Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 17. maí 1997 3Dagur-(Etntmn F R E I R Hornafjörður Reykholf \11ja fa flóttamenn Bæjarstjórn Hornaíjarðar samþykkti í fyrrdag að sækja um að fá að taka á móti flóttamönnum sem væntanlega koma til landsins í sumar. Fé- lagsmálaráðuneytið hefur aug- lýst eftir sveitarfélögum til að taka við u.þ.b. fimmtán flótta- mönnum frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu, sem ákveðið hefur verið að bjóða hæli hér á landi. Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarráði að vinna að málinu og sækja um til ráðuneytisins að fá að taka á móti fólkinu, að því tilskyldu að íjármagn og aðrar aðstæður til þess verði tryggðar. Til sölu Til sölu hjá Slippstöðinni hf. eru eftirfarandi tæki sem seljast í því ástandi sem þau eru í nú: Vörubifreið Volvo F87 með krana árgerð 1977. VörubifreiðVolvo F85 með körfu árgerð 1970. Óskað er eftir tilboðum í bifreiðarnar fyrir mið- vikudaginn 21.maí 1997. Upplýsingar gefur Kristján Þ. Kristinsson í síma 461 2700. PfrlSlippstöðinhf Reykholt. Hvað verður þar í framtíðinni? Framkvæmda- nefnd búvöru- samninga í samræmi við samning um framleiðslu sauðfjár- afurða frá 1. október 1995, auglýsir Fram- kvæmdanefnd búvörusaminga styrki til hagræð- ingar- og vöruþróunarverkefna í slátrun og vinnslu sauðfjárafurða. Skilafrestur umsókna er annars vegar til 1. júlí 1997 og hins vegar 1. ágúst 1997. Nánari upplýsingar og reglur um úthlutun er hægt að fá í Landbúnaðarráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, sími 560 9750 og hjá Bændasamtökum íslands, Bændahöllinni, við Hagatorg, sími 563 0300. htlmili Bldraðra Hjúkrunarforstjóri Langar þig að breyta til? Þá er laus staða hjúkrunarforstjóra við Dalbæ heimili aldraðra á Dalvík. Stöðuhlutfall eftir samkomulagi. Hjúkrunarfræðingar sinna bakvöktum heima fyrir. Á Dalbæ eru íbúar 44 þar af 20 á hjúkrunardeild. í tenglsum við heimilið er einnig rekin dagvistun og fé- lagsstarf fyrir aldraða. Aðstoðum við útvegun á húsnæði. Á Dalvík eru tveir leikskólar, góð aðstaða til íþróttaiðk- unar og útivistar jafnt sumar sem vetur. Einnig er öflugt félagslíf. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnunar- störfum. Umsóknarfrestur ertil 9. júní nk. Launarkjör skv. samningi Félags ísl. hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðuneytisins. Hafir þú áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi hafðu þá samband við hjúkrunarforstjóra eða forstöðumann í símum 466 1378 og 466 1379. Leggur til „öðruvísi elliheimili“ með ylrækt Fjölmargir hafa lagt til tillögur um nýtt líf Reykholts. Hagsýsla ríkisins hefur fengið fjölmargar ábend- ingar um framtíðar not af húsakynnum héraðsskólans í Reykholti sem nú hefur hætt störfum. Snævar Gunnlaugsson hjá Hagsýslunni sagði að eflaust mundu hugmyndir berast fram eftir næstu viku sem væri hið besta mál. „Það hafa verið töluverðar undirtektir. Menn hafa sent inn hugmyndir að rekstri sem þeir vilja standa fyrir sjálfir, eða bara sem hugmyndir í pottinn fyrir aðra að moða úr,“ sagði Snævar Gunnlaugsson í gær, en frestur til að skila hugmyndum rann út í gærkvöld. Snævar sagði að heimilt væri þó að skila inn tillögum á næstu dög- um. „Það er alveg ljóst að margir bera hag staðarins fyrir brjósti og vilja að þarna sé einhver starfsemi. Vandamálið er síðan að vinna úr hugmyndunum, stilla saman strengi og velja að- ila sem hafa burði til að standa fyrir starfsemi í Reykholti," sagði Snævar. Byrjað verður að vinna úr hugmyndum, en þær eru um það bil tuttugu talsins, strax í næstu viku. „Öðruvísi elliheimili" Dagur-Tíminn hefur undir höndum eina ágæta tillögu sem send var til Hagsýslu ríkisins. Sigurður Magnússon, rafverk- taki í Reykjavík, leggur til að Reykholt verði í framtíðinni nýtt sem „öðruvísi elliheimili". Sigurður sagði í samtali við blaðið að hann hafi hugsað um þessa hugmynd í mörg ár en rétta staðinn hafi vantað. Reyk- holt passi hins vegar vel, þegar skóli hefur verið aflagður á staðnum. Hugmyndina segir hann hafa komið fram í grein sem hann las í Heilsuhringnum. Sú grein er eftir Helenu Ottós- dóttur og íjallar um elhheimili í Slesvig-Holstein í Þýskalandi. Það er afar óvenjulegt elliheim- ili, því heimilisfólk stundar garðrækt, skepnuhald og akur- yrkju eftir því sem kraftar leyfa. Er heimilið sjálfu sér nógt um nær allt kjötmeti, ávexti og grænmeti. En hvað er „öðruvísi elli- heimili"? Sigurður segir að hugmyndin miði ekki að því að gamla fólkið sinni skepnum nema þá alveg í lágmarki. Hins vegar yrði lögð áhersla á ylrækt og að vinna við hana yrði innt af hendi eftir getu hvers og eins. Hann sagði ennfremur að heimilið gæti orð- ið eitthvað í líkingu við heilsu- hæUð í Hveragerði. -JBP Síglufjörður Gefur 500 þúsund Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði hefur gef- ið 500 þúsund krónur í verkfallssjóð Alþýðusambands Vestíjarða. Eftir því sem næst verður komist er Vaka fyrst af Sjö listamenn hafa fengið úthlutað styrkjum frá Kópavogsbæ, en árleg út- hlutun fór fram við hátíðlega athöfn í Listasafni bæjarins um síðustu helgi. Þetta voru Ásdís Sigurþórsdóttir, myndlistar- maður; Böðvar Bjarki Péturs- aðildarfélögum Verkamanna- sambandsins sem gefur pen- inga í verkfallsjóð ASV. Með þessu framlagi sínu vill félagið votta baráttu Vestfirðinga virð- ingu sína. -grh son, kvikmyndagerðarmaður; Jónas Bragi, glerlistamaður; Kjartan Árnason, rithöfundur; Kristján Logason, ljósmyndari og ljóðskáld; Martial Nardeau, tónlistarmaður og Unnur María Ingólfsdóttir, tónlistarmaður. Leiðrétting Ekki Viking! Vegna fréttar um áfengis- auglýsingar og myndbirt- ingar í blaðinu í gær, vill Dagur-Tíminn koma á framfæri að umrædd frétt átti ekki við Viking fyrir- tækið né afurðir þess - eins og mynd gat gefið til kynna. Lesendur og Viking eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Kópavogur Listamannalaun

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.