Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Blaðsíða 3
JktgurJ3Iararat Þriðjudagur 29. júlí 1997 - 15 LIFIÐ I LANDINU Minnismerki um þá sem fórust Frú Vallin Charcot kom fyr- ir tíu árum ásamt eigin- manni sínum til íslands. Þau langaði til að sjá staðinn þar sem afi hennar fórst og hitta fólkið sem hafði orðið vitni að atburðunum. „í ár ákváðum við að koma saman því móðir mín vildi að óg sæi staðinn og ísland en ég hef aldrei komið fyrr,“ segir dóttir hennar Buret Charcot en þær mæðgurnar voru saman á ferð í Straumfirði á Mýrum á sunnudaginn þegar þar var afhjúpað minnismerki um þá sem fórust með Po- urquoi pas? „I like very well Iceland," sagði frú Vallin Charcot, móðir- in, þ.e.a.s. henni líkar afar vel við Iandið. Dóttirin Buret Charcot tók í sama streng, „okkur líkar ákaflega vel hérna,“ sagði hún. Buret Charcot hafði orðið að mestu og sagði að líf þeirra mæðgna væri samofið minningum og sögum langafa síns, Jean Bapt- iste Carcot vís- indamanns sem var leiðangurs- stjóri á Pourquoi pas? Fimm frönsk ungmenni hafa Frú Vallin Charcot, afabarn dr. Jean Baptiste Carcot vísindamanns og dóttir hennar Buret Charcot, langafabarn leiðangursstjórans, við minnismerkið í Straumfirði. Á bak við þær, langt út í fjarska er skerið Hnokki þar sem Pourquoi pas? fórst í ofsaveðri að morgni 16. september 1936. Hann gaflífið fyrir fóðurland sitt, hann gaf líf sitt fyrir allt það sem hann hafði af- rekað. dvalið nokkurn tíma í Straum- firði við gerð minnismerkisins og var á annað hundrað manns saman komið til að vera við at- höfnina. Það var greinilega stór stimd og tilfinninga- þrungin fyrir frú Vallin Charcot þegar hún afhjúpaði minnismerkið um afa sinn og þá sem fórust með Pourquoi pas? að morgni 16. september 1936 eftir að skipið strandaði á skerinu Hnokka út af Straumfirði. Að- eins einn maður komst af, þriðji stýrimaður, Eugene Gonidec en á skipinu var íjörutíu manna áhöfn. „Já, mjög,“ sagði Buret Charcot um tilfinningaþunga stundarinnar. „Þess vegna vild- um við móðir mín eiga svolitla stund einar áður en minnis- merkið var afhjúpað. Auðvitað er þetta tilfinningaþrungið," sagði hún, en benti einnig á að þetta væri um leið notaleg stund. „Ég held að hann hafi hlotið þann dauðdaga sem Fra minmngarathofninnl, fyrstu kaþólsku messunni í Alftaneskirkju síðan um siðaskipti. hann óskaði þannig að maður má ekki vera sorgmæddur vegna þess. Hann gaf lífið fyrir föðurland sitt, hann gaf líf sitt fyrir allt það sem hann hafði af- rekað. Og ég get skilið að hon- um líki að fara á sjó þegar hann hefur verið á sjó allt sitt líf.“ Mæðgurnar voru búnar að fara í kirkju- garðinn í Reykjavík, kaþ- ólsku kirkjuna og Háskóla- garðinn áður en þær fóru í Straurnfjörð en á öllum þessum stöðum er skip- verjanna minnst með ein- um eða öðrum hætti. í Borgfirskri Blöndu Braga Þórðarsonar af Akranesi segir frá strandi Po- urquoi pas?. Þriðji stýrimaður var sá eini sem var til frásagn- ar. Ofsarok hafði skollið á kvöldið áður og alla nóttina höfðu dr. Charcot og skiptjórinn Le Conniat verið á stjórnpalli. Um stundarfjórðung yfir klukk- an fimm að morgni 16. septem- ber steytti skipið á skeri, enda sáu þeir þá af stjórnpallinum að þeir voru komnir inn í mik- inn skerjaklasa. Leki kom að skipinu og véhn stöðvaðist. Þá voru undin upp segl en skipið sentist af einu skerinu á annað uns það rakst á hið síðasta með meira aíli en nokkru sinni fyrr. Og þá brotnaði framstefni þess mjög, svo sýnt var að ferð þess yrði ekki lengri. ...sau þeir þd af stjórnpallinum að þeir voru komnir inn í mikinn skerjaklasa. Leki kom að skipinu og vélin stóðvaðist. Mynd: ohr Þegar hér var komið telur stýrimaður að klukkan hafi ver- ið 5.45, eða um hálftími liðinn frá því skipið fyrst steytti á skeri. Þá höfðu allir skipverjar fengið björgunarbelti eða bjarg- hringa og sumir höfðu flotholt á handleggjunum. Ekkert gagn varð að björgunarbátunum, annað hvort brotnuðu þeir eða þeim hvolfdi. Skipstjóri sagði skipverjum að hver yrði að reyna að bjarga sér sem best hann gæti. Þá gekk dr. Charcot af stjórnpalli og niður í káetu til þess að leysa úr fangelsi vin sinn máfinn er þeir skipverjar höfðu haft með sér frá Græn- landi. Bjargaði hann mávinum upp á þiljur svo hann gæti fleygur farið ferða sinna, þegar þeir skipverjar voru komnir í heljar greipar. Þriðji stýrimaður, sá sem bjargaðist, náði fyrst í ofurlítinn viðarbút sem hann fleytti sér um stund á . Nokkru síðar náði hann handfestu á landgöngu- stiga og flaut með honum að landi. Kristján Þórólfsson heim- ilismaður að Straumfirði sá um kl. 9 hvar landgöngustiginn flaut skammt frá landi út af svonefndri Hölluvör, eða rúm- um þremur klukkustundum eft- ir að skipið steytti á Hnokka. Hann náði manninum á land. -ohr Mœðgur, afabarn og langafabarn dr. Je- an Baptiste Carcot, leiðangursstjóra Po- urquoi pas?, komu til íslands til að minnast hans og þeirra semfórust með skipinu í Straumfirði.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.