Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 30. maí 1997 ^Dagur-ÍEíittúut Heiti Potturinn Jón Baldvin er sígilt um- ræðuefni í heita pottinum og eins og fram kom í gær hafa menn haft uppi ýmsar kenningar um það að honum standi sendiherrastaða til boða. í gær fréttist af nýju álitamáli sem er að sam- kvæmt nýju lögunum um op- inbera starfsmenn gæti verið að auglýsa þurfi sendiherra- stöðuna. Það eru menn sam- mála um að geri Jóni enn erf- iðara fyrir - utanríkisráðherra í átta ár eigi að senda inn starfsumsókn til sinna fyrrum undirmanna.... Nú hefur Jóhanna rofið þögnina með það hvort hún sé sammála Svanfríði Jónasdóttur um hlutverksleysi Þjóðvaka. í Mogganum í gær lýsti Jóhanna því staðfastlega yfir að þar til sameining vinstrimanna væri um garð gengin og allt heila klabbið komið á koppinn, þá hefði Þjóðvaki hlutverk í íslenskri pólitík. I pottinum gengur Jó- hanna nú undir nafninu „gam- all pólitíkus með hlutverk" til heiðurs jésúistum í þjóðkirkj- unni sem kalla sig ungt fólk með hlutverk.... w Ipottinum í gær var verið að segja frá því að þeir Magn- ús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, og Friðjón Guðröðarson, sýsl- maður á Hvolsvelli, virtust vera í óvenjumiklum sam- skiptum. Sú saga hafði kom- ist á kreik að þessi miklu fundahöld boðuðu ekki gott varðandi hreinsun á strand- stað Vikartinds. Þetta segja sérfróðir pottverjar alrangt, því búið sé að semja um hreinsunina, dagsetningar og upphæðir og málið sé nú loksins að komast á veruleg- an skrið.... Tefltá Sumarlokanir ívið minni en í fyrra, en ástandið samt slæmt. Sumarlokanir stóru sjúkra- húsanna kalla á flutning sjúklinga milli deilda auk þess sem hluti þeirra þarf að fara heim. Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir ástandið vont fyrir og það muni vitaskuld versna í sumar. „Með sífellt styttri legutíma og þessari gíf- urlegu pressu sem er á stóru sjúkrahúsunum tveimur er auð- vitað teflt á tæpasta vað og þar með eykst hættan á að fólk verði fyrir heilsutjóni. En þetta er líka bara áætlun. Það þarf ekki nema eitt rútuslys til að allt fari á skjá og skjön í kerf- inu.“ Lokanirnar á deildum spítal- ans verða heldur minni í ár en í Sjúkrahús Reykjavíkur tæpasta vað fyrra en þá var ástandið óvið- unandi að mati Jóhannesar. „Það gekk ekki. Við erum að viðurkenna það núna og skipu- leggjum því heldur minni lok- anir en í fyrra. Engu að síður er óhjákvæmilegur samdráttur, við höfum hvorki mannafla né fjár- magn til að halda uppi fullri )jónustu.“ Spurður um ólgu meðal starfsfólks vegna lokananna segir Jóhannes að auðvitað séu menn áhyggjufullir og biðlistar muni lengjast. „Ástandið er nógu slæmt fyrir, fólk vinnur undir mikilli pressu og þetta er ekki hægt öðruvísi en með mik- illi samstöðu, gífurlegu álagi og mikilli aukavinnu." Sem dæmi um fyrirhugaðar lokanir má nefna að á líflækn- inga- og endurhæfmgarsviði fækkar rúmunum 153 niður í 111 þegar fæst verður en með- altalsnýting á tímabilinu frá 1. júlí fram í septem- ber er 88%. Hvað skurðlækninga- sviðið varðar eru þar 114 rúm og er reiknað með að meðaltalsíjöldi verði 84% en fer allt niður í 76%, eða 100 rúm. Á öldrunarsviði eru 145 rúm og verður þar fækkað um 25 rúm. Þar er fólk almennt bundið í rúmum sínum og flutn- ingar erfiðari. Svipaða sögu er að segja um geðsviðið. BÞ Jóhannes Pálmason framkvæmdastjórí „Það þarfekki nema eitt rútuslys til að allt fari á ská og skjön. “ Akureyrarflugvöllur Poppmessa í flugskýli FN Poppmessa verður í flug- skýli Flugfélags Norður- lands á Akureyri á sjó- mannadaginn, 1. júm'. Um klukkan 15.00 lendir Lockheed- Tristar breiðþota flugfélagsins Atlanta á Akureyrarflugvelli með um 360 unglinga um borð frá æskulýðsfélögunum á Reykjavíkursvæðinu. Sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, segir að hugmynd hafi fæðst fyrir sunnan að frumkvæði sr. Sigurðar Arnar- sonar í Grafarvogi að heim- sækja Akureyri, og varð úr að Arngrímur Jóhannsson, eigandi Atlanta, ákvað að leggja til þot- una endurgjaldslaust. Fleiri koma að framkvæmd popp- messunnar. M.a. gefur Mjólkur- samlag KEA Frissa-fríska, Pizza-67 pítsur, Olíufélagið eldsneyti á flugvélina, lending- argjöld fást niðurfelld, FN lánar flugskýlið o.s.frv. Poppmessan er í góðu sam- komulagi við Sjó- mannadagsráð. í poppmessunni þjóna prestar úr Eyj afj arðarpr ófast- dæmi fyrir altari og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi kirkjunnar prédik- ar. Tónlist verður í hávegum höfð. Fram