Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 11
ÍDagur-Œmmm MINNIN GAGREINAR Laugardagur 7. september 1996-XI Þórir Benediktsson Þórir Benediktsson iðnverka- maður fæddist á Hlíðarenda í Bárðardal 28. nóvember 1913. Hann lést á Landakotsspít- ala 28. ágúst sl. Foreldrar hans voru Benedikt Ágúst Kristjánsson, fæddur í Fossseli í Köldukinn 26. ágúst 1874, dáinn 12. maí 1952, og kona hans, Steinunn Guðrún Jó- hannesdóttir frá Sandhólum í Eyjafirði, fædd 11. september 1876, dáin 23. desember 1932. Systkini Þóris: Hermann, fædd- ur 1904, dáinn 1993; Laufey Kristjana, fædd 1908, dáin 1992; Guðrún Anna, fædd 1911, og Steingrímur, fæddur 1915. Foreldrar Þóris Quttu að Stór- ási í Bárðardal 1915 þar sem þau bjuggu til ársins 1930 er þau fluttu að Svartárkoti í sömu sveit þar sem fjölskyidan var búsett næstu þrjú árin. Þórir stundaði nám við Hér- aðsskólann að Laugum í Reykja- dal á árunum 1934-1937, fyrst við gagnfræðanám, en síðasta vetur- inn var hann í smíðadeild skól- ans. Veturna 1939-1941 stundaði hann nám við Bændaskólann á llvanneyri í Borgarfirði og út- skrifaðist þaðan sem búfræðing- ur. Á þessum árum vann Þórir ýmis sveitastörf. Vann hann með- al annars að bústörfum hjá Þórólfi Sigurðssyni í Baldursheimi í Mývatnssveit og var ráðsmaður að Þingeyrum í Húnavatnssýslu. Einnig vann hann ýmiss konar verkamannavinnu í Reykjavík eft- ir 1940. Árið 1947 kvæntist Þórir Björgu Gunnlaugsdóttur, fæddri á Eiði á Langanesi 9. september 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur Jónasson, fæddur á Eldjárnsstöðum 22. maí 1872, dáinn 16. desember 1962, og kona hans, Þorbjörg Daníels- dóttir, fædd 22. ágúst 1879 á Eiði á Langanesi, dáin 19. apríl 1936. Börn þeirra eru: 1) Hilmar, fæddur 15. aprfl 1947, kvæntur Guðlaugu Ólafsdóttur. Þeirra son- ur er Ólafur, fæddur 25. júní 1976. 2) Þorbjörg, fædd 28. sept- ember 1951. Hennar maki er Ari H. Ólafsson. Börn þeirra eru Ólaf- ur Þór, fæddur 1. maí 1974, Björg, fædd 20. janúar 1976, Helgi Þór, fæddur 8. aprfl 1982, og Anna Guðrún, fædd 5. febrúar 1988. 3) Benedikt, fæddur 9. febrúar 1953, kvæntur Elínborgu B. Sturlaugs- dóttur. Þeirra börn eru Bergur, fæddur 5. maí 1982, Matthildur, fædd 19. nóvember 1984, og Sara, fædd 5. september 1987. Sonur Benedikts með Þórdísi Guð- mundsdóttur er Þórir, fæddur 30. júní 1976. 4) Steinunn, fædd 13. september 1954, maki Eyjólfur Brynjólfsson. Þeirra börn eru Eyjólfur Kári, fæddur 8. febrúar 1984, og Þórir Örn, fæddur 27. nóvember 1986. Sonur Steinunn- ar og Þórólfs Halldórssonar er Kjartan, fæddur 13. janúar 1973. Börn Eyjólfs með fyrri konu, Rannveigu Karlsdóttur, eru Bryn- hildur, sem á eitt barn, Brynjólfur Gísli og Helga Lilja, scm á þrjú börn. 5) Herdís, fædd 9. maí 1956, inaki Guðmmidur Ragnarsson. Barn þeirra Stella Rut, fædd 28. febrúar 1995. 6) Gunnlaugur, fæddur 21. október 1957, kvænt- ur Sigrúnu Bjarnadóttur. Þeirra börn eru Ingibjörg, fædd 27. októ- ber 1975, hún á einn son, Gabríel Dag; Rakel, fædd 8. september 1978, og Eva, fædd 4. febrúar 1992. Þórir og Björg hófu búskap- inn í Hafnarfirði, en fiuttu til Reykjavíkur 1949, þar sem þau bjuggu fyrst á Kirkjusandi. Árið 1954 fiuttu þau í eigið húsnæði í Melgerði 12, sem verið hefur heimili þeirra síðan. Sama árið og þau Þórir og Björg giftu sig hóf Þórir störf sem iðnverkamaður hjá Trésmiðjunni Völundi. Þar starfaði hann síðan samfellt