Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 11
LANDSLIÐ
Þrír nýliðar í NM-hópnum
Norðurlandamót karla og kvenna fer fram um helgina í nágrenni Osló. Landsliðshóparnir voru tilkynntir um
síðustu helgi, að afloknu síðasta mótinu á íslensku mótaröðinni sem haldið var á Leirunni. Þrír kylfingar,
sem ekki hafa átt sæti í landsliðinu á stærri mótum urðu fyrir valinu, en það voru þau Helgi Birkir Þórisson
úr Golfklúbbi Suðurnesja, Friðbjörn Oddsson úr Keili og Kristín Elsa Erlendsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar.
Myndin að ofan var tekin af karlaliðinu við mótsslit í Leirunni. Myna:EinarGuðberg
Ævisaga frá Kite
Ævisaga Tom Kite, liðsstjóra Ry-
dersliðs Bandaríkjanna, er ný-
komin út. Bókin nefndist „Fair-
way to Heaven“ og er með und-
irtitlinn „My lessons from Harvey
Penick on golf and life.“ Eins og
nærri má geta af nafninu þakkar
Kite þessum fyrrum kennara sín-
um árangurinn á golfvellinum.
Kite hefur unnið sér inn meira
en tíu milljónir bandaríkjadala
(rúml. 700 millj. ÍSK) í verð-
launafé á mótum.
Hallkell Oskarsson, læknlr í Keflavík, mundar kylfuna á 13. holunni á Dru-
ids Glen.
Stórsýning í Vegas
Golfvöruframleiðendur kynntu
ýmsar nýjungar á golfsýningunni
í Las Vegas sem er nýlokið, en
hún er næst stærsta vörusýning-
in sem haldin er árlega. Margir
framleiðendur virðast á þeirri
skoðun að á næstu tíu árum
verði lögð meiri áhersla á búnað
fyrir „betri kylfinga." Á síðasta
áratug hafa golfvöruframleið-
endur lagt mest upp úr því að
hanna búnað sem gert hefur
leikinn léttari fyrir háforgjafar-
spilara, til að mynda með stærri
hausum. Margir framleiðendur
eru aftur farnir að snúa sér að
sígildari lögun á kylfuhausum og
meðal annars kynnti Armour-fyr-
irtækið nýja línu af „845-járna-
kylfum“ en þær kylfur nutu mik-
illa vinsælda, hér á landi sem
annars staðar fyrir nokkrum ár-
um síðar. Flestir stærstu golf-
vöruframleiðendurnir kynntu
nýjar vörur, þar á meðal mikið
magn af nýjum tegundum af
golfboltum á sýningunni, en bú-
ast má við því að þeir bíði með
að sýna helstu trompin, þangað
til í janúar þegar kemur að Golf-
sýningunni í Orlando.
Hefði, hefði, hefði...
Jesper Parnevik, hinn 32 ára
Svíi, sem margir telja að hafi
sloppið inn í Ryderlið Evrópu,
þegar Spánverjinn Miguel Angel
Martin var rekinn úr því, sogir
að hann hefði verið til í að vera
til taks fram á síðustu stundu
sem varamaður fyrir Martin." Ég
hefði ekki kvartað yfir því að
vera valinn sem varamaður,
jafnvel þó ég hefði þurft að bíða
með það fram á síðustu stundu
að vita hvort ég fengi að spila.“
Kylfingar á Irlandi
Um ljörutíu manna hópur kom til landsins í síðustu viku, eftir
vel heppnaða fjögurra daga dvöl á suð-austurströnd írlands.
Hópurinn sem var á vegum Samvinnuferða-Landsýnar, lék
fjóra velli, Charlesland, St. Helens, Ennischorty og Druids Glen, en
sá síðastnefndi var að dómi fararstjórans, Páls Ketilssonar, hreint
listaverk, enda er hann vettvangur fyrir írska meistaramótið og til
greina kemur að ltyderbikarinn verði loikinn á honum árið 2005.
Slegið var upp móti á Ennischorty-vellinum og bestum árangri með
forgjöf náðu þau Jón Trausti Daníelsson GR, sem lék á 70 höggum
og Erna Sörensen NK á 81 höggi. Vilhjálmur Hjálmarsson lék bost
án forgjafar, á 85 höggum.
