Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.09.1997, Blaðsíða 10
t 10 - Föstudagur 11. september 1997 SUJ heldur sambandsstjórnarfund föstudagskvöldið 12. september í húsi flokksins við Hverfisgötu í Reykjavík. Fundur hefst kl. 19. Mætum öll. Framkvæmdastjórn SUJ. 'Í^plVélstjórafélag íslands Vélstjórar Félagsfundur veröur haldinn föstudaginn 12. september aö Borgartúni 18, Reykjavík, 3. hæö. Fundurinn hefst kl. 17. Fundarefni: Uppstilling til stjórnarkjörs. Vélstjórafélags islands. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu í • Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur um fulltrúa á 21. þing Landssambands ís- lenskra verzlunarmanna. Kjörnir verða 55 full- trúar og jafnmargir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi versl- unarinnar, fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 15. september nk. Kjörstjórn. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. september 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 15. útdráttur 4. flokki 1994 - 8. útdráttur 2. flokki 1995 - 6. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 12. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Flúsnæðisstofnun ríkisins, á Flúsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. [Ík] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS |J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 DCITIM ■■ ™ ■ 11™ mÉUMFERÐAR If RÁÐ jDagur-®hrtmn Meistaraslagur / KA-heimilinu Það verður sannkallaður meistaraslagur í KA-heimilinu í kvöld þegar lið íslandsmeistara KA og bikarmeistara Hauka mætast. Hin árlega viðureign ís- landsmeistaranna og bik- armeistaranna fer fram í kvöld klukkan 20 í KA-heimilinu. Dagur-Tíminn ræddi við þjálfara liðanna, Atla Hilmarsson hjá KA og Sigurð Gunnarsson hjá Hauk- um, um komandi átök og vetur- inn framundan. KA-Uðið teflir fram gjör- breyttu Uði í vetur. Átta leikmenn ákváðu að hætta eða leita annað eftir síðasta keppnistímabU, en síðan hefur einn þeirra, Her- mann Karlsson markvörður, ákveðið að leika áfram með Uð- inu. „Veturinn leggst vel í mig, en okkur vantar enn nokkra leikæf- ingu og þá sérstaklega að koma Karel Yala betur inn í spilið, því hann kom mjög seint tU okkar. Ég á von á því að þetta verði aUt öðruvísi KA-lið heldur en í fyrra, ekki síst með tilkomu Yala. Þá á ég von á því að varnarleikurinn breytist mikið. ErUngur er farinn og sama máh gegnir um Alfreð, þannig að ég á von á því að það geti reynst erfitt að stiUa upp 6-0 vörn. Líklega munum við oftar grípa til þess að leika 3-2-1 í varnarleiknum," sagði AtU. Sigtryggur Albertsson, einn besti markvörður deUdarinnar í fyrra, er nú kominn í KA- markið og þá hefur Uðið fengið Hilmar Bjarnason frá Eintracht Hildes- heim og örvhentu skyttuna Karel Yala. Síðan verður fróðlegt að fylgjast með yngri leikmönnum sem eflaust eiga eftir að banka á dyrnar, en norðanliðið varð ís- landsmeistari, bæði í 2. og 3. flokki sl. vor og því ætti efniviður að vera fyrir hendi. Aðspurður um það hvort Atli fyndi ekki fyrir pressu að þjálfa lið íslandsmeistaranna, sagði hann svo ekki vera. „Auðvitað veit ég af því að fólk viU ekki minnka við sig. Metnaðurinn er til staðar, en ég verð ekki var við pressu, þó auðvitað vilji alUr leggja íslandsmeistarana að velli.