til ársloka 1986, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sl. miðvikudag var móðurbróð- ir minn, Þórir Benediktsson, bor- inn til grafar. Á kveðjustund er við hæfi að líta til baka og riíja upp liðna tíð. Þá reikar hugurinn til æskustöðvanna norður í Bárðardal þar sem Þórir átti sín uppvaxtarár. Benedikt afi hóf búskapinn á Hlíðarenda í Bárðardal. En þau hjónin áttu ekki jörðina og urðu að víkja af henni árið 1915. Fluttust þau þá að Stórási í Bárðardal, sem er eitt af heiðarbýlunum milli Mý- vatnssveitar og Bárðardals sem byggðust upp á síðustu öld í kjöl- far Iandþrengsla í dalabyggðum. Sjálfsagt hafa húsakynnin á Hlíð- arenda ekki verið til sérstakrar fyrirmyndar á þessum árum. Samt sem áður er ekki að efa að fiutn- ingurinn þaðan að Stórási hefur orðið mikil viðbrigði til hins verra fyrir íjölskylduna. Á Illíðarenda var tvímælalaust gott að búa, jörð- in er miðsvæðis í blómlegri sveit, sléttar grundir og móar milli Skjálfandafljóts og skógi vaxinnar vesturhlíðar dalsins, byggð til beggja handa og beggja vegna Fljótsins. Aftur á móti var Stórás eitt af afskekktustu heiðarbýlun- um í sveitinni, úr sjónmáli við alla mannabyggð og húsakynni vægast sagt lóleg. En kostir leiguliðans voru ekki margir og því var stefn- an tekin á heiðina þegar ekki fékkst húsnæði í dalnum. í Stórási bjuggu þau hjónin síð- an til 1930 er jörðin fór í eyði og þar áttu systkinin sín uppvaxtarár. Enda þótt búskapur afa og ömmu í Stórási einkenndist af hvíldarlitlu brauðstriti, sem börnin urðu að taka fullan þátt í svo fljótt sem þau voru þess megnug, fer ekki á milli mála að margar góðar minningar voru tengdar verunni þar. Þar áttu þau góða nágranna sem deildu með þeim áþekkum lífskjörum í blíðu og stríðu. Á Ileiðinni ríkir mikil sumarfegurð og öll náttúran iðar af lífi fugla og ferfætlinga bæði villtra og taminna. Um það get óg borið, sem eytt hef margri vornóttinni á þessum slóðum í viðureign við lágfótu. Úr hrjóstrugum jarðvegi vaxa sterkir stofnar sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. Það sann- aðist á systkinunum frá Stórási og þar var Þórir engin undantekning. Ekki man ég sórstaklega eftir Þóri frænda á fyrstu árum mínum í Bárðardal. Kynni okkar hófust er ég þurfti að dvelja langdvölum á Landspítalanum árið 1945 vegna fótbrots. Kom hann stundum á spítalann til að heimsækja þennan níu ára gamla frænda sinn. Eftir að spítalavistinni lauk dvaldi ég svo í nokkra mánuði að Hliði á Álftanesi þar sem þeir bræðurnir, Þórir og Steingrímur, bjuggu þá ásamt Benedikt afa. Á þeim tíma stundaði Þórir vinnu í Reykjavík með búskapnum á Illiði, sem mun hafa verið eggjaframleiðsla og ræktun garðávaxta. Á þessurn tíma tók ég miklu ástfóstri við þessa frændur mína, sem aldrei hefur borið skugga á. Veturinn 1955-56 vann ég á Keflavíkurflugvelli. Þá voru þau Þórir og Björg, eða Bogga eins og hún er oftast kölluð, flutt í Mel- gerði 12 og flest börnin fædd. Enda þótt húsið væri ekki stórt, var ætíð nóg gistirými fyrir okkur frændurna, mig og Tryggva Krist- jánsson, þegar við komum í bæinn um helgar og sannaðist þar að þar sem er hjartarými þar er og hús- rými. Þá kynntist ég Boggu hans Þóris fyrst og gerði mér fljótt grein fyrir að frændi minn hafði verið meira en lítið heppinn í vali á eig- inkonu. Ég var raunar ekki með öllu ókunnugur hennar fólki, þar sem Jónas, bróðir hennar, og Laufey, systir