Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Síða 7

Dagur - Tíminn - 19.09.1996, Síða 7
Jlagur-Œátmm Fimmtudagur 19. september 1996 - 7 ERLENDAR Rússland Mengun á Kolaskaga meiri en talið var Nýjar rannsóknir leiða í Ijós að meng- un á Kolaskaga af völdum þungmálma og brennisteinstvísýr- ings er orðin ískyggi- lega mikil. Nú er komið í ljós að mengun á Kolaskaga er mun meiri en hingað til hefur verið gert ráð fyrir, og sökudólgurinn er rússneskur stóriðnaður. Petta kemur fram í rannsókn sem vísindamenn og stjórnmálamenn frá Rússlandi, Noregi og Finnlandi kynntu um síðustu helgi í Noregi. Það eru fyrst og fremst þungamálmar og brennisteins- tvísýringur sem ógna náttúrulíf- inu þar á skaganum. Málm- bræðslufyrirtæki í bænum Montsjegorsk dæla á hverju ári 1600 tonnum af nikkel 900 tonnum af kopar beint út í andriímsloftið ásamt töluverðu af öðrum málmtegundum, svo sem platínum og palladíum. Stórir hlutar skagans verða nú að teljast með allra menguð- ustu landsvæðum í Evrópu. Þessi mengun hefur víðtækar afleiðingar, sem meðal annars má sjá af því að stór hluti efna- mengunarinnar berst út í Bar- entshaf með vatni í ám og fljót- um á skaganum. Rognvald Boyd frá norsku Jarðfræðiþjón- ustunni fer þess vegna fram á það að þegar í stað séu gerðar ítarlegar rannsóknir á hafs- botninum í Barentshafi. -gb Kalifornía Heimilar geldingu kyn- ferðisafbrotamanna s þriðjudag voru und- irrituð ný lög í Kali- forníu í Bandaríkj- unum þar sem gert er ráð fyrir því að heimilt verði að gelda afbrotamenn sem hafa ítrekað gerst sekir um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Kaliforníufylki er þar með orðið fyrsta ríki Bandaríkjanna sem heimil- ar aðgerðir af þessu tagi, en fyrr á þessu ári var reynt að koma svipuðum lögum í gegnum löggjafarþing í fylkjunum Texas, Massa- chusetts og Wisconsin. Samkvæmt lögimum, sem taka eiga gildi þann 1. janú- ar næstkomandi, er gert ráð fyrir því að ef einhver gerist sekur um kynferði- sofbeldi gagnvart barni yngra en 13 ára í tvígang verði hann að sæta því að í hverri viku fái hann skammt af lyfi sem nefnist Depo-Provera, en það lyf dregur úr kynhvöt. Lyíja- gjöfin fer fram með sprautu, en áhrif lyfsins íjara smám saman út. Viðkomandi getur einnig kosið að gangast undir skurðaðgerð, þar sem geldingin verður varanleg. -gb Vísindi Suður-Afríka Pappír hættu- legur hormóna- starfsemi? fni sem verða til m.a. við framleiðslu á pappír og plasti eru talin eiga sökina á þvi að frjósemi karla fer minnkandi, aukinni tíðni krabbameins o.fl. Undanfarið hefur athygli vís- indamanna í æ vaxandi mæli beinst að efnum sem verða til í iðnaði ýmis konar og geta að því er virðist valdið ýmis konar truflunum á innkirtlastarfsemi dýra. Meðal annars virðist sem þau orsaki það að frjósemi karla fer minnkandi um allan heim, auk þess sem rekja má vaxandi tíðni krabbameins til þessara efna. Um er að ræða efni af ýmsu tagi sem öll eiga það sameigin- legt að verða til í iðnfram- leiðslu. Um helmingur þeirra eru h'fræn klórefni sem verða til sem úrgangsefni í iðnfram- leiðslu þar sem klórefni eru notuð, svo sem í pappírsfram- leiðslu. Enn fremur er þarna um að ræða plastefni, svonefnt vínylklóríð (PVC), sem notað er í regnfatnað, gólfdúka og til að húða rör, svo nokkuð sé nefnt, og áður en geisladiskar komu til sögunnar var þetta efni uppistaðan í vínylplötunum gömlu. Sorpbrennsla er einnig uppspretta þessara efna, svo og ýmis