Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 17. maí 1997 F R E T T I R íDitgur-tiIíuráut Kynslóða- skipti við Laugaveg Jón Bírgir Pétursson skrifar Einar tiu versianir standa auðar og yfirgefnar í miðborg Reykjavíkur - en það er enginn doði meðal kaupmanna - þrjár stórbygg- ingar rísa og mikil uppbygg- ing er framundan. Laugavegurinn, aðalverslun- argata landsins, er ekki á nið- urleið. Öðru nær. Samt standa einar 10 búðir við götuna auðar og yfirgefnar um þessar mund- ir. Edda Sverr- isdóttir, for- maður Lauga- vegssamtak- anna og auk þess varafor- maður Miðbæj- arsamtakanna, segir að nú séu að verða kyn- slóðaskipti hjá kaupmönnum við götuna. Framundan sé mikið líf og fjör á Laugavegi og í miðborginni. Rótgrónir kaupmenn hætta Sérstaka athygli vekur í versl- analandslagi Laugavegs og ná- grennis að tvær afar rótgrónar verslanir eru að hætta, Hvann- bergsbræður sem er meira en 6 áratuga gamalt fyrirtæki, og Egill Jakobsen í Austurstræti, sem hefur boðið upp á góð verð á fatnaði og fegurstu verslunar- innréttingu landsins um ára- tuga skeið. Hjá Hvannbergsbræðrum hætta þau systkinin Ebba Hvannberg og Geir Fenger rekstri verslunarinnar. Bæði eru komin á góðan aldur og vildu hætta, en enginn var til- búinn að taka við rekstrinum. Jakobsen kvartar yfir Austur- strætinu sem er orðið steingelt hvað verslun varðar. Þar eiga bankarnir leikinn, og stálgrá framhlið ÁTVR blasir við hand- an götunnar. Eigandinn, Hauk- ur Jakobsen, er nýlátinn. Tíu auðar og tómar verslanir Kaupmenn kvarta líka undan síaukinni verslun landans á er- lendri grund. Slík innkaup setja vissulega strik í reikninginn, segja þeir, og áhrifin leiði út um allt þjóðfélagið þegar pening- arnir streyma úr landi. Þegar geng- ið er um mið- bæinn má sjá að margar búðir eru að hætta. Hvaða búðir? Til dæmis Ebas- gjafavörur, Benetton, Dido, Silfur- skemman, Gallerí Gríma, Stúdíó, Barna- stígur, Hvann- bergsbræður, Egili Jakobsen og Murano og ef til vill fleiri. Benetton er auðvitað ekki að leggja upp laupana. Núverandi eigandi ákvað að hætta, ekki síst út af samkeppni við innkaupaferð- irnar, að sagt er. En erlenda fyrirtækið hefur auglýst eftir nýjum umboðsmanni hér og þá opnar Benetton að nýju. Mikil uppbygging á sér stað Edda Sverrisdóttir, kaupmaður í Flex, er formaður Laugavegs- Edda Sverrisdóttir. Verslun Hvannbergsbræður eru meðal þeirra verslana sem eru að hætta. samtakanna og varaformaður Miðbæjarsamtakanna. Hún seg- ir að ekki þurfi að kvíða framtíð miðborgarinnar. Hún segir að mikil ásókn só í laus verslunar- pláss. Og framundan sé veruleg uppbygging á Laugavegi og víð- ar um miðborgina. „Framundan er opnun á stórri Virgin Megastore, stór- verslun með herraföt í Habitat- húsinu. Jack & Jones og Vera Moda er að stækka sína búð svo um munar og yfirtekur þrjú verslunarpláss. Og Dressman er að fara í mikla stækkim. Svo má ekki gleyma því að Jón Ól- afsson í Skifunni er að heíja byggingu á geysilega fallegu stórhýsi við Laugaveginn og nafni hans Jón Sigurjónsson guilsmiður byggir líka stórhýsi við Laugaveg sem verður ekki síðra. Þá er framundan geysi- spennandi uppbygging á Lauga- vegsapóteki og húsum þar í kring, sem meindýraeyðir var með við Veghúsastíg ofan við apótekið. Og loks má nefna ný- byggingu þar sem er ísafoldar- húsið við Austurstræti. Aðalat- riðið er að mínum dómi að ungt fólk er að taka við hérna í mið- bænum, það eru að verða kyn- slóðaskipti, og unga fólkið kem- ur með nýjar hugmyndir sem eiga eftir að gjörbreyta mynd Laugavegar og gatna þar í kring. Hér eru mjög góð og vax- andi viðskipti og mikil bjartsýni í röðum kaupmanna,“ sagði Edda Sverrisdóttir. Við þetta má bæta að næsta vor hefst Reykjavíkurborg handa við að endurbyggja Laugaveg, þann hluta götunnar sem eftir var. Stéttarfélagsverð Umhverfismál Hagstæð tilboð Sólarmenn í Hvalfirði konrnir í opinbera nefnd Orlofsnefnd launþega- hreyfingarinnar á land- inu hvetur til ferðalaga innanlands í’ sumar og hefur í því skyni samið við Flugleiðir innanlands og Flugfélag Norð- urlands, fjölda hótela, sérleyfis- hafa, Bílaleigu Akureyrar og Norrænu um hagstæð verð. Hægt verður að fljúga til allra áfangastaða innanlands fyrir kr. 6.030 en 5.030 kr. kostar flug til Eyja. Margvíslegir tengi- möguleikar eru í ílugi Flugfé- lags Norðurlands frá Akureyri. Fargjöldin eru seld á laugar- dögum á sölustöðum Flugleiða um allt land en aðeins á af- greiðslu Flugleiða á Reykjavík- urflugvelli á höfuðborgarsvæð- inu. Hægt er að bóka sæti í all- ar brottfarir nema í ferðir frá hádegi fram til miðnættis á föstudögum. Þá er hægt að fá tveggja manna herbergi á verði eins og einnig má nefna að gott verð býðst hjá Bílaleigu Akur- eyrar. BÞ Umhverfisverndarsinnar á íslandi mega vænta auk- ins stuðnings hins opin- bera í komandi framtíð. Guð- mundur Bjarnason sagði í gær að hann mundi beita sér á vett- vangi ríkisstjórnarinnar fyrir auknum stuðningi við slíka starfsemi. Guðmundur greindi frá þessu þegar hann hitti fyrir for- svarsmenn samtakanna Óspillt land í Ilvalfirði, öðru nafni Sól í Hvalfirði og skrifaði undir sam- komulag um umhverfisrann- sóknir og vöktun umhverfis vegna stóriðju við ijörðinn. Samkomulagið sem undirrit- að var í gærmorgun gerir ráð fyrir nefnd sem skipuð verði fulltrúum Hollustuverndar, Náttúruverndar, tveim fulltrú- um Sólar í Hvalfirði auk for- manns sem skipaður verður án tilnefningar. Með þessari nefndarskipan telur ráðherra að tryggð séu áhrif Sólar í Hvalfirði á fram- kvæmd umhverfisrannsóknar og vöktun umhverfis vegna um- deildra stóriðjuframkvæmda. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.