Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 14. september 1996 jÐagur-CEmTmn Síðastliðin ár hafa málefni kirkjunnar og trúmál yfirleitt verið mjög í umræðunni manna á meðal hér á íslandi. Meira að segja komu trúmál og viðhorf til þeirra við sögu í forsetakosningunum í sumar, væntanlega þó fremur í áróðursskyni en í alvöru. Landakotskirkja, eða Dómkirkja Krists konungs á íslandi, eins og hún heitir fullu nafni. Þar fjölgar nú í söfnuðin um meðan fækkar í þjóðkirkjunni og greinarhöfundur veltir fyrir sér ástæðunum. Eru íslendingar kaþólskir í hjarta sínu? Þrátt fyrir erfiðleikana í þjóðkirkjunni er þessi aukna umræða og áhugi á trúmálum ekki nýtilkominn. Hann hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum og eru þetta algjör umskipti frá því fyrir u.þ.b. 25 árum, er trúmál voru varla tekin alvarlega hjá meginþorra fólks. Litið var á þjóðkirkjuna sem veraldlega stofnun sem hefði það að aðal- starfi að slcíra, greftra, gifta og skilja og ennfremur að halda á lofti einhvers konar ópersónu- legri eingyðistrú sem bara var þarna, en gerði engar kröfur, hvorki móralskar né aðrar. Trú- mál voru þá algjörlega „out“ hjá ungu fólki, en efnishyggjan og „trúin á manninn" réð ríkj- um og þótti tæpast annað sæm- andi viti bornu fólki. Nú ríkir mikill og einlægur áhugi á trú- málum og andlegum málefnum af öllu tagi. Nýaldarhreyfingin blómstrar og flestir kristnir trú- flokkar, sem standa utan þjóð- ldrkjunnar, eru í vexti. Búdda- trú virðist vera að skjóta rótum á íslandi og til eru einstaklingar sem finnst þeir fá andlegan styrk úr Múhameðstrú, einkum dulrænni þáttum hans eins og t.d. súfismanum. Talsvert mikið er um það að verið sé að stofna ný trúfélög. Sérstaklega er það unga fólkið sem er opið fyrir trúmál- Boðun Maríu eftir Van der Weyden, sem var uppi á fimmtándu öld. „Sagt hefur verið um myndlistina í kaþólsku kirkjunni að hún hafi ver- ið biblía hinna ólæsu... Þessar myndir segja meira en ótal ræður og predikanir og þær segja það A líka á annan og ekki síður sterk- " an hátt.“ Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir rithöfundur skrifar um og ræðir um trúmál af mikl- um áhuga og einlægni. Trúarleg og dulræn efni eru líka orðin al- gengari í listum en áður, bæði í bókmenntum og myndlist. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni hefur fólk sagt sig úr þjóðkirkjunni í vaxandi mæli á undanförnum árum (t.d. 528 manns á árinu 1994, 755 manns á árinu 1995 og 1426 á fyrri hluta þessa árs, þótt þró- unin á síðustu mánuðum eigi dálítið aðrar skýringar). Það virðist því vera að flóttinn úr þjóðkirkjunni aukist í réttu hlutfalli við aukinn áhuga á trú- málum eða aukna trúhneigð fólks. Ég ræddi við ýmsa sem geng- ið hafa úr þjóðkirkjunni yfir í aðra söfnuði, bæði í aðra mót- mælendasöfnuði og í kaþólsku kirkjuna. Kom berlega í ljós að þjóðkirkjan var gagnrýnd meira og harðar meðal þeirra sem gengið höfðu í aðra mótmæl- endasöfnuði en í kaþólsku kirkjuna. Það sem kaþólikkarn- ir höfðu fyrst og fremst við þjóðkirkjuna að athuga var að hún væri „köld“, íjai'ri fólkinu og að margir prestanna væru of veraldlegir, þótt það væri engan veginn einhlítt. Öfugt við kaþ- ólsku prestana væru þeir lút- ersku of mikið að skara eld að eigin köku, enda ættu þeir Qöl- skyldum fyrir að sjá. Undir þessa gagnrýni tók líka fólkið úr hinum mótmælendasöfnuð- unum, auk þess sem þeim fannst að þjóðkirkjan væri of mikil ríkisstofnun og hálfvolg í allri sinni trú og atferli. „Nýaldarhreyfingin blómstrar og flestir kristnir trúflokkar sem standa utan þjóðkirkjunnar eru í vexti.“ Síðastliðin 10 ár hefur verið talsverður straumur yfir í kaþ- ólsku kirkjuna hér á landi. Margir hafa snúist til kaþólskr- ar trúar á þessum árum og nokkuð stórt hlutfall af þessum hópi hefur verið listamenn.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.