Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Síða 12

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Síða 12
12 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996 jOagur-CEtmhm PJÓÐMÁL JDagur-^ímmn Útgefandi: Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sími: Áskriftargjald m. vsk. Lausasöluverð Prentun: Mánaðaráskrift: 1600 kr. m. vsk. Dagsprent hf. Eyjólfur Sveinsson Stefán Jón Hafstein Birgir Guðmundsson Hörður Blöndal Strandgata 31, Akureyri og Brautarholt 1, Reykjavík 800 70 80 1.600 kr. á mánuði kr. 150 og 200 kr. helgarblað Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Verð í lausasölu 150 kr. m. vsk. Nýr dagur, nýr túni í fyrsta lagi Tvö gamalgróin dagblöð hafa nú stillt saman krafta sína. Dagur og Tíminn urðu til snemma á þeirri öld sem nú er að ljúka. Þau lifðu upphaf flokkastjórnmála og stéttabaráttu, fylgdu íslensku samfélagi gegnum kreppuna miklu, hernám, lýð- veldisstofnun og um refilstigu kalda stríðsins. Þau fylgdu þjóðinni frá örbirgð til bjargálna og sáu hana breytast úr kotungum í heimsborgara. Það er við hæfi að í dögun nýrrar aldar rísi þau endur- nýjuð að afli og horfi enn fram á við, breytt - til að takast á við breytta tíma. Sterk sjálfsmynd er okkur nauðsyn á öld ímyndar. Fjölmiðlar skapa andrúm og menningu samtím- ans. Dagur-Tíminn mun leitast við að auka okkur víðsýni með því að afla vitneskju og flytja fregnir um líf og afkomu þjóðarinnar sem landið byggir. Við viljum vera sá fjölmiðill sem stendur fólkinu næst. Flytja fregnir af fólki, um fólk og fyrir fólk. í íslenskum íjölmiðlaheimi er því nýr dagur, nýr tími ekki orðaleikur heldur ásetningur. í þriðja lagi Dagur-Tíminn óskar þess heitast að rísa undir þeim væntingum sem hvarvetna eru til blaðsins. Þær eru miklar og starf okkar sem við blaðið vinn- um verður jafn erfltt og það verður gjöfult. Eitt skref hefur nú verið tekið á leið sem enginn sér enda á. Eftirvænting liggur í loftinu. Um leið gefst tækifæri til að senda hamingjuóskir þeim fjölrniðl- um sem unnu brautryðjendastörf á sínum vett- vangi. Fyrir 10 árum urðu Stöð 2 og Bylgjan til. Frá Degi-Tímanum berast bestu kveðjur með von um að við fögnum með þeim stóru afmæli að ára- tug liðnum. Stefán Jón Hafstein. V__________________________________________________) Sp Utó ...Telur þú tíma til kominn að Jón Baldvin Hannibalsson láti af formennsku Alþýðuflokksins? Gísli Bragi Hjartarson bœjarfulltrúi Alþýðuflokks á Akureyri r Eg svara því neit- andi. Ég tel að hann sé sá mað- ur sem er hæfastur til að leiða flokkinn til nýrrar sóknar. Jóhanna Sigurðardóttir formaöur Pjóðvaka Því verða þeir að svara sem hafa hann sem for- mann. ♦- Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur Nei, það er ekki kominn tími til þess. Hann er einfaldlega hæfasti stjórnmálamaðurinn sem við eigum í þess- um bransa í dag. Hervar Gunnarsson fyrsti varaforseti ASÍ og bœjarfulltrúi Alþýðuflokks á Akranesi g sé enga ástæðu til þess. 1 1 5, Til vitnis um að menn hafi eygt gróðamöguleika, að þetta vœri blað sem œtti erindi „Óneitánlega var kaldhæðnislegt að Frjáls fjölmiðlun skyldi taka yfir rekstur blaðsins (Tímans), enda hafa Framsókn og DV átt litla samleið." Úr leiðara Alþýðublaðsins. Þar var rak- in saga gömlu blaðanna, Tímans og Dags, í stórum dráttum. Er eitthvað að sjá? Þœr ku vera horfnar af sjónarsviðinu „Risaeðlusýning í Revkjavík" Frétt Moggans af fyrirhugaðri sýningu Óravídda á líkönum af risaeðlum í fullri stærð sem hreyfast og öskra. Ferðamannafœlur „Fleiri glæpir fæla ferðamenn frá.“ Fyrirsögn Moggans á frétt um minnk- andi ásókn erlendra ferðamanna til Suður-Afríku, sem rakin er til öldu of- beldisglæpa þar í landi. Spennandi tímar þessa dag- ana hjá stórhuga mönnum „Stórhugur og spenna einkenndi út- gáfu Tímans fyrstu árin, rétt eins og stórhugur og spenna einkennir út- gáfu sameinaðs blaðs Dags-Tím- ans:“ Yfirfyrirsögn í opnugrein síðasta tölu- blaðs Tímans. Þá er það bara tólfspora kerfið gegn peningajikninni „Miklar tekjur Hafnarfjarðar hafa gert bæjarfélagið að eins konar pen- ingafíkli, sem jafnóðum eyðir um- framtekjunum, einkum í fyrirgreiðsl- ur afýmsu tagi.