Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.05.1997, Blaðsíða 9
^Dagur-'QImrám Laugardagur 3. maí 1997 - 9 RITSTJORNARSPJALL Chomolimgma Stefán Jón Hafstein skrifar um leiðina til Everest Er ég eini maðurinn sem ekkert er um það gefið að menn séu að klífa Everest? Móðurgyðju jarðarinnar? Sem heimamenn í dalnum fagra kalla Chomolungma. Allir virðast yfir sig hrifn- ir af því að Póstur og sími í samvinnu við Samskip og Ömmuflatkökur skuli senda sveit okkar klifurfimustu drengja þarna upp. Ekki ég. Minningar mínar frá ferð- inni til Chomolungma eru slíkar. Ég var nýlentur á flugvellinum í Lukla, á braut sem liggur skáhallt upp hjalla í snar- brattri fjallshlíð í 2500 metra hæð: Dagbók: „Ofar risu snarbrattar skógivaxnar hlíð- ar, við tóku skriður og hamrar, og svo áfram fjallið upp upp upp beint upp í hrikalega snæviþakta tinda einhvers staðar í órafjarlægð. Niður hrundi hlíðin snarbrött ofaní í gil, djúpt í iðrum dals- ins; jökulsá, bláleit, sendi þéttan nið upp. Milli hennar og okkar voru stallar gerðir af mannahöndum og skárar, af- markaðir með hlöðnum veggjum. Fljót- lega kæmu monsúnvindar til að vökva með regni sínu kartöflugarða, maís-, kál- og gulrótarfræ sem biðu í Ijósbrúnni þurri moldinni. Bændabýlin voru lágreist úr hlöðnum grjótveggjum, víða sáust veifur blakta með bænir fyrir vindinn til að bera áfram, og það sem virtust vörð- ur voru hrúgur af áletruðum steintöflum með skrifi til guðanna.“ Dalurinn Þetta var dalurinn sem 500 burðarmenn Hillarys fóru um í átt að Everest. Hann fór fyrstur á toppinn. Við vorum á sömu leið, en ekki alla leið. Komin með flugi átta dagleiðir á fæti frá Kliatmandu: „Bjór, kók, fanta, djús, Mars, kartöflu- flögur, tannkrem, klósettpappír!“ Sher- parnir sem fundu þennan dal á flótta sínum frá Tíbet fyrir mörg hundruð ár- um hafa komið sér vel fyrir við slóðann sem liggur uppeftir. Gistihús og.veitinga- staðir skarta fegurstu sælgætisbréfum. Uppúr og niðurúr liðast burðarmanna- sveitir með kók, bjór og gotterí, bárujárn og bastkörfur fullar af því sem íjalla- menn krefjast, öllu sem þarf í góða ferðaþjónustu. Allt um kring þessi him- neska fegurð splunkunýrra fjalla sem hrannast upp um sentimetra á ári und- an hægum þrýstingi meginlands Ind- lands. Þetta var leiðin til Everest. Eftir átta dagleiðir á baki burðarmanns frá Khatmandu hefur kókflaskan hækkað úr 20 krónum í 80, og er ennþá ódýrari en í venjulegum Essó-skála á íslandi þótt komin sé í 3500 metra hæð. Fjöllin og bænirnar Karl hékk utan í kletti og hjó bænarúnir í stein; heimspeki Búdda stefnir að upp- hafningu andans og af henni var nóg: Við snérum bænahjólum við stíginn, hlustuðum á hljóðskraf litríkra guð- spjallafána við kartöflugarða, „stúpurn- ar“ risu eins og hver önnur útihús við hlið hænsnakofanna, rétt eins og hver og einn þessara smábænda yrði að reisa andanum eilífa vitnisburð á sama stað og börnin kúkuðu. Á daginn liðaðist stíg- urinn fram þessar snarbröttu hlíðar dýpra inn dalinn, ofar risu skógarnir þverhníptir, þá hamrar enn brattari og svo enn ofar hvítklæddu jöklarnir eins og vígtennur og jaxlar. Maður varð að ■stöðva gönguna og anda djúpt til að sál- in næði sambandi - hugur manns varð svo fáranlega smásálarlegur í þessu andríka umhverfi, dagdraumarnir á göngunni asnalegir í samanburði við ógnarstærðina. A nóttunni varð allt svart í kringum mann, upp og niður eitt víðáttu gímald myrkurs, en lengst ofan við svartnættið svifu hvítir flekar eins og leiktjöld guðs handan við drauma dauð- legra; þetta voru jöklarnir upplýstir af mána sem hvergi sást. Namche Baasar Svo Iokaðist dalurinn og við reyndum að herma eftir Sherpunum sem fóru ein- stigi upp hamrabelti: þeir tóku taktfóst stutt skref, hægt, áfram, 10 eða 12, og stoppuðu svo. Hinkruðu. Svo fór foring- inn sem stjórnaði göngutaktinum af stað aftur: 10-12 stutt skref, stopp, andvarp, áfram 10-12 skref, stopp, andvarp... áfram... upp. Svo brast þolinmæðina og við tókum framúr, rösk í gangi, sprung- um og sátum drulluþreytt meðan þeir siluðust áfram upp og voru komnir á undan í íjallabæinn Namche. Þeir þekkja hrynjandi hjarta, lungna og fjallalofts. Við stóðum á öndinni við að standa kyrr. Hrákar og hósti Öndunarfærasjúkdómar. Það er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa tfi Namche, þorpsins sem liggur í rykskál í um 4000 metra hæð utan í fjalli; allir hrækja hósta og ræskja; hrákarnir þorna í rykinu sem þyrlast upp síðdegis og verður mökkur yfir bænum; hrákaryk- mökkur með húsdýraáburði