Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Side 7

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Side 7
jllagurdlmmm Laugardagur 5. október 1996 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR „Miskunn sem heitir skálkaskjól“ Ljóst er orðið að sú kenn- ing, að við ættum að láta okkur ekki síður annt um glæpamanninn en fórnarlamb hans, er markleysa" Af tilefni níðingsverka og morða á stúlkum á barns- og unglingsaldri í Belgíu eru menn sem sækjast eftir börn- um til kynmaka og barna- klámi, mjög til umræðu. Þeir eru á mörgum tungumálum kallaðir pedófflar (á ensku: pa- edophiles). Þeir eru langflestir karl- menn, bæði hommar og gagn- kynhneigðir. Þetta er lfldega eitt af því, sem fylgt hefur mannkyninu frá örófi alda. Með Forn-Grikkjum tíðkaðist þannig svokölluð „sveinaást“ milli fullorðinna karlmanna og drengja á unglings- eða barns- aldri. Gróðavænlegra en ópíum Nú á tímum eru kynmök við börn víðast fordæmd a.m.k. opinberlega og bönnuð með lögum, en samt færist þetta lfk- Iega í vöxt. Sem ein orsaka til þess er nefnt að margir haldi að þeim mun yngri sem stúlkur og piltar séu, þeim mun ólík- legra sé að þau séu með al- næmi. Talið er að barnavændi og verslun með barnaklám hafi undanfarið aukist í Suður- og Suðaustur-Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku og eftir hrun sovétkommúnismans rok- ið upp í fyrrverandi austur- blokk, þar sem þetta er liður í athafnasemi „rússnesku mafí- unnar“. í einhverju blaðinu stendur að barnasala frá ýms- um fátækari svæðum megin- lands Suðaustur-Asíu til vænd- is sé orðin gróðavænlegi en óp- íumverslunin, sem sum þau héruð hafa annars verið þekkt fyrir. Baksvið Dagur Þorleifsson í ofantöldum heimshlutum er mikið um að umkomulaus börn séu neydd eða neyðist út í þetta, en einnig er eitthvað um það þar að foreldrar selji börn sín til vændis eða „starfræki“ þau sjálf. Eftirspurn En viðbjóður af þessu tagi tíðkast einnig á Vesturlönd- um, eins og mál belgíska rafvirkjans Marcs Dutro- ux hefur minnt á. Hér er um að ræða við- skipti, þar sem eftirspurnin er veruleg og þegar svo er má reikna með því að reynt sé að fullnægja henni í gróða- skyni. Mafíur koma hér við sögu, en einnig óháðir „bisness- menn“ eins og Dutroux. Hann og „starfsmenn" hans (þ.á m. eig- inkona hans, sem hjálpaði honum við þetta af ást til hans, að sögn) rændu stúlkubörnum og unglingsstúlkum, héldu þeim föngnum, nauðguðu þeim, tóku þær aðfarir upp á myndbönd og myrtu sumar stúlknanna, þ.ám. tvær átta ára sem voru sveltar í hel. „At- vinnurekstur" Dutroux hefur líklega fyrst og fremst snúist um framleiðslu á barnaklámi. Undarlegt þykir hve yfir- völd, sem höfðu fengið viðvar- anir um Dutroux, voru lengi kærulaus um hann. Er því uppi grunur um að hann hafi notið verndar manna ofarlega í „kerfinu". Reikna má með því að pedófflar séu einnig í efstu lögum samfélaga og menn of- arlega í samfélögum kynnu að eiga gróðahagsmuna að gæta í barnavændi og barnaklámi. Dauðarefsingar krafist Dauðarefsing var numin úr lögum í Belgíu í sumar, en nú rísa þar kröfur um að hún verði innleidd á ný. Þekktur sænskur sjónvarpsmaður sagði fyrir nokkrum árum að tillits- semi samfélagsins við afbrota- menn hefði gengið svo langt, að það væri farið að taka af- stöðu með þeim gegn fórnar- lömbum þeirra. Dutroux hafði 1989 verið dæmdur til 13 ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og misþyrmingar á fimm stúlk- um, þar af einni tólf ára. Hann var látinn laus „vegna góðrar Belgísku stúlkurnar Mélissa Russo og Julie Lejeune, báðar átta ára, voru fangar barnaníðinga í níu mánuði, þar sem þær liðu meiri þjáningar og svívirðingar en nokk- ur veit og voru að lokum sveltar í hel. hegðunar" eftir að hafa setið af sér aðeins þrjú ár. Miskunn, sem heitir skálkaskjól, sagði sálmaskáldið. í leiðara í breska blaðinu The European stendur að þásem „fremja slíka viður- styggð, verði að Qarlægja úr samfélaginu, svo að útilokað sé að þeir eyðileggi fleiri góð og ung lif. “ Þar segir og að „ljóst sé orðið að sú kenning, sem einu sinni var í tísku, að við ættum að láta okkur ekki síður annt um glæpamanninn en fórnarlamb hans, markleysa." Gera má ráð fyrir að viðbjóð- urinn, sem kom í ljós í Belgíu, ýti undir kröfur á þá leið, að samfélögin taki hagsmuni venjulegra borgara og mannúð gagnvart þeim framyfir hags- muni glæpamanna og mannúð gagnvart þeim. Og sérstaklega má ætla að í því sambandi verði hert á kröfum um að fyr- ir öðru verði látið ganga að tryggja öryggi þeirra varnar- lausustu af öllum, barnanna. Dutroux er lýst sem greindum manni og fremur kulda- legum:... þá sem „fremja slíka viðurstyggð verður að fjarlægja úr samfélaginu ...“ HEILSUGÆSLUSTÖÐIN VOPNAFIRÐI Staða hjúkrunarforstjóra Heilsugæslustöðin á Vopnafirði óskar að ráða hjúkrunarforstjóra til afleysingarstarfa í 12 til 14 mánuði frá og með 15. nóv. 1996. Fjölbreytt og gefandi starf í góðu umhverfi. Mjög góð kjör. Nánari upplýsingar veita: Emil Sigurjónsson, rekstrarstjóri, vinnusími: 473 1225, heimasími 474 1478. Adda Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri, vinnusími 473 1225, heimasími 473 1108. Harmur Belga vegna örlaga stúlknanna sem lentu í klóm Dutroux er blandinn ævareiði í garð yfirvalda, sem sök- uð eru um kæruleysi og jafnvel yfirhylmingar. Verð miðað við staðgreiