Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Blaðsíða 7
^Dagur-'®mirat
fólkið
Þriðjudagur 29. júlí 1997 -19
Astarlífsráð Clinta
John Cusack féll fyrir dóttur Clints.
Þetta er frambærilegasta stúlka og engin furða að John féll fyrir henni.
Cherie heiðruð
Gale og Tony Booth voru að vonum ánœgð þegar þau fylgdu dóttur sinni, Cherie Blair, upp
á pall til að taka á móti heiðursskjali frá John Moores University í fyrrum heimaborg
þeirra Liverpool.
Clint Eastwood er
ekki jafn heittrúað-
ur á hina einu
sönnu tökustaðaást
og fyrrverandi til-
vonandi tengdason-
ur hans.
Clint var víst lítið hrifinn
þegar hinn þrítugi John
Cusack lýsti yfir óbilandi
ást sinni á mótleikkonu sinni,
dóttur Clints, hinni 25 ára
gömlu Alison. Ástin kviknaði og
bónorðið var borið fram við
tökur á myndinni Midnight In
the Garden of Good and Evil
þar sem John og Aiison leika
aðalhlutverkin og Clint leik-
stýrði.
Viðbrögð Clints (sem sjálfur
hefur ekki verið alls kostar laus
við að falla fyrir mótleikkonum
sínum) voru víst á þessa leið:
„Andskotinn hafi það - bxddu!
Bíddu þangað til myndin er
komin á markað og sjáðu þá
hvort þið berið eim sömu til-
finningar til hvors annars.“
Varalitur kemur henni til. Og hún er ekki komin með eilífðar-antípat á fjöl-
miðlum þrátt fyrir síðasta útspil Playboy sem birti nýlega af henni myndir þar
sem hún naut þess að vera nakin í sumarfrii. Og hafði blaðið ekki leyfi
stjörnunnar.
Loksins
alvörustjama
Hollywood-tungurn-
ar sögðu að Sharon
Stone, Demi Moore
og Júlía Róberts
hefðu verið vœnleg-
astar í hlutverk Poi-
son Ivy í Batman-
myndinni nýju.
Shumacher, leik-
stjóri, neitar því.
Hann hafi aldrei
hvikaðfrá vali sínu
á Umu Thurman.
Batman og Robin kom út í
lok júm í Bandaríkjunum
og þá fyrst komst Uma
Thurman, þessi gyðjumlíka
leikkona, í alvöru-aðalhlutverk.
Nú fer aðalhlutverkunum lík-
lega íjölgandi og er það næsta í
framtíðarmyndinni Gattaca, þar
sem hún leikur á móti núver-
andi kærasta Ethan Hawke.
Myndin smellpassar inn í um-
ræðuna því þar er tekið á nú-
tímaerfðafræði og klónun. „Hún
dregur upp útlínur framtx'ðar-
heims þar sem kynþáttur, litur
og þjóðerni er ekki lengur mál-
ið - heldur það sem býr í gen-
unum. Þegar vísindin verða far-
in að geta lesið mannsgenin -
og einangrað krabbameinsgen-
ið, fíkilgenið, hjartveikigenið.
ímyndaðu þér ef háskóli eða
fyrirtæki gæti tekið hár úr hala
þínum og fundið út líkindin fyr-
ir því að þú lifir fram að ellih'f-
eyrisaldri, að þú munir eiga í
áfengisvandamálum eða hafir
tilhneigingu til ofbeldis. Hversu
lengi yrðu tryggingafélögin að
komast yfir þessar upplýsing-
ar? Myndin tekur þennan mjög
svo raunhæfa möguleika og
vinnur útfrá honum.“