Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 12. september 1997 ÍOagur-®tmhm Leikskólakennarar Leikskólakennarar héldu almennan baráttufund í gær til að þjappa sér saman fyrir væntanleg átök við sveitarfé- lögin. Þá kemur fulltrúaráð leikskólakennara saman í dag til að ræða framhaldið í viðræðum við launanefnd sveitarfélaga. Mynd: E.ól Verkfall yfirvofandi 13 —=fr=7 kl Heiti Potturinn enn voru að gantast með það í pottinum að norðurferðir sunnanmanna á sjúkrahúsið á Akureyri (sjá forsíðu) myndu enn auka möguleika flugfélaganna: „Sjúk í bæ!“ pakkaferðirnar yrðu frábærar! Og þungavigtarmennirnir sem hafa það fyrir sið að hittast í heita pottinum í Árbæjarsundlauginni urðu að færa sig um set þegar hreinsun stóð yfir. Þeir hrökkluðust yfir í smálaugina á Seltjarnarnesi sem fráleitt getur kallast vatnagarður þrátt fyrir þægilegt andrúms- loft. Þar sat fyrir Jóhannes í Bónus í sínum potti og spurði hæverkslega hvernig þessi mikilmenni kynnu nú við laugina á Nesinu: „Nú þetta er bara eins og að koma inn í Bónus!" varð ein- um að orði og fátt um frekari samræður! Og nú hafa framboðsmál flokkanna í Reykjavík skýrst að hálfu: Sjálfstæðis- flokkurinn heldur prófkjör og Reykjavíkurlistinn er að leggja upp áætlun um sína aðferð þessa dagana. Að- eins byrjað að örla á að menn vilji míga utan í sína staura, en eins og einn stjórnmálafréttaskýrandi orð- aði það í gær: eins og stað- an er nú getur ekkert eyði- lagt R-listann nema R-listinn sjálfur. n D-lista megin spyr hver annan: Ef Árni vill fyrsta sætið, og Inga Jóna, hvað ætlar Villi Þ. sér? Af hverju segir hann það ekki strax? Plott í gangi? Árangurslaust í Karp- húsi. Mikið ber í miili. Gæsla 15 þúsund barna í uppnámi. eir eru bara alltaf með sömu skálina og hræra svolítið í henni. En það kemur ekkert nýtt fram,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakenn- ara, um samningaviðræður við launanefnd sveitarfélaga. Boð- að verkfall leikskólakennara kemur til framkvæmda 22. september nk. hafi ekki samist fyrir þann tíma. Enginn árangur varð af samningafundi þeirra hjá ríkis- sáttasemjara í fyrrakvöld og hefur annar fundur verið boð- aður nk. sunnudag. Leikskóla- kennarar kreijast þess að byrj- unarlaun hækki úr tæpum 82 þúsund krónum á mánuði í 110 þúsund krónur. Þá vilja þeir fleiri launaflokka og fjölga starfsheitum. Sveitarfélögin telja sig hafa boðið leikskóla- kennurum 20% launahækkun en meta kröfur þeirra uppá 35- 70% á samningstíma fram á seinnihluta ársins 2000. For- maður leikskólakennara kann- ast við 35% en vísar 70% til föðurhúsanna. Komi til verkfalls mun það lama starfsemi 200 leikskóla víðs vegar um landið. í þeim dvelja daglega hátt í 15 þúsund börn. Þá mun verkfali einnig hafa áhrif á aðrar stofnanir sem eru með leikskólakennara. Þar á meðal eru nokkrir heil- dagsskólar, barnadeildir sjúkrahúsa og einstaka sambýli fatlaðra. Verkfall leikskólakennara mun einnig hafa víðtæk áhrif á fjölmargar barna- (jölskyldur. Þá er viðbúið að það muni einnig hafa truflandi áhrif víða í atvinnulífinu þeg- ar starfsfólk á í erfiðleikum með að fá pössun fyrir börnin sín. Björg Bjarna- dóttir segir leik- skólakennara ein- arða í afstöðunni til sinna krafna sem lagðar voru fram í nóvember í fyrra. Þá sé þetta jafnframt eldskírn félags- ins sem stefnir í sitt fyrsta verk- fall frá það varð stéttarfélag með samningsrétt árið 1988. -grh Björg Bjarnadóttir form. Félags ísi leikskólakennara „Sveitarfélögin hrœra alltaf í sömu skálinnl “ Sjóöryggi TF-LIF hefur eng- in áhrif Allar þyrlur í Noregi og Bretlandi af Super Puma gerð hafa verið kyrrsettar. Eins er með Líf. Helgi Hallvarðsson, yfir- maður gæslufram- kvæmda hjá Landhelgis- gæslunni, segir að þótt LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, hafi