Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Qupperneq 3
JDagur-'dlmráttt
Fimmtudagur 29. ágúst 1996 - 3
FRETTIR
Húsavík - Reykjavík
Bjartir tímar fyrir lögfræðinga
Töluverðrar óvissu
gætir meðal forystu-
manna verkalýðsfé-
laga, lands- og svæða-
sambanda innan ASÍ,
hvað felst í ákvæðum
nýrra laga um sam-
skiptareglur á vinnu-
markaði sem kveða á
um gerð svonefndrar
viðræðuáætlunar, þ.e.
stundaskrá komandi
kjaraviðræðna.
ri Skúlason, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, telur
æinsýnt að framundan
séu bjartir tímar fyrir lögfræð-
inga að komast til botns í
þessu máli með lögskýringum.
Aðalsteinn Á. Baldursson, for-
maður Verkalýðsfélags Húsa-
víkur og formaður fiskvinnslu-
deildar Verkamannasambands-
ins, líkir þessari óvissu við
mann sem hefur allt til köku-
gerðar en enga uppskrift.
Samkvæmt lögunum ber
samningsaðilum að koma sér
saman um gerð viðræðuáætlun-
ar eigi síðar en 10 vikum áður
en gildandi kjarasamningar
verða lausir um áramót. Það
þýðir að viðræðuáætlunin verð-
ur að vera tilbúin eigi síðar en
um miðjan október. Gangi það
ekki eftir, verður það hlutverk
ríkissáttasemjara að ganga frá
gerð viðkomandi viðræðuáætl-
unar. Þrátt fyrir lögin virðist
sem samingaviðræður heimilis-
lækna við samninganefnd rík-
isins séu ekki samkvæmt við-
ræðuáætlun. Það kann að skýr-
ast að einhverju leyti
af því að læknarnir
sögðu upp. Þeir eiga
því strangt tekið ekki
í neinni kjaradeilu við
rfldð, þrátt fyrir langa
og stranga fundi um
gerð nýs kjarasamn-
ings með samninga-
nefnd ríkisins hjá rík-
issáttasemjara í Karp-
húsinu!
Fr amkvæmdastj óri
ASÍ segir að engar
viðræður hafi enn átt sér stað
meðal aðila á vinnumarkaði
um gerð þessarar viðræðuáætl-
unar. Hann segir jafnframt að
það sé ekkert í lögunum sem
kveði á um það að kröfugerð
verkalýðsfélaga eigi að koma
fram í viðræðuáætluninni.
Hann ítrekar þá skoðun verka-
lýðshreyfingarinnar, frá því sl.
vor, að þessi lög séu eitt klúður
frá upphafi til enda.
„Það veit enginn hvað á að
standa í þessari viðræðuáætl-
un, það er bara opið og ómót-
að,“ segir Ari. Hann bendir t.d.
á að þar gæti staðið að menn
ætli að hittast á fundi kl. 10 á
morgun og ekkert annað. Hann
minnir jafnframt á að þótt
þessi löggjöf sé sniðin eftir
danskri fyrirmynd, þá hafi
verkalýðshreyfingin bent á það
í sinni gagnrýni í vor sem leið
að í Danmörku sé þessi við-
ræðuáætlun til í mörgum gerð-
um og sumstaðar sé alls ekki
um neina viðræðuáætlun að
ræða í samskiptum aðila á
dönskum vinnumarkaði. Af
þeim sökum hafi verkalýðs-
hreyfingin talið alveg útí hött að
„gera það að lagaskyldu að
þurfa að búa til einhverja við-
ræðuáætlun", segir fram-
kvæmdastjóri ASÍ. grh
Aðalsteinn Á.
Baldursson
Húsavík
Óvissan um við-
rœðuáætlunina er
t eins og að hafa allt
til kökugerðar en
enga uppskrift.
Hafnarfjörður
Jóhann áfrýjar
Meirihlutamál í
bæjarstjórn enn
í skoðun
Framhald meirihlutasam-
starfs okkar við Jóhann G.