konar eitxu-efni sem notuð eru til að eyða skordýrum, ill- gresi og sveppum. Komið hefur í ljós að öll þessi efni geta valdið truflun á hormónastarfsemi líkamans, og hafa afleiðingar þess verið að koma í Ijós á ýmsum sviðum náttúrulífsins á síðustu árum. Þannig er talið að rekja megi til þessara efna fyrirbæri á borð við það að fuglar af skarfaætt í Bandaríkjunum hafa fæðst með vanskapaðan gogg; höfrungar í Atlantshafinu eru að deyja vegna smits sem stafar af galla í ónæmiskerfinu; og krókódflar í Flórída eru með vansköpuð kynfæri. Hlutföll kynjanna í ýmsum dýrategundum víða um heim hafa raskast, þannig að ýmist karlkyn eða kvenkyn við- komandi tegunda eru orðin svo lítill hluti stofnsins að tegundin er í útrýmingarhættu. Athygli vísindamanna er í auknum mæli að beinast að áhrifum þessa á mannkynið, og hvort umrædd efni eigi sök á ýmsum heilsufarsvandamálum, svo sem minnkandi frjósemi karla, aukinni tíðni krabba- meins í brjóstum kvenna, og einnig aukinni tíðni annarra krabbameinstegunda, ásamt því að algengara er að drengir fæðist með vansköpuð kynfæri. Og er þá ekki allt tahð. -gb Ritskoöun er enn við lýði í Suður-Afríkur þrátt fyrir að aðskilnaðarstefna hafi verið afnumin. Fyrsta kvikmyndin bönnuð eftir Apartheit Kvikmyndin „Kids“ hiaut þann heiður að verða fyrsta kvikmyndin sem bönnuð er í Suður-Afríku eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Þrátt fyrir að Apartheid- tímabilinu sé lokið er ritskoðun enn við lýði í Suður-Afríku, eins og raunar í flestmn löndum heims, og nú hefur það í fyrsta sinn gerst eftir stjórnarskiptin að algjört bann er lagt á sýn- ingu kvikmyndar í Suður- Afríku. Það er kvikmyndin „Kids“ sem fór svona fyrir brjóstið á kvikmyndaeftirlitinu í Jóhann- esarborg, en þar er m.a. fjallað á opinskáan hátt um kynlíf ung- linga þótt raunar séu nánast engar nektarsenur í myndinni. Bannið er úrskurðað sam- kvæmt gömlu ritskoðunarlög- unum sem samþykkt voru árið 1974, meðan aðskilnað- arstefnan var enn í fullu gildi, en ný ritskoðunarlög fyrir Suð- ur-Afríku eru nánast fullfrá- gengin þótt þau hafi ekki enn verið samþykkt á þingi. -gb Grænland Umhverfissamtök fá verðlaun Akveðið hefur verið að grænlensk umhverfis- verndarsamtök, Inuit Circumpolar Conference (ICC), hljóti umhverfisverð- laun Norðurlandaráðs 1955, og nema þau 350 þúsund dönskum krónum. Verðlaunin verða afhent á þingi Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn þann 12. nóvember. ICC samtökin hafa allt frá því þau voru stofnuð árið 1989 unnið einstakt starf sem lýtur að frumbyggjum, einkum h'fs- kjörum og lifnaðarháttum ínú- íta með það markmið að leiðar- ljósi að viðhalda sjálfbærri um- hverfisþróun. Tilgangur samtakanna er að skipuleggja og styrkja samstarf- ið milli hinna ýsmu ínúítasam- taka í Alaska, Kanada, Græn- landi og Rússlandi. Starf ICC hefur einkum og sér í lagi verið unnið innan AEPS (Arctic En- vironment Protection Strategy) þar sem ICC hafa, í nánu sam- starfi við heimastjórn Græn- lands, unnið að bættari lífskjör- um heimskautabúa. Sérverslun til sölu Gömul og gróin sérverslun í Miðbænum á Akureyri til sölu. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Ráðhústorgi 5, 2. hæð gengiö ínn frá Skipagötu Sími 4611500 Opift virka daga frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaftur: Benedikt Ólafsson hdl. FASTEIGNA & ft SKIPASALA 3SZ NORÐURLANDSÍI

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.