Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Page 3

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Page 3
íkgur-®mmm Laugardagur 5. október 1996 - 3 F R É T T I R Alþingi Veðsetning eða vaxtahækkun að stefnir í hörð átök á stjórnarheimilinu um veðsetningu kvótans. Frumvarp um samningsveð verður lagt fram á alþingi á næstu dögum með umdeiidu veðsetningarákvæði og látið á það reyna hvort Framsókn- armenn stoppa það eina ferð- ina enn. Guðni Ágústsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, lýsti yfir í umæðum um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni, að hann sætti sig ekki við að sett yrði í lög heimild til að veðsetja kvóta. Pað sama sagði Siv Frið- leifsdóttir í samtali við Dag Tímann nýlega. Samkvæmt heimildum DT hefur dóms- málaráðherra hins vegar ákveðið að leggja fram frum- varp um samningsveð, með slíku ákvæði. Sjálfstæðismaður, sem DT ræddi við, sagði að það yrði einfaldlega látið á það reyna hvort Framsóknarmenn tækju frumvarpið um samn- ingsveð í gíslingu aftur, en þeir komu þessu ákvæði út í fyrra. Ari Edwald, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, segir að þessi umræða sé byggð á mis- skilningi. „Það er ekki verið að tala um að veðsetja fiskinn í sjónum, heldur veiðiheimildirn- ar. Ef ekki er gengið frá því, með sæmilega tryggum hætti, að heimilt sé að setja kvótann að veði með skipi, þá hækka vextir á lánum til sjávarútvegs- fyrirtækja. Því meira óöryggi sem er um einhverjar lánveit- ingar, því hærri vextir. Þannig að ef ég skil Guðna rétt, þá hef- ur hann gert það að sérstöku baráttumáli sínu að hækka vexti á lánum sjávarútvegsfyrir- tækja. Ég hef líka áhyggjur af því að lánastofnanir fari að gerast sjálfar skráðir eigendur af skipunum, til þess að tryggja stöðu sína gagnvart lánveitingum í sjávar- útvegi. Það geta þær gert og hafa gert,“ segir Ari. Eftir því sem næst verður komist var þessi leið einmitt farin þegar Vinnslu- stöðin í Vestmanneyj- um keypti Sighvat Bjarnason VE, en skráður eig- andi þess er Bárustígur ehf, sem Sparisjóður Vestmannaeyja og íjármögnunarfyrirtæki eiga hlut í. Orðasenna stjórnarliða um þetta mál vekur athygli, ekki síst í ljósi orða forsætis- ráðherra nýlega um traust og gott samstarf stjórnarflokk- anna. Það er líka harla óvenju- legt að stjórnarþingmaður noti umræður um stefnuræðu til að koma skilaboðum til sam- starfsflokksins, hkt og Guðni Agústsson gerði og ýmir talið eðlilegra og einfaldara að labba yfir ganginn í Alþingshúsinu í þingflokkherbergi Sjálfstæðis- flokksins. -vj Ari Edwald Því meira óöryggi sem er um einhverjar lánveiting- ar, því hœrri vextir. Þann- ig ad ef ég skil Guðna rétt, þá hefur hann gert það að sérstöku baráttumáli sínu að hœkka vexti á lánum sjávarútvegsfyrir- tœkja. Undirskriftarsöfnun Heilbrigði fyrir alla „Réttindi fólks hafa aldrei náðst án baráttu og samstöðu," sögðu tals- menn undirskriftarsöfnunarinnar á blaðamannafundi í gær. Fundurinn var haldinn í nýjum og glæsilegum húsakynnum Dagsbrúnar þar sem m.a. voru þau Halldór Björnsson, formaður félagsins, og Hjálmfríður Þórðar- dóttir o.fl. Framkvæmdasjóður fatlaðra Fær aðeins 40% af lög- bundnum tekjum Hafin er undirskriftarsöfn- un meðal allra lands- manna 16 ára og eldri þar sem gerð er sú krafa að réttindi allra til heilbrigðisþjón- ustu verði tryggð í stjórnarskrá. Yfirskrift söfnunarinnar er að heilbrigðisþjónusta sé mann- réttindi. Gert er ráð fyrir að söfnun- inni verði lokið fyrir næstu ára- mót, en samhliða henni verður efnt til ýmissa aðgerða. Meðal annars verður efnt til útifundar á Ingólfstorgi 24. október n.k. á degi Sameinuðu þjóðanna, bréfaskrifta til alþingismanna og fundahalda. Þessari undirskriftasöfnun er hrundið af stað að frum- kvæði Húmanistahreyfingarinn- ar á íslandi og með þáttöku ým- issa stéttarfélaga, félaga náms- manna, hagsmunasamtaka