Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 5
jDagur-Œhtrám M E N N I N G O G L I S T I R Bíó og dóp Trainspotting er slakt áróðursstykki en meist- aralegur vals á mörkum hins villta." Svo hefur „cult“-myndinni Trainspotting verið lýst en hún hefur verið sýnd í höfuðborg- inni að undanförnu. Trainspott- ing var frumraun breska spúttnikk rithöfundarins Irvine Welsh. Sagan var svo kvik- mynduð af hinum frumlega Danny Boyle og náði hún strax kastljósi fjölmiðla og hefur hal- að inn gríðarlega peninga. En Trainspotting fékk líka neikvæða athygli og vakti upp deilur í Bretlandi þar sem hún þykir ekki gefa nægilega óheill- andi mynd af heimi dópistans. Slíkar upphrópanir má segja að séu fastir fylgifiskar mynda sem fjalla um hin eldfimu eitur- lyf nema þá ef myndin er svo gegnumsýrð dauðhreinsuðum áróðri um nakta kvöl og pínu dópistans að skilaboðin kæmust áleiðis til simpansa. Vissulega er ekkert nýtt und- ir sólinni en það minnsta sem áhorfendur geta beðið um er stökkbreytta klisju um lífið og viðbjóðinn í tilverunni. Eða hvað? Á að banna sögu nasism- ans í þýskum skólum, af því Þjóðverjar hafi múgmennskuna í eðli sínu, á að koma samkyn- hneigðum fyrir á þægilegum út- kjálka? Eiga kvikmyndagerðar- menn að ganga í lið með vímu- varnaráðum Vesturlanda? sem er auðvitað ákveðinn boð- skapur. En mér finnst myndin svara þessu í heild sinni mjög vel. Þetta er fín mynd til að skapa umræðu meðal unglinga. Persónulega held ég að þetta bull um að pönktónlist búi til pönkara, ofbeldismyndir búi til ofbeldismann, sé algjör steypa. Annað hvort er maður með þetta reiða element í sér eða ekki. Þessir reiðu eru í áhættu- hópi og það er sama hlutfall krakka sem fer í svaðið hvort sem Trainspotting er til eða ekki, Uxi verði á næsta ári eða Halló Akureyri. Mér finnst þessi parket-rauðvínsþambs félags- málaumræða vera komin langt út fyrir allt common sense. Við erum alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem skemmir börnin okkar þegar 99,9% eru það heimilisaðstæð- ur sem skemma börnin okkar.“ Óskar Jónasson, kvikmyndaleikstjóri: „Það er stór samviskuspurning hvort það eigi yfir höfuð að fjalla um þessi mál. Þegar kvik- myndin Dýragarðsbörnin var sýnd á sínum tíma þá hafði hún öfug áhrif. Ég held að öll um- fjöllun, neikvæð eða jákvæð, geti haft aukin áhrif á neyslu. Mér finnst Trainspotting eins konar ævintýramynd úr þessum heimi, með skrýtnum ofskynj- unarsenum sem brottnema ungviðinu í dag er volgt fyrir dópi og skilaboðin í myndinni eru að svo lengi sem þú ert „bara“ í hassi og amfetamíni en ekki kominn með skítuga heró- ínsprautu í handlegginn þá ertu safe. Þrátt fyrir allt ógeðið þá er umgjörðin líka svo kúl, þ.e. tón- listin, samtölin og fötin. í dram- atískum atriðum, eins og þegar aðalgaurinn er fluttur á spítala með óverdós af heróíni, þá er músík undir sem gagntekur mann og köttar hugsunina í burtu frá þessum rosalegu hlut- um sem eru raunverulega að gerast. Sömuleiðis í lokin þegar hann stelur sameiginlegum sjóði af illa fengnum dóppen- ingum þá hugsar maður ekki „oj, bara, hann er að svíkja vini sína“, því dúndrandi lagið hljómar í takt við hjartslátt áhorfandans og sogar hann inn í sæla spennu. Leikstjórinn nær því einhvern veginn að gera viðbjóðinn smart. Þó ekki skít- inn, dauðann, kúkinn og heró- ínið. Ég held það verði að læða forvörnunum inn bakdyrameg- in að börnum og gera heilbrigt og dóplaust líf aðlaðandi en ekki skella framan í þau dóplíf- inu og sýna svo hvað það er óaðlaðandi. En svo er listrænt gUdi myndarinnar það mikið að hún er nánast yfir svona gagnrýni um forvarnargildi hafin." Dagur-Tíminn fékk hjúkku, ungling, leikstjóra og mótor- hjólamann til að tjá sig um myndina og það hvort gera megi þá kröfu til leikstjóra að þeir lagi sitt listform að við- kvæmu