Bergþórsson og Ellert
Borgar Þorvaldsson eru alltaf
og almennt til skoðunar hjá
okkur og í rauninni ekkert nýtt
af því máli að frétta. Þó Jóhann
ætli að áfrýja niðurstöðu Hér-
aðsdóms Reykjaness er sá vink-
ill á málinu svo nýkominn að
ekkert er hægt að segja um
hvort það breyti einhverju um
samstarfið. Að öðru leyti tjái ég
mig ekki um þetta mál,“ segir
Tryggvi Harðarson, bæjarfull-
trúi Alþýðuflokks í Hafnarfirði.
Jóhann G. Bergþórsson, fv.
framkvæmdastjóri Hagvirkis-
Kletts, sendi í gær frá sér yfir-
lýsingu þar sem hann segist
munu áfrýja dómi Héraðsdóms
Reykjaness, sem er dæmdur til
Jjögurra millj. kr. sektargreiðslu
innan Qögurra daga, að við-
lögðu fangelsi, fyrir vanskil á
opinberum gjöldum vegna fyrir-
tækjareksturs síns. „Slík sekt á
hendur einstaklingi jaðrar við
skuldafangelsi," segir Jóhann í
yfirlýsingu sinni. Hann segist
jafnframt vera sannfræður um
að hann sé saklaus dæmdur -
og telur sér til tekna að hafa
reynt að tryggja starfsmönnum
sínum laun og kröfuhöfum
greiðslur, jafnframt því sem
Hagvirki-Klettur hafi haldið
óaðfinnanlegt bókhald.
Að mati Jóhanns G. Berg-
þórssonar var brotin á honum
jafnfræðisregla með dómi Hér-
aðsdóms Reykjaness því ijöl-
mörg dæmi séu um langvinnari
vanskil við rfldssjóð, en þau
verið látin óátalin. „Ákvörðun
um áfrýjun er ekki síst tekin í
ljósi þess að við rekstur Hag-
virkis-Kletts var í öllu farið að
lögum, enda þótt íjárhagslegir
erfiðleikar hafi leitt til vanskila.
Þessa skoðun staðfestir reyndar
dómarinn í málinu," segir í yfir-
lýsingu Jóhanns - og jafnframt
að reynt hafi verið eftir fremsta
megni að tryggja hag allra
þeirra sem eitthvað áttu inni
hjá fyrirtækinu.
„Eg hef jafnframt falið lög-
manni mínum að kanna ýmis-
legt það sem fjallað hefur verið
um málið og mig í kjölfar dóms-
ins með hliðsjón af ærumeið-
ingarlöggjöfinni,“ segir að síð-
ustu í yfirlýsingu Jóhanns G.
Bergþórssonar. -sbs.
Sóifeli EA hefur legið það lengi við bryggju hjá Slippstöðinni hf. að það er orðið hluti af „innréttingunni", en nú er það á förum. Á
myndinni er einn Norðmannanna við bátinn. Myndjnr
SólfeUið „skverað“ til Noregssiglingar
Sólfell EA, sem legið hefur
við bryggju hjá Slippstöð-
inni hf. um alllangan tíma,
hefur verið selt til norskra aðila
í Arendal í Noregi, en seljandi
er Gunnar Þór Magnússon út-
gerðarmaður í Ólafsfirði.
Þetta skip má muna fífil sinn
fegurri, en þegar það kom ný-
smíðað til landsins frá Noregi
árið 1960 þótti það mikið fram-
úrstefnuskip í íslenska sfldar-
flotanum enda eitt allra fyrsta
stálskipið í flotanum. Það hét
þá Ólafur Magnússon EA og var
í eigu Valtýs Þorsteinssonar út-
gerðarmanns á Akureyri. Slipp-
stöðin hf. gerði tilboð í botn-
málningi og öxuldrátt á skipinu
en það þótti allt of hátt, marg-
falt verð bátsins. Norsku kaup-
endurnir eru staddir hérlendis
°g hyggjast láta skvera skipið
til að geta siglt því til Noregs og
jafnframt uppfyllt kröfur trygg-
ingafélagsins Norsk-Veritat. Um
er að ræða að laga rafmagn,
framkvæma lagfæringar í vélar-
riími og á dælum og mála bát-
inn. GG
Mývatnssveit
Kópavogur
„Okkar kostur í skólamálum er þröngur“
Eyþór Pétursson i
Baldursheimi segir
ekki ólíklegt að til
árekstra komi við
upphaf skóla
Fjölmennur fundur íbúa
suður- og vesturhluta
Skútustaðahrepps, eða
um 50 manns sem er tæpur
þriðjungur íbúa svæðisins,
fjallaði á þriðjudagskvöld um
stöðu skólamála í hreppnum.