M
mmi
HITT & ÞETTA
Verður Korpúlfs-
staðavellinum
breytt?
Hugmyndir hafa verið uppi
um að breyta Korpúlfs-
staðavellinum, sem var tek-
inn í notkun í sumar. Al-
menn ánægja virðist vera
með völlinn hjá klúbbmeð-
limum sem og kylfingum úr
öðrum klúbbum, en helsta
gagnrýnin lýtur að breyting-
um, sem gerðar voru á
borgarskipulagi á svæðinu
og fela það í sér að aðstaða
klúbbmeðlima er nokkurn
spöl frá 10. teignum og 18.
ílötinni. Helsta breytingin
verður væntanlega gerð á
10. holu vallarins. Kylflngar
mundu þá heQa leik frá
teig sem liggur nálægt að-
stöðu GR-inga í austustu
burst Korpúlfsstaða og hol-
an yrði leikin í boga eða
„hundslöpp“ eins og shkar
holur eru gjarnan nefndar á
golfmáli. Þá hefur verið rætt
um að víxla fyrri og síðari
helmingi vallarins. Umrædd
10. hola yrði þá gerð að
opnunarholu vallarins og
kylfingar mundu þá eiga
þess betur kost að nýta að-
stöðuna í Korpúlfsstaðahús-
inu. Annar stór kostur við
þessa breytingu væri sá að
kylfingar gætu losnað við
langan göngutúr á milli 9.
og 10. holu, sem sumum
hefur þótt slíta völlinn í
sundur. Ókosturinn við
þessa breytingu væri helst
sá, hvað lokahola vallarins
væri langt frá klúbbhúsinu.
Ragnar Ól. og nýi
völlurinn í St.
Andrews
Ragnar Ólafsson, landslið-
einvaldur, fær þá einkunn
hjá þeim sem þekkja hann
vel að hann sé með ná-
kvæmari mönnum og það
sem hann láti frá sér fara
standi eins og stafur á bók.
Honum varð þó óneitanlega
nokkuð á í messunni, fyrir
mörgum árum, þegar hann
sem ungur og efnilegur kylf-
ingur tók þátt í móti á
Gamla vellinum (Old course)
í St. Andrews. Ragnar rak
augun í annan völl á svæð-
inu og spurði einn félaga
sinn hvaða völlur þetta
væri. Hann fékk þau svör að
þetta væri „New course"
eða Nýil völlurinn. „Jáá,
hann var ekki kominn þegar
ég var hérna síðast,“ sagði
Ragnar þá. Vinir hans hafa
gjarnan strítt honum á
þessu svari og spurt hann
um aldur, því hinn svo-
nefndi „Nýi völlur" á St.
Andrews er, þrátt fyri nafn-
ið, einn af eldri golfvöllum
heims, byggður á 18. öld og
því væntanlega verið fyrir
hendi, þegar Ragnar fór í
sína fyrstu ferð til St.
Andrews.
FERÐALÖG
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
• Flest bendir til þess að Sigurð-
ur Sigurðsson verði áfram kenn-
ari hjá Golfldúbbi Suðurnesja en
samningur hans við klúbbinn
rénnur út í haust. Sigurður mun
væntanlega taka sér frí þegar
vertíðinni lýkur, en taka upp
þráðinn um áramótin.
• 28 kylfingar úr Golfklúbbi
Reykjavíkur taka forskot á Ryder-
bikarinn um helgina, en þá fer
fram keppni á milli yngri og eldri
kylfinga úr meistara og fyrsta
ílokki, sem leikin er með álíka
fyrirkomulagi og Ryderbikarinn.
• Eitt af síðustu „stóru" Opnu
mótum ársins fer fram á Hvaleyr-
arvelli og Vífilsstaðavellinum á
laugardag og sunnudag. Leikin
verður punktakeppni, tveir í liði
og telur betri boltinn með forgjöf
á hverri holu. Veittir eru ferða-
vinningar fyrir tíu efstu liðin á
mótinu auk nándarverðlauna.
Heildarverðmæti vinninga er um
tvær milljónir króna, en auk þess
eru bifreiðar og ferðavinningar í
boði á ákveðnum holum, ef menn
fara holu í höggi.
ERLENT