Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Blaðsíða 11
 EtMtjárdág'u'r 147jántí997 - 23 ÍDanur-®tmtmx BER á Gmwam ?ná$z Það er hœgt að nota her og aðra sumarávexti á ýms- an hátt. Breytum út af vananum og prófum að horða girnileg ber með nýju brauði og góð- um rjómaosti. Á íslandi er hægt að fá fersk ber meirihluta ársins og er það ánægjulegt. Berin er nefnilega hægt að nota á ýmsan máta og um að gera að prófa sig áfram með eitthvað nýtt og sniðugt. Núna þegar sumarið er komið og fólk vill borða léttari mat þá er tilefni til að kaupa sér uppá- halds berin sín, gott brauð og ost og gera einhverja sniðuga samsuðu úr þessu og koma fram með nýjungar í tilefni sumarsins. Hvernig væri til dæmis að fá sér fersk ber með góðu jógúrti. Þetta er sniðug hugmynd og um margar góðar tegundir að velja þar. Þetta er líka upplögð hug- mynd að ábætisrétti og gott til að fá sér í hádeginu um helgar. Þarna þarf aðeins að finna sér uppáhaldsjógúrtið og það er mjög gott að nota þykka jógúrt, þessa grísku. Síðan eru það bara berin sem eru sett út í. Ef liggur vel á manni er líka gam- an að gera eitthvað meira úr þessum rétti og setja jógúrtina í fallegar skálar, helst glærar, ekki setja alla heldur aðeins helminginn til að byija með, síðan eitt lag af beijum og þá afganginn af jógúrtinu og berin ofan á. Þetta verður sumarlegt og fallegt á borði og um að gera að létta tilveruna og leggja líka fallega á borð. Þá er þetta mik- ið fyrir augað. Það hefur sennilega fáum dottið í hug að kaupa sér ljúf- fengt brauð, best er að nota hvítt brauð með harðri skorpu (franska bagettu), skera það í vænar sneiðar, taka sér síðan góðan rjómaost og smyrja ofan á. Þarna er best að nota ítalsk- an masqarpone rjómaost og til að kóróna brauðið þá nær mað- ur sér í uppáhaldsberin sín, gott að nota jarðarber og blá- ber, skera þau í sneiðar og setja ofan á smurt brauðið. Alveg sérlega listugt og ferskt. Til að gera ennþá meira úr þessum rétti þá er hægt að kreista smá safa úr ferskri sítrónu út í rjómaostinn, jafnvel rífa örlít- inn börk og setja með. Til að hressa upp á útlitið á brauð- sneiðinni þá er hægt að strá möndluflögum yfir berin. Það er líka hægt að hræra góðri sultu saman við ostinn eða smyrja henni ofan á hann. Ef berin eru orðin svolítið slöpp og ekki nógu spennandi til að bera fram ein og sér þá er um að gera að reyna að auka bragð þeirra og bæta útlitið. Það er hægt að gera með því að setja berin í skál, taka fersk mintulauf og strá yfir. Einnig er hægt að kreista safa úr ferskri appelsínu yfir þau, gott. er að setja smá hunang yfir berin og nota þau þannig með jógúrti eða jafnvel setja þau saman við múslí og einnig er hægt að ná sér gott balsam edik en það nær á ótrúlegan hátt að auka bragð berjanna. np ií Lei eimilis- hamið í barnaafmœlið, súkkulaðiskújfukaka 200 g smjör 3 dlsykur 4 egg korn úr 1 vanillustöng eða 2 tsk. vanillusykur 3’á dl hveiti 3 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 dl vatn 1 dl mjólk Yfir kökuna: 200 g jlórsykur ’A dl kakó 1-2 msk. sjóðandi vatn skrautsykur Hrærið smjör og sykur létt og ljóst. Bætið eggjunum við, einu í senn, ásamt vanillunni. Sigtið hveiti, kakó og lyftiduft saman og hrærið því út í. Bætið vatni og mjólk síðast saman við deig- ið og látið það í vel smurt skúffuform, ca. 20x30 sm. Bak- ið við 180°C í 45-60 mín. Kakan látin kólna áður en hún er