koma m.a. hljómsveitin Nýrri menn, hornaflokk- ur úr Tónlistarskólanum á Ak- ureyri og Björn Steinar Sól- bergsson, organisti Akureyrar- kirkju. Allir eru velkomnir, enda húsrými nóg. GG Akureyri Réttinda- lausir á gaffal- lyftara Lögreglan á Akureyri og Vinnueftirlit ríkisins hafa í sameiningu unnið að því undanfarna daga að heimsækja fyrirtæki og starfssvið á Akureyri í þeim tilgangi að kanna réttindi þeirra sem starfa á vinnuvélum. Af 60 vinnu- vélastjórnendum í 26 fyrir- tækjum reyndust 7 vera án tilskilinna réttinda, allt stjórnendur gaffallyftara, og sumir unglingar sem eru að hefja sumarvinn- una. Þeir mega búast við sektum. Áhersla var lögð á þá ábyrgð sem hvílir á verkstjórum og forráða- mönnum fyrirtækja varð- andi réttindi þeirra starfs- manna sem þeir setja á vinnuvélar. Vinnueftirlitið mun standa fyrir frum- námskeiði til réttinda til að stjórna vinnuvélum og hefst námskeiðið um miðj- anjúnímánuð. GG Víkurskarð Lýst eftir vitni Lögreglan á Húsavík ósk- ar eftir að hafa tal af manni sem ók konu frá slysstað austan í Víkur- skarði og að Stórutjarna- skóla um kl. 20 fimmtu- dagskvöldið 13. febrúar sl. Með manninum í bílnum voru tvær stúlkur. Pessi maður er beðinn um að hafa samband við lögregl- una á Húsavík sem fyrst í síma 464 1303. FRETTAVIÐTALIÐ Róbert B.Agnarsson aðstoðarframkvœmdastjóri Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda íslenskt samstarf við norska fisk- vinnslu hafið, SÍF kaupir sig inn í allöfluga saltfiskvinnslu á Finn- mörku, en stjórn SÍF á eftir að leggja hlessun sína yfir samning- inn. Dagur-Tíminn rœddi í gœr við Róhert B. Agnarsson. Erkifjendur saman í saltfisknum - Er þetta svar við þrengingum okkar í Smugunni, Róbert? „Nei, þetta dettur fólki fyrst í hug, en svo er auðvitað ekki. Þetta hefur komið fram í Noregi þar sem blöð hafa greint frá þessum viðskiptum, of snemma að okkar mati, því stjórn SÍF á eftir að fjalla um kaupin. Maður heyrir að þeir haldi í Noregi að við séum út- gerðarfélag. SÍF er hins vegar hvergi í útgerð, við eigum engin skip önnur en flutningaskip, og enga kvóta. Við viljum í rauninni fá að vera með í að móta framleiðslu hjá norskum aðila. Við vilj- um nýta sölukerfi okkar fyrir þennan norska fisk og framleiða hann eins og við viljum. Við hugsum okkur að reyna að gera kannski meira úr fiskinum, velja úr honum það sem best þykir og selja á hærra verði. Það var metið þannig að það væri nokkuð erfitt að fá norska framleiðendur til að framleiða á þeim nótum sem við vildum. Þá töldu menn að eina leiðin væri að fá að vera með í þessari framleiðslu." - En vœntanlega eru kaup ykkar á norskri fiskvinnslu tímamótagern- ingur? „Ég skal ekki segja um það. Það hafa einhverjir íslendingar verið að verka saltfisk í Noregi en í fremur litl- um mæli. Við erum þarna með mögu- leika á 3.000 tonna framleiðslu á ári, tvö þúsund af þorski og þúsund af ufsa. Og þarna erum við með okkar sölukerfi, dótturfélagið Mar-Nor kaup- ir og selur fisk.“ - Hvaða fyrirtœki er Loppa Fisk sem þið kaupið að hálfu? „Loppa er í Oksfjord í Finnmörku, ekki stórt fyrirtæki, en það hefur þó ákveðna möguleika. Fyrirtækið er að langmestu leyti í saltfiskverkim.“ - Hvað framleiðir Loppa Fisk mikið af saltfiski? „Það er nú ekki komin mikil reynsla á það enn þá. Bræður tveir keyptu þetta fyrirtæki um mitt síðasta ár, en þeir hafa sjálfir rekið fyrirtæki í Vesterálen og við höfum góða reynslu af viðskipt- um við þá bræður. Þeir framleiða góðan fisk sem við höfum selt í gegnum okkar sölukerfi í Noregi, Mar-Nor AS. Þegar þetta tækifæri kom og þeir orðuðu við okkur hvort við vildum vera með þeim í þessu, þá var það skoðað. Við komumst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að skoða þessa leið, en það er stjórnar SÍF að taka endanlega ákvörðun." - Þetta „strandhögg“ SÍF í Noregi er nýtt af nálinni. Er þetta einskonar heimsvaldabrölt, í góðri merkingu vel að merkja? „Nei, alls ekki. Við erum að reyna að þétta okkar kerfi, á báðum endum má segja. Nú getum við væntanlega boðið norskan fisk í samkeppni við annan norskan fisk, en í okkar eigin nafni." - Þið eruð fyrir með mikla starf- semi í Frakklandi, - og kannski kom- ið þið ykkur fyrir á Spáni þar sem Norðmenn nöppuðu fyrirtœki sem þið voruð í rauninni búnir að kaupa? „Vonandi lýkur því máli á þessu ári og þá skapast ef til vill möguleiki á að hefja framleiðslu þar en of fljótt að segja hvað verður.“ -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.