Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 4
Laugardagur 7. september 1996 - IV ,fflagur-®mTmn ÍSLENDINGAÞÆTTIR í svælu og reyk með flota Katrínar miklu á Eyjahafi Síðsumars 1770 sigldi íslendingurinn Árni Magnússon frá Geitastekk með rússneskri flotadeild suður á Eyjahaf í stríð við TVrki. Þar kynntist hann fádæma grimmd styrjalda og misjöfnum skipsfélögum Utanferðir íslenskra manna á fyrri öldum sættu oftast tíðindum og þegar slíkir einstaklingar sneru aftur urðu þeir að rekja án af- láts fyrir löndum sínum það sem fyrir þá hafði borið. Ekki átti það sxst við um þá sem ferðast höfðu um fjarlægar slóðir sem jafnan urðu í meira lagi ævintýralegar, sem skilja gefur þegar farkostirnir voru frumstæðir og harðræði mikið í slíkum reisum. En einmitt áhuga þakklátra áheyrenda eigum við það að þakka að stundum festu þessir menn það á blað sem fyrir þá hafði borið og mun Jón Ólafsson Indíafari þeirra nafnkunnastur. En hér segir af enn víðförlari manni, sem bar alla leið til Kína rúmri öld eftir að Jón Ólafsson var í förum. Hann er Árni Magnús- son frá Geitastekk og höfum við valið hér til birtingar þátt úr “Ferðasögu” hans, sem hefur stytt mörgum kynslóðum Ianda hans stundir, enda af nógu for- vitnilegu að taka eins og hér á eftir mxm ljóst verða. Sagan hefst þar sem hann siglir með Rússum inn á Eyjahaf, eftir langa og stranga siglingu frá Kaupmannahöfn. Texta Árna höfum við víða breytt tU nú- túnalegra horfs, en málfarið á sögunni er oft all fyrnskulegt. “Þegar þaðan fórum [frá Möltu — innsk.] tók við 14 daga ferð og vér höfðum ferska súpu hvern dag. Fórum vér til Imbros. Þar bjuggu og grískir er sköffuðu oss sama viðurværi í þrjár vikur. Þetta kostaði ei Majestetið í Rússlandi hið minnsta, en það vér fengum af þeim grísku, máttum vér að fullu betala. Um þessa tíma fengum vér bréf frá vorum danska admiral Arf, að strax skyldum koma til Paro (Paros), hvar rússneska admiralitetið haldið var, og fá nýjar skipanir, hvað vér skyldum oss fyrir taka. Gjörðum oss reisubúna og vorum í Paro innan níu daga. Fengum mótvind og misstum vort stóra mastur, er brotnaði í sundur hálfan faðm fyrir neðan mersið. Máttum so liggja í Paro í sex vikur. Þar eftir fengum vér skipun um að fara til Nigaropontus (eyjunnar Evia, Euböa, öðru nafni Negroponte), og upp- brenna þann stað, er var skrif- aður fyrir ellefu þúsundum manns. Þessum admiralitets- orðum vildi vor admiral ei hlýða, er var móti þeim fyrir- mælum er Majestetið í Rúss- landi hafði hönum út gefið, sem var að þessi þrjú orlogsskip, er hann á móti tók í Pétursborg, skyldu vera undir hans stjórn, en ei þess rússneska admira- litets. Vor admiral bjóst á brott og reisti frá Livorno í Italien, þaðan til lands að Pétursborg, og er hann so úr þessari sögu. En Basballe vor kommandör gaf sig strax undir þess rússiska general-admirals stjórn, svo vor kommandör reisti með tvö önnur skip til Nigaropontus, sem var ein frei- gáta upp á 28 fallstykki og einn “bombadör”. Á voru skipi, Si- valot, voru 72 fallstykki.” Eyðing tyrkneska flotans við eyna Tseme 25. júni 1770. Stríð Rússa og Tvrkja 1770 Framan af 18. öld báru Danir mikinn ugg í brjósti um að Rússar gerðu kröfu til dönsku hertogadæmanna, en Rússar áttu sterkt tilkall til þeirra vegna skyldleika keisarans við fyrri hertoga. Katrín II. eða “hin mikla” lét hins vegar allar þessar kröfur rnður falla, en krafðist á móti ým- issa fríðinda af Danmerkur hálfu. Þegar Tyrkir hófu styrjöld við Rússa 1768 krafðist Katrín skv. áður gerðum samningi að Danir létu flota hennar í té 400 danska hermenn auk sjö for- ingja. Hinir óbreyttu hermenn munu flestir hafa verið hand- verksmenn eða kxrnnað eitthvað til sjómennsku sem Rússar máttu af þeim læra. Danir voru í flotadeild sem danskur sjóliðsforingi, kontra- aðmíráll Johan Gerhard Arv, var fyrir, og lagði hún af stað 11. ágúst 1770. Meðal annarra danskra foringja nefnir Árni réttilega kaptein Basballe. Þegar Arv kom austur í Eyjahaf