Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 4
4 - Föstudagur 12. september 1997
iDagra-'ÍEtmhm
Fundarboð
Aðalfundur Fiskiðjunnar Skagfirðings vegna reikning-
sársins 1996 verður haldinn fimmtudaginn 18. septem-
ber 1997 kl. 20.
Fundarstaður: Kaffi Krókur.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.
2. Önnur mál.
Ársreikningur Fiskiðjunnar Skagfirðings 1996 liggur
frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis.
Stjórn Fiskiðjunnar Skagfirðings hf.
Pentium MMX 200 MHz
Staðalbúna&ur:
Pentium MMX 200 MHz
32 MB EDO vinnsluminni
(stækkanleg í 128MB)
512 KB Pipelined Burst Cach skyndiminni
3,2 GB Quantum Fireball harður diskur
15" hágæða SVGA litaskjár
(14", 17" og 21" fáanlegir)
2MB ATI 3D booster skjákort
3,5" disklingadrif, mús og lyklaborð
Windows 95
Nýtt - Tveir geisladiskar uppfullir
ar fræðslu og fráðleik fylgja frítt með.
20 hraða geisladrif t #
16 bita Soundblaster Nu aoeins
25 W hátalarar
149.900,-
LVUTÆIil
Furuvöllum 5, sími 461 5000
Haustvörur
í hæsta
gæðaflokki frá
París og
Finnlandi.
Opið virka daga 11-18
Laugardaga 11-14
F R É T T I R
m-Xrfeiiiiiaiiiifeia'itsiÆ
Tölfræði í stað
huglægs mats
í Vestmannaeyjum hefur hingað til eingöngu verið fyrir hendi huglægt mat
hvað varðar eldvirkni.
Nýjum aðferðum beitt
í áhættumati í Vest-
mannaeyjum og á
Hengilssvæðinu.
Náttúrustofa Suðurlands
vinnur nú að drögum að
áhættumati fyrir Vest-
mannaeyjar og Hengilssvæðið.
Fyrir skömmu var spænski
jarðfræðineminn Nieves Alcant-
ara í Eyjum á vegum Náttúru-
stofu að vinna við þetta rann-
sóknarverkefni ásamt Ármanni
Höskuldssyni, forstöðumanni
Náttúrustofu Suðurlands. Vinna
hennar fól m.a. í sér þá nýjung
að reynt er að nálgast hættu-
matið á tölfræðilegan máta.
Tölfræðileg vinnsla slíkra gagna
ai-.ðveldar til muna frekara
skipulag framkvæmda og alla
útreikninga á raunverulegri
hættu er byggðum bólum stafar
af gefnum náttúruvám. Verk-
efnið er fjármagnað af alþjóð-
legum tryggingarfélögum í
samvinnu við háskólann í
Madrid og Náttúrustofu Suður-
lands.
Jarðfræðineminn Nieves Alc-
antara segir rannsóknirnar hér
á landi vera mjög áhugaverðar,
sérstaklega í Eyjum, þar sem
eldsumbrot voru fyrir 24 árum í
byggðu bóli. Hún er þessa dag-
ana að safna tölfræðilegum
upplýsingum um Vestmanna-
eyjar með ýmis konar mæling-
um til að leggja drög að
áhættumati sem byggir á töl-
fræðilegri vinnslu gagna.
Ármann segir að áhættumat
sé oft huglæt. í þessu tilviki sé
verið að vinna tölfræðilega út-
tekt sem býður upp á enn ítar-
legra mat á áhættuþáttum.
Verið er að mæla hér alit
sem hægt er að mæla og út frá
því metið hver líkindadreifmgin
í áhættumatinu er.
í Vestmannaeyjum hefur
hingað til eingöngu verið fyrir
hendi huglægt mat hvað varðar
eldvirkni, að sögn Ármanns.
Fari svo í framtíðinni að eldgos
geri vart við sig, ætti að vera
hægt að sjá hvar mestu áhættu-
punktarnir eru og þannig hægt
að vera einu skrefi á undan.
Áhættumatið sem nú sé verið
að vinna að í Vestmannaeyjum
sé því löngu tímabært. Nauð-
synlegt sé að átta sig á þeirri
náttúruvá sem er fyrir hendi.
„Aðrir aðilar ijármagna
verkefnið en það er unnið á
staðnum. Það er mikill kostur
fyrir okkur í svona lítilli stofu
að vera í samstarfi við stærri
aðila til að komast yfir fleiri
rannsóknarverkefni. Fleiri jarð-
fræðisamstarfsverkefni eru í bí-
gerð sem við bindum miklar
vonir við,“ sagði Ármann.
ÞoGu/Eyjum
Ólafsfjörður
Atvinnuleysið horfið
veir togarar útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækisins
Þormóðs ramma - Sæ-
bergs á Siglufirði og Ólafsfirði,
ísfisktogararnir Sólberg og
Múlaberg, hafa verið á rækju-
veiðum á heimaslóð og landa
aflanum til vinnslu í rækjuverk-
smiðju útgerðarinnar á Siglu-
firði. Þeir höfðu heimahöfn í Ól-
afsfirði fyrir sameiningu fyrir-
tækjanna Þormóðs ramma og
Sæbergs. Hvannaberg er á
rækjuveiðum á Flæmingja-
grunni en Engey er í Smugunni,
var á Reykjaneshrygg en aflaði
lítið. Sigurbjörg, togari Magnús-
ar Gamalíelssonar, var að koma
úr Smugunni með 30 milljóna
króna aflaverðmæti, en síðan
fer skipið í slipp í Póllandi en
fyrirhuguð er mikil klössun á
skipinu. Frystiskipið Mánaberg,
eign Þormóðs ramma - Sæ-
bergs, fer í klössvm eftir áramót
og er kostnaður áætlaður vel á
þriðja hundrað miUjónir. Fyrir-
hugað er að lengja skipið og
framkvæma vélaskipti.
Næg atvinna er í Ólafsfirði,
og nú eftir að skólar byrjuðu og
skólafólk hvarf af vinnumark-
aðnum vantar starfskrafta t.d. í
fiskvinnsluna, t.d. til fyrirtækj-
anna Brimness og Sæunnar
Axels. Það er mikil breyting frá
því á sl. vetri er starfsfólki
Hraðfrystihúss Ólafsíjarðar var
sagt upp störfum og gífurlegt
atvinnleysi blasti við bæjarbú-
um. Nægjanlegt hráefni er til
staðar þrátt fyrir að áðiu-nefnd-
ir togarar landi ekki í Ólafsfirði,
a.m.k. um stundarsakir. GG
Lokahóf unglinga
hjá knattspyrnu-
deild Þórs verbur
haldib sunnudag-
inn 14. sept. kl.
14 í Hamri.
Útboð
Raufarhafnarhreppur óskar eítir tilboðum í 2700 rúm-
metra jarðvegsskipti vegna lagningu bundins slitlags á
götur á Raufarhöfn.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raufarhafnar-
hrepps frá og með fimmtudeginum 11. september.
Skila þarf tilboðum á skrifstofu Raufarhafnarhrepps
fyrir kl. 14 mánudaginn 22. september nk.
Tilboðin verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem
óska að vera nærstaddir.
Raufarhafnarhreppur,
Aðalbraut 2,
675 Raufarhöfh,
sími 465 1151,
fax 465 1121