Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.05.1997, Blaðsíða 11
iDctgxn'-QItmimi Miðvikudagur 14. maí 1997 -11 Albróðir Galsa Óska Hrafninn kominn í heiminn. Matthías Eiðsson ásamt Ósk frá Brún með son sinn Bleika-Hrafn. Faðirinn er Hrafn frá Holtsmúia. Mynd. as HESTA- MÓT Kári Arnórsson * Ahverju vori bíða menn spenntir eftir þvi hvað kemur undan bestú kyn- bótahrossum landsins. Ekki er vafi á því að margt spennandi folald fæðist í vor og sumar. Á síðasta ári var stóðhesturinn Galsi frá Sauðárkróki með hæstu aðaleinkunn ársins. Hann hlaut m.a. 9,01 fyrir hæfileika. Á sunnudagsmorguninn síðasta fæddist svo albróðir Galsa, bleikálóttur undan Gnótt 6000 frá Sauðárkróki og Ófeigi 882 frá Flugumýri. Ekki hefur enn frést um nafn á þessum unga pilti, en kannski fær hann Gáska-nafnið við hliðina á Galsa-nafninu. Það verður gam- an að sjá hvernig þessi litli foli dafnar. Sveinn var hins vegar að vonast eftir hryssu. Þær mæðgur Hervör og Her- va frá Sauðárkróki eru báðar geldar. Herva er komin til Orra frá Þúfu, en Hervör er í læknis- meðferð í von um að hún geti fyljast í vor, en hún er orðin 25 vetra. Óður frá Brtin er kominn til Sveins og farinn að sinna hryssum þar. Hlökk frá Laugarvatni sem er móðir Hams og Hlérs frá Þór- oddsstöðum er köstuð. Hún fór undir Hjörvar frá Ketilsstöðum og afkvæmi þeirra er brún hryssa. Ekk ólíklegt að þar sé upprennandi stóðhestamóðir á ferðinni. Þá má til gamans geta þess að Sif frá Laugarvatni móðir Anga er með fyli 28 vetra gömul. Hún hefur ekki eignast folald í íjögur ár. Faðirinn að þessu fyli er Galdur frá Laugar- vatni. Óska Hrafninn kominn Ósk frá Brún er löngu þekkt stóðhestamóðir og nú eru í upp- eldi þrír synir hennar, einn tveggja, einn þriggja og einn íjögurra vetra og svo kórónaði sú gamla allt núna með því að koma með bleikálóttan hest undan Hrafni frá Holtsmúla. Þar með er óska Hrafninn kom- inn og ber heitið Bleiki-Hrafn. Þá er heiðursverðlauna hryssan Hrund frá Keldudal köstuð og kom þar jarpur hest- ur undan Hljóm frá Brún. Venus frá Keldudal er einnig köstuð og kom með bleikstjörnóttan hest, sem Hljómur er líka faðir að. Ekki minnkar úrvalið hjá Leifi í Keldudal. Á Ketilsstöðum á Völlum er ein þekktasta hryssa landsins rétt óköstuð. Þetta er gæðingur- inn Hugmynd, sem nú er með fyli undan Hilmi frá Sauðár- króki. Það er feikna skemmtileg blanda, prýðilega byggður hest- ur og feikna viljamikil og hæfi- leikarík hryssa. Imynd alsystir Hugmyndar er líka fylfull við Hilmi. Þá er Rauðhetta frá Kirkjubæ rétt óköstuð, en hún fékk við Otri frá Sauðárkróki og verður gaman að sjá og fylgjast með afkvæmi þeirra. Mæðgurnar Þrá og Þrenna frá Hólum fóru báðar undir Orra frá Þúfu x fyrra, en þær eru fremur seint á ferðinni. Þeg- ar þetta er skrifað þá var Krafla í Miðsitju komin inn í reið- skemmuna hjá Jóhanni bónda og komnir dropar á spenana. Hún er með fyli undan Toppi frá Eyjólfsstöðum. Katla frá Mið- sitju var köstuð og kom með brúnskjóttan hest undan Teig frá Húsatóftum. Greinilegt er að graðhestaúrvalið mun ekki minnka á næstu árum. Mörg íþróttamót verða um helgina Fríða Steinarsdóttir sigraði í tölti á Hirti. Eins og viðburðaskráin fyr- ir maí sýndi, sem birt var hér í blaðinu fyrir stuttu þá var talsvert um að vera síð- ustu helgi einkum á sviði hesta- íþrótta. Hvorki meira né minna en 6 íþróttamót fóru