Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Síða 14
14 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996
íDagur-Œmrátn
|
Óveðurá
Skipaskaga
Akurnesingar hófu
bikarinn á loft á
sunnudag. Fagnaðar-
iætin gátu þó ekki
dulið það heimilisböl
sem nú grefur undan
sigursælasta knatt-
spyrnuliði á íslandi
hin síðari ár. Stefán
Jón Hafstein skrifar:
Það er liðlega hálfur mán-
uður síðan boðað var til
neyðarfundar í herbúðum
knattspymnforystunnar á
Akranesi. Efni fundarins var
aðeins eitt: hvað á að gera við
hinn sigursæla en umdeilda
þjálfara, Guðjón Pórðarson? Sú
staða er komin upp að þjálfari
bikarmeistaranna og hugsan-
lega íslandsmeistara innan
nokkurra vikna verði beðinn að
yfirgefa skútuna.
Kröfuharka bæjarbúa til liðs-
ins er slík að ekkert annað en
sigur kom til greina á sunnu-
daginn var. Pað gekk eftir, en
allir vissu að á bak við fagnað-
arlætin var blendin tilfinning.
Liðið hefur ekki leikið jafn vel
og efni standa til segja þeir sem
best þekkja til: stuðningsmenn-
irnir sem fögnuðu bikarnum.
Staða þjálfarans er veik og
heimildir Dags-Tímans segja að
það séu frekar peningahags-
mimir sem komi í veg fyrir að
hann víki en ást knattspyrnu-
unnenda á honum. Á neyðar-
fundi forystu ÍA á dögunum
komu fram óskir um að Guðjóni
yrði vikið. Þar var vísað til sam-
starfsörðugleika og óíþrótta-
mannslegrar hegðunar hans í
Qölmenni. Á móti komu þau rök
að uppsögn nú yrði of dýr fyrir
knattspyrnudeildina. Uppsagn-
arákvæði eru fyrst og fremst
Guðjóni í hag eins og nú er
statt. Þessi rök riðu baggamun.
Greidd voru atkvæði þar sem
stuðningur við Guðjón varð
ofan á, en eftir hana sagði svo-
kallað meistaraflokksráð af sér
í heilu lagi. Guðjón sat, en fékk
skriflega áminningu „um atriði
sem mættu betur fara“ eins og
hann segir sjálfur í samtali við
Dag-Tímann. Með þetta gula
spjald í vasanum leiddi hann
liðið til bikarmeistaratignar.
Guðjón er með aðra höndina á
íslandsbikarnum, en óveðurs-
skýin hrannast enn yfir Skipa-
skaga.
Hvað segir Guðjón?
„Ég hef ekkert um málið að
segja,“ segir hinn umdeildi
þjálfari. En bætir við að þessi
Guðjón Þórðarson
þjálfari IA
[Þetta var áminningj
„um atriði sem betur
mœttufara. Við œtlum
að vinna okkar mál
innanfrá - ekki
utanfrá. “
mál eigi að „vinna innanfrá“.
Guðjón er ekki einn um þá
skoðun, en allt er þetta í há-
mæli í bæjarfélagi sem lifir og
hrærist kringum sigursveitina.
Guðjón er samkvæmur sjálfur
sér þegar hann hnýtir við
þagnarbindindið: „Velgengni
okkar fer í taugarnar á
mörgum“.
Hvers vegna?
Ástæða þess að kallað
var til neyðarfundar
um Guðjón Þórðar-
son er ekki
ein. En þegar illa sauð uppúr
milli hans og fyrirliðans, Ólafs
Þórðarsonar, þótti mörgum tími
til kominn að taka mál þjálfar-
ans fyrir. Þung orð féllu í bún-
ingsklefa milli Ólafs og Guðjóns
eftir leik gegn Leiftri. Heimildir
eru fyrir því að stjórnarmenn
hafi fylgst vandræðalegir með,
en án þess að reyna að grípa í
taumana. Það var svo Ólafur
Adolfsson landsliðsmiðvörður
sem stillti til friðar, eftir því
sem hermt er. Frásögn af þessu
atviki hefur farið víða.