til meginflota Rússa 25. desember 1770, var fyrir réttu ári unn- inn úrslitasigur á Tyrkjum. Rússar höfðu gereytt flota Tyrkja við eyna Tseme 25. júní 1770. Forystu rússneska flotans hafði Alexei Orlov, yngri bróðir Gregors Orlovs, er var barns- faðir Katrínar keisaraynju og frægastur margra friðla henn- ar. Þóttist hann ekki þurfa Arvs við, eins og þá var komið í styrjöldinni, og gaf honum heimfararleyfi í júní 1771. Friður var saminn 1774 og Rússar tóku lönd af Tyrkjum. En þótt sigur væri unninn í raun, herjaði flotadeildin sem Árni var með á Tyrki sem áttu í vök að verjast og minnir frá- sögnin enda meira á aðfarir sjóræningja og víkinga en að um raunverulegan hernað hafi verið að ræða. Um Áma frá Geitastekk s riú Magnússon frá Geitastekk var fram á þessa öld með allra víðförlustu íslendingum. Hann mun vera fæddur í Snóksdal 1726 og var af efnuðu fólki kominn. Hann kvæntist í Snoksdal 1748 og eignaðist tvö börn með konu sinni, en tekur upp á því undarlega tiltæki að sigla frá íjölskyldu og góðum efnum 1753, þá 27 ára að aldri. Kona hans mun þá hafa verið látin, en sennilega hefur fleira komið til sem ókunnugt er um — og hann gefur í skyn að eitthvert viðkvæmnismál hafi haft áhrif á þessa ákvörðun. Bú sitt og eigur seldi hann og lét eftir börnum sínum, en hallæri var hér á landi þessi ár. Skjótt eftir komuna til Kaupmannahafnar (1754) sigldi hann til Grænlands og var þar í þrjú ár. Þá tóku við tvö ár (1758-1759) í siglingum til Bordeaux og Pétursborgar og kynntist Árni þá Rússum, en eft- irtektarvert er að Árni hafði gott álit á Rússum og kunni vel við þá, en hafði alla tíð mikla skömm á Dönum og verður þess vel vart í frásögninni hér með. — En svo kom að því að hann vildi kanna Aust- urlönd og í janúar 1760 siglir hann af stað með vopnuðu kaupfari alla leið til Kína. Slíkar siglingar voru afar hættulegar um hans daga, en hann kom heill á húfi heim sumarið 1761 og var þá orðinn Iang víðförlastur íslendinga frá upphafi þjóðarsögunnar. Eftir Kínaförina tók við sex ára vinna að skipa- smíðum á Hólminum í Kaupmannahöfn og þar undi ævintýramaðurinn sér illa. Varð hann því feginn er honum bauðst árið 1770 að sigla með Rússum til Eyjahafs að Uðsinna Grikkjum vegna yfirgangs Tyrkja. Um þá för fjallar frásagan hér. Mestu ævintýrum hans var nú lokið. Hann sigldi til íslands 1774, en stóð hér stutt við. Hann heldur á ný út til Hafnar, en finnur til mikils einstæðingsskap- ar þar ytra að þessu sinni. Verður flaskan lengi trúr förunautur hans, en Árni er mjög bersögull um eigin bresti og harma í ævisögu sinni sem gefur henni vissulega aukið gildi. En góð kona dregur hann upp úr vesaldómnum og hann gerist barnakennari í Thy- amti á norðvestanverðu Jótlandi. Honum fórst kennslan vel úr hendi og vann hann að henni næstu 17 árin (1777-1795). Sem kennari hefur hann loks fundið sjálfan sig, en hann var vel að sér á sinnar tíðar vísu, og kom það honum stundum til góða á siglingum hans, þar sem hann gat aðstoðað yfir- menn á skipum er hann sigldi með við dagbókar- færslur og fleira. En þar kemur að flökkueðlið segir til sín á ný. Hann fer frá Thy og ílækist um Noreg í þrjú ár sem hálfgerður umrenningur. Kominn yfir sjötugt heldur hann til íslands, en stendur stutt við sem áður — en þó nógu lengi til þess að skrifa minningar sínar, ætt- mennum sínum í Dalasýslu til fróðleiks. Hann virðist hafa orðið kunnað illa við sig á íslandi eftir svo langa dvöl erlendis og 75 ára gamall fer hann enn til Kaupmannahafnar — og liggur leiðin út á Jótland þar sem honum hafði liðið best um dagana. Þar mun hann og hafa andast einhverntíma á árabilinu 1801- 1820, en enginn veit hvenær, því æviminningunum lýkur svo löngu áður, eða 1797. Ferðasaga Árna kom út í danskri þýðingu árið 1918, en var fyrst prentuð eftir eiginhandarriti hans á íslensku 1945 og bjó Björn K. Þórólfsson hana til prentunar. Eftir þeirri útgáfu hefur verið farið hér.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.