“ „Veturinn leggst þokkalega í mig,“ sagði Sigurður Haukaþjálf- ari. „Við erum, eins og önnur lið, að gh'ma við meiðsU og höfum verið með lykilmenn meidda. Halldór Ingólfsson hefur til að mynda ekkert getað leikið með okkur og svo hafa minni háttar meiðsli verið að plaga leikmenn." Litlar breytingar hafa orðið á Haukaliðinu í sumar. Óskar Sig- urðsson hornamaður hefur lagt skóna á hilluna, en í staðinn hafa bikarmeistararnir fengið tvo hornameim, þá Daða Pálsson frá ÍBV og Einar Jónsson frá Gróttu, en sá síðarnefndi er reyndar Haukamaðiu- að upplagi. Þá mun línumaðurinn Hinrik Bjarnason styrkja leikmannahópinn, en hann lék með Víkingi í fyrra. Ekki marktæk útkoma Gengi Hðanna var nokkuð mis- jafnt á Opna Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi. Haukar féUu út í átta liða úrsUtum, en KA-menn höfnuðu í þriðja sæti keppninnar. Sigurður segist ekki taka út- komuna í Opna Reykjavíkurmót- inu aUt of hátíðlega, enda hafi liðið veriö nýkomið úr erfiðri æf- inga- og keppnisferð. „Á tímabili íhuguðum við að draga lið okkar út úr keppninni, en ákváðum að vera með og fengum ágætis æf- ingu fyrir þá leikmenn sem minna hafa fepgið að spila,“ sagði Sigurður. Slæmar og góðar hlið- ar AtU sagðist hafa séð bæði slæma og góða punkta hjá sínu Uði á mótinu um síðustu helgi. „Segja má að við höfum fengið tvo slæma skelh á mótinu, því við töpuðum stórt fyrir FH og áttum mjög slakan dag gegn ÍBV, þar sem við náðum þó að knýja fram sigur eftir framlengingu. Ég var hins vegar mjög ánægður með að einn besti leikurinn okkar skyldi vera gegn ÍR, en það var okkar sjötti leikur á tveimur dögum. í þeim leik virtust mínir menn vera í fínu formi og hafa gaman af leiknum og það veit á gott,“ sagði KA-þjálfarinn. Valsmenn sterkastir íslandsmótið í handknattleik hefst á næsta miðvikudag og þegar þeir voru spurðir um lík- lega íslandsmeistarakandidata, þá komu sömu tvö Uðin upp í huga þeirra. „Valsmenn eru að mínu mati með besta mannskap- inn í deildinni og Afturelding er Birgir Leifur Hafþórsson vann sér í gær rétt til að léika á úrtökumóti evr- ópsku mótaraðarinnar í golfi, þegar hann náði einu af tólf efstu sætunum í forkeppni sem haldin var á Fire Lakes vellin- um í Englandi í gær. Birgir Leif- ur lék tvo fyrstu hringina á 68 höggum, en kom inn á 73 högg- um í gær, einu yfir pari og lék því á sjö höggum undir pari í heildina. Þeir keppendur sem léku á sex undir pari, þurftu að með betri mannskap heldur en í fyrra,“ sagði Sigurður og bætti því við að samt sem áður væri ekkert Uð afgerandi. „Ég á von á því að deildin verði bæði sterkari og jafnari heldur en í fyrra.“ Ath var sömu skoðunar. „Það eru mörg Uð sem koma til með að kljást í toppbaráttunni. Maður sá það í Reykjavíkurmótinu að það voru öU Uðin að tapa leikj- um. Valsmenn verða sterkir og Afturelding er með góðan mann- skap og þegar Framarar verða komnir með sína menn úr meiðslum, verða þeir öflugir. Þá eru Haukar með lítið breytt Uð og þeir mæta örugglega sterkir til leiks.“ HANDBOLTI Gladun leikur ekkimeðKA KA-menn hafa ákveðið að ganga ekki til samninga við Alexander Gladun, sem leikið hefur með liðinu að undan- förnu. Ljóst er því að KA-menn munu aðeins tefla fram einum erlendum leikmanni í vetur. leika bráðabana um sæti á meðal þeirra tólf efstu og rétt- inn til að keppa á úrtökumót- inu, sem haldið verður á La Manga vellinum á Spáni. Birgir byrjaði illa í gær og lék fyrri níu holurnar á fjórum höggum yfir pari. Hann náði hins vegar ijórum fuglum í röð á næstu holum og var því á pari vallarins. Hann lék síðan loka- holuna á einu yfir og lauk því leik á 73 höggum, - einu höggi yfir pari vallarins. GOLF * Úrtökumót Birgir Leifur komst áfram

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.