Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.07.1997, Blaðsíða 2
#==- 14 - Priðjudagur 29. júlí 1997 Vigdís Stefánsdóttir skrifar Staðreyndir • Konur í Grikklandi til forna reiknuðu aldur sinn ekki frá fæðingardegi, heldur frá þeim degi er þær giftust. • Amerikanar eyða íjórum sinnum meira á ári í gælu- dýrafóður en barnamat. • Eldingar koma 200 sinnum á sekúndu hverri á jörðina. • Smávegis sólbruni orsakar svo miklar skemmdir á æðum til að það tekur þær frá 3-10 mán. að lagast. • í Kanada er loftsteinagígur um 125 mflur í þvermál. • Kvartskristall í arm- bandsúri titrar meira en 32.000 sinnum á mínútu. • Hár á höfði einnar mann- eskju getur haldið 12000 kg. þunga ef það er ofið í reipi. • Sólarvindur fer fram hjá jörðu með hraða sem jafngildir 1200 sinnum hraða ljóssins. • Eldur í hlíðum fer hraðar niður hlíðina en upp. • Vegna þess að hjarta mannsins er kyrrt andartak á miili slaga, er það kyrrt í 12 ár hjá meðalmanni. • í seinni heimstyrjöldinni kostaði það um 225.000$ að drepa einn hermann til jafnaðar.. • Innihald gúrku er oft um 20 gráðum heitara en loftið umhverfis. • Það þarf 72 vöðva til að segja eitt orð. • Cashew hnetur teljast til bergfléttuættar. • Ávöxtur miðamerðcu DiviDivi trésins er í laginu eins og spurningarmerki. • Mannfjöldi jarðarinnar eykst á hverju ári nóg til að íylla land á stærð við England. • Nethimna augans getur skilgreint nýja mynd á tíunda hluta sekúntu. • Fallhlífastökkvarar falla með höfuðið niðurávið í allt að 400 km. á klst. • Kaþólska kirkjan er stærsti landeigiandi í New York borg. • Hjarta Gíraffans vegur 12.5 kg. • Simpansar hafa verið þjálfaðir til að segja allt að 200 orðum. (®agur-'3Iímhm Vantar þig eitthvað? Viltu skipta eða gefa Síminn er: 563 1629 eitthvað? Faxnúmerið er: Flóamarkaðurinn 551 6270 er fyrir þig! Tölvupóstfangið er: Það kostar ekkert að hringja. vigdis@itn.is Góður viniir, gulli betri. að að eiga góðan vin og/eða vini er ekki bara notalegt, heldur getur það haft afdrifaríkar afleiðingar á heilsu fólks. Þeir sem eiga fáa eða enga vini og kunningja eru mun líklegri til að verða veikir en hinir. Vinir hjálpa í gegnum streitu- og þunglyndistímabil með því að vera til staðar og hlusta. Vinir auka sjálfstraust og hlaupa undir bagga. Góðir vinir hjálpa til við að hætta slæmum siðum. Fólk lifir lengur, þar sem vinátta minnkar hættu á sjúkdómum. Vináttan er öllum nauðsynleg. Fólk getur hreinlega veslast upp og dáið ef það er einmana. Hvað er mikilvœgast „Menntunin", sagði kennarinn. „þvíhún innifelur allt“. „Listin" sagði listamaðurinn, „þvíhún sameinar efni og anda „Trúin" sagði prédikarinn, þvíhún er Ijós heimsins“. „Lögin“, sagði lögfrœðingurinn, „því þau eru vopn réttlœtisins. „Peningar“ sagði bankastjórinn, „því þeir eru uppspretta allra framkvæmda. „Framsóknarþráin“ sagði ungi maðurinn. „Starfsgleðin “ sagði erjiðismaðurinn. „Leikurinn” hrópaði barnið. „ Ástin “ hvísluðu elskendumir og héldust í hendur. „Kœrleikurinn“ sagði móðirin og þrýsti baminu að brjósti sér. „Skemmtanir“ hrópaði svallarinn. „Heilbrigðin"sagði sjúklingurinn titrandi röddu. RÁÐAGÓÐA HORNIÐ Rjómi verður léttari og meiri um sig ef 1 eggjahvíta er stífþeytt og henni blandað varlega saman við rjómann. Góður eftirréttur fæst með því að blanda saman ferskum ávöxtum og niðursoðnum. Látið muldar makkarónur eða hafrakex í botninn á skálinni, ávextina þar yíir og þeytið rjóma með. Látið glansandi hhð ál- pappírsins snúa inn, þegar hann er notaður til að halda mat heitum. Steikur verða betri ef þær eru látnar standa smástund eftir steikingu. Veljið í álpappír og látið standa í um 10 mín. Quiches (eggjabökur) verða stundum svolítið blautar neðst ef þær eru látnar standa í ofni til að halda þeim heitum. Betra er að setja þær í álpappír og vefja nokkrum lögum af dag- blöðum utanum. Það heldur þeim heitum í allt að klukku- stund. Þegar þurrt pasta og hrís- grjón eru soðin, belgjast þau út, gerið ráð fyrir um 50 gr. af þurru á hvern og einn, en 100 gr. ef um fersk pasta er að ræða. Akureyri 21.