fram og mörg þeirra stór. Það vakti því athygli að íþróttafréttamenn ljósvakanna, sem fjalla um við- burði helgarinnar skyldu ekki minnast á það einu orði. Hesta- íþróttasambandið er þó eitt af sérsamböndum ÍSÍ. Reykjavíkur meirstaramótið var stærst af þessum mótum. Þar voru þekktir knapar og þekkt hross á ferðinni eins og oft áður. Fríða Steinarsdóttir gerði sér lítið fýrir og sigraði í meistaraflokki í tölti og í 1. flokki í fjórgangi. Hún skaut körlunum aftur fyrir sig og fór létt með það. Fríða keppti á Hirti frá Hjarðarhaga, en hún var með þennan hest í keppni í fyrra. Hún byrjar af miklum krafti núna og á efa laust eftir að skjóta körlunum skelk í bringu í sumar. Sigurbjörn mað- ur hennar er þó ekki alveg hættur því hann sigraði bæði í 250 metra skeiði og gæðinga- skeiði og var stiga hæsti knap- inn í 1. flokki. Stóðhestarnir náðu ekki verðlaunum Daníel Jónsson sigraði i fimm- gangi á Þristi Sigurbjörns Bárð- arsonar. Flokkur fullorðinna er nú þrískiptur. Það er keppt í 1. og 2. flokki og svo meistaraflokki. Til að geta keppt í meist- araflokki þurfa knapi og hestur að vera búnir að vinna sér inn ákveðinn stigafjölda og er núna miðað við stigafjölda frá árinu í fyrra. í öðrum flokki sigraði Þóra Þrastardóttir í tölti, fjór- gangi og íslenskri tvíkeppni og var stiga hæsti knapinn í þess- um flokki. Hennar hestur heitir Hrafn. Höskuldur Hildibrands- son sigraði í fimmgangi í þess- um flokki á Freyþór frá Garða- bæ. Stóðhestarnir Reykur frá Hoftúni og Hljómur frá Brún náðu ekki í verðlaun. í ungmennaflokki sigraði Alma Olsen í tölti og fjórgangi á Erró en Hrafhildur Guðmunds- dóttir í íslenskri tvíkeppni og var stiga hæsti knapinn. Viðar Ingólfsson fékk fimm gull á Fiðringi í barnaflokki og Sylvía Sigurbjörnsdóttir fjögur gull á Hauki. Frá þremur öðrum mótum Hjá Andvara sigraði Guðmund- ur Jónsson á Kiljan í fjórgangi og tölti í fullorðinsflokki en Sig- uroddur Pétursson x fimmgangi á Rim. Stigahæstur var Orri Snorrason. í unglingaflokki sigr- aði Ingunn Ingólfsdóttir í tölti, Qórgangi og íslenskri tvíkeppni á Mugg en stiga hæst var Theo- dóra Þorvaldsdóttir á Blakki. Birna Gauksdóttir var stiga hæst í barnaflokki á Goða. Hjá Herði var Iíka íþrótta- keppni og í 1. flokki sigraði Birgitta Magnúsdóttir á Óðni í íjórgangi og íslenskri tvíkeppni, en Þorvarður Friðbjörnsson í fimmgangi. Eysteinn Leifsson var stigahæstur. I 2. flokki sigraði Nína Muller í tölti, fjórgangi og íslenskri tví- keppni á Spuna. Kristján Magn- ússon sigraði í fimmgangi á Pæ- per, en stigahæsti knapinn var Björgvin Birgisson. f ung- lingaflokki voru þau nánast ósigrandi Magnea Rós og Vafl og sama má segja í barnailokki um Sigurð St. Pálsson. Á Selfossi var líka verið að keppa. f barnaflokki í fjórgangi sigraði Sigrún A. Brynjarsdóttir á Sylgju og Ásgerður T. Jóns- dóttir í töfti á Spófu. Stigahæst var Sandra Hróbjartsdóttir. f unglingaflokki hirti Ólöf Haraldsdóttir öll guffin á Kapí- tófu. Einar Öder Magnúson sigr- aði í flokki fullorðinna í fimm- gangi á Evu og var stigahæsti knapinn. Haffdór Vilhjálmsson sigraði í tölti og íslenskri tví- keppni á Páfa og Skxíli Steinsson sigraði 150 m skeiði Lýsingi. Bæði Lýsingur og Páfi voru í Reiðhöllinni fyrir skemmstu. Ingunn Ingólfsdóttir sigraði t tölti í unglingaflokki hjá Andvara.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.