Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 07.09.1996, Blaðsíða 9
Jlagur-‘3Kmtrai Laugardagur 7. september 1996 -IX MINNINGAGREINAR Yngvi Marinó Gunnarsson Yngvi Marinó Gunnarsson var fæddur í Kasthvammi í Laxárdal 23. júní 1915, dá- inn 9. júlí 1996. Foreldrar hans voru Gunnar Tryggvi Marteins- son frá Bjarnarstöðum í Bárðar- dal, f. 25. maí 1878, d. 1925, og kona hans Þóra Gunnarsdóttir, f. 11. febrúar 1878, d. 11. mars 1957, sem einnig var ættuð úr Bárðardal. Systkini Yngva voru: Gunnlaugur Tryggvi, f. 1908, ókv. bóndi í Kasthvammi; Kristbjörg Þóra, f. 1912, ógift bústýra í Kasthvammi; Bergsteinn Loftur, f. 1918, giftur Aðalbjörgu Jónas- dóttur frá Þverá, f. 1928, bóndi í Kasthvammi og eiga 4 börn; Petrína Kristín, f. 1922, gift Helga Björnssyni frá Ólafsvík. Áttu börn og búsett í Garðabæ. Yngvi kvæntist 18. júlí 1964 Ástheiði Fjólu Guðmundsdóttur frá Akureyri, f. 27. júní 1940. Foreldrar hennar voru Valný Benediktsdóttir og Guðmundur Jóhannesson. Sonur hennar og fóstursonur Yngva: Aðalsteinn Dalmann, f. 1958, kvæntur Þór- dísi Másdóttur og á 3 börn. Dóttir hennar og kjördóttir Yngva: Inga Hildur, f. 28. febrúar 1965. M. hennar Vignir Baldur Almarsson, hún á 3 börn. Börn Yngva og Ást- heiðar: Gunnar Jón, f. 20. júní 1965, kona hans er Sigrún Gests- dóttir og eiga þau eina dóttur. Þóra Valný, f. 7. nóvember 1966, hún er búsett í Englandi og á enskan mann. Barnsmóðir: Ingigerd Nyberg, síðar Ingigerd Fries, f. 12. októ- ber 1921 í Uppsala. Faðir Hinrik Nyberg prófessor við Uppsalahá- skóla. Sonur þeirra Gunnar Hin- rik Nyberg, f. 11 desember 1951. Kona hans er Agneta Nyberg og eiga þau 3 börn. Fósturforeldrar Yngva frá 11 ára aldri: Jón Marteinsson á Bjarnarstöðum, f. 11. janúar 1867, d. 1961, og kona hans Vig- dís Jónsdóttir, f. 30 apríl 1873, d. 1953. Börn þeirra og fóstursystk- ini Yngva: Jón, f. 1899, d. 1983; Þorsteinn, f. 1902, d. 1987; Mart- einn, f. 1904, d. 1935; Kristín, f. 1908, giftist Jóni Tryggvasyni, bjuggu á Einbúa í Bárðardal og á Möðruvöllum í Eyjafirði, áttu 9 börn; Gústaf, f. 1910, d. 1968, kvæntur Jónínu Egiisdóttur, byggðu nýbýlið Rauðafell úr landi Bjarnarstaða, áttu 6 börn; María og Þuríður, f. 1915. Einnig ólst upp á Bjarnarstöðum Hjördís Kristjánsdóttir, f. 1930, dóttur- dóttir Halldórs Marteinssonar frá Bjarnarstöðum. Nú er farinn hann frœndi minn og frið og gleði um veginn sinn hann eigi á œðri leiðum. Æskunnar gleði, afl og þor aftur finni við hvert eitt spor og sólskin frá himni heiðum. Honum var ekki alltaf í geði glatt og gat stundum fundist lífið bratt, en orti sig frá því aftur. Því náðargjöf honum gefin var að geta stuðlað í hendingar semfylgdi kynngikraftur. Og þó að oft vœri örðug leið, ófœran ströng og virtist breið, var alltaf þó áfram þokað. En barnanna umhyggja, ást og tryggð var uppskeran af hans mestu dyggð uns lífsbókinni var lokað. Útför Yngva var gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ 12. júlí s.l. Séra Bragi Friðriksson jarð- söng. Við þá athöfn var sungið vígsluljóð Vídalínskirkju, en það orti Yngvi og það var sungið fyrst við vígslu kirkjunnar fyrir ári. Við útfórina flutti séra Bragi einnig kveðju mína hér á undan. Að undangenginni bálför var hann síðan jarðsettur að Þverá í Laxárdal 15. júlí. Þangað fylgdu honum börnin hans og ijölskyldur þeirra, utan Hinrik, sem býr í Sví- þjóð. Ættingjar og vinir á Norður- landi komu þar saman og fylltu litlu kirkjuna. Kirkjukór Lundar- brekkukirkju söng undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur. Séra Sig- urður Ægisson flutti minningarorð og bæn og las frásögn