Meint ósæmileg hegðun Guð-
jóns í ijölmenni hefur orðið Qöl-
miðlamatur áður og frásagnir
stundum í ýkjustíl. Ekki verða
nefnd dæmi hér, en unnendum
liðsins svíður hæðnistal um
hegðun Guðjóns og umdeildur
orðstír hans. Þegar við bætist
að stefna hans með liðið er
gagnrýnd veikist staða hans
enn. í stuðningsmannaröðum
er haft á orði að leikmenn leiki
ekki með hjartanu og bros sjá-
ist ekki á vör. Deilt
er á Guðjón fyrir
að gefa ekki ung-
um leikmönnum
tækifæri og hefur
skapast órói meðal
þeirra vegna þess.
Guðjón hefur hins
vegar ekkert verið
að biðja um gott
veður meðal stuðn-
ingsmanna, í vor
sagði hann þeim
að sitja heima ef þeir væru
óánægðir með byrjunarliðið!
Það jók enn á taugastríðið og
vakti undrun knattspyrnu-
áhugamanna um land allt þeg-
ar Serbinn, hinn öflugi Mihajlo
Bibercic, kvaddi Skagann.
Ástæðan: óánægja með Guð-
jón og áhorfendur.
Bibercic birtist þarna
einn á móti öllum; áhang-
endur hafa verið
óánægðir með
hann í sumar, tal-
ið hann svifasein-
an og tilþrif hans
leikræn fremur en
árangurs-
rík. Slakt
gengi
Biberc-
ic ýtti
undir
gagnrýni á
Guðjón sem
stuðningsmenn
sögðu að myndi
frekar stilla
Bibercic upp sem
framherja á lík-
^ börum en
skipta öðrum
inná! Það
hversu Guð-
jón verndaði
Bibercic skóp
óánægju, og að
lokum snérist
Serbinn sjálfur
Akranes hefur gefið íslenskri knattspyrnu meira en nokkurt annað bæjarfélag utan
Reykjavíkur. Stolt Skagamanna er liðið sem hefur leikið yfirburðaknattspyrnu undan
farin ár. Skagamenn vona ekki sjóði uppúr nú þegar mikið liggur við; eindreginn vilji
er til að standa þétt við liðið þótt hvessi duglega kringum það. DT-myndir bg
Góður árangur hjá umdeildum þjálfara:
1991 vinna Skagamenn sig upp úr annarri deild
undir stjórn Guðjóns, ári síðar vinna þeiríslands-
meistaratitilinn. Árið 1993 vann liðið bœði bikar
og íslandsmeistaratitiL Það er sjaldan lognmolla
kringum Guðjón, hann fór til KR og gerði liðið
tvívegis að bikarmeisturum, 1994 og ’95.
Enn varð fár kringum þjálfarann þegar hann var
talinn hafa fengið „tilboð sem ekki var hœgt að
hafna“ um að þjálfa Skagann. Fjögurra ára „gull-
samningur" er rétt eins árs og ÍA hefur unnið bikar
og er í toppbaráttu íslandsmeistaramótsins.
En samt eru óveðursskg yfir Langasandi!
gegn verndara sínum.
„Lykillinn að árangri er að
vinna sína heimavinnu," sagði
Guðjón í útvarpi eftir að bikar-
inn vannst. Þessi ummæli falla
ekki í góðan jarðveg hjá nokkr-
um lykilmönnum Skagaliðsins
eftir því sem heimildir segja.
Guðjón sé einmitt hættur að
vinna heimavinnuna, mæti illa
undirbúinn á æfingar og fresti
þeim án skýringa. Kjarni liðsins
var reyndar alltaf á móti því að
ráða Guðjón aftur frá KR. Og
nú eru þeir sem vinna að því að
losa ÍA úr gullsamningnum við
Guðjón - svo Skagamenn geti
orðið gulir - og glaðir á ný.