Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Blaðsíða 5
|Dagur-®mtmrt Laugardagur 14. júní 1997 -17 MENNING OG LISTIR Tónlistin er flókin etta leggst mjög vel í mig og þetta er stór sýning. Gegnum tíðina hef ég ekki verið neitt upprifmn yfir Webb- er en það eru nokkrir söngleik- ir mjög góðir hjá honum og þessi er á meðal þeirra,“ segir Björgvin Halldórsson söngvari en hann syngur hlutverk tangó- söngvarans Augustin Magaldi í Evítu. Björgvin segir að Magaldi hafi verið frægur söngvari í Bú- enos Aires. Evíta hafl fengið hann til að taka sig með til stór- borgarinnar. Þar hafi hún byrj- að að nota karlmennina sér til framdráttar. - En hefur eitthvað í tónlist- inni reynst þessum reynda söngvara erílðara en annað? „Þetta er eiginlega óperetta og ég hef ekki fengist við það áður að syngja liberettó. Það hefur verið mjög gaman. hetta er talaður söngur," svarar Björgvin og kveðst alltaf hafa haft áhuga á leikhúsi. Hann hafi þegar verið með í nokkrum stykkjum og hafi fullan áhuga á slíku í framhaldinu. -GHS Nýta sér ástina „Það er oft þannig með ástina að menn eru stöðugt að nýta Uppsknifað og íburðarmikið Eg fór að vefta búningun- um fyrir mér um áramót- in þegar þetta kom fyrst til tals. Þá fór maður að leita sér að gögnum og kynna sér persónurnar og söguna. Ég hef verið í þessu í þrjá mánuði, síð- ustu tvo mánuðina af fullum krafti að hanna búningana og leita að efnum,“ segir Ásta Guð- mundsdóttir, búninga- og fata- hönnuður. Ásta hefur hannað alla bún- ingana í söngleiknum Evítu, hún segist hafa haft ákveðna fyrirmynd og ekki getað vikið langt frá henni. Hún hafi þó reynt að einfalda búningana, draga fram aðalatriðin og reyna að setja „einhverja túlk- un í hverja flfk. Ásta segir að það sé hálfgerð tískusýning hjá Evítu því að senurnar séu 23 talsins og Evíta sé nánast í nýj- um klæðnaði í hverri senu. Það verður því mikil vinna að skipta um föt hjá Andreu Gylfadóttur söngkonu þegar sýningar hefj- ast. En hvernig er það með karl- persónurnar? „Peron er bara glæsilegur herramaður við hlið- ina á Evítu. Hann fellur svoh'tið í skuggann af henni klæðalega séð en hann er mjög glæsilegur. Che er sögumaður og breytist ekkert.“ GHS Egill Ólafsson syngur hlutverk Perons í Evítu. Hann telur að Peron hafi verið stjórnmálamaður sem hafi spilað sig vitlausari en hann hafi verið. Mynd: E. Ól. Mér líst ljómandi vel á þetta. Það er líf mitt og yndi að vera í söngleikj- um. Á köflum er þetta marg- slungin músík hjá Webber og hún er skemmtileg. Það er til hafsjór af efni um þessi hjón og ég hef reynt að kynna mér hvaðan Peron kemur og hvað hann hefur gert,“ segir Egill Ól- afsson söngvari en hann syngur hlutverk Perons í Evítu. Hreifst af Hitler Peron var hernaðarráðgjafi í sendiráði Argentínumanna í Berlín 1936 og sá því til Hitlers og hreifst af áróðri hans. „Hann spilaði sig vitlausari en hann var. Maður þekkir svona pólitíkusa, allir aðrir vita betur en þeir en þeir vita sjálfir nokk. Hann var skugginn af Ev- ítu en engu að síður forseti Arg- entínu. Hann hafði vissulega lýðhylli og fyrstur til að gera vel við verkalýðinn," segir Egill um Peron. sér hana til eigin frama, leynt og ljóst. Þegar Evíta stendur við hliðina á honum á hún enn meira fylgi, hún er alþýðustúlk- an sem kemst í áhrifastöðu og er elskuð af alþýðunni. Fólk kemur saman á torgum með nesti að heiman til að hlusta á útvarpsþætti, sápuóperur sem hún leikur í og er útvarpað með gjallarhornum," bætir Egill við. -GHS /> SLV ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Boch/Stein/Harnick 19. sýn. í kvöid, laugard. 14. júní. Uppselt. 19. sýn. Á morgun, sunnud. 15. júní. Örfá sæti laus. 20. sýn. fimmtud. 19. júní. Uppselt. 21. sýn. föstud. 20. júní. 23. sýn. laugard. 21. júní. 23. sýn. föstud. 27. júní. 23. sýn. laugard. 28. júní. Síðustu sýningar leikársins Litla sviðið kl. 20.30 LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza í kvöld, laugard. 14. júní. Uppselt. Á morgun, sunnud. 15. júní. Uppselt. Fimmtud. 19. júní. Föstud. 20. júní. Nokkur sæti laus. Laugard. 21. júní. Fimmtud. 26. júní. Föstud. 27. júní. Síðustu sýningar ieikársins Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Evíta frumsýnd Loksins er komið að því! Söngleikurinn Evíta eftir Andreiv Lloyd Webber verður frumsýndur í íslensku Óperunni á mánu- daginn. Söngleikurinn skartar öllum helstu stjörnum íslendinga, mikið er lagt í uppfœrsluna og auðvitað er tónlistinni gert hátt undir höfði eins og vera ber. Mitt líf og yndi

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.