eftir Yngva sem ber heitið '’Fermingarförin". Var það ferðasaga frá vorinu 1929, er hann ásamt þremur fermingarsystrum sínum fékk að fara frá Bjarnarstöðum í Bárðar- dal til Húsavíkur. Engin stúlkn- anna hafði áður komið út úr sveit- inni og Yngva fannst að eigin sögn hann vera hinn veraldarvani mað- ur. Auk unglinganna fóru hjónin á Bjarnarstöðum og sonur þeirra, sem ók nýjum vörubíl, en það var farkosturinn. Einfalt hús var á bílnum, en bekkir á palli. Ferðm tók tvo daga og hluti nætur fór í heimferðina. Allt var þetta mikið ævintýri. Að lokum var öllum kirkjugest- um boðið að þiggja veitingar heima í Kasthvammi. Vorið 1925 veiktist Gunnar bóndi í Kasthvammi af lungna- bólgu og andaðist. Þóra bjó áfram með börnum sínum, en það var erfitt fyrir fjölskylduna, því auk alls annars voru ijárhagserfiðleik- ar. Það varð úr að þiggja boð Jóns Marteinssonar á Bjarnarstöðum, föðurbróður Yngva. Hann bauðst til að taka hann í fóstur og sjá um uppeldi hans. Yngvi fór í Bjarnar- staði 1926, þá 11 ára gamall, og átti þar heima a.m.k. til 1946. Upp frá því var hann barn þessara tveggja dala, Laxárdals þar sem vaggan stóð og móðir hans og systkini bjuggu og Bárðardals þar sem fósturheimilið var með átta ný syskini og síðan litla fóstursystur, sem nú setur þessi orð á blað. Við- brigðin hafa eflaust verið mikil, heimilin óiík, söknuðurinn sár. Furðu fljótt mun hann þó hafa lag- að sig að nýjum heimkynnum. Heimilið var mannmargt og þótt fara þyrfti sparlega með alla hluti var aldrei skortur í búi, hvorki í mat né fatnaði. Öllum var gert jafnt undir höfði og engum leiðst að mismuna öðrum í orði né verki. Hjartahlýja og heiðarleiki ein- kenndu heimilislífíð frekar en glaðværð og gáski. Og þótt mönn- um sinnaðist var það aðeins stormur í vatnsglasi. í reynd mátti þetta fólk ekkert aumt sjá. Ilús- móðirin, Vigdís Jónsdóttir frá Sig- urðarstöðum, var ekki alltaf með blíðmælgi á vörum, en staðgóðan mat og heila og þurra sokka og vettlinga varð hver heimilismaður að fá, auk margs annars. Verka- hringur hennar var stór og svefn- tíminn oft stuttur. Systkinin voru ekki öll heilsu- hraust. Friðrika fékk kíghósta sem barn og beið þess aldrei bætur. Marteinn fékk berkla og andaðist úr lungnabólgu 1935. Gústaf hafði fengið brjósthimnubólgu og var ekki þrekmikill. María fékk berkla í bak og lá í gifsi 1939-1946. Krist- ín giftist Jóni Tryggvasyni á Ein- búa 1932. Ógiftu systkinin bjuggu með foreldrum síhum og síðar fé- lagsbúi meðan líf og heilsa entist. í Kasthvammi varð þróunin svipuð. Þóra eldri var sjúk heima mörg síðustu árin og var hjúkrað af börnum sínum. Gunniaugur og Þóra (Gogga) bjuggu með móður sinni og síðan hóf Bergsteinn bú- skap með þeim. Bergsteinn og Bogga búa nú ein í Kasthvammi og Mæja og Þura einar í gamla hús- inu á Bjarnarstöðum, en þar býr að vísu ung íjölskylda í nýju húsi. En hverfum nú aftur til þriðja áratugarins. Yngvi tók þátt í öllum störfum sem til féllu og einkum varð hann fljótt handgenginn hrossunum á bænum og undi þeim störfum vel sem tengdust notkun þeirra. Hann gekk í farskóla í Bárðardal ásamt Mæju og Þuru og var fermdur í Lundarbrekkukirkju vorið 1929 ásamt sex öðrum börnum. Þau voru öll á lífi 1989 eftir 60 ár. Þá komu þau öll að fermingarmessu á Lundarbrekku, en þá voru líka fermd þar sjö börn. Yngvi gekk í Ungmennafélagið Eininguna og hlaut þar sína fyrstu þjálfun í ræðumennsku og ritstörf- um fyrir fólagsblaðið Neista. í þeim félagsskap voru "æskuvinirn- ir allir" og allar "æskuástirnar". Hann var oft í stjórn félagsins, bæði sem æskumaður og eldri leiðtogi. Á 100 ára afmæli "Eining- arinnar” sendi hann kveðju sína í ljóði og við ævilok bað hann þá er vildu minnast sín að láta Ung- mennafélagið Eininguna í Bárðar- dal njóta þess. Hann fór í Héraðsskólann á Laugum, líklega veturinn 1933-34. Leifur Ásgeirsson var skólastjóri og trúlega hefur Yngva notast námið vel, ekki síst í íslensku. Á þessum árum var hann sískrifandi og síyrkjandi. Oft rómantísk ástar- ljóð og svo annað ekki prenthæft. Sálufélagi hans og nánasti vinur var Jónas Baldursson á Lundar- brekku. Hann orti reyndar ekki svo ég vissi til, en var sískrifandi og svo báru þeir hvor undir ann- an. Þeir voru framsóknarmenn sem trúðu á nýja tíma, tækni og framfarir í landbúnaði, áttu hug- sjónir og vildu leggja sitt af mörk- um. Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist í Efrihlíð 24. ágúst 1906. Ilún lést 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Jó- hannesson og Ólafia Hjálmrós Ólafsdóttir. Maki: Ragnar ÞorkeU Jónsson bóndi á Bústöðum. Barn: Fjóla Sigurgeirsdóttir, f. 1929. Maki Gunnar Þorsteinsson, d. 1974. Þeirra börn Ragnar og Sig- ríður Ingibjörg. Ólíklega hvarflar það að þeim mörgu vegfarendum, sem leið eiga um Bústaðaveginn, að skammt austan kirkjunnar, handan vegar- ins, hafí staðið blómlegt sveitabýli allt til ársins 1970, en Bústaðir lögðust af um það leyti og var það eitt síðasta sveitabýlið innan lög- sagnarumdæmis Reykjavíkur, sem var í ábúð. Flestöll austurhverfí Reykjavík- ur eru kennd við jarðirnar, sem færðar voru undir lögsögu Reykja- víkur um og eftir síðustu aldamót. Þannig færðust jarðirnar Bústaðir, Breiðholt og hlutar Ártúns og Ár- bæjar undir lögsögu Reykjavíkur Haustið 1939 fór Yngvi svo í Bændaskólann á Hvanneyri og var þar í tvo vetur. Sumarið á milli vann hann í Borgarfirði að ég held. Síðan var hann í vinnu í Eyjafirði, m.a. á skurðgröfu, og hólt þá til á Öngulsstöðum, var í Hvassafelli o.v. Öll þessi ár lá leiðin heim í Kasthvamm og Bjarnarstaði til heimsókna og stuttra dvala ef færi gafst. En vorið 1946 tók hann á leigu til tveggja ára bú æskuvinar síns, Jónasar Baldurssonar á Lundarbrekku. Jónas hafði hug á að sjá sig um í öðrum löndum og kynnast öðrum hliðum mannlífs en í Bárðardal. Foreldrar Jónasar voru þá á lífí og hélt Guðrún Jón- asdóttir, móðir Jónasar, heimili fyrir þau og Baldur bónda sinn farlama. Að liðnum tveimur árum tók Jónas aftur við búi sínu og kvæntist 1950 Ingigerd Nyberg frá Uppsala í Svíþjóð. Sambúð þeirra varð sviplega stutt. Jónas andaðist úr mislingum í janúar 1951. Mikill harmur var kveðinn við fráfall hans að öldruðum foreldrum, eig- inkonu og systkinum, en líka að vinum, þar á meðal Yngva. Það vildi svo til að hann var heima á Bjarnarstöðum og hafði ætlað að fá sér einhverja vinnu eftir ára- mótin. Þá tók Yngvi að sér bú Jónasar í annað sinn. Með Ingi- gerði eignaðist hann son, Gunnar Hinrik. Vorið 1952 flutti Ingigerður heim til Uppsala með drenginn. Nokkrum árum síðar giftist hún Sigurði Fries og eignuðust þau þrjú börn. Ileimili þeirra hefur lengi verið í Umeá. Hinrik ólst upp hjá móður sinni og stjúpa, en bréfasamband var alltaf milli Yngva og Ingigerðar og þegar Hin- rik stálpaðist kom hann nokkrum sinnum í heimsókn bæði með fjöl- skyldu sinni og líka einn. Loks á áttræðisaldri fór Yngvi til Svíþjóð- ar og heimsótti Ingigerði, Hinrik og ijölskyldur þeirra, sér til mikill- ar ánægju. Yngvi flutti að Kálfborgará í Bárðardal og bjó þar næstu árin í félagi við systkinin Guðna, Sigríði og Elísabetu Helgabörn. 