ör- yrkja, aldrarða, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Söfnunin er jafnframt liður í aðgerðum sem miða að því að tryggja að allir geti notið fullkominnar heilbrigðisþjónustu og stuðla að heilbrigði í þjóðfélaginu í sam- ræmi við þær alþjóðlegu skuld- bindingar, sem íslensk stjórn- völd hafa samþykkt í heilbrigð- ismálum. Á blaðamannafundi í gær kom m.a. fram að mikill uggur er meðal fólks vegna þeirrar þróunar og forgangs sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í heilbrigðismálum. Staðhæft var að það skipti meira máli í hvaða stétt sjúklingar væru en hvað amaði að þeim þegar þeir þyrftu lækningar við. Máli sínu til stuðnings var m.a. bent á þau „kaldriíjuðu viðhorf' sem virðast einkenna sjónarmið ýmsra stjórnmálamanna, þar sem litið er á aldraða og sjúka sem „bagga á þjóðinni." Þá væru biðraðir eftir sjúkrahús- vist og aukið álag á starfsfólk sem vinnur við ummönnun sjúklinga í heimahúsum vegna þess hversu snemma sjúkir eru sendir heim eftir vist á sjúkra- húsi í sparnaðarskyni. -grh Aldraðir og öryrkjar binda vonir við úrbætur í tengslum við komandi kjarasamninga. Framkvæmda- sjóður fatlaðra fær aðeins 40% af lögbundnum tekjum sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu, eða 165 milljónir af 420 millj- ónum. „Það er svosem ekki mikil ljóstýra í þessu frumvarpi fyrir aldraða og öryrkja. Þeirra von liggur í einhverjum úrbótum í tengslum við kjarasamninga," segir Helgi Seljan, félagsmála- fulltrúi Öryrkjabandalagsins, um fjárlagafrumvarpið. Hann segir að þótt ekki sé reiknað með mikilli viðbótarskerðingu í almannatryggingum í fjárlaga- frumvarpinu frá því sem verið hefur þá sé ýmislegt sem veldur mikilli óvissu. Meðal annars velta lífeyrisþegar því fyrir sér hvernig liugsanlegur ávinning- ur kjarasamninga komi til með að verða í bótunum og þá sér- staklega ef samið verður um ákveðna krónutöluhækkun. Hinsvegar vona menn að bæt- urnar í almannatryggingakerf- inu verði tengdar launahækk- unum á nýjan leik. Þá sjá menn ekki fyrir sér hvað verður um Framkvæmda- sjóð fatlaðra, sem á að fá óskertar tekjur Erfðafjársjóðs. Þær tekjur eru áætlaðar 420 miljónir króna en margt bendir til þess að Framkvæmdasjóður- inn fái aðeins 165 miljónir króna af þeim tekjum, eða um 40% af því sem lög segja til um. Helgi segir þetta vera svipaða þróun og verið hefur hjá Fram- kvæmdasjóði aldraða. Þar að auki er óvíst hvernig lyfjalækk- unin í sjúkratryggingunum muni skila sér í aukinni greiðsluþátttöku almennings. „Það verður ósköp lítið fram- kvæmt miðað við þær óskir sem eru uppi með þessum íjármun- um,“ segir Helgi, um áhrif þess- arar tekjuskerðingar hjá sjóði fatlarða. -grh Höfn á Hornafirði Röskun í atvinnulífi ar sem gera má ráð fyrir að þjóðvegurinn yfir Skeiðarársand muni rofna þegar Grímsvötnin flæða, er út- lit fyrir töluverða röskun á at- vinnulífi Hafnarbúa. Sérstak- lega kæmi það niður á vöru- flutningum sem nú fara að langmestu leyti fram landleiðis auk þess sem starfsemi í sjáv- arútvegi myndi verða fyrir miklum áhrifum. „Þetta gæti haft mjög mikil tímabundin áhrif en það hefur ekki farið fram neinn neyðarfundur hér vegna þess ástands sem að öllk- um líkindum skapast," segir Al- bert Eymundsson, bæjarstjórn- armaður og skólastjóri á Höfn í Hornafirði. Ilann bendir ennfremur á að þótt allt annað bregðist geti Hafnarbúar alltaf farið nyrðri leiðina þótt hún sé talsvert löng. „Lundarfar okkar Skaft- fellinga er þannig að við erum frekar rólegir yfir þessu öllu saman. Við höfum búið við þessi jökulvötn í gegnum ald- irnar og vitum að hægt er að eiga von á hverju sem er. Menn verða bara að bregðast við þeim aðstæðum sem upp koma, hverjar sem þær verða,“ segir Albert. BÞ Það voru hátíðleg tímamót hjá Ingvari Helgasyni og fjölskyldu í gær þegar haldið var upp á 40 ára afmæli fyrirtækisins. Mynd: Teitur.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.