Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Blaðsíða 4
16- Þriðjudagur 29. júlí 1997 ílagur-®tnmm UMBUÐALAUST Yngri en 16 ára - í fylgd með foreldrum Valgerður Magnúsdóttir skrifar Unglingar undir 16 ára aldri eiga ekk- ert erindi á útihá- tíðir eða önnur mannamót Jjarri heimaslóð án þess að vera ífylgd með foreldrum sínum eða öðrum sem bera á þeim ábyrgð. s Iþjóðsögum má lesa um að fólk var ekki sjálfrátt gerða siruia á ákveðnum stöðum eða tímum. Það varð fyrir ein- hvers konar álögum og aíleið- ingarnar voru alvarlegar. Ólaf- ur Liljurós og aðrir ungir menn gengu í björg og sáust ekki í mannheimum eftir það. Nú- tímaævintýrin eru öðruvísi, en þó svipar þeim til þeirra gömlu. Það má t.d. segja að þeir sem fóru verst út úr Uxa- hátíðinni haíi horfið úr mann- heimum, einhverjir vonandi að- eins tímabundið þótt afleiðing- anna gæti áfram. Göngum í björg Atburðarás þjóðsagna er aðferð þess tíma til að reyna að skýra mannshvörf eða hugstol sem aðrar skýringar fundust ekki á. Við þurfum mun síður á slíkum skýringum að halda í dag. Samt er eins og við verðum enn fyrir einhvers konar álögum á viss- um stundum, til dæmis um verslunarmannahelgar. Þá göngum við í björg um tíma og gleymum að gæta barnanna okkar fyrir aðsteðjandi hættum. Við látum eins og útivistar- ákvæði barnaverndarlaga séu ekki til og gleymum að það er lögbrot að fólk undir 20 ára aldri hafi áfengi um hönd. Það er eins og sjálfsagt sé að ungir, ósjálfráða krakkar leggi af stað landshorna á milli með áfengi í svefnpokanum, e.t.v. peninga fyrir hassi eða amfetamíni og lítið af öðru nesti. Vanræksla á börnum. Þetta er nútíma vanræksla á börnum. Það er ekki mikið um að börn á íslandi í dag séu matarlaus eða eigi ekki nóg af klæðum. En í staðinn gleymum við að gæta þeirra fyrir hætt- unum sem felast í þeirra eigin löngxm til að verða fullorðin fyrir tímann og bergja bikar lífsins í botn. Við lokum augun- um fyrir því að á fjölmonnum mannamótum safnast einnig saman sölumenn dauðans, þeir sem afla sér tekna með því að selja fíkniefni. Forvitnir ungl- ingskrakkar sem halda að ógæfan hendi bara aðra eru þeim auðveld bráð. Ég beini hér með þeim tU- mælum til foreldra að ungling- ar undir 16 ára aldri fari ekki einir til Akureyrar eða á aðra staði þar sem útihátíðir og skemmtanir eru um verslunar- mannahelgina. í staðinn er upplagt að öll fjölskyldan skemmti sér saman og fari á flakk með tjald og tilheyrandi. Foreldrar sæki krakkana. Á Akureyri verður barnavernd- arvakt alla verslunarmanna- helgina og munu starfsmenn bregðast við verkefnum sem upp kuima að koma, sem von- andi verða fá. Haft verður samband við foreldra ef ungl- ingar undir 16 ára aldri eru í reiðUeysi og eiga í vanda. Þá verður óskað eftir því að for- eldrar sæki þá hið bráðasta. Gildir þá einu hversu langt for- eldrarnir þurfa að fara og hvort dagur er eða nótt. Ef ekki næst í foreldra verður haft samband við félagsmálayfirvöld og lög- reglu á heimaslóð og óskað liðsinnis. Þetta er fyrirbyggjandi að- gerð, en óskastaðan er að sjálf- sögðu sú að engir unglingar verði einir að þvælast og að ekki þurfi að koma til aðstoðar af þessu tagi. Ég á fastlega von á því að sömu vinnuaðferðir verði viðhafðar á öðrum mannamótum um verslunar- mannahelgina, þannig að hvergi verði látið viðgangast að unglingar séu að þvælast í reiðUeysi. Vanræksla Þess má geta að við félagsmála- stjórar um aUt land höfum rætt þessi mál í okkar hópi að und- anförnu. Við erum sammála um að aðgerða sé þörf og aUir munu leggja sitt af mörkum tU að ungUngar undir 16 ára aldri komist sem fyrst heim tU for- eldra fari svo að einhverjir þeirra lendi í vanda um versl- unarmannahelgina. Shkt er að sjálfsögðu barnaverndarmál sem bregðast þarf við af fullum þunga. Unglingadrykkja um verslunarmannahelgi sem og í annan tíma er ekkert annað en vanræksla, og löngu tímabært að taka á henni sem slíku. Með hálfgerðu þegjandi samkomu- lagi höfum við íslendingar lengi í rauninni stundað aUt of markvissa vanrækslu að þessu leyti. Foreldrar vilja ekki að krakkarnir drekki. Skoðanakönnun sem gerð var nýlega sýndi að næstum öUum foreldrum finnst óásættanlegt að unglingar undir 16 ára aldri neyti áfengis. Könnunin sýndi einnig að þeir vUja vita ef svo er. Einnig er vitað að ungUng- arnir sjálfir vilja skýr mörk. Um þessar mundir er í gangi mikil auglýsingaherferð þar sem foreldrar eru hvattir tU að sýna ást sína