smurð með glassúrnum og skrautsykri stráð yfir. Súkkulaði formkaka 200 g smjör 200 g sykur 2 tsk. vanillusykur 3 egg 250 g hveiti 2'/ msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 dl kaffirjómi raspað hýði afl appelsínu Hrærið mjúkt smjör með sykri, létt og ljóst, bætið vanillusykri saman við hræruna ásamt eggj- unum einu í senn og hrærið vel á milli. Blandið saman hveiti, kakói, lyftidufti og röspuðu appelsínuhýðinu. Hrærið því saman við hræruna með rjóm- anum. Deigið sett í vel smurt og raspi stráð hringform og bakist við 175°C í ca. 1 klst. Fallegt og gott er að smyrja kökuna með bræddu súkkulaði, rétt áður en hún er borin fram. Skreytt með hnetum. Hvað er betra en nýbakaður gerhringur með kaffinu? 250 g hveiti 100 g smjör 50gsykur 25 g ger 1 dl kaffirjómi 1 egg Fylling: 75 g muldir hnetukjarnar 75 g smjör 100gsykur 1 msk. kanill 1 msk. hveiti Z hrœrt egg til að pennsla yfir Hveiti og sykur blandað saman. Smjörið mulið saman við. Gerið leyst upp í ylvolgum rjómanum, eggið hrært saman við og því bætt útí og hnoðið vel saman. Bætið hveiti útí ef þörf þykir. Látið deigið hefast með stykki yfir í ca. 45 mín. Hnoðið deigið aftur og það er svo flatt út í af- langa lengju, ca. 30-40 sm. Muldum hnetukjörnum, smjör- inu, sykrinum og kanel hrært saman, því svo smurt yfir. Lengjan rúlluð saman á lengd- ina, myndaður hringur sem settur er á smurða plötu með samskeitin niður. Klipptar rauf- ir í hringinn hér og þar, penslað með hrærðu eggi. Bakað við 200°C í ca. 25 mín. Waldorf salat Sérlega gott með lambalœri eða skinku og hamborgar- hrygg 6 epli 5 sellerístilkar 4 ananashringir 50 g hnetur 2 dl majones 2Z dl þeyttur rjómi safi úr 2 sítrónum 4 msk. ananassafi blá vínber Eplin eru skorin í smá bita. Sítrónusafi kreistur yfir, svo þau haldi lit. Ananassneiðar skornar í ltila bita, sett útí. Sell- eríið skorið í þunnar sneiðar. Rjóminn og majones blandað saman og eplunum, selleríi, muldum hnetunum og anan- asnum blandað þar útí. Vínber- in klofin, kjarnar teknir úr og notað sem skraut ofan á salatið sem hefur verið sett í fallega skál, sett í kæli þar til það er borið fram. Brennende kjœrlighed!! Brennandi ást! Einfalt og gott 1 kg kartöflur 2Z dl mjólk 1 msk. smjör salt og pipar 2 laukar 800 g beikon Skrælið kartöflurnar, skerið þær í bita og sjóðið þær vel í ósöltuðu vatni. Snð vatnið frá kartöflunum, músið þær og lát- ið smjörið og volga mjólkina saman við, h'tið í einu, svo mús- in verði hæfilega þykk. Bragð- bætið með salti og pipar. Beik- onið skorið í smábita og þeir steiktir á pönnu. Tekið af pönn- unni með hluta af feitinni. Laukurinn steiktur í þunnum sneiðum f afganginum af feit- inni. Kartöflumúsin sett á fat, beikon og laukur settur ofan á. Fínt er að strá steinselju yfir. Rauðbeður bragðast mjög vel með þessum rétti. Gulrótarsúpa 5 gulrœtur 2 stórar kartöflur 1 laukur 1 kjötkrafteningur 3/ dl vatn 1 msk. smjör 2Z dl rjómi salt, pipar Gulræturnar hreinsaðar, kart- öflurnar skrældar og skornar í sneiðar, laukurinn skorinn í sneiðar og minni stykki. Græn- metið sett í pott, ásamt kjöt- kraftsteningnum, lauknum og vatni. Soðið í 30 mín. Sett í matvinnsluvél og músað vel saman. Sett aftur í pottinn og smjörinu og rjómanum bætt út í. Bragðað til með salti og pipar. Látið sjóða saman smástund. Heitar brauðbollur bornar með.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.