Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 14. september 1996 3Dagur-®htrám |Dagur-®mttmi; nf) Kitei eimilis- hortiið er flatt út í tvær ca. 15 sm breiðar lengjur. Fyllingin er sett á miðju deigsins og kantarnir lagðir yfir. Búið til krans og setjið á bökunarpappírsklædda plötu. Látið hefast í 30-40 mín- útur. Smyrjið hrærðu eggi yfir kransinn og stráið möndluspón- um og perlusykri yfir. Bakið við 200°C í ca. 25 mínútur. Súkkulaðibúðingur 125 g suðusúkkulaði 2 dl vatn 1 l mjólk 100 g maisenamjöl 80gsykur 2 tsk. vanillusykur. Súkkulaðið er brætt í vatninu. Maisenamjölið hrært með mjólkinni ogybætt út í. Látið sjóða. Hrært í allan tímann. Sykri og vanillusykri bætt út í. Blöndunni helt í skál og hún látin kólna. Borinn fram með þeyttum rjóma. Sunnudagskransinn 50 g ger 3 msk. vatn 2 egg / tsk. salt 1 dl sykur '/ tsk. kardimommur 150 g smjör 400-450 g hveiti. Fylling: 50 g smjör 75g sykur 1 egg 75 g möndlur möndluspœnir perlusykur. Gerið er hrært í volgu vatninu. Egg, salt, sykur og kardi- mommur hrært út í. Smjörið því næst mulið saman við hveit- ið og öllu blandað saman og hnoðað í mjúkt deig. Látið hef- ast í ca. 30 mínútur. Mjúkt smjörið er hrært með sykrinum og muldum möndlunum. Deigið Blómkál í karrýsósu Fyrir Jjóra 1 stórt blómkálshöfuð vatn salt sósa: 20 g smjör 2 tsk. karrý 2 msk. hveiti l'/ dl rjómi eða mjólk salt og pipar ca. 200 g skinka 2 harðsoðin egg 1-2 msk. steinselja. Sjóðið blómkálið í léttsöltuðu vatni í um 15 mínútur. Vatninu hellt af, geymt í sósuna. Haldið blómkálinu heitu. Sósan er gerð þannig að smjörið er brætt í potti, karrý- 1. Þegar við festum tölu á regnkápu er gott að setja heftiplástur á röng- una. Þá er auðveldara að sauma og verður sterkara. 2. Þegar strauja á blússur með skrauthnöppum er gott að hafa teskeið við hendina og verja hnapp- ana með henni. 3. ísmolarnir verða fallegri ef við notum soðið vatn á ísbakkann. 4. Ef við þurfum að nota rækjur beint úr frystin- um, er gott ráð að láta þær í skál með köldu vatni, strá smávegis salti á, og þær verða tilbúnar að nokkrum mínútum liðnum. 5. Ef við setjum smávegis mjólk og sítrónusneiðar í vatnið þegar við sjóðum blómkál heldur kálið sér hvítt. inu stráð út í og þvínæst er hveitinu bætt út í. Þynnt út með blómkálssoðinu og rjómanum. Hrært vel í á milli. Sósan látin sjóða í 3-4 mínútur. Steinseljan skorin í ræmur, sett út í sósuna. Blómkálshöfuðuð sett á fat, sós- unni hellt yfir og skreytt með söxuðum eggjunum og stein- selju. Ostahorn 25 g ger 2’/ dl mjólk i egg l'/ dl rifinn ostur ca. 350 g hveiti egg (til að pensla hornið með) gróft salt. Ylvolgri mjólkinni er hellt yfir gerið í skál með einni matskeið af hveiti. Hrært saman og ostin- um og egginu bætt út í. Afgang- urinn af hveitinu er settur sam- an við og deigið hnoðað þar til það er orðið mjúkt og gljáandi. Látið lyfta sér í tvöfalda stærð sína. Deigið hnoðað aftur og flatt út í þríhyrning sem er rúll- að saman frá breiðari endanum í stórt horn. Hornið látið hefast aftur í 20-30 mínútur. Smurt með hrærðu eggi og smávegis grófu salti stráð yfir. Bakað við 200°C í 20-30 mínútur. M issirþú að... 1. í Kína er mesta hrís- grjónarækt í heimi. 2. Ella Fitzgerald, fræga jasssöngkonan, dó í júm' s.l. 78 ára að aldri. 3. Synir Nóa hétu Sen, Kam og Jafet. 4. Lém'n var lögfræðingur að mennt. 5. Downingstræti 10 er heimilisfang forsætisráð- herra Breta. 6. Diazepam er róandi lyf. 7. Pokafoss og Þórufoss eru í Laxá í Kjós. 8. Guðmundur Arnlaugs- son var fyrsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Aðalheiður Eiríksdóttir var nýkomin úr ferðalagi þegar hún las það íDegi-Tímanum að skorað vœri á hana að koma með sínar bestu uppskriftir í nœsta Matarkrók og ekki laust við að hún yrði undrandi. Hún var þó ekki í vandrœðum með að hrista nokkrar Ijúffengar uppskriftir fram úr erminni. „Bestu upp- skriftirnar mínar eru þetta þó ekki, enda eru þœr að sjálfsögðu algjört hernaðarleyndarmál, “ segir hún og hlœr. Aðalheiður er búsett í Glœsibœjarhreppi en vinnur á Akureyri, þar sem hún er fjármálastjóri hjá Slippstöðinni Odda. Hún skorar á hjónin Björn Ósk- ar Björnsson, rafvirkjameistara, og Ástu Einarsdótt- ur hjá gleraugnasölunni Geilsa að mœta með upp- skriftir að viku liðinni. Chili rœkjuréttur (fyrir fjóra) 400 g rœkjur 50 g gulrœtur 50 g paprika 50 g púrrulaukur 2 hvítlauksrif smjörlíki maisienamjöl 1 dós sýrður rjómi chiliduft salt og pipar. Grænmetið er brúnað á pönnu. Sýrða rjómanum er blandað saman við ásamt kryddinu og örlitlu maisienamjöli ef þurfa þykir. Rækjurnar eru settar út í og suðan látin koma upp. Berið fram með ristuðu brauði og smjöri. Aðalheiður Eiríksdóttir. Svínakótelettur í karrý (fyrirfjóra) 4-8 svínakótilettur (eftir stœrð) smjörlíki Mynd: JHF karrý salt og pipar 1 dós ananashringir / lítri rjómi. Stráið salti, pipar og karrý á kótéletturnar og steikið á pönnu við vægan hita. Hellið mestu af feitinni af pönnunni og brúnið ananashringina á henni. Takið ananashringina af pönn- unni og hellið rjóma á hana ásamt hluta af ananassafanum og kryddið sósuna með karrý, salti og pipar. Berið fram með bökuðum kartöflum og maískorni. Chili hakkréttur með pasta (fyrir fjóra) 600ghakk 2-3 hvítlauksrif 1 stk. stór laukur 1 stk. rauð paprika 1 dós niðursoðnir sveppir 1 dós niðursoðnir tómatar 1 lítil dós tómatkraftur 2-3 dl vatn smjörlíki chiliduft salt og pipar. Brúnið hvítlaukinn í smjörlíki á pönnu. Setjið hakkið saman við og brúnið það einnig ásamt kryddinu. Bætið lauknum og paprikunni saman við og látið krauma smá stund. Setjið síðan sveppina, tómatana, tómat- kraftinn og vatnið út f og sjóðið í hálfa klukkustund. Berið fram með eggjapasta í strimlum, parmesanosti og snittubrauði eða hvítlauks- brauði eftir smekk. AI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.