Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 5
ÍDagur-ÍEímum Föstudagur 12. september 1997 - 5 F R É T T I R Fiskiskip m Ríkissaksóknari Sprunga er komin í samstöðu sjómanna Stefnir í þriðja verkfallið á fiskiskip um. Deilt um verð- myndun og kvóta- brask. Heildarsamtök sjómanna ekki samstíga. í vo vlrölsl sem sprunga ^^komin í samstöðu heildar- Ly samtaka sjómanna í kjara- deilu þeirra við útvegsmenn. Meðal annars er óvíst hvort fulltrúar sjómanna muni fara saman í fundaherferð um land- ið til að kanna hug félags- manna til stöðu kjaramála og hugsanlegs verkfalls á fiski- skipaflotanum vegna kvóta- brasks og deilna um verðmynd- un á afla. Engar viðræður hafa átt sér stað á milli útvegsmanna og samtaka sjómanna um kjara- mál að undanförnu. Útvegs- menn hafa þegar hafnað kröfu sjómanna að allur fiskur fari á markað, auk þess sem þeir benda á að fiskverð sé frjálst. Það virðist því margt benda til þess að þriðja verkfallið á fiskiskipaflotanum á þessum áratug sjái dagsins ljós í vetur, en sjómenn hafa verið með lausa samninga frá sl. áramót- um. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiski- mannasambandsins, FFSÍ, seg- ist ekki eiga von á því að vél- stjórar verði í samfloti með undir- og yfirmönnum í funda- herferð um landið. Hann minn- ir á að vélstjórar séu búnir að móta sérkröfu sem miðast að því að auka hlut vélstjóra í hlutaskiptunum. Hann túlkar það svo að þar með ætli þeir sér ekki að vera með kvóta- braskið í öndvegi í sinni bar- Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ: Vél- stjórar með aðrar áherslur en við og undir- menn. áttu, hvað svo sem verð- ur. Formaður FFSÍ segir að það sé einkum tvennt sem vantar á að hluta- skiptin haldi velli. Fyrir það fyrsta verða menn að vita hvað þeir fá fyrir afl- ann og hvernig verðið myndast. Um það verði að vera samkomulag en ekki endalausar deilur vegna einhliða ákvarð- ana útvegsmanna. Síðast en ekki síst að skip á aflamarki veiði stærstan hluta af úthlutuðum kvóta sínum en séu ekki bundin við bryggju og kvótinn leigður. Hinsvegar á ekki að vera erfitt að ganga frá öðrum ákvæðum kjara- samnings sjómanna, eins t.d. almennum launa- breytingum og trygginga- málum. Búið sé að móta þá stefnu í öðrum samn- ingum. -grh Er ekki að hætta Lagastofnun Háskólans telur að ríkis- saksóknari eigi að njóta sömu réttarstöðu og hæstaréttar- dómarar, að því er fram kemur í nýju áliti, sem unn- ið var fyrir dómsmálaráðuneyt- ið. í þessu felst m.a. að skipa beri í embætti ríkissaksóknara ævilangt, en ekki til 5 ára eins og embættismenn almennt; að ríkissaksóknara verði fyrir 65 ára aldur ekki vikið endanlega úr embætti nema með dómi og að hann haldi fullum launum hætti hann 65 ára í stað 67 ára. Ríkislögmaður hafði áður kom- ist að þeirri niðurstöðu að ríkis- saksóknari ætti ekki þennan rétt, en álit sem lögmaður vann fyrir Hallvarð var samhljóða áliti Lagastofnunar. Hallvarður verður 66 ára í desember og getur því hætt nú þegar. Ilann segist hins vegar enga ákvörðun hafa tekið um það. Hann segist ekki hafa hug- mynd um af hverju upphaflega hafi verið beðið um áUt Ríkis- lögmanns á málinu. -vj Norðurleið Lækkun flugfargjalda er einn þáttur í því að afkoma Norðurleiðar fer versnandi. Búast má við að áhrifin verði ekki minni í vetur. 