Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Blaðsíða 6
18- Laugardagur 14. júní 1997 ÍOitgur-®mtttttt og fiiðsælt land, en... Þann 10. mars síðastliðinn var liðið eitt ár síðan ólæt- in brutust út milli klík- anna. Illindin upphófust með skotárás Vítisenglanna á Band- itos klíkuna við Kastrup flug- stöðina í Kaupmannahöfn og kostaði sú árás einn Banditos meðlim lífið. Á þessu eina ári hafa klík- urnar skipst á að gera alvarleg- ar árásir hvor á aðra og alvar- legust er árás sem gerð var á klúbbhús Vítisengla í Kaup- mannahöfn þar sem klúbbmeð- limir héldu árlega víkinga- veislu. Árásin var gerð af þaki annars iðnaðarhúsnæðis skammt frá og var eldflaug skotið að byggingunni. Hún þaut inn í húsið og sprakk með þeim afleiðingum að tvennt lét lífið og 17 særðust. Eftir árás- ina voru sett lög í Danmörku sem banna starfsemi mótor- hjólaklúbba og „rokkarar“, meðlimir mótorhjólasamtak- anna ganga undir því nafni, mega hvorki safnast saman né bera merki félaga sinna. Börn með byssur? Fyrirmyndin að mótorhjóla- klúbbunum er komin frá Vítis- englum, Hells Angels, í Banda- ríkjunum. Munurinn er hins vegar sá að í Bandaríkjunum samanstanda þessi mótorhjóla- samtök m.a. af fyrrverandi her- mönnum sem börðust í Víet- nam, þ.e. mönnum sem eru sérfræðingar í meðferð vopna en á Norðurlöndunum eru það mikið til smáglæpamenn sem sækja í glæpaklíkur þessara tveggja samtaka og kunnátta þeirra í meðferð vopna er aðal- lega sótt í kvikmyndir. Margar af árásunum sem gerðar hafa verið hafa því átt að vinna meiri spellvirki en ekki gert það sökum kunnáttuleysis þeirra sem skipuleggja þær. Plast- sprengja sem t.d. var komið fyrir á bfl eins Taliðer að70% hœttulegra „rokk- ara(( sitji í fangelsi í dag og þar sem stór hluti reyndari „glceparokkara<( situr inni hafa iyrir a mi ems j • j / • , Banditos „rokk- þetr algerlega misst stjórn á glœpaklík- ara“ datt af honum og sprakk ekki fyrr en bflnum hafði verið ekið rúmlega 50 metra í burtu með þeim afleiðingum að Qöldi bfla eyðilagðist og rúður sprungu í gluggum í næsta nágrenni. Bif- reiðin hafði staðið á bflastæði í fjölmennu fjölbýlishúsahverfi og því mesta mildi að ekki urðu stórslys á fólki. Einu sinni var... Upphafið að glæpaklflomum má rekja til áranna á milli 1960 og 1970 þegar ákveðnar hverfa- khkur fóru að myndast í Kaup- mannahöfn. Klíkunum var komið á af unglingum sem slóg- ust án nokkurra sýnilegra ástæðna. Með hippakynslóðinni eignuðust þessar ldíkur sameig- inlegar óvin. Hina friðelskandi og síðhærðu hippa sem urðu óþolandi í augum bursta- klipptra slagsmálahundanna. Hipparnir komu sér upp kaffi- stofum þar sem þeir komu sam- an og ræddu friðinn. Slags- málahundarnir óku hins vegar um á reiðhjólum og skeflinöðr- um og réðust á þessi hippa- hreiður, brutu og brömluðu án þess að fá svörun frá hippun- um. Brátt tóku þeir að ræna hassi frá þeim, fóru að finna peningalykt af því og skipuleggja smyglferðir og þar sem eftirlit lögreglunnar var lít- ið á þessum árum komust klík- urnar upp með þetta. Glæpaklíkunum gekk þó ekki vel að selja efnið og þeir voru fljótir að sjá það út að hipparn- ir voru bestu sölumennirnir. Þeir tóku því að vingast við hippana og peningarnir tóku að Daglegt brauð. Lögreglan tekur enga áhættu í samskiptum sínum við „rokkarana" um sinum. streyma inn. Klíkurnar tóku sér bólfestu í Kristjánshöfn og frí- rfldð Kristjama varð til. Mætti andskotinn ömmu sinni? Ákveðnar klíkur gátu þó ekki verið án illinda og slagsmála en þær urðu að halda ímynd sinni út á við og sóttu því í samtök Vítisengla. Þeir fundu sér fljótt óvinahóp en það voru ættar- klíkur innflytj- enda frá Pak- istan og Tyrk- landi. Með inn- flytjendunum streymdi nefni- lega hass inn í landið, n.k. far- areyrir í þeirra augum, og þeg- ar ættarklík- urnar tóku að selja það litu „rokkararnir" á það sem sam- keppni við sig og tóku að lúskra á inn- flytjendunum. Ættarklíkurnar tóku þá til sinna ráða. Fóru saman í hóp- um, eltu „rokkarana“ uppi, börðu þá og smánuðu. Uppgjör- inu lauk með því að óskráð samkomulag var gert milli mót- orhjóla- og ættarklíka um sölu á eiturlyijum. Erlendu mafíurn- ar héldu markaðnum fyrir hörðu efnin en þær innlendu héldu hasssölunni. Hörðu efnin eru nefnilega bönnuð í Kristj- aníu og er talsvert eftirlit meðal íbúa þar að fylgja því eftir. Eftir þetta fór lítið fyrir glæpaklíkum rokkaranna, a.m.k. í bili; Viðráðanlegir óvin- ir voru vandfundnir en án ill- inda gátu þessar klíkur ekki verið. Þegar mótorhjólasamtök „rokkaranna" klofnuðu tóku hins vegar ákveðnar línur að skerpast. Bullshit klíkan myndaðist og illindi og deilur stigmögnuðust. Það braust út n.k. stríð milli Vítisengla og Bullshit sem lauk með því að 23 einstaklingar höfðu látið lífið og Bullshit klík- an var nánast þurrkuð út. Eftir þetta var ekki seinna vænna fyrir samtök Vftisengl- ana að bæta ímynd sína. Hreinsað var til í hópnum, inn- tökuskilyrði voru hert og minna fór fyrir þeim. Þeir báru sig friðsamlega og með tímanum tókst þeim að fá fjárframlög frá hinu opinbera til félagsstarf- semi sinnar. Þegar Banditos klíkan var stofnuð, m.a. af nokkrum félögum úr Bullshit klíkunni, brottrækum Vítisengla meðlimum og óþolinmóðum smákrimmum, litu glæpaklíkur Vítisenglanna á þá sem n.k. kjúklingaklúbb og þeir voru ekki virtir viðlits. er lítið Undirheimar Kaup- mannahafnar og reyndar Skandin- avíu allrar loga í illdeilum og blóð- ugu uppgjöri þar sem glœpagengi tveggja mótorhjóla- klíka berjast, Vítis- engla og Banditos. LIFIÐ I LANDINU Damnörk

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.