Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 14. september 1996 JDagurJ3ftmmn Akureyringar blómstra Akureyri á sér langa og merka skáksögu, enda státar bærinn af mörgum afburða skákmönnum bæði fyrr og nú. Skákfélag Akureyrar er gamalt og rótgróið félag og hef- ur sett svip sinn á bæinn allt frá 1919. Reyndar ber mönnum ekki alveg saman um það hve- nær taflfélag á Akureyri hafi fyrst verið stofnað, en lfkur benda til að það hafi verið rétt upp úr aldamótum, eða í kring- um árið 1901. Það félag lagðist þó af, en var endurreist 1919. Skákfélagið er því komið vel á áttræðisaldurinn og hefur lifað tímana tvenna. Þannig má til dæmis sjá á fundargerðabókum þess frá upphafi að félagið hafi fyrst og fremst verið eins konar heldrimannaklúbbur, ætlað góð- borgurum og mektarmönnum bæjarins, en ekki öðrum. Til- gangur félagsins var að „æfa meðlimi þess í skáktafli og auka þekkingu á Ust þessari" og skyldu svokallaðir „taflfundir" haldnir tvisvar í viku yfir vetr- artímann. Á taflfundum skyldu fara fram skákæfingar og al- menn hugleiðsla um skák. Þá var sérstaklega tekið fram í 18. grein laga félagsins að mönnum væri stranglega bannað að „við- hafa hvers konar spila- mennsku". Var þá að öllum lík- indum átt við bridge og aðrar spilaíþróttir, sem ekki voru tald- ar á sama menningarstigi og skákin. Ársgjöld félagsmanna voru hvorki meira né minna en 15 krónur. Albert Sigurðsson, skákstjóri og -dómari með meiru, hefur fylgt félaginu í meira en 60 ár. Álbert hélt nýlega upp á áttræð- isafmæli sitt og er einn af Ijór- um núlifandi heiðursfélögum Skákfélags Akureyrar, auk þess að vera heiðursfélagi Skáksam- bands íslands. Albert segir ein- hverja mestu breytinguna í skákheiminum vera þá að menn tefli ekki eins skemmtilega og fallega og áður fyrr. Framförin hafi auðvitað veri gífurleg, og sé það vel út af fyrir sig, en þegar allir liggi yfir fræðunum og tækninni sé oft lítið pláss fyrir frumleika og fegurðarskyn. Al- bert harmar það einnig að þeg- ar heimavistarskólarnir í sveit- unum voru lagðir af hafi krakk- ar hætt að geta komið saman eins auðveldlega til að tefla. Skák, segir hann, er alveg sér- staklega þroskandi fyrir börn og unglinga, þar sem þau læra að treysta á sig sjálf og bjarga sér úr vandræðum með eigin hug- arorku. HVRNA ehr BYGGINGAVERKTAKI • TRÉSMIÐJA Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 461 2603 • Fax 461 2604 Smíðum fatoskápa, baðmnréttingar, eldhúsinnréttingar og innihurðir Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Halló - Halló! Opnum aftur fatamarkaðinn okkar að Gránu- félagsgötu 5, Akureyri, miðvikudaginn 18. sept- ember. Opið verður alla miðvikudaga frá klukkan 13 til 18. Komið og fáið ykkur föt á vægu verði, öll barnaföt gefins. Okkur fer að vanta ýmislegt, ef einhver á eitthvað nytsamlegt handa okkur þá er það vel þegið. Verið velkomin. Mæðrastyrksnefnd. Heilsugæslulæknar Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri auglýs- ir hér með eftir umsóknum um 7 stöður heilsu- gæslulækna. Krafist er sérfræðiviðurkenningar í heimilislækningum. Umsóknarfrestur ertil 1. október 1996. Umsóknum ber að skila til framkvæmdastjóra Heilsu- gæslustöðvarinnar, sem veitir frekari upplýsingar. Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Gylfi Þórhallsson. Albert hefur mikið til síns máls og er óhætt að segja að þróun sem þessi, ef sönn er, sé ekki aðeins bundin skáklistinni heldur hinum ýmsu sviðum mannlífs og Usta. Þó verður ekki annað sagt en að eftirfar- andi skák Akureyringsins Gylfa Þórhallssonar, sem tefld var í Gausdal s.l. sumar, sé merki um að enn séu tefldar skemmti- legar og fallegar skákir: Hvítt: Gylfi Þórhallsson Svart: Thomas Ernst Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Be2 g6 7. 0-0 Bg7 8. Be3 0-0 9. h3 Bd7 10. Dd2 He8 11. Hfel Hc8 12. Hadl Re5 13. f4 Rc6 14. Rf3 Dc7 15. a3 Hed8 16. Rg5 Ra5 17. Bd3 e6 18. DÍ2 b6 . Systkinin Helgi Áss og Guðfríður Lilja Grétarsbörn skrifa um skák Eftir rólega byrjunartaíl- mennsku hefur svartur teflt ómarkvisst á meðan hvítur hefur stillt mönnum sínum upp í sókn- arstöðu. Slíkt er vitaskuld óráð- legt, en þó sérstaklega þegar menn eiga í höggi við jafn hvass- an skákmann og Gylfa. 