Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Síða 7
|Dagur-®imtmt
Fimmtudagur 29. ágúst 1996 - 7
FRETTASICYRING
Forsetaframboð Ólafs Ragnars
Skuldaskil að árí
Sigurður G. Guðjónsson,
lögfræðingur og umboðs-
maður Ólafs Ragnars
Grímssonar í forsetakosningun-
um í sumar, segir að það sé
stefnt að því að ljúka við að
greiða allar íjárhagsskuldir
kosningabaráttunnar næsta
sumar, en eftirstöðvar þeirra
nema um 17-18 miljónum
króna. Til að grynnka á skuld-
unum er m.a. verið að vinna að
gerð bókar um forsetakjörið
sem kemur væntanlega út í
október n.k.
„Ég hefði ekki viljað vakna
upp daginn eftir hafandi tapað
kosningunum," segir Sigurður
G. aðspurður hvort ekki sé létt-
ara undir fæti að afla fé til að
greiða niður skuldir sigurveg-
ara en þeirra sem lúta í gras.
Þar fyrir utan hefði framboð Ól-
afs Ragnars haft verulegan byr
frá upphafl, sem hefði óneitan-
lega létt allan fjárhagslegan
róður í sjálfri kosningabarátt-
unni.
Gert er ráð fyrir að útgáfa
bókarinnar um forsetakjörið
geti jafnvel minnkað skuldir
kosningabaráttu Ólafs Ragnars
um allt að 4-8 miljónir króna,
en í bókinni verður mikið af
myndum, eða vel á annað
hundrað. Þá getur fólk sent for-
setahjónunum kveðjur með því
að kaupa línur í bókinni og
fengið nafnið sitt á heillaóska-
lista. Ekki er ólíklegt að þessi
bók geti orðið ein af metsölu-
bókunum um næstu jól.
Sigurður G. segir að ákvarð-
anir um næstu skref
til að grynnka á
skuldunum muni
væntanlega verða
teknar þegar ljóst
verður hvað bókin
muni gefa mikið af
sér. Hann segir að
obbinn af ijárútlátum
vegna kosningabar-
áttunnar í sumar hafl
verið í tengslum við
blaðaútgáfu, bæk-
linga, póstburðargjöld og flug-
ferðir að ógleymdum útvarps-
og sjónvarpsauglýsingum.
Hann segir óvarlegt að bera
þennan kostnað saman við það
sem gerðist í forsetakosningun-
um árið 1980 þegar aðeins ein
sjónvarps- og útvarpsstöð var
starfrækt í landinu. í því sam-
bandi bendir hann m.a. á að
enginn hinna ijögurra fram-
bjóðenda hefði staðið fyrir bar-
áttufundi í Laugardalshöllinni
vegna þess að tími þessara
stóru funda er liðinn. Þess í
stað vill fólk fá upplýsingar um
frambjóðendur beint í stofuna
til sín í gegnum sjónvarp og út-
varp. -grh
Sigurður G. Guðjónsson
„Ég heföi ekki viljað vakna upp
daginn eftir hafandi tapað
kosningunum, “ segir Sigurður
G. Guðjónsson, lögfrœðingur og
umboðsmaður Ólafs Ragnars í
forsetakosningunum.
Dauðadæmdur fýll?
Þessi fýlsungi er dauðadæmdur ef hann nær ekki að hefja sig til flugs en hann sat
fastur í skóginum [ þjóðgarðinum f Ásbyrgi þegar myndin var tekin. Fýllinn er fugl út-
hafsins en verpir einnig uppi á landi enda þjóðsaga að sögn fræðinga að fýllinn geti
ekki flogið nema sjá sjóinn. Ungarnir eru lengi f hreiðrunum og eru nær fulivaxnir
þegar þeir yfirgefa þau f lok ágúst. Þeir eru sflspikaðir og segir þjóðgarðsvörðurinn í
Ásbyrgi, Aðalsteinn Snæþórsson, að þeir séu illa settir ef þeir lendi f of miklu logni
því fýllinn þurfi loft undir vængina til þess að hefja sig til flugs. Ef þeir komist upp á
veginn eða einhverja sillu geta þeir oftast náð flugi en það fari eftir því hvar þeir
lenda hvort grilla megi f Iffsmöguleika með þeim hætti þar sem fýllinn er vart göngu-
fær og rétt bröltir áfram. mgh
RA
, VERÐ
ÞJONUSTA
Kosningabaráttan reyndist Ólafi dýr og ófyrirsjáanlegt hverníg greitt er fyrir hana. DT-mynd gs
Á einu ári hafa hlutabréf
Hlutabréfasjóðs Norðurlands
hækkað um
50,7%
Hlutabréf Hlutabréfasjóðs Norðurlands
veita skattaafslátt.
Þannig getur einstaklingur
sem kaupir hlutabréf fyrir
130.000 krónur,
lækkað skattana um
44.000 krónur.
Upphæðin er tvöföld fyrir hjón.
Tryggðu þér
skaitaafsláut
með einu símtali!
462 4700
Greiðslukjör: Visa/Euro • Boðgreiðslur
éé KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
-Löggilt verðbréfafyrirtæki
Kaupvangsstræti 4 • 600 Akureyri • sími: 462-4700 • fax: 461-1235.