Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 4
Umhverfismál Dalvík Frá athafnasvæði Furu í Hafnarfjarðarhrauni - úrgangsefni af hinu ýmsa tagi liggja eins og hráviði út um allt og fylla gil og gjótur. Mynd: Ágúst Bjömsson. Sóðaskapur kringum umhverfisvænt fyrirtæki Ferðalangur sem var á göngu um Hafnarfjarðar- hraun á dögunum gat ekki orða bundist yfir sóðaskapnum við járntætara Furu hf. sem er með aðsetur í hrauninu, í stál- félaginu sem fór á hausinn forðum. Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Hafnaríjarðarsvæðis, kannaðist ekki við þá mengun umhverfis sem blasir við hjá endurvinnslufyrirtækinu Furu. Guðmundur sagði að starf- semi Furu væri undir eftirliti eins önnur fyrirtæki. Þarna hefðu menn verið að steypa plön í kringum tætarann síð- ustu mánuði. Guðmundur Sig- urðsson sagði að tróði og öðru sem legðist af við að tæta niður málma ætti að aka burtu. „Mér sýnist þetta ótrúlegt, en ljósmyndin segir sína sögu. Þarna kann eitthvað að hafa farið úrskeiðis og það verður skoðað,“ sagði Haraldur. „Fura er endurvinnslufyrirtæki og lóð- in þeirra verður seint sérlega falleg. En þeir eiga alls ekki að fylla gjótur með úrganginum." -JBP Guðmundur Sigurðsson: „Þeir eiga alls ekki að fylla gjótur með úr- ganginum." 12 mán. fyrirkyn- ferðisaflirot 41 árs gamall karlmaður frá Dalvík hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, þar af 9 mán. skiiorðsbundið fyrir kyn- ferðisafbrot gagnvart íjórum stúlkubörnum á Dalvík. Dóttir mannsins var meðal fórnarlamb- anna en brotin áttu sér stað árin 1992 og 1993. Lögreglu barst beiðni um lög- reglurannsókn þann 8. nóvem- ber sl. frá félagsmálastjóra Dal- víkurbæjar og vatt rannsóknin upp á sig þar sem fleiri brot voru skoðuð. Mat sálfræðings var að vitnisburður fórnarlamba hefði verið trúverðugur en í dómnum kemur jafnframt fram að dæmdi hafi greindarlegar takmarkanir, sé barnslegur í framkomu og hugsun og hafi lágt sjálfsmat. Þó sé hann dómbær á hvað sé rétt og rangt í grundvallaratriðum mannlegra samskipta. Ákærði játaði og er auk fang- elsisrefsingar dæmdur til að greiða 200.000 í skaðabætur og 190.000 í málskostnað. Ólafur Ólafsson dómari kvað upp dóm- inn. BÞ Hjóluðu að Mývatni Nemendur 8. til 10. bekkjar Þelamerkurskóla í Eyjafirði hjóluðu síðasta föstudag frá sæluhúsinu Sesseljubúð á Öxnadalsheiði og austur í Mý- vatnssveit og var tilgangurinn sá að safna fé í ferðasjóð vegna ferðalags vorið 1998. Leiðin er um 200 km löng og hjóluðu allt- af tveir krakkar í senn, en alls voru þau 15 sem skiptu á milli sín hjólreiðatúrnum. GG Slysavarnir Björgunarskipin koma Tvö ný björgunarskip að koma til heima- hafnar. Skip kemur til Siglufjarðar í dag og til ísafjarðar á morgun. Tvö ný björgunarskip bæt- ast í flota Slysavarnafé- lags íslands þessa dag- ana. í dag, föstudag, kemur í fyrsta sinn til heimahafnar á Siglufirði björgunarskip sem er ætlað að þjóna sjófarendum úti fyrir Norðurlandi. Á morgun kemur skip til ísafjarðar sem þjónar sjófarendum við Vest- firði. Kaupin á skipunum eru hluti af því átaki SVFÍ að kaupa björgunarskip í hvern Iandshluta. Á landsþingi SVFÍ sl. sumar var stofnaður björgunarbáta- sjóður til að standa straum af kaupum á skipunum og af rekstri þeirra. Þá rann allur ágóði af vorhappdrætti félags- ins til þessa verkefnis. í það heila talið er SVFÍ að kaupa fimm ný björgunarskip og kom hið fyrsta hingað til lands í des- ember sl. og fór til Neskaup- staðar. Það var eitt af þremur skipum, sem keypt voru í Hol- landi. Skipin tvö, sem nú koma til landsins og verða á ísafirði og Siglufirði, koma frá Þýska- landi, þar sem þau voru áður í rekstri hjá systurfélagi SVFÍ. Ytra hefur fengist mikil og góð reynsla af rekstri björgunar- skipa og þau reynst öílug og ör- ugg- Að sögn Egils Rögnvaldsson- ar, formanns Slysavarnadeild- arinnar Stráka í Siglufirði, verða þjálfaðar upp tvær fimm manna áhafnir á hið nýja björg- unarskip, en rekstur þess er samstarfsverkefni deildar SVFÍ á Norðurlandi. í dag, föstudag, sem formlega verður tekið á og því gefið nafn. Önnur sam- ísafirði á morgun þegar björg- verður athöfn á Siglufirði þar móti hinu nýja björgunarskipi bærileg athöfn verður síðan á unarskip kemur þangað. -sbs. Lagt af stað norður. Skipverjar á nýju björgunarskipi SVFÍ, sem staðsett verður á Siglufirði, lögðu í eftirmiðdag- inn í gær upp í siglingu norður og var myndin tekin við það tilefni. Mynd: Pjetur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.