19. e5! Upphaíið að magnþrunginni mannsfórn. í kjölfar þessa leiks Gylfa kemur hver þrumuleikurinn á fætur öðrum. 19...dxe5 20. fxe5 Dxe5 21. Rxf7!! Flugeldasýningin er hafin. 21.. .Kxf7 22. Bd4 Dh5 22.. .Dc7 er vel svarað með 23. Re4 e5 24. Rxf6 Bxf6 25. Bxe5 Dc5 26. He3 og sókn hvi'ts er of sterk til að svartur geti varist. 23. He5 g5 24. Hxa5! bxa5 25. Bxf6 Bxf6 26. Hfl Dh6 Meginvandamál svarts er að menn hans vinna mjög illa sam- an. Tilraunir til að koma í veg fyrir að riddari hvíts komist í sóknina duga ekki: 26...Kg8 27. Dxf6 Hf8 28. Re4! Hf7 29. Dd4! með vinningsstöðu á hvítt. 27. Re4 Ke7 28. Rxf6 Hf8 29. Rg8+! Lokafórnin! Hún hrekur svarta kónginn á vergang og þar með er svarta staðan hrunin til grunna. Framhaldið teflir Gylfi af miklum þrótti: 29.. .Hxg8 30. Df7+ Kd6 31. Hdl Hg7 32. Ba6+ Ke5 33. Df2 Dh4 34. g3 Hxc2 35. Hel+ Kd5 36. Bb7+ Kd6 37. Df8+ Kc7 38. gxh4 Hg6 39. h5 Kxb7 40. hxg6 og svartur gaf. Þess má að lokum geta að Skákfélag Akureyrar heldur uppi öflugri starfsemi í haust og í vetur. Barna- og unglingaæf- ingar eru á laugardögum kl. 13:30 og einnig býður félagið upp á mánaðarleg hraðskákmót og önnur mót með stuttum um- hugsunartíma. „Startmótið" í hraðskák verður haldið á morg- un, sunnudaginn 15. sept., kl. 14. Þá verður haldið sérstakt atskákmót helgina 20.-21. sept. til að minnast þess að 10 ár eru liðin frá vígslu Skákheimilisins. Haustmótið byrjar svo 29. sept. n.k. Það er því nóg fyrir stafni hjá norðanmönnum. B R I D G E Björn Þorláksson skrifar Bridgeþáttur Dags-Tímans biður lesendur velkomna. Framvegis verður þáttur- inn á laugardögum og verður reynt að læða inn helstu úrslit- um, birta fréttakorn og hafa úr- spilsþraut að jafnaði. Þátturinn mun ennfremur birta athyglis- verð aðsend spil. Það er ekki alltaf nóg að eiga punktana. Þrátt fyrir 35 stykki getur það vafist fyrir sagnhafa að spila 6 grönd í suður (and- stæðingarnir skiptu sér ekkert af sögnum). Hvernig spilar les- andinn í sveitakeppni? 4 8642 Á43 ♦ KDG * 432 N S 4 ÁK5 ^KDG ♦ ÁT98 4 ÁKG Útspil: hjartatía Það eru 11 slagir séðir og sá 12. verður að koma annað hvort með Iaufsvíningu eða 3-3- legu í spaða. Besta leiðin er að prófa spaðann fyrst og er rétt að spila litlum spaða frá báðum höndum. Þannig heldur sagn- hafi völdum. Ef spaðinn brotnar 3-3 verður spaðaáttan 13. slag- urinn en annars verður að treysta á laufsvíninguna. Allt spilið: 4 8642 MÁ43 ♦ KDG 4 432 4 DT7 N 4 G93 ^T987 V A ^652 ♦ 542 ♦ 763 4 D96 S 4 T875 4 ÁK5 KDG ♦ ÁT98 4 ÁKG Frá Bridgefélagi Akureyrar Starfsemi félasins hófst sl. þriðjudag með tveggja kvölda tvímenningi. Heildarstaðan eftir fyrra kvöldið er sú að Þórólfur Jónasson og Árni Helgason eru efstir með 271 stig. Hróðmar Sigurbjörnsson og Stefán Stef- ánsson hlutu 267 stig og Guð- mundur Garðarsson-Pálmi Björnsson skoruðu 257 stig. Auk þriðjudagskvöldanna verð- ur spilað á sunnudögum í vetur. Frá Bridgefélagi SÁÁ Bridgefélag SÁÁ er flutt í nýtt húsnæði. Framvegis verður spilað í Úlfaldanum í Ármúla 40 á þriðjudagskvöldum, tölvu- reiknaðir einskvölds tvímenn- ingar. Sveinn R. Eiríksson og Jón Baldursson sjá um keppnis- stjórn og hefst spilamennskan klukkan 19.30. Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Sl. mánudagskvöld var fyrsta spilakvöld Bridgefélags Hafnar- fjarðar. Efst urðu Dröfn Guð- mundsdóttir-Ásgeir Ásbjörnss- son með 145 stig, Sigurjón Harðarson og Haukur Árnason urðu í öðru sæti með 128 stig og Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvarsson hlutu 122 stig. Næstu kvöld verða spilaðir eins kvölds tvímenningar en 30. september hefst fyrsta spilka- kvöldið í Minlngarmóti Þórarins og Kristmunds. Spilað er í Haukahúsinu á mánudags- kvöldum. Sumarbridge lýkur Sumarbridge 1996 í Reykjavík lýkur nú um helgina með Monrad silfurstigasveitakeppni í Þönglabakka 1. Spilaðar verða 7 umferðir og munu Matthías Þorvaldsson og Sveinn R. Eiríksson sjá um keppnisstjórn.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.