á ungUngunum með því að segja nei og leyfa þeim ekki að fara einum að heiman um helgar. Unglingarn- ir eru áhrifagjarnir og hætta er á að þeir lendi í vanda, jafnvel þótt það sé ekki ásetningur þeirra að neyta áfengis eða annarra fíkniefna. SJCMS T/&>/9MÓ?AfD/ SP 06 ÆTl t #£> G£7M MA/WPP - QOGGt; Skilningur foreldra hefur vaxið mjög mikið á mikilvægi þess að setja unglingimum skýr mörk þeim til verndar. Þeir hafa t.d. náð miklum árangri á foreldravöktum í stærstu mið- bæjum og á sveitaböllum. Einnig hafa stórir hópar for- eldra verið duglegir að ferðast með þessum ungUngum um verslimarmannahelgar. Verðlaun til ábyrgra foreldra. Foreldrar uppskera ríkulega fyrir að vera duglegir að bera ábyrgð á börnum sínum, setja þeim eðUleg mörk og halda þeim frá ýmsum hættum. Þeir hafa taumhaldið rólega og æs- ingslaust en þurfa oft að vera fastir fyrir. Þeir leggja sitt af mörkum til jákvæðs þroska og verðlaunin eru fólgin í bjartri framtíð barnanna, ærin verð- laun og eftirsóknarverð. Það er góð von um stóra vinninginn af því tagi ef unglingum er sýnd ást í verki og sett mörk. Og sem betur fer sést víða árangur af breyttum viðhorfum til ungl- ingadrykkju í samstarfi og samtakamætti foreldranna. Ef allt um þrýtur En hvað er tU ráða ef samt gengur ekki að útrýma vandan- um hratt og örugglega? Ef tU viU ættum við að grípa tU sér- stakra ráða fyrir happdrættis- glöðu þjóðina. Örh'tU vinnings- von og útdráttur í beinni út- sendingu fá okknr tU að fjár- festa í aUs konar happdrættum í stórum stfl. Hvernig væri þá að draga um verðlaun tU ábyrgra foreldra sem elska börnin sín og setja þeim mörk? Þá getum við fengið Möggu Blöndal tfl að draga um útigrill í beinni útsendingu og birt nöfn vinningshafanna á skján- um. Nú eða þá að hafa ein- hvers konar keppni milli sveit- arfélaga í því hvaðan séu fæstir vanræktir unglingar á skrá hjá barnaverndaryfirvöldum auð- vitað miðað við fólksíjölda. Ámundi og ammngjarnir Amundi Ámundason blaðaútgefandi er óð- um að verða helsta hetja Garra á sviði íjölmiðl- unar. Það kann að vera að Jón Ólafsson sé stór í bransanum, en hann er hvergi nærri eins yfirlýs- ingaglaður og Ámundi. Ámundi var ekki fyrr búinn að undirrita kaupsamninginn á Helgar- póstinum en hann rak alla stasjónina. „Þetta eru aum- ingjar,“ sagði hann til frek- ari skýringar. Andsvar Helg- arpóstsblaðamanna og rit- stjóra var ekki að fara með málið í Blaðamannafélagið til að láta reyna á hvort það sé viðurkennd ástæða upp- sagnar að menn séu „aum- ingjar" að mati Ámunda. Helgarpóstsritstjórinn og hans menn reyndu ekki einu sinni að rengja þessa yfirlýsingu Ámunda en rengdu hins vegar að hann væri hinn raunverulegi meirihlutaeigandi í félaginu. Við það situr - og enn einu sinni eru faðernismál Gulu pressunnar á íslandi orðin að aðalumræðuefni manna á meðal. Að vísu eru for- merkin á faðernismálunum nú með öðrum hætti en venjulega, því algengara er að fáir vilji gangast við króganum en að fleiri en einn vilji eigna sér hann. Ámi á króann - í bili En Garra skildist á fréttum gærdagsins að Áma hafi semsé verið dæmdur króinn í það minnsta á meðan aðr- ir reiddu ekki fram fé til að neyta forkaupsréttar og Ámundi segir stoltri röddu í DV í gær: „Ég á Helgar- póstinn." Og því liggur sú hótun í loftinu að allir starfsmenn verði látir sigla sinn sjó, enda aumingjar að dómi Ámunda blaðeiganda. En Ámundi er hvergi bang- inn og er þegar búinn að finna fólk sem er ekki aumingjar. Það eru þau Öss- ur Skarphéðinsson og Ehn Hirst. Lengi vel stóð Garri í þeirri meiningu að Ámundi væri búinn að ráða þau bæði til að ritstýra Helgar- póstinum en síðar hefur komið í ljós að honum hafði bara gengið eitthvað illa að ná þeim í síma svo hann bauð þeim ritstjórastólinn í beinni útsendingu. Það kom Garra verulega á óvart að bæði Össur og Elín skuh hafa hafnað boði Ámunda tun ritstjórastól því það er auðvitað einstakt tækifæri að fá að starfa á blaði í meirihlutaeigu Ámunda. Aumingjar og „ekki-aumingjar“ Og úr því Ámundi hefur ekki áttað sig á því sjálfur er rétt að benda honum á að Garri myndi alls ekki taka það óstinnt upp að fá slíkt tilboð í beinni útsend- ingu - ekki vegna þess að Garri hafi svo mikinn áhuga á að komast á Helgar- póstinn. Heldur vegna þess að Garri vill vera réttu meg- in í lífinu og tilheyra þeim hópi manna sem Ámundi flokkar sem „ekki-aum- ingja“. Garri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.