verið kyrrsett tíma- bundið hafi það ekki áhrif á öryggi landsmanna og sæfara við íslands strend- ur. Þyrlan, sem er af gerð- inni Super Puma AS 332, tveggja hreyfla, var kyrr- sett að beiðni Loftferðaeft- irlitsins á meðan á rann- sókn norskra aðila stendur vegna þyrluslyss í byrjun vikunnar, þar sem 12 manns fórust í Super Puma þyrlu. Biíið er að kyrrsetja allar þyrlur þessarar teg- undar í Noregi og Bret- landi eftir slysið. LÍF getur flogið mun lengra en hin þyrla Gæsl- unnar, Sif, og eins tekur Sif ekki jafn marga menn. Helgi segir að í neyð só alltaf hægt að fá bandar- ísku björgunarsveitina á Keílavíkurflugvelh til að- stoðar og eins ríki gagn- kvæmt samkomulag við dönsku flotastjórnina um aðstoð við leit og björgim. „Þetta ætti ekki að hafa nein áhrif á öryggi íslend- inga,“ segir Helgi, en vill ekki spá fyrir um hve lang- an tíma Líf verður úr leik. BÞ FRÉTTAVIÐTALIÐ Bandaríski skipastólinn ófullkominn Finnbogi Jónsson framkvœmdastjóri Síldarvinnsl- unnar hf. á Neskaupstað Síldarvinnslan hefur ásamt Samherja og SR mjöli stofnað fyrirtœki til fjárfestingar erlendis með áherslu á uppsjávarfisk. Þrír „risar“ í íslenskum sjávarút- vegi, Síldarvinnslan hf., SR-mjöl hf. og Samherji hf., hafa stofnað félag sem heitir Úthafssjávarfang ehf. og er markmiðið fjárfestingar og rekstur er- lendis á sviði útgerðar, landvinnslu og sölu sjávarafurða með aðaláherslu á uppsjávarfisk. Hlutafé verður 30 millj- ónir króna. En hver er hagkvœmni þess að reka svona fyrirtœki? „Fyrirtækin hafa gert með sér sam- komulag um samstarf í markaðs- og tæknimálum en fjárhagslegur styrkur þeirra ætti að gera félaginu kleift að nýta sér til fulls áunna sérþekkingu. Reynslan mun skera úr um það hver árangurinn og þar með hagkvæmnin verður, en við sjáum umtalsverða möguleika erlendis á þessu sviði. Fiski- stofnar á þessum slóðum eru mjög vannýttir og til að byrja með verður Úthafssjávarfang með rekstur á tveim- ur togurum á austurströnd Bandaríkj- anna som eru með vinnslubúnað fyrir síld og makríl. Það verkefni var gang- sett af Samherja fyrr á þessu ári. Makríl- og síldarstofnarnir í Banda- ríkjunum hafa verið í mjög mikilli lægð undanfarna tvo áratugi en eru komnir í gott ástand núna og svo er hægt að efla verulega veiðar. Þekking á veiðum þar er skiljanlega mjög takmörkuð vegna þess að veiðar hafa verið litlar og eins er skipastólinn til þessara veiða ekki mjög góður eða fullkominn og vinnsla takmörkuð. Það er mjög skynsamlegt þegar fyr- irtæki hérlendis fara út á erlendan markað að þau starfi saman, þannig er hægt að ráðast í stærri verkefni en ella ef hver væri í sínu horni. Markmið fé- lagsins er einnig að horfa samhliða til víðtækari möguleika á þátttöku í sjáv- arútvegi erlendis á sviði uppsjávar- fiska.“ Nú eiga þessi fyrirtœki töluvert stóran fiskiskipaflota og mjög fullkom- inn. Kemur til greina að senda einhver þeirra skipa til veiða við Bandaríkja- strendur? „Nei, það er útilokað því að skip sem veiða í landhelgi Bandaríkjanna verða að vera smíðuð þarlendis. Við erum hins vegar í samstarfi við aðila í Bandaríkjunum um skípakost.“ Hver verður framkvœmdastjóri Úthafssjávarfangs? Starfsemin fer fyrst og fremst fram erlendis og það verður einhver þar- lendur stjórnandi. Við erum í samstarfi við þarlenda aðila um útgerð á þessum tveimur togurum og stjórnandi þess fyrirtækis er bandarískur." Kemur til greina að samstarf þess- ara þriggja fyrirtœkja verði einnig hér- lendis, t.d. þegar loðnu- og síldarver- tíð er í fullum gangi? „Það hefur ekkert verið hugsað í þá áttina, en við erum nú þegar í ákveðnu samstarfi. Þannig hefur Samherji verið í viðskiptum við bæði Síldarvinnsluna og SR- mjöl í löndun á uppsjávarfiski.“ GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.