Þóris, höfðu gengið í hjónaband árið 1939 og sest að á föðurleifð þeirra systkinanna, Eiði á Langanesi. Á Eiði munu leiðir þeirra Þóris og Boggu fyrst hafa legið saman, enda þótt nokkur ár liðu þar til þau hófu búskap. Eftir að ég settist að í Reykjavík með ijölskyldu mína voru heim- sóknir í Melgerði 12 einn af föstu punktunum í tilverunni. Áttum við Sigrún, kona mín, ótaldar ánægju- stundir þar og bundumst þeim hjónunum, börnum þeirra og tengdabörnum traustum vináttu- böndum. Þórir Benediktsson var meðal- maður á hæð og samsvaraði sér vel. Hann var alla tíð ákaflega starfsamur og samviskusamur svo af bar. Glöggt mátti finna á hús- Kveðja frá félagsmálaráðu- neyti Fyrir nokkrum dögum rædd- um við hér á innanhússfundi í fé- lagsmálaráðuneytinu með hvaða hætti skyldi minnast 50 ára af- mælis ráðuneytisins nú í septem- ber. Hefur verið talið eðlilegt að miða stofnun ráðuneytisins við septembermánuð 1946, en þá tók það til starfa sem sjálfstæð stjórnardeild með skrifstofustjóra og fleira starfsliði. I framhaldi af umræðum okk- ar um afmælið ákvað ég að hafa samband við Hallgrím Dalberg, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, og sækja til hans ráð varðandi af- mælið og fræðast af honum um hálfrar aldar sögu ráðuneytisins. Til þessa kom þó ekki, því aðeins ijórum dögum eftir umræddan fund barst okkur f ráðuneytinu fregnin um andlát Hallgríms Dal- bergs. Hallgrímur vann næstum alla starfsævi sína eða um ijögurra áratuga skeið f félagsmálaráðu- neytinu. Hann var fulltrúi í ráðu- neytinu 1948, deildarstjóri 1962, skrifstofustjóri 1970 og ráðuneyt- isstjóri 1973 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1988. Hallgrímur tók þátt í því að móta starfshætti ráðuneytisins næstum því frá byrjun og um bændum hans í Völundi að þeir kunnu að meta þessa eiginleika. Á árunum 1951 til 1954 byggði hann íbúðarhúsið sitt að Melgerði 12 að langmestu leyti í aukavinnu og án teljandi aðkeyptrar vinnu. Bygging þess ber glöggt vitni um hagleik hans við smíðar. En Þórir átti ileiri áhugamál en vinnuna. Ilann var nokkuð vel menntaður miðað við það sem gerðist á þeim tíma sem hann var að alast upp. Tómstundirnar not- aði hann gjarna til að lesa og hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum. Með þeim fylgdist hann með blaðalestri og f gegnum útvarpið. í pólitíkinni var afstaða hans skýr, hann var framsóknarmaður fram í iingurgóma. Ekki var hann samt alltaf ánægður með gerðir sinna flokkssystkina, heldur myndaði sér gjarna sjálfstæðar skoðanir og hafði gaman af rökræðum um menn og málefni þegar gesti bar að garði. Þau hjónin voru vina- mörg og því var oft gestkvæmt í Melgerði 12. Á heimili þeirra dvöldu og ættingjar að norðan langtímum saman, er þeir voru að afla sór menntunar í Reykjavík. Bókmenntir okkar íslendinga geyma ógrynnin öll af frásögnum um hetjur liðins tíma. Ætla mætti að á söguöld hafi íslendingar verið samansafn af afreksmönnum sem hvorki létu hlut sinn fyrir löndum sínum né erlendum þjóðhöfðingj- um. Líklega er þessi mynd ekki rétt. Trúlegra er að að baki hetj- anna hafi leynst hinn almenni maður, sem söguritarar fyrri tíma gleymdu að nefna af því að þeir gleymdu sér í frægðarljóma hetj- anna. Kannski voru einmitt þessir gleymdu forfeður okkar hinar Ijörutíu ára skeið. Ég hygg að all- ir sem þekktu til starfa Hallgríms hafi verið sammála um að þetta hafi verið