Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 30.05.1997, Blaðsíða 12
HH Veðrið í dag Föstudagur 30. maí 1997 Tilboð á sérblandaðri innimálningu gljástig 10 Verð: 1 lítri 499 4 lítrar 1996 10 lítrar 4990 0 Þúsundir lita í boði KAUPLAND Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Línuritin sýna flögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Suðvestan gola eða kaldi. Smáskúrir eða Ktilsháttar súld öðru hverju vestanlands, en víða léttskýjað um landið norðan- og vestanvert. Hiti 7-16 stig. i HANDBOLTI • HM í Kumamoto Geir Sveinsson og félagar í íslenska landsliðinu máttu þola sitt fyrsta tap í Kumamoto, gegn Ungverjum í gær- morgun. Slök byrjun varð íslenska lið- inu að falli gegn Ungverjum Islenska landsliðið átti á brattann að s.ækja frá byrjun x' leiknum gegn Ungverjum í 8-liða úrslitum heimsmeistara- mótsins í gærmorgun. Eftir mjög slakan byrjunarkaíla, þar sem h'tið fór fyrir vörn liðsins og markvörslu, náðu Ungverjarnir frumkvæðinu og það reyndist fslendingum þrautin þyngri að jafna leikinn, munurinn á liðun- um var lengst af 2-5 mörk en ís- lenska liðið var nálægt því að jafna í lokin. Herslumuninn vantaði, skot íslensku leikmann- anna strönduðu á markverði Ungverja á úrslitastundum og franskir dómarar lokuðu aug- unum fyrir augljósu vítakasti, þegar Valdimar Grímsson var hindraður inn í vítateig á mikil- vægu augnabliki undir lokin. Ungverjar héldu haus og upp- skáru sætið í undanúrslitunum, með eins marks sigri, 26:25. Sóknarleikur íslenska liðsins var einn af fáum Ijósum punkt- um í leik liðsins, að minnsta kosti framan af fyrri hálfleikn- um, þrátt fyrir að markvörður Ungverja fengi sinn skammt af auðveldum skotum. Með inn- komu Róberts Julian Duranona í sóknarleikinn hægðist aðeins á spilinu, en ógnunin var engu að síður mun meiri. Duranona. var hreint og beint óstöðvandi í síðari hálfleiknum og skoraði níu mörk, en því miður fyrir ís- lenska liðið dugði það ekki til, - munurinn var of mikill og ung- verska liðið hafði lag á því að nýta sér flest mistökin sem urðu í sóknarleik íslenska liðs- ins. Flata vörnin sem íslenska liðið lagði upp með, beið skip- brot, bæði í leiknum í gærmorg- un og í leiknum í 16-liða úrslit- unum gegn Norðmönnum. Það var ekki fyrr en breytt var um varnaraðferð að sóknarnýting Ungverjanna byrjaði að færast niður, en þeir voru með nálægt nítíu prósent nýtingu framan af leiknum. Óneitanlega var súrt fyrir íslendinga að horfa upp á tap, ekki síst þar sem liðið var mun betri aðilinn í síðari hálf- leiknum og það þó nokkrir lyk- ilmenn liðsins hefðu alls ekki náð sér á strik. Ungverska liðið á nú mögu- leika að tryggja sér sæti í úr- slitaleik keppmnnar, en íslend- ingar léku gegn Spánverjum klukkan 4 að íslenskum tíma í nótt. Sigurliðið úr þeirri viður- eign leikur um 5. sætið á morg- un, en tapliðið leikur um 7. sæt- ið. Þrátt fyrir vonbrigði gær- dagsins og hvort sem ísland hafnar í 5. eða 8. sætinu, er því ekki að leyna að íslenska liðið náði mjög viðunandi árangri á heimsmeistaramótinu. Ísland-Ungverjíiland 25:26 Mörk íslands: Róbert Julian Duran- ona 11, Ólafur Stefánsson 4, Valdi- mar Grímsson 3, Geir Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 2, Patrekur Jó- hannesson 2, Konráð Olavson 2. í í 1 \ *. '>4 .-'U : Sigurður áfram hjá Minden Flest bendir til þess að Sig- urður Bjarnason verði áfram í röðum þýska 1. deildar- liðsins Minden, en talið var að hann færi frá liðinu, eftir kaup félagsins á Magnus Anderson, sænska miðjuspilaranum sem lék með Schuttervald í vetur. „Eins og staðan er í dag, þá býst ég við því að verða hérna áfram. Ég er með samning til eins árs til viðbótar og á von á því að klára þann samning hjá félaginu.“ HelgitilHK Akureyringurinn Helgi Ara- son, fyrrum leikmaður KA sem bjó erlendis í vetur, hefur ákveðið að ganga til liðs við HK í 1. deildinni. Helgi er miðju- maður og kemur örugglega til með að styrkja Kópavogsliðið verulega. KNATTSPYRNA Einherji hættur Lið Einherja frá Vopnafirði hefur dregið lið sitt út úr ís- landsmótinu í 1. deild kvenna í knattspyrnu og því falla allir leikir hðsins niður í sumar. Lið- ið átti að vera í C- riðlinum með KVA, Leikni Fáskrúðsfirði, Sindra og Hetti. HANDBOLTI Leikirsem eftir eru á HM Úrslit á HM í gær: 8-liða úrslit: Ungverjaland-fsland 26:25 Svíþjóð-Spánn 28:24 Rússland-S.Kórea 32:15 Frakkland-Egyptaland 22:19 Leikir í dag: Ísland-Spánn kl. 04:00 S.Kórea-Egyptaland kl. 06:00 Laugardagur Leikur um 5. sætið kl. 07:00 Leikur um 7. sætið kl. 07:00 Undanúrslitaleikir: Ungverjaland-Svíþjóð kl. 09:00 Rússland-Frakkland kl. 09:00 Sunnudagur Leikið um 3. sætið kl. 05:00 Leikið um 1. sætið kl. 07:00

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.