Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 8
=^=4=.- 8 - Föstudagurl2. september 1997 jDagur-XÍIímhtn ■ 4Dagur-®mimt Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk. Lausasöluverð Prentun: Grænt númer: Dagsprent hf. Eyjólfur Sveinsson Stefán Jón Hafstein Elías Snæland Jónsson Birgir Guðmundsson Marteinn Jónasson Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík 460 6100 og 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 kr. á mánuði kr. 150 og 200 kr. helgarblað Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Norskt réttlæti fyrsta lagi Dómur undirréttar í Bodö í Noregi í máli Kristbjörns Árnasonar, skipstjóra á Sigurði VE, og íshúsfélagi Vestmannaeyja er í engu samræmi við staðreyndir málsins. Dómurinn kemur hins vegar ekki á óvart. Norsk stjórnvöld hafa gjarnan reitt hátt til höggs þeg- ar þau finna hjá sér þörf til að lemja á stjórnendum og eigendum íslenskra skipa sem stunda veiðar í norðurhöfum. í því efni hefur norskt réttlæti sýnilega ekkert breyst. Pað hefur komið skýrt fram við réttarhöldin í Noregi að meint brot skipstjórans á Sigurði og útgerðarinnar var klaufaskapur en ekki ásetningur. Jafnvel dóms- formaðurinn í Bodö viðurkennir þessa staðreynd og bendir á í sératkvæði sínu að útgerðin hafi ekki getað haft neinn ávinning af meintu broti. Og einnig að skipstjórinn hafi á engan hátt reynt að hindra norsk stjórnvöld í að fá upplýsingar um ferðir skipsins; þvert á móti hafí hann reynt að koma réttxnn upplýs- ingum til norskra stjórnvalda. Þrátt fyrir þessar aug- ljósu staðreyndir ákvað meirihlutinn að sekta skip- stjórann og útgerðina með stórfelldum hætti. í þriðja lagi Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, bendir rétti- lega á það í Degi-Tímanum í dag að dómurinn í Bodö sýni að það sem farið hefur á milli norsku og íslensku sjávarútvegsráðuneytanna vegna þessara veiða sé ekki pappírsins virði. Dómurinn er augljóslega enn eitt áfallið í samskiptum íslenskra og norskra stjórn- valda. Elías Snœland Jónsson. ÞJOÐMAL Hvemig líst þér á skipan Jóns Baldvins Hannibalssonar í stöðu sendiherra í Washington? Birna Þórðardóttir ritstjóri Eg veit það ekki. Maður býst hvorki við einu né neinu úr þessari utanríkisþjón- ustu. Þetta er bara eins og oft hefur verið á þessum vettvangi að það er verið að koma pólitíkusum fyrir þann- ig að þeir geti haft það svolítið rólegt. Ég er al- veg klár á því á Jón Baldvin mun kunna vel við sig hjá vinum sín- um í vestrinu. Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubandalaysins ’ g vil helst jsvara því. ekki Guðni Ágústsson þingmaður Framsóknarjlokks Mér hst vel á sendi- herrann Jón Bald- vin og trúi að hann og Bryndís verði íslandi til sóma í Bandaríkjunum. Mikil reynsla í utanrík- ismálum og kunnings- skapur við erlenda þjóðhöfðingja gerir Jón Baldvin að góðum sendiherra. Hilmar Jónsson rithöfundur Mér líst nokkuð vel á hana; ég held að Jón sé mjög hæfur í þetta. Ég mun hins vegar sakna hans úr þinginu, að því leyti er ég ekkert sérstaklega ánægður með þetta, en ég held að hann gegni þessari stöðu ágætlega. Allt er þetta ómögulegt... „Einhleypar, barnlausar útivinn- andi konur hafa það hins vegar álíka skítt og annað launafólk, svo ekki sé minnst á giftar konur með ung börn sem neyðast oft til að reiða sig alfarið á tekjur eig- inmannsins til að geta dregið fram lífið.“ - Gisli Pór Gunnarsson, sálfræöingur, í DV í gær í grein sem heitir „Fátækt frá- skilinna karla". Guð-ný vinnubrögð! „Lokamarkmiðið er ekki að kæra menntamálaráðherra samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, sem vissulega kæmi til greina, þó ekki sé hefð fyrir að nota þau lög. Lokamarkmið mitt er að öll ráðuneytin og opinberar stofn- anir sem biðja um tilnefningar í ráð og nefndir hafi það fyrir sið að minna bréflega á 12. grein jafnréttislaganna eins og lög- bundið er og að aðilar virði þá áminningu.