélag íslands býður almenningi upp á að koma með björgunarvesti til skoðunar í 29 sundlaugum víða um land í dag, 14. maí, frá kl. 18.00-21.00. Björgunarsveitar- menn og slysavarnafólk gefa góð ráð og leiðbeina um rétta notkun vestanna. Eigendum gefst einnig kostur á að prófa vestin í laugunum að kostnaðarlausu og auk þess verður sundjakki fyrir börn kynntur. Tíu umsækjendur um Grensásprestakall Tíu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Grensás- sókn í Reykjavík, en umsóknarfrestur um það rann út í síð- ustu viku. Kjörmenn ganga til kosninga á næstunni og velja sér nýjan prest í stað séra Halldórs Gröndal, sem lætur nú af störfum sakir aldurs. Umsækjendur um Grensásprestakall eru sr. Egill Hall- grímsson á Skagaströnd, sr. Friðrik Hjartar í Ólafsvík, Guð- laug Helga Ásgeirsdóttir prestur aldraðra í Reykjavík, sr. Haraldur M. Kristjánsson í Vík í Mýrdal, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson í Útskálaprestakalli, sr. Kristján Björnsson á Hvammstanga, Ólafur Jóhannsson í Laugarnesprestakalli í Reykjavík, sr. Sighvatur Karlsson á Húsavík, sr. Þórey Guð- mundsdóttir á Borgarfirði eystra og Stefán Karlsson, guð- fræðingur. -sbs. Opinn dagur í Kaupfélaginu Kaupfélag Skagfirðinga verður með opinn dag, föstudaginn 16. maí milli kl. 11.00 og 16.00. Eftirtaldar deildir verða opnar: Mjólkursamlagið, Sláturhúsið/Kjötvinnslan á Eyri og RKS rafmagns/tölvutækni að Borgarflöt. Starfsmenn þess- ara deilda munu kynna framleiðsluvörur sínar og þjónustu og eru ýmsar spennandi nýjungar á ferðinni. Mjólkursamlag KS er tæknivædd og nútímaleg afurðastöð og hafa ostar þaðan hlotið mörg verðlaun á erlendri grundu. Fjölbreytni hefur verið aukin í sláturhúsi/kjöt- vinnslu. Þar starfa nú fimm lærðir kjötiðnaðarmenn og 2 nemar auk ófaglærðra aðstoðarmanna. í RKS-rafmags- og tölvutækni er veitt þjónusta á sviði nýjustu tækni s.s. á Internetþjónustu, heimasíðugerð og í viðgerðum á tölvu- búnaði. Er fólk hvatt til að kynna sér starfsemi þessara fyr- irtækja.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.