1960 keypti hann Sandvík í Bárðardal árið 1923. Þetta riijast upp nú, þegar Ingi- björg Stefánsdóttir, ráðskona og síðar húsfreyja á Bústöðum, er kvödd, en hún hefði orðið níræð þann 24. ágúst s.l. Margt hefur breyst í áranna rás síðan Ingibjörg réð sig fyrst sem ráðskona hjá Ragnari bónda Jóns- syni á Bústöðum upp úr 1930, en þau giftu sig síðar. Bústaðir voru þá ekki í alfara- leið, en þar var alhliða búrekstur með mjólkurframleiðslu. Lengi vel var mjólkin flutt í bæinn á hest- vögnum til neytenda, en næstu ná- grannar nutu þeirrar þjónustu að fá hana senda heim á brúsum. Ragnar Jónsson þótti dugmikill bóndi og með Ingibjörgu honum við hlið voru Bústaðir myndarbýli í fögru umhverfi Fossvogsdalsins. Eiga margir rosknir Reykvíkingar góðar minningar um samskipti sín við þau Ragnar og Ingibjörgu. Eftir að Ragnar féll frá 1972, bjó Ingibjörg með dóttur sinni Fjólu í Marklandi í Fossvogi uns hún lést á heimili sínu föstudaginn og hóf búskap. Oft var hann einn, en hafði stundum ráðskonur á sumrin. Ein þeirra var Ástheiður Fjóla Guðmundsdóttir frá Akur- eyri, sem varð kona hans. Árið 1973 hættu þau búskap og fluttu í Garðabæ. Yngvi stundaði verka- mannavinnu, vann m.a. síðari árin í áhaldahúsi bæjarins. Þau hjónin slitu samvistum, en eftir sem áður var hann á gamla heimilinu um jól og aðrar hátíðir fjölskyldunnar og samband hans og barnanna allra var náið og gott. Hjá Diddu og Helga átti hann líka athvarf þegar á þurfti að halda. Síðast var heim- ili hans í Kirkjulundi 8 í Garðabæ. Eftir að hann var hættur að vinna fyrir aldurs sakir varð það fastur liður í lífí hans að komasl norður í dalina sína hvert sumar og var þá um tíma bæði á Bjarnar- stöðum og í Kasthvammi. Þá fór hann aftur að skrifa og hefur sumt af því birst í Árbók Þingeyinga á undanförnum árum. Hann starfaði líka í Framsóknarfélagi Garðabæj- ar. Svo hrakaði heilsunni og oftar og oftar lá leiðin á lungnadeildina á Vífilsstöðum og á síðasta ári átti hann ekki afturkvæmt, en var þar á hjúkrunardeiid uns pláss losnaði á Ilrafnistu í Hafnarfirði. Þangað var hann nýlega fluttur er kallið kom. í öllu veikindastríðinu naut hann slíkrar ástar og umhyggju barna sinna að fátítt má kalla. Mér er sagt að Gunnar Jón hafi heimsótt hann hvern einasta dag og hann lifði það að sjá litla dóttur hans. Inga Hildur heimsótti hann líka oft með börnin sín. Þóra Valný er búsett í Englandi, en heimsókn- ir hennar til landsins voru mestu hátíðarnar. Didda og Ilelgi reynd- ust honum enn sem fyrr sannir vinir og heimsóttu hann stöðugt, þrátt fyrir að sjálf væri hún oft veik. Bergsteinn og Bogga fóru suður og heimsóttu hann og voru í stöðugu símasambandi við hann. Öllu þessu góða fólki er skylt að þakka. Guð blessi Yngva Marinó Gunn- arsson og alla ástvini hans. Hjördís Kristjánsdóttir 16. ágúst s.l. Ingibjörg var um margt merki- leg kona, kjarkmikil, fjölfróð og víðlesin. Hún átti stóran systkina- hóp, en alls voru systkinin 18 tals- ins. Nú lifir aðeins eitt þeirra, Al- exander Stefánsson, fyrrverandi leigubflstjóri, en hann var einn af stofnendum Hreyfils. Það er til marks um kjark Ingi- bjargar, að háöldruð ferðaðist hún hvað eftir annað ein síns liðs til Kaliforníu í Bandaríkjunum til að heimsækja systur sína sem þar var búsett. Með Ingibjörgu og Fjólu dóttur hennar og börnum hennar var einkar traust og hlýlegt samband alla tíð og naut Ingibjörg hlýju og vináttu þeirra á kyrru ævikvöldi. Þó að bærinn Bústaðir sé horf- inn sjónum, er heilt borgarhverfi sem heldur minningu hans á lofti, svo og hin fagra Bústaðakirkja, þar sem Ingibjörg húsfreyja á Bú- stöðum var kvödd hinstu kveðju. Alfreð Þorsteinsson Ingibjörg Stefánsdóttir

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.