“ Úr leiðara DV sem fjallar um bæjarfélag sem ætti að vera ríkt, er með álver og allt, en er eitt af skuldugustu bæjarfé- lögum landsins. ODDUR Efnahagsumhverfið að Vesturgötu 32 A sköp gengur alltaf illa að reka það opinbera, þótt allur annar rekstur í landinu gangi prýðisvel. Nema sá sem höktir á opinberri framfærslu og skortir bæði rekstrarfé og framlög til að standa skil á skuldum. Miklar harmatöl- ur eru raktar í fjölmiðlum upp á hvern dag, þar sem sýnt er fram á fullkomið skilningsleysi hins opinbera á nánast öll- um málaflokkum sem eru upp á náð skattborgaranna komnir. í blöðum gærdagsins rak hver greinin og fróttin aðra um fjárskort. Fé skortir til fátækraframfærslu, til framhaldsskóla og Háskólinn er á nástrái og fram- kvæmdastjóri íþróttanna bölsótast yfír því að ekkert menningarland leggi eins lítið til íþróttamála og það opinbera á ís- landi. Telur hann það mikla þjóðarvá og gleymir lottói og sveitarstjórnarframiög- um. Og vegamálin eru í hefðbundnum ólestri. Huggun er það harmi gegn að einkareksturinn fer með himinskautum hagsældarinnar og verðbréfin eru orðin hreint óborganleg. Gæfa og gjörvileiki Að Vesturgötu 32 á Akranesi mætast tveir pólar efnahagslífsins á einkar elskulegan hátt. Húsfreyjan mæðist í mörgu og ber þunga bagga heilbrigðis- og tryggingaútgjalda þjóðféiagsins, sem allt er í hönk vegna fjárskorts þótt hún hafi helming ríkisútgjalda úr að moða. Húsbóndinn á heimilinu er aftur á móti framkvæmdastjóri mikils útgerðarfyrir- tækis, sem malar gull á sjó og fandi og skilar glæsilegum ársreikningum. Á húsfreyju standa öll spjót og álagt að skera niður og spara og spara og spara og aldrei meira en nú þegar heil- brigðiskerfið er að hruni komið. Heimt- að er af Ingibjörgu að hún loki spítölum og sjúkradeildum og semji við lækna- stéttina um kjarabætur, en skeri framfög til þurfandi við nögl. Haraldur aftur á móti stækkar sitt fyrirtæki, sem farið er að breiða úr sér og verður öflugra og auðugra með hverjum deginum og hlutabréfin rjúka upp í öfugu hlutfalii við lækkandi gengi heilbrigðisþjónust- unnar og barlóminn í fjármálaráðuneyt- inu. Svona er nú gæðunum misskipt og fer fjölskyldan á Vesturgötunni á Ákranesi síst varhluta af því, þar sem skortur og auðlegð hafdast í hendur hjónabands- sælunnar. Árgæska og bölmóður Ríkissjóður datt óvænt í lukkupottinn þegar afmúganum var sagt að komin væri þensla og fór að slá lán og eyða upp á krít sem aldrei fyrr. Góðæri eyðslunnar fór rakleitt í landssjóðinn sem notar það til að safna enn meiri skuldum, sem er ungum sjálfstæðismönnum mikið hárms- efni eins og ályktun þeirra um efnið ber vitni. Góðærin hafa löngum verið efnahag þjóðarinnar skeinuhættari en kreppurn- ar og samdráttarskeiðin. Þess vegna veit enginn hvað gera á við margrómaða árgæsku, sem nú kvað umveija þjóðlffið. Aukinn kvóti, hækk- andi tekjur og hagvöxtur og hvert ís- landsmetið af öðru er slegið í barlómi, það er að segja hjá þeim sem eru upp á opinber framlög komnir og þeir eru ærið margir í efnahagsumhverfi frjálshyggj- unnar. Hvort íslenska samfélagið er blá- fátækt og skuldum vafið með hrörnandi velferð eða forríkt með bjarta hagvaxt- arsýn er spurning sem erfitt er að svara. Svartagallsraus annars vegar og von- gleði á hinn bóginn einkenna alla um- ræðu þar sem skorturinn á opinberum framlögum er ailt að kyrkja eða að þensla vegna góðæris er að valda óbæri- legum léttleika í fyrirtækjarekstri. Ailt endurspeglast þetta í einu og sama heimilinu að Vesturgötu 32 á Akranesi, þar sem hjónin Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Har- aldur Sturlaugsson framkvæmdastjóri búa í farsælu hjónabandi, en gegna gjör- ólíkum hlutverkum í efnahagsh'finu. Og þjóðarskútan svamlar einhvern veginn, þótt fæstir eða enginn skilji hvernig. OÓ

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.