gelgjuskeiðinu... lóa Mummi í Mótor- smiðjunni: „Hún er skemmtileg, sorgleg, döpur, gerði mig reiðan. Mér fannst myndin ofsalega effektíf. Það sem kom mér mest á óvart í myndinni var að brennivíns- serkurinn var mesta keisið. En þeir hamra á því að heróín sé gott. Einn segir að heróín sé 1000 sinnum betra en kynlíf, mann úr veruléikanum og end- irinn fantagóður. Mér finnst myndinni takast að þræða þessa fínu línu. Það er ekki ver- ið að vanda um fyrir fólki, held- ur er látið í það skína að mikið Qör og mikill kraftur fylgi þess- um heimi. En það er ekkert dregið úr afleiðingunum og persónurnar fara mjög illa út úr þessu. Þannig að ég held að þessi umfjöllun sé ekki nei- kvæð.“ Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur: „Mér fannst myndin alveg brilljant og fantasíuatriðin rosalega vel útfærð. Margt af Ólöf Ágústsdóttir, 15 ára: Ólöf fór tvisvar á myndina og fannst hún bæði góð og fyndin. Ilún segir áhugavert að sjá hvernig h'f heróínistans er en telur ekki rétt af leikstjóranum að gefa svo aðlaðandi mynd af lífi heróínista. „Ég held að þeim líði ekki eins vel og í myndinni, Ég veit um krakka sem hefur langað til að prófa efni eftir þessa mynd.“ Ólöf segir svona myndir hins vegar frekar virka öfugt á sig. „En krakkar sem eru í dópi eru orðnir svo tómir í heilanum að þeir hlusta ekki á neinn.“ Laugardagur 14. september 1996 -17 Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum og gjöfum á 90 ára afmæli mínu þann 9. september sl. PÁLL FRIÐFINNSSON. Aðalfundur Skúlagarðs hf. Aðalfundur Skúlagarðs hf. fyrir árið 1995 verður haldinn í húsnæði félagsins við Lækjartorg, Hafn- arstræti 20, 3. hæð, fimmtudaginn 19. september 1996 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt samþykkt- um félagsins III. kafla, grein 3.4. 2. Önnur mál. Stjórnin. Námslaun skólaárið 1997-1998 Stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennara- sambands íslands auglýsir eftir umsóknum um námslaun til félagsmanna sem hyggjast stunda framhaldsnám skólaárið 1997-1998. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfístíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennarasambands Islands, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykja- vík, í síðasta lagi 1. október 1996. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennarasam- bandsins og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands íslands. Hjúkrunarfræðingar STOPP Ertu nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur sem þyrstir í góða reynslu? Ertu búin(n) að vinna lengi á sama stað og jafnvel farin(n) að staðna á ákveðnu sviði? Hefur þú áhuga á fjölbreyttu starfi sem fléttar sam- an í hæfilega blöndu, hinum ýmsu sviðum hjúkrun- ar s.s. bráðahjúkrun, öldrunarhjúkrun, krabba- meinshjúkrun, hjúkrun hjartasjúklinga o.fl.? Viltu vinna á hæfilega stóru og streitulitlu sjúkrahúsi með góðu fólki? Ef svarið er já við einhverri af þessum spurningum lestu þá áfram! Á Siglufirði er vel búið sjúkrahús sem þjónar íbúum Siglufjarðar og nágrannasveita auk sjómanna sem stunda veiðar úti fyrir Norður- landi. Það gefur því auga leið að starfið getur verið mjög fjölbreytt og gefandi. Á Siglufirði býr félagslynt fólk sem tekur vel á móti nýju fólki. í bæn- um er öflugt félags- og tónlistarlíf, góður tónlistarskóli og nýtt barna- heimili. Næsta nágrenni bæjarins býður upp á mikla möguleika til útivistar s.s. gönguferðir, fjallgöngur, stangveiðar o.fl. enda getur veðursæld- in á sumrin verið mikil. Á vetrum er eitt besta skíðasvæði landsins rétt við bæjardyrnar. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Hafðu samband og kynntu þér kaup og kjör. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri eða fram- kvæmdastjóri í síma 467 2100.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.