Meirihluti sveitarstjórnar, hefur
sem kunnugt er, neitað að
sækja um styrk til Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga til greiðslu á
skólaakstri, sem er talinn for-
senda þess að hægt verði að
reka skólasel í gamla skólahús-
inu að Skútustöðum.
Eyþór Pétursson í Baldurs-
heimi, einn talsmanna íbúa við
sunnanvert Mývatn segir að í
lok fundarins hafi verið sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
„Fundur öiúa sunnan og
vestan Mývatns, haldinn 27.
ágúst 1996, samþykkir að fyrir
lok september skuli boðað til
fundar þar sem fyrir liggi upp-
gjör á rekstri Skútustaðaskóla
skólaárið 1995/1996 og þar
verði tekin ákvörðun um frek-
ari aðgerðir í málefnum íbú-
anna.“
Eyþór segist ekki vita hvort
foreldrar við sunnanvert vatnið
muni senda börnin í skóla í
grunnskóla Skútustaðahrepps í
Reykjahlíð, það verði að vera
ákvörðun hvers og eins, enginn
verði beittur þrýstingi. Um 24
börn er að ræða, sem sækja
eiga nám allt frá 1. upp í 10.
bekk, en ekki hefur verið 9. og
10. bekkur að Skútustöðum.
Börnin eru skráð til náms í
Reykjahlíð þar sem sveitar-
stjórn beri að bjóða öllum börn-
um í sveitarfélaginu upp á
skólavist.
„Með tilfærslu á grunnskól-
anum til sveitarfélaganna var
lokað fyrir þann möguleika að
börn sem búsett eru í einu
sveitarfélagi geti sótt skóla í
öðru nema með velvilja skólayf-
irvalda þar. Ég hef ekki trú á
því að löggjafinn hafi ætlað að
binda menn í átthagaijötra,
heldur hafi málið ekki verið
hugsað til enda á Alþingi. Það
er ekki ólíklegt að víða komi til
árekstra þegar skólar lieíjast 1.
september nk. En okkar kostur
er þröngur," sagði Eyþór Bald-
ursson.
Pálmi Vilhjálmsson, einn
fulltrúa meirihluta í sveitar-
stjórn Skútustaðahrepps, segist
vona að sem flest af börnunum
muni sækja skóla að Reykjahlíð
í vetur, í raun sé ekki um að
ræða annan kost í stöðunni.
Hólmfríður Guðmundsdóttir
skólastjóri sagði aðspurð ekki
vilja svara því hvort börnin úr
sðurhluta sveitarinnar væru
skráð í skólann, og sleit samtal-
inu þar með. GG
Fimm teknir
próflausir
Lögreglan í Kópavogi tók í
gær fimm próflausa öku-
menn á ferð um götur
bæjarins. Viðurlög við slíkum
akstri eru háar sektir og jafnvel
varðhald, séu brot ítrekuð.
Að sögn varðstjóra hjá Lög-
reglunni í Kópavogi eru nokkrir
tugir próflausra ökumanna
teknir í lögsagnarumdæmi
hennar á ári hverju, en fimm
ökumenn eftir einn dag er
óvenju há tala. „Við tökum á
þessu vandamáli í almennu eft-
irlitsstarfi okkar, en staðreynd-
in er sú að ökumenn án rétt-
inda hafa flestir misst þau við
ölvunarakstur,“ sagði varðstjór-
inn. -sbs.