Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 17. maí 1997 JDagur-XEtmmtt PJÓÐMÁL JOagur- ©tmítm Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Feluleiknum lokið í fyrsta lagi Það varð niðurstaða í samskiptum Jakobs Björnsson- ar, bæjarstjóra á Akureyri, og Arnars Páls Hauksson- ar, forstöðumanns Svæðisútvarsins á Akureyri, fyrir nokkrum vikum, að látið var á það reyna hvort ráðn- ingarsamningar bæjarstjóra teldust opinberar upplýs- ingar í skilningi nýrra upplýsingalaga. Málið fór sína leið fyrir kærunefnd, sem komst að þeirri niðurstöðu að þessir ráðningarsamningar ættu erindi í almenna umræðu. í framhaldinu hafa birst upplýsingar í fjöl- miðium um laun og greiðslur til bæjarstjóra og hór í blaðinu í gær birtist m.a. samantekt um ráðningar- samninga þeirra vítt og breitt um landið. Mörgum finnst eflaust að bæjarstjórar séu vel haldnir í launum, ekki síst í mörgum smærri bæjarfélögum, en ekkert sýnilegt samhengi er milli stærðar bæjarfé- laga og ábyrgðar bæjarstjóra annars vegar og launa- kjara þeirra hins vegar. Hins vegar er það samsetning launagreiðslna sem vekur athygli því í flestum tilfell- um eru launagreiðslurnar samansettar úr hinum ýmsu liðum, sumum afar óhefðbundnum. Þessi sam- setning er birtingarmynd þess feluleiks sem verið hef- ur í kringum laun til opinberra starfsmanna, feluleiks sem jafnframt hefur leitt til endalausra getgátna um hver hin raunverulegu laun eru. í þriðja lagi Ráðningarsamningar bæjarstjóra eru komnir upp á borðið. Svo hlýtur því einnig að vera um aðra ráðn- ingarsamninga hjá ríkisforstjórum og öðrum opinber- um starfsmönnum. Akureyringarnir Jakob og Arnar Páll hafa með hjálp upplýsingalaganna bundið enda á feluleikinn. Það var löngu tímabært. Fjölmiðla bíður það verkefni að skýra þjóðinni frá því hvernig launa- uppbygging hins opinbera raunverulega er. Laun- þegahreyfmgin hefur líka fengið gagnlegt tæki til að byggja á og siðvæðingarskref er stigið í stjórnsýslu. Himinhálaunaðir bæjar- og sveitarstjórar í litlum sveitarfélögum hafa hins vegar misst samningsstöðu þegar fyrir liggur hvað kollegar þeirra í stóru bæjar- félögunum fá í laun. Birgir Guðmundsson. V_________________________________________________) Sp ut* Hverju spáir þú um úrslit í leik íslendinga og Japana á HM í dag? Þorleifur Ananíasson skrifstofumaður d Akureyri s Eg spái jafntefli, 25 mörk á hvort lið. Duranona gerir síðasta markið úr síð- ustu sókn leiksins. Þetta verður erfiður leikur og ég er ekki bjartsýnn á frammistöðu liðsins í keppninni almennt. Mér finnst vanta í liðið, þeir eru þunglamalegri og Þorbjörn enn ekki kom- inn niður á rétta byrjun- arliðið að mér finnst. Þorbergur Aðalsteinsson fv. landsliðsþjúlfari Þetta verður svona tíu marka sigur fs- lendinga. Getu- munur þessara liða er mikill, og pressan á Jap- önunum er mikil. Opn- unarleikir eru oft erfiðir fyrir heimaliðið. Ég spái að markatalan verði 30 mörk gegn 20. ♦ ♦ Finnbogi Eyjólfsson blaðafulltrúi Heklu Ekki er ég nú spá- maður á þessu sviði, en ég spái okkur íslendingum sigri. Ég segi 22 mörk gegn 20, okkur í hag. En ég tek fram að þetta er óskyggjuspá en ekki vitræn. En annars er ég löngu hættur að hafa gaman af boltaleikjum, heldur beini ég áhugan- um nú að sundi, hesta- mennsku og almennri útivist. Magnús Orri Schram íþróttafréttamaður Sjónvarps Því spái ég að ís- lendingar vinni með 27 mörkum gegn 24. Þetta verður fjörlegur leikur en erflð- ur, sérstaklega vegna þess að áhorfendur í 10 þúsund manna íþrótta- höll verða allir sem einn á bandi Japana. En ís- lendingarnir eru með gott lið og því er ég full- ur bjartsýni. Af sem áður var „Oft hafa íslendingar gumað af þjóðfélagi þar sem ofbeldi er sjaldgæft, ef ekki óþekkt. Nú hins vegar bregður svo við að halda mætti að öruggara væri