Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 14.06.1997, Blaðsíða 15
(®ítgur-'2ImTÍrat Lcttíghrdagur 14. júní 1997-27 Þó að Poppsíða Dags-Tímans sé ekki og haíl ekki verið vett- vangur fyrir umíjöllun um út- varpsefni, þá er það í góðu lagi að minnast á slíkt hvað tónlist varðar og hrósa því sem vel er gert, ef svo ber undir. Það á einmitt ágætlega við nú varð- andi Rás 2 ríkisútvarpsins okk- ar, en sumardagskrá hennar ber með sér nokkrar ánægju- legar áherslubreytingar. Rásin hefur nokkuð í seinni tíð verið gagnrýnd fyrir ýmislegt (eins og raunar vera ber þegar útvarp og fjölmiðlar almennt eiga í hlut), meðal annars fyrir að gefa ekki ungu fólki tækifæri á að spreyta sig í dagskrárgerð með sínum áherslum og áhuga- málum. Gerði t.d. kappinn góð- kunni Einar Örn Benediksson þetta að umtalsefni í spjallþætti á rásinni í vetur og taldi raunar að pottur væri víðar brotinn í þessum efnum. Nú hefur það hins vegar gerst, að eigi færri en þrír nýir þættir hafa hafið göngu sína á Rás 2, þar sem þar sem ungt fólk, áhugamál þess og tónlist, ræður ríkjum. Eru þetta þættirnir, Lovísa á dagskrá á sunnudögum frá 5-7, Fjör við fóninn á laugardögum frá 13 til 15 og „Gott bít“, sem heyra má á laugardagskvöldum frá 22 til miðnættis. Er það hinn góðkunni plötusali með meiru, Kristinn Sæmundsson, Kiddi kanína, sem hefur veg og vanda að síðasttalda þættinum er fór af stað um síðustu helgi. Koma forráðamenn rásarinnar þarna vel til móts við gagnrýn- ina og má segja að hún rísi hærra fyrir vikið. Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson a Rásinni Útgáfa og tón- leikar hjá „Gimp(l Akureyrska rokkhljómsveitin Gimp, mynduð af íjórum skóla- piltum úr MA og VMA, er hvorki gömul né lífsreynd, hef- ur aðeins verið til í um fimm mánuði, en er nú samt farin að skapa sér nafn og það með krafti. Þegar þetta birtist hefur sveitin væntanlega þegar lokið við að koma fram á Ingólfstorgi í Reykjavík, síðdegis í gær, þar sem strákarnir kynntu fyrstu geislaplötuna sína, Crippled plaything, sem einmitt líka kom út í gær. (já, á föstudeginum 13., þið sem hjátrúarfull eruð. Ekkert svoleiðis rugl hér á ferð). í kvöld verða svo formlegir útgáfutónleikar hér á Akureyri og verða þeir á Smíðaverkstæð- inu svokallaða við Strandgötu, þar sem Leikfélag Akureyrar hefur verið með tvær leiksýn- ingar í vetur, Undir berum himni og Vefarann mikla frá Kasmír. Fyrir þá sem ekki vita er Smíðaverkstæðið á nánast sama stað og veitingastaðurinn, Við pollinn. Er inngangurinn frá götunni sá sami, en þegar inn er komið er annar sérstak- ur inngangur að verkstæðishús- inu baka til við veitingastaðinn. Plötuna, sem nánar verður íjallað um hér á síðunni innan tíðar, gefa félagarnir íjórir út sjálfir með góðra manna hjálp, en um dreifingu hennar mun væntanlega Hljómalind sjá, Kiddi kanína og Co. Blur virðist nú allavega í nokkrum mæli, hafa náð að slá í gegn í Banda- ríkjunum. Blur brýtur fsinn Þrátt fyrir að ekki svo ýkja mik- ið hafi borið á Blur að undan- förnu, Damon Albarn og félög- um, hefur sveitin ekki setið auðum höndum heldur verið á linnulitlu tónleikaferðalagi um Evrópu, Ameríku og nú síðast Japan. Það sem meira er um vert, er að flest hefur gengið í haginn og þá ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Þegar sam- nefnda platan Blur kom út í vetur með öllum breytingunum, voru væntingarnar hjá sveitinni ekki svo miklar á gengi hennar. Damon hefur hins vegar sagt frá því margsinnis í viðtölum, að hvernig sem gengi hefðu þeir félagarnir þurft að snúa blaðinu svona við. Annars hefði stöðnun og síðan endalok í kjöl- farið blasað við. Það