-28. júlí Þrátt fyrir 335 færslur í dagbók var sl. vika stórtíðindalítil. Þau mál er leiddu til skýrslugerðar þessa daga reyndust vera 147. Eins og gengur er þar mest um að ræða skýrslur vegna atvika úr umferðinni. Þannig voru tilkynnt 9 umferðaróhöpp til lögreglu og í tveimur þeirra urðu meiðsl á fólki. Bæði urðu óhöpp þessi á föstudagskvöld og þau voru tilkynnt með 15 mínútna millibili. Árekstur varð á Austursíðu við Fögrusíðu er ökumaður ók fram úr bifreið sem var ekið norður Austursíðu og beygt til vinstri inn á Fögru- síðu. Bifreiðarnar rákust saman og við það missti ökumaður bif- reiðarinnar sem var ekið fram úr vald á bifreið sinni. Bifreið hans rakst næst á bifreið sem stóð austan götunnar við Bfla- sölu Akureyrar við Fjölnisgötu sem við það kastaðist á þrjár aðrar bifreiðar sem einnig stóðu þar. Bifreiðar þessar voru mannlausar og biðu eftir nýjum eigendum. Ökumaður þessarar bifreiðar og farþegi hans voru fluttir á FSA. Meiðsl þeirra voru talin minniháttar. Hremmingar í hrossa- flutningum Tilkynnt var um bflveltu skammt framan við Melgerði í Eyjafjarðarsveit. Ökumaður og farþegi voru fluttir á FSA til að- hlynningar en þeir voru talsvert mikið skornir í andliti og hönd- um. Þeir reyndust óbrotnir og þykir mesta mildi að ekki skildi fara ver þar sem bifreiðin er ónýt eftir óhappið. Þá valt hrossaflutningabifreið sunnan við Víkurskarð að austanverðu. í bifreiðinni voru ökumaður og 16 hross. Ökumaður slapp ómeiddur og talið var að hross- in hafi sloppið ómeidd að mestu utan þess að eitt af þeim var sjáanlega skaddað á kjálka. Blautt innandyra og utan Skráningarnúmer voru tekin af 7 bifreiðum vegna skoðimar. Ekið var á þrjár bifreiðar og eitt reiðhjól og allir sökudólg- arnir yflrgáfu vettvang án þess að gera nokkrar ráðstafanir. Nú er þó búið að hafa upp á þrem af fjórum ökumönnum og náð- ist sá árangur vegna upplýsinga frá vitnum. Á laugardagskvöld veittu lög- reglumenn bifreið eftirför sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum þeirra á Drottningarbraut. Bif- reiðinni var ekið norður Drottn- ingarbraut, áfram norður Gler- árgötu, mót rauðu ljósi við Strandgötu, beygt til vinstri, vestur Strandgötu og síðan ekið norður Geislagötu. Þar náðu lögreglumenn að komast í veg fyrir bifreiðina þannig að öku- maður varð að stöðva bifreið sína. Þegar rætt var við öku- mann kom í ljós að mikinn áfengisþef lagði frá vitum hans og var hann því færður á lög- reglustöð þar sem fram fór hefðbundið ferli í þannig mál- um. Þegar atburður þessi átti sér stað voru götur bæjarins blautar, engin götulýsing og skyggni var því mjög slæmt. Einnig var mikill fjöldi fólks á ferli. Þykir því mildi að ekki fór illa. Til leiðinda Brotist var inn í íbúðarhúsið að Hafnarstræti 86 og þaðan var stolið hljómflutningstækjum og geisladiskum. Einnig var brotist inn í Gúmmívinnsluna í Réttar- hvammi. Þar var stolið pen- ingaskáp sem er um 100 kg. að þyngd, einnig peningum, geymsluávísunum og fleiru. Talsverður erill var hjá lögreglu um helgina og var í mörg horn að líta. Höfð voru afskipti af nokkrum sem höfðu drukkið of mikið og voru sjálfum sér og öðrum til leiðinda. Að lokum er vert að minnast á að nú fer í hönd mesta ferða- og skemmtanahelgi ársins hér á landi og því enn meiri ástæða til að fara gætilega og ganga hægt um gleðinnar dyr. Ökum því varlega, spennum beltin í öllum sætum og tökum tillit til annarra vegfarenda. Munum að áfengi og akstur eiga aldrei saman. Reykjavík 25.-28. júlí Helgin var tíðindalítil hjá lög- reglu og voru 345 mál færð til bókunar. Mjög fjölmennt var í mið- bænum aðfaranótt sunnudags en friðsælt að mestu. Lögreglu er kunnugt um 7 bruna þessa helgi, þar af einn meiriháttar. Eldur kviknaði í aðstöðuhúsi við Kirkjusand. Skemmdir urðu nokkrar vegna reyks. Líkamsmeiðingar Tilkynnt var um 6 líkamsmeið- ingar um helgina en enginn hlaut alvarlega áverka eftir vitneskju lögreglu. Maður var handtekinn í Breiðholti eftir að hafa slegið annan í höfuðið með ílösku. Þá varð að flytja 3 af vettvangi eft- ir slagsmál við veitingahús í miðbænum. Reyndist nauðsyn- legt að vista einn þeirra í fangageymslu. Féll í stiga Maður féll í stiga utandyra í Grafarvogi um helgina. Fallið var um 2 metrar og rotaðist viðkomandi og varð að flytja hann á slysadeild til aðhlynn- ingar. Tilkynnt var um 6 innbrot um helgina. Maður var handtekinn er hann sást fara inn um kjallara- glugga við Hlemmtorg á sunnu- dagskvöld. Hann var vistaður í fangageymslu. Ölvun við akstur og hraði Það voru 19 menn sem höfð voru afskipti af vegna gruns um ölvun við akstur. Það er nokkuð meira en vanalegt er um helgi. Rétt er að ítreka það hversu al- varlegt umferðarlagabrot er hér á ferðinni og sætir sá sem ekur undir áhrifum sviptingu ökuréttinda um lengri eða skemmri tíma. Hafa varð af- skipti af 31 ökumanni vegna aksturs yfir hraðamörkum. Þar af var einn sem ók á 150 km hraða á klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði við bestu að- stæður er 90 km/klst.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.