að vera að næturlagi í stórborg- um Evrópu en henni Reykjavík." - Víkverji í Morgunblaðinu í gær. Pornóparadís „Þar ýttu þeir vel við stóru pornókóngunum, einkum þeim sem eru nú að flýja frá Belgíu. Þeir sjá að þjóðin ber af í frjáls- lyndi sínu. Þjóð sem tókst að hneyksla alla Evrópu með vali fulltrúa síns í hinsta dansi sið- gæðis hlýtur að vera frjálslynd að endemum. Á frumstæðri eyju í Norðurhöfum geta þeir eflaust reist sínar stórkostlegu hallir og pornókeðjur óáreittir." - Lesendabréf í Morgunblaðinu. Eins og hann sáði „Enda uppskar „Bjargvættur- inn“ fyrrverandi allt það sem hann getur núorðið gert sér vonir um af lífinu - fjármála- ráðherra kinkaði kolli til hans í viðurkenningarskyni þegar hann gekk framhjá honum í ræðustól, lofandi hallalaus fjár- lög á hvurn sem er.“ - Illugi Jökulsson í Degi-Tímanum í gær. Andlegur golfstraumur „Það er okkar eigin saga sem leggur okkur tilganginn upp í hendur. Hún er hinn andlegi golfstraumur, sem gerir landið byggilegt. Hún er það talna- band sem við þurfum í sífelllu að vera að handfiatla. Ég held að lífið á íslandi þurfl fyrst og fremst að vera skemmtilegt." - Pétur Gunnarsson, rilhöfundur í DV. Ríklsmenningin Orðið menning er skrýtin niður- staða. Pistilhöfundur veltir henni oft fyrir sér og fær bæði löng og loðin svör ef hann spyr fróða menn hvað orðið þýðir. Orðabækur hjálpa ekki upp á sakirnar og er það miður. Sjálfur tengir pistilhöfundur orðið menningu við langar klukkustundir undir þungum hljóðfæraslætti eða flóknum hópdansi í barnæsku. Minnist ýmissa stórviðburða í félagsh'fi lands- ins sem þjáðust af þunglyndi og er greinilega ekki einsamall um þær minningar í dag. Að minnsta kosti hafa orðhagir menn slegið á létta strengi og búið til orðið alþýðumenningu. Vænt- anlega þá til að greina alþýðuna og annað utangarðsfólk frá menningunni í landinu eða kannski öfugt. , Landamæri menningar Fólk er dregið í dilka eftir þessum aug- ljósu landamærum menningar og al- þýðumenningar. Menningin sjálf er borin uppi af sprenglærðu listafólki á meðan ólærðir fúskarar dunda fyrir al- þýðuna. Listafólkið fær strax vinnu að loknu námi við helstu menningar- setur landsins og er ráðið fyrir lífstíð. Fúskararnir verða hins vegar að leigja sjálfir kjallara undir föndrið ef þeir vilja reyna að ná upp á yfírborðið. Listafólk- ið gengur að launa- umslagi vísu um hver mánaðamót og hefur fullan lxfeyrisrétt. Fúskararnir standa hins vegar eða falla með list sinni í kjallaranum og hafa aldrei heyrt minnst á lífeyrissjóð. Alþýðuskáld Menningin býður upp á tónskáld, hljómlistarmenn og tenórsöngvara á meðan alþýðan notast við lagahöf- unda, hljóðfæraleikara og söngvara. Mörkin eru greini- leg. En stundum fer alþýðan yfir strikið: Hvert alþýðuskáldið á fætur öðru hefur náð að verða þjóð- skáld á meðan lista- skáldin verða að láta sér nægja að vera áfram á launaskrá. En fleira skilur listina frá alþýðunni en öruggur lífeyrir. Listafólkið er bundið við menningarsetrin á meðan fúskararnir eru á ferli innan um fólkið. Stefán frá Möðrudal Á meðan viðurkenndir listmálarar hímdu við hálftóma sýrúngarbása sýndi kúnstnerinn Stefán Jónsson frá Möðrudal alþýðu manna vorleik stóð- hestanna á miðju Lækjartorgi. Á með- an verðlaunaskáld þjóðarinnar fylltu lagerpláss bókaforlaga seldi digterinn Guðmundur Haraldsson alþýðu manna ritverk sín í afreiðslusal Útvegsbank- ans. Á meðan heimskunnir stórsöngv- arar þáðu aukahlutverk hjá smærri óperuhúsum tók trxíbadorinn Jón Magnússon Jo-Jo lagið með Bruce Springsteen framan við sjónvarpsvélar á Striki Kaupmannahafnar. Raunveruleg menning fslendinga skiptist ekki í menningu og alþýðu- menningu. Menningin skiptist í alþýðu- menningu og ríkismenningu. Clðgeíx 3íatmeö

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.