30% fækkun farþega Mikill samdráttur f júlí og ágúst. Áhrif af lækkun flugfargjalda gætu þó orðið enn meiri í vetur. Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent fækk- un varð í áætlunar- ferðum Norðurleiðar sem ekur milli Akureyrar og Reykjavíkur í júlí og ágúst. Þorvarður Guðjónsson framkvæmdastjóri segir ekki ólíklegt að brugðist verði við með fækkun ferða í vetur. „Um 40% ársveltunnar hafa orðið á þessum tveim- ur mánuðum þannig að þetta er alvarleg þróun. Skýringarnar eru fækkun erlendra ferðamanna, einkabfllinn verður sífellt meira notaður og svo er það lækkun flugfargjalda," segir Þorvarður. Hann segir að efnahags- ástandið í Frakklandi og Þýskalandi og kuldarnir í Evrópu í fyrra hafi þarna eitthvað að segja en þó hafi verið þokkalegt í hópferð- um. Á sumrin eru það eink- um útlendingar sem ferðast með Norðurleið þannig að lækkun flugfargjaldanna hefur e.t.v. ekki mikil áhrif á sumartímann. „Útlending- ar fljúga ekki yfir landið heldur vilja þeir skoða það,“ segir Þorvarður. í ljósi þessa er viðbúið að lækkun flugfargjalda hafi enn meiri áhrif yfir vetrar- tímann á afkomuna, eða hvað? „Það má búast við því,“ segir Þorvarður. 7.700 kr. kostar að ferð- ast með Norðurleið fram og til baka en hagstæðustu far- gjöld Íslandsílugs eru 6.900 báðar leiðir. Flugfélag ís- lands býður þriðjung sæta á 7.330 kr. BÞ Humaraflahrun Hrun í humárveiðum frá 1995 er sláandi á þessu súluriti, sem sýnir árlegan humarafla á Hornafirði í tonnum síð- ustu sextán ár. Þriðja aflaleysisárið Humarafli á Höfn var nú sáralítill, 3. sumarið í röð, sem hefur m.a. stórminnkað sumartekj- ur unglinga á staðnum. etta er geipilega mikið áfall fyrir humariðnaðinn hérna á Hornafirði, og breytir atvinnuh'finu verulega," sagði Halldór Árnason hjá Borgey á Höfn. Þriðja árið í röð var humaraflinn þar afar htill, um 230 tonn, sem er 10% minna en árið áður og aðeins um íjórði hluti þess sem verið hefur á hðnum árum. Raunar sé sumarið núna það lélegasta, segir Halldór, þar sem verkfall á besta árstíma hafi átt sinn hlut í litlum afla 1995. Upplýs- ingar Hafrannsóknastofnunar um góða nýliðun geta vakið vonir um breytingu á næstu ár- um. Aflabrestur í vasapeningum Halldór segir þetta hrun í hum- arafla hafa verið mjög alvarlegt mál fyrir Ilornafjörö, þar sem menn hafi að stórum hluta byggt sumarafkomuna á humr- inum. Þetta hefur komið illilega niður á unglingunum á staðn- um, sem löngum hafa sótt sum- arhýruna í humarvinnuna. Það hafi nánast verið hluti af mann- dómsreynslu unglinganna að fara í humarvinnu á sumrin, strax eftir fermingu, segir Hall- dór. Það sé nú hðin tíð og í sjálfu sér hafi sér ekkert komið í staðinn, sem henti til að taka unghnga í vinnu. Vitanlega hafi þetta veruleg áhrif á tekju- mögifleika unglingonna. Kominn á botninn Hrafnkell Eiriksson á Hafrann- sóknastofnun segist alveg viss um það að humarstofninn sé kominn í þá lægð sem hann fer í og að hann mun fara upp, enda eru vísbendingar um það í nýliðuninni. „Samkvæmt okkar útreikningum hafa alltaf verið sveiflur í þessu og árganga- skipti. Fyrsta greinilega skýr- ingin á mjög lélegri veiði síð- ustu 2-3 ár, sérstaklega fyrir Suðausturlandi, eru þrír mjög lélegir árgangar, frá 1987- 1989, sem ættu að vera uppi- staðan í aflanum síðustu árin.“ - HEI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.