og barna- kúk. Þetta var verslunarmiðstöð Tíbeta og Nepala fyrir salt og ull á leiðinni til Indlands, gósendalurinn fyrir neðan, urð og grót og fjöll fyrir ofan. Og meira beið. Konunglegur dauðdagi Enn ofar og upp fyrir 4000 metra mark- ið: lungun heimta meira loft fyrir hvert hænuskref, við komum að tilraun til að reka lúxushótel í hæðarhengju þarna handan við melana. Heimsbissnessinn ætlaði að græða á að fljúga með ríka Jap- ana í þyrlum þarna upp, setja þá í her- bergi með fínasta útsýni í heimi: morgun- sólina á Everest. Einhverjir komu og dóu í þunna loftinu og dýrlega útsýninu með súrefnsgrímur yfir síðasta andvarpinu - meðan sáhn sveif yfir gil og skriðjökla. Á þessari eyðilegu tilraun til að græða á móðurgyðju jarðar sat maður á verönd og horfði á dulúð Chomolungma, Everest, og ímyndaði sér Hillary á toppnum - meira en 4000 metrum ofar, án súrefnis. Nei, ég ímyndaði mér ekki Hillary; ég ímyndaði mér Shangrai La, dularfuha gósendalinn sem sagnir herma að leynist handan við höfin sjö og fjöllin sjö - dal drauma og dásemda, æsku og auðs, ahs sem maðurinn óskar sér. Nú voru höfin að baki og fjöUin, öU nema eitt. Og hvílíkt Qall. Guðleg tign í gyllingu sólar: þarna býr hún, móðurgyðja jarðar sem fólkið í dalnum hefur helgi á. 15 tonn af rusli Sherpaflokkur fór fyrir nokkrum misser- um upp og tók með sér tvö tonn af rusU úr faldi móðurgyðjunnar. 15 tonn voru eftir. Fjallamenn skilja eftir sig fleira en sporin. Við gengum tilbaka til Namche gegnum nokkrar grjóthrúgur sem reynd- ust þorp, heilsuðum jakuxum og sáum að sjóðurinn sem Hillary stofnaði til að koma til hjálpar fátækum íjallabændum hafði gagnast vel: skólar, heilsugæsla... frum- kvöðullinn hafði háleitari hugmyndir en sporgöngumennirnir með ruslið. Um kvöldið við eldhússtó fjölskyldunnar í fjallahótelinu var kvöldúlfur í litlu heima- sætunni sem fór á kostum með fima fing- ur gegnum hrísgrjónaskammtinn. Við næsta borð sátu fjallamenn, tveir græn- ingjar og gamlareyndur gönguhrólfur ný- kominn ofan af hásléttu Tíbets. Allt kvöld- ið söng hann harmaljóð um aðför mann- anna að móðurgyðjunni: „Þetta eru ösku- haugar uppfrá... alls kyns lýður sem á ekkert erindi... þetta eru ríkisbubbar sem kaupa pakkaferðir með faxtæki og öllu á toppinn... sálarlaus viðskiptahyggja er við hvert fótspor upp hlíðar Everest." Svona leið kvöldið meðan heimasætan hjalaði og náunginn nýkomni ofan af hásléttu Tíbets talaði. Þetta komst ég ekki hjá að heyra - og muna - þegar ég las heimasíðu ís- lensku Everestfaranna, nú, nokkrum ár- um síðar. í grunnbúðum eru 400 manns, gettóblasterar, farsímar... og kjölturakk- ar? (hvers vegna ekki?); inn streyma burðarmannalestir með tunnur fullar af Ömmuflatkökum og öðru álíka ómissandi heimshornagóssi, þessar 23 dagleiðir frá Khatmandu; hinir og þessir hópar vonast til að koma fyrsta Indónesanum, Malasíu- manninum eða hvað það er upp í gegnum „veðurgluggann"; það er hleypt inn á móðurgyðjuna í hollum eins og í ríkið í Austurstræti á laugardögum. Dagbók ís- lendinganna þegar öllu þessu hefiu verið til skila haldið: „Öfgarnar eru svo í jap- anska hópnum sem hingað er kominn til þess eins að koma fána japansks snyrti- vörurisa á toppinn. Þar eru jenin ekki spöruð, þyrla flytur birgðir í grunnbúðir og með er ótölulegur fjöldi aðstoðar- manna.“ Og svo var það sagan um fræga ríka fýlupokann sem varð veikur og fór heim og hersingin með... Leiðin að Everest Leiðin að Everest er undursamlega fög- ur, friðsæl og fyllir sálina að tómi sem á sér samhljóm í þögn fjallarisanna sem gnæfa yfir smásálarskapnum sem maður reitir af sér við hvert fótspor. Bænaveifur sem blakta, jökulsorfin hvalbök með guðarúnum, stúpur yfir grösum í hrjóstrugri mold. Og svo allt hitt sem manninum fylgir á leið upp úr gósen- dalnum: tilboð um „frúttí, djús eða bjór“; spaghetti á veitingastaðnum og barbí- dúkkur hjá krökkunum; en það er sak- leysið sjálft miðað við súrefnistækin á banabeðum auðkýfinganna uppi í lúxus- tilrauninni, eða enn ofar: öskuhauga fjallafara í skauti móðurgyðjunnar. Það var tignarlegt og fagurt að horfa á Everest mót bláum himni; engu líkt. Og ímynda sér leynda dalinn, Shangrai La handan við, þann sem sagnirnar herma að bjóði æsku, fegurð, auð og frið. Allt sem maðurinn óskar sér. En í stað þess að finna leynda staðinn þar sem hans er að leita, fer maðurinn á toppinn - þar sem ekkert er. Leið mannsins á tind Everest er leið manns- ins frá sjálfum sér.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.