“ - Guðný Guðbjörnsdóttir í Morgunblað- inu að svara Birni Bjarnasyni vegna skipunar í Rannsóknarráð. Enn um kvótahjónin „Nýjasta fréttin er óvenjuleg fyr- ir það að kona nokkur, sem vill slxta hjúskap við eiginmann sinn, sem er útgerðarmaður, krefst þess að fá helming kvótans úr búinu rétt eins og veiðiheimild- ii-nar séu eign sem orðið hafi til í hjónabandinu. Þetta er auðvitað í stíl við það sem á undan er gengið en nú er mál að linni.“ - Sigurður Bjarnason, markaðsfulltrúi, í Mogganum í gær. Hverjum þykir sinn fugl... „Ég er ánægður með baráttuna og strákarnir stóðu sig mjög vel.“ - Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, eftir að íslenska landsliðið steinlá 4-0 gegn Rúmenum. Sprellikarlar í pólitískum leik Hafnaríjarðarbrandararnir xxm stjórn bæjarins eru orðnir ósköp margtuggðir og laslegir. Er því mesta furða hvað fjölmiðlar nenna að fylgjast með öllum þeim hallærislegu sviftingum sem Gaflarar viðhafa í við- leitninm til að hafa stjórn á bæjarmál- um og þó sérstaklega hve illa tekst að stjórna stjórnmálaflokkxinum í bænum. Allt síðan kratar fengu hreinan meiri- hluta hefur verið afturfótafæðing á flestum tiltektum bæjarstjórnarinnar og úfar risið um framkvæmdir og menningarviðleitni. Eftir að kratar misstu meirihlutann hófust skrípalætin fyrir alvöru og alls kyns stjórnar- mynstur tekin upp og flokkar klofnir þvers og kruss. íhald og kommar fallast í faðma, kratar og íhald fallast í faðma, íhald stendur með kommum á móti íhaldi og aimað íhald gengur í fóstbræðralag með krötum til að klekkja á flialdi og kommum og nú stendur fyrir dyrum að íhald, kommar og kratar myndi breiðfylkingu til að sýna öðrum krötxxm og öðru íhaldi í tvo heimana. Ef einhverjum gengur illa að skilja þetta ferli, er því einu til að svara, að þetta er póhtík. Lýðræðisleg kúgun Hafnarljörður er stórt sveitarfélag á íslenskan mæhkvarða, en þó ekki fjöl- mennara en svo, að hægt er að hafa sæmilegt yfirht um framkvæmdir og fylgjast með hvernig þörfum íbúanna er sinnt af hálfu bæjaryfir- valda. En stjórnin snýst ekki um það, heldur sóa flokks- broddarnir kröft- um sínum í innbyrðis átök, innan flokka sem utan, í það eitt að tjasla saman einhvers konar meirihlutum til að kúga minnihluta í hreppsnefndinni. Hlutverk minnihluta er að gera meiri- hluta aht til miska og helst að galdra nýjan meirihluta til að kúga nýjan minnihluta. Póhtísku æfingarnar í Hafnarfirði eru gróteskt dæmi um hvernig sprellikarlar í stjórnmálaleik láta hagsmuni bæjar og íbúa lönd og leið og gleyma sér í hita hráskinnaleiksins, þar sem skemmtunin felst í því að lemja hver á öðrum. Verðug verkefni Oft sýnist það yfirskilvitlegt þegar kjörnir fuhtrúar fámennra sveitarfé- laga eru að rembast við alls kyns meiri- og minni- hlutamyndanir og kaha samstarf. Einfaldir hagsmunir og þarfir íbúanna eru yfirleitt þess eðhs að hægt er að leysa máhn með velvilja og skynsemi. Oftast nær þarf engan illmúraðan meirihluta til að þröngva málum gegn- um hreppsnefndirnar. Séu málefnin látin ráða geta fulltrúarnir skipst í marga meiri- eða minnihluta eftir ástæðum hverju sinni. Stundum eru helstu verkefni meiri- hluta að ráða hálaunaða sveitarstjóra og kjósa oddvita eða forseta bæjar- stjórna til að standa við hhðina á sýslumanninum th að taka á móti for- seta íslands þegar hann kemur í heim- sókn með upplífgandi hrósyrði um byggðarlagið. Nú eru uppi miklar ráðagerðir um samruna stjórnmálaafla til að skapa öðru vísi vígstöðu í komandi sveitar- stjórnarkosningum. Um það er gott eitt að segja. En th lítils er barist ef sam- staðan á að verða th þess, að ala á flokkadráttum og keppa að því einu að ná einhvers konar meirihlutavöldum og missa svo allt út í stjórnleysi og pól- itískt rugl, eins og lýsandi dæmi eru um. Hagsmunir pólitískra ævintýra- manna og hagsmunir umbjóðenda þeirra fara nefnhega ekki saman. Hvað eiga svo veslings kjósendurnir að gera? Sameiningarsinnar ahra flokka eru að splundra öllum flokkum til að sameinast öðrum flokkum og er sú tihögusmíð öh orðin hin skrautleg- asta. En vonandi tekst betur th en svo að íbúar aðskiljanlegra sveitarfélaga sitji upp með Hafnarfjaröarmynstrið í sínum bæjum. OÓ (9ddwt

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.