mikil gæfa fyrir ráðu- neytið. Áhrifa hans gætti ekki einungis í félagsmálaráðuneyt- inu, heldur miklu víðar í stjórn- sýslunni. Ilann lagði ríka áherslu á að vanda alla vinnu ráðuneytis- ins og að öll gögn sem frá ráðu- neytinu fóru væru sem best úr garði gerð. Þar naut sín yfirgrips- mikil þekking hans á öllum mála- flokkum ráðuneytisins og einstök smekkvísi á íslenskt mál. Auk liinna dagiegu starfa í ráðuneytinu gegndi hann íjölda félags- og trúnaðarstarfa á veg- um hins opinbera. Hann sat í mörgum nefndum á vegunr ráðu- neytisins og þá oftast senr for- maður. Hæfileikar hans nýttust einkar vel í slíkunr störfum, þar sem lrann átti auðvelt nreð að laða nefndarnrenn til samstarfs og ná þannig franr sameiginlegri niðurstöðu. Margar þessara nefnda höfðu nreð höndum samningu lagafrumvarpa eða endurskoðun gildandi laga, þannig að verka Hallgríms gætir víða í lagasetningu í málaflokk- um félagsmálaráðuneytisins. Hann var einnig oft, tilkvaddur í nefndir sem önnuðust vanda- sama samninga og úrskurðar- raunverulegu hetjur sem héldu landinu í byggð og skiluðu sterk- um stofnum til framtíðarinnar. Þessa forfeður mætti gjarna nefna hetjur hversdagslífsins. Ég kýs að flokka Þóri frænda með þessum hópi og er þess fullviss að hann muni sáttur við það. Með þessum línum flyt ég sam- úðarkveðjur frá móður minni, Guðrúnu Benediktsdóttur í Svart- árkoti, og afkomendum hennar. Við Sigrún, börn okkar og fjöl- skyldur þeirra vottum Björgu og öðrum aðstandendum innilegustu samúð. Blessuð sé minning Þóris Bene- diktssonar. Haukur Harðarson frá Svartárkoti í dag kveð ég elskulegan afa minn og vin, Þóri Benediktsson. Það er hálfskrýtið að þú sért far- inn frá okkur, afi minn, en svona er gangur lífsins. Veikindi þín eru á enda og hvíldin eflaust kærkom- in. Þú varst ávallt hlýlegur og góð- ur við alla og ég gleymdi aldrei þeim góðu stundum sem ég og aðrir deildu með þér í Melgerðinu. Greind þín og víðlesni verður mér að leiðarljósi um ókomna framtíð. Hver fógur dyggð í fari manns erfyrst af rótum kœrleikans. Af kœrleik sprottin auðmýkt er, við aðra vœgð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvœrt geð og hjartaprýði stilling með. (Kingo - Sb. 1886 - H.Hálfd.) Hvíl þú í friði, elsku afi minn. Þinn vinur og barnabarn, Ólafur Hilmarsson mál. Má þar nefna að hann var formaður kaupskrárnefndar í áratugi og sat lengi í varnar- málanefnd. Mér telst svo til að Hallgrímur hafi starfað með ijórtán félags- málaráðherrum úr fimm stjórn- málaflokkum. Sumir þeirra stóðu stutt við í ráðuneytinu, en ég vil leyfa mór að fullyrða að hæfileik- ar og þekking Hallgríms hafi ver- ið þeim öllum mikils virði í vandasömum störfum. Starfsfólki ráðuneytisins var Hallgrímur góður húsbóndi. Kom þar margt til. Hann var einstakt prúðmenni, mikill mannþekkjari og næmur á fólk. Jafnframt var hann mikill heimsborgari sem víða hafði farið, kunni vel að segja frá og var hafsjór af fróð- leik um menn og málefni. Að leiðarlokum skulu færðar fram þakkir fyrir langt og farsælt starf í þágu félagsmálaráðuneyt- isins og jafnframt. þakkir okkar starfsmanna ráðuneytisins sem unnum með Hallgrími í lengri eða skemmri tíma. Eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum eru færðar inni- legar samúðarkveðjur. Húnbogi Þorsteinsson Hallgrmiur Dalberg fyrrverandi ráðuneytisstjóri

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.