ætlar líka að borga sig, því ekki aðeins hefur platan verið að ganga vonum framar, selst jafnt og þétt, heldur hefur hún líka orð- ið til þess að brjóta ný lönd fyr- ir Blur. Þar stendur einna helst upp úr, að samhliða góðum við- tökum á tónleikum, hefur smá- skífulagið, Song 2, slegið í gegn. Hefur útbreiðsla þess reyndar verið með sérstökum hætti, það verið notað af ísknattleikssam- tökum Bandaríkjanna í auglýs- ingum á deildarkeppninni til dæmis og myndbandið við það sýnt í leikhléum. Má því segja að Blur hafi í vissum skilningi og eftir þó nokkrar tilraunir „brotið ísinn“ í átt til viður- kenningar vestanhafs með lag- inu. ÍttjylkJl ií áli L. t Jk i ti.i.i, iA . íJ ÉiiH li iii i i ii káá 1 A , L.ll.i . .1 lit.4 i |U if ' I W" 1 P P lill i >iá ' F . 1 M, " r1 .. .i i i M' L k. "1 i í i i t í t' li i i ri ií á » I i ■_ ,■hí A i ||iyL| Ávýv; i . . . 1r ' t f f r I kii i , i i 1 i A § I*! f r n" w rr ▼r r P! H'nr'Mn * irwnrrviTi’ • Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum, að á mánudagskvöldið verður mikil veisla í Kaplakrikanum í Hafnarfirði. Þar treður nefnilega upp ein af helstu fánaberum trip hopsins, Massive Atttack, frá Bristol, upp ásamt svo allavega tveimur meðlimum úr sýru- dansgoðunum úr Under- world. Massive Attack, sem verið hefur á ferðinni í nær áratug og skartaði um tíma öðrum trip hop frumherja, Tricky, mun áreiðanlega verða dansfíklum landsins til ómældrar gleði auk Under- worldspíranna, þannig að um góða stund verður ef- laust að ræða. • Ronnie Lane, bassaleikari og einn stofnenda Small Faces árið 1965, lést nú fyrir skömmu eftir langvarandi veikindi, 52 ára að aldri. Átti Lane m.a. við hrörnunar- og lömunarsjúkdóm að stríða og hafði hann verið bundinn við hjólastól um nokkurra ára skeið þegar hann lést. • Fyrir þá rokkaðdáendur sem svo vel eru í sveit settir að hafa aðgang að gervihnatta- sjónvarpi, nánar tiltekið að MTV tónlistarstöðinni, hafa væntanlega tekið eftir því síðustu vikurnar, að rokk- þættir af framsæknara tag- inu hafa ekki verið á dag- skrá. Nú hefur hins vegar orðið bragarbót á með þætt- inum Superrock, sem kemur í staðinn fyrir Headbangers ball, sem áður var lengi á dagskrá. Er þátturinn á dag- skrá kl. 11 á mánudags- kvöldum og á að spanna nokkuð vítt svið. • Nú þegar hjólabretti virðast á ný vera komin í tísku, hér- lendis sem víða erlendis, með öllu sem þeim fylgir lifnar líka við ýmis tónlist sem tengd hefur verið fyrir- bærinu. Þar á meðal er hið svokallaða „skatecore" rokk. Ein af þekktari boðberum þess var Suicidal Tnedencies með söngvarann Mike Muir í fararbroddi. Hún hætti fyrir um tveimur árum, en hefur nú verið endurreist. Kemur ný plata í haust frá sveitinni. • Á markað er nú að koma enn ein platan í hinni mjög svo vinsælu röð, Pottþétt. Er þarna sem kunnugt er á ferðinni tvöföld útgáfa þar sem blandað er saman nýj- ustu danstónlistinni og ýmsu öðru nýmeti í rokki og poppi. Platan nú er sú áttunda í röðinni. • Það vita það e.t.v. ekki margir, að gítarleikari dans- rokkfyrirbærisins geysivin- sæla og „íslandsvinanna" í Prodigy, Gizz/Graham Butt, á sér mun lengri söngu í tón- listinni en í þeirri sveit. Hann hefur nefnilega um langt árabil verið meðlimur hinnar sérstöku harð- rokks/pönksveitar English dogs, sem nú hefur öðlast byr undir báða vængi. Hafa Gizz og fólagar nælt sér í samning við Earache Rec- ords, sem nær yfir heims- byggðina alla. Er ætlunin að ný plata verði hljóðrituð í sumar, sem komi svo út í haust. Gizz, gítarplokkari Prodigy (t.h.), gerir samning með hinni sveitinni sinni, English dogs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.