Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 24

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 24
Leikfélag Akureyrar á innimálningu gljástig 10 Verb: 1 lítri 499 4 lítrar 1996 10 lítrar 4990 Þúsundir lita í boði KAUPLAND Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Sýningar í Gr ánufj elagin u í vetur í gœr undirritaði Leik- félag Akureyrar samning um nýtt sýningarhúsnœði við Gránufélagið ehf Þetta er gamalt járn- smíðaverkstæði sem stendur á bak við veit- ingahúsið Pollinn að Standgötu 49. í þessu nýja leikhúsi verður rúm fyrir allt að 200 áhorfend- ur og í vetur verða tvö leikrit sett þar upp. Að lík- indum verður húsið nefnt Gránufjelagið með gömlu stafsetningunni S Aætlað er að frumsýna jólaverkið Undir berum himni 29. desember en þetta er bandarískt nútímaleik- rit eftir Steve Tesich. Afmælis- verkefni Leikfélagsins Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Halldór Laxnes verður síðan frumsýnt 21. mars í leikgerð þeirra Hall- dórs E. Laxness og Trausta Ól- afssonar leikhússtjóra. Leikfé- lag Akureyrar sýnir á þessu leikári alls 6 verkefni og Sam- komuhúsið, sem nú er 90 ára, rúmar ekki alla þá starfsemi. Trausti Ólafsson segir nýja húsnæðið verða til þess að leik- félagið geti haldið sýningum lengur gangandi og eins bjóði tveir sýningarstaðir upp á íleiri og fjölbreyttari sýningar. „Þetta gerir listrænan „prófíl“ leik- hússins sterkari og ég held að þetta nýja rými verði eitt mest spennandi leikhús á íslandi. Það skapast allt aðrir möguleik- ar þegar maður getur hverju sinni ákveðið frá hvaða sjónar- horni leiksviðið er séð. Það er ekki alltaf þessi stofa sem búið er að taka einn vegginn úr.“ Trausti segir löngu tímabært að bæta aðstöðu leikfélagsins og nefnir að í Samkomuhúsinu sé afskaplega þröng og erfið aðstaða og að á smíðaverkstæð- inu nái lofthæðin víðast hvar ekki þremur metrum. „Þetta er mjög erfitt því ekki er hægt að smíða leikmynd sem á að standa á sviðinu öðru vísi en í pörtum sem síðan eru fluttir á sviðið og settir þar saman, þá taka kannski við smíðar á svið- inu í 3-4 vikur fyrir frumsýn- ingu.“ Hann segir að ef reka eigi atvinnuleikhús á Akureyri Nýja húsnæðið þar sem Leikfélag Akureyringa hefur fengið inni er 300 fermetrar og er lofthæðin 5.40 metrar. í þessu rými er ætlunin að búa til leikhús sem nefnist á ensku „black box“ en í dökkum kassa finnast ótrúlega margir möguleikar fyrir leikhúslíf. Þau Alfreð Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Kara Guðrún Melstað og Auður Dúadóttir eru eigendur og rekstraraðilar Gránufélagsins ehf., á myndinni eru auk þeirra Trausti Ólafsson leikhús- stjóri og Þórey Aðalsteinsdóttir fjárreiðustjóri hjá L.A. Myn&. jón Hrói. þá sé ótækt að segja við gesti bæjarins að því miður gangi nú engar sýningar vegna þess að verið sé að smíða leikmyndina á sviðinu. Nægjusamir starfsmenn Eru leikarar þreyttir á pláss- leysinu? „Þeir sem hafa fylgst með Leikfélagi Akureyrar hafa tekið eftir því að það eru fáir leikarar sem festa hér rætur og ég myndi álíta að starfsaðstaðan spili þar inn í. Allir þessir árekstrar á milli tæknideildar og leikaranna skapa óhjá- kvæmilega álag sem er erfitt fyrir húsið. Leikhúsið hefur ver- ið rekið árum saman við kröpp kjör og það er ótrúlegt hvað starfsmenn hafa sýnt mikið þol- gæði.“ Trausti segir ennfremur að ef Leikfélagið eigi að lifa verði bæjaryfirvöld að fara að taka ijárhagsmál þess til umhugsun- ar. „Við erum bjartsýn núna enda býður þetta nýja húsnæði upp á ótrúlega margt, þetta er hagstæður samningur fyrir alla aðila og ég vona að við stöndum vel upprétt þegar þetta er kom- ið í framkvæmd. Við dreifum kostnaðinum við leiguna að hluta á tvö starfsár, og síðan er- um við ekkert vonlaus með að fá einhverjar afmælisgjafir. Það sem þó mun ríða baggamuninn er að við ætlum okkur að fylla þetta hús aftur og aftur og von- andi ná í nýja áhorfendur. Fjár- hagsramminn á ekki að springa þótt við spennum bogann hátt í vetur en það verður maður líka að gera ef maður ætlar að skjóta langt, og við eigum von á að örvarnar hitti í mark,“ sagði Trausti Ólafsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. mgh Reykjavík sa 3 sa 4 asa 4 asa 3 ana 3 ssa 4 sa 4 sa 5 a 4 Stykkishólmur Sun Mán Þri Mið mni_ 15 -| T-!" ' ~ f-15 a 4 ssa4 asa 4 asa 3 na 3 ssa 5 ssa 5 asa 5 ana 4 Bolungarvík s 3 ssa 4 asa 3 a 2 na 3 a 4 ssa 4 ana 5 na 3 Blönduós s 2 ssa 4 sa 3 asa 3 a 2 ssa 3 ssa 3 a 3 asa 2 Akureyri ssv 3 ssa 4 sa 3 asa 4 a3 ssa 3 ssa 3 asa 4 asa 3 Egilsstaðir ssv3 s 3 ssa 4 sa 4 a4 Kirkjubæjarklaustur St/n Mán Þri Mið mm m a 2 sa 3 asa 4 asa 3 ana 4 ssa 3 sa 3 sa 4 a 3 Stórhöfði sa 4 sa 6 sa 5 asa 7 asa 5 ana 6 a 6 sa 6 a 5 Laugardagur 14. september 1996 Hörður Þórðarson veðurfrœðingur Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Sunnan- og suðaustanátt, gola eða kaldi fram að hádegi en síðan hægt vaxandi vindur suðvestan til. Á Norðurlandi verður þurrt og víða sæmilega bjart veður. Um landið sunnan- og vestanvert verður skýjað og víða súld fram að hádegi en síðdegis fer að rigna suðvestan til. Hlýtt verður í veðri. Horfur eru á svipuðu veðurlagi fram á fimmtudag en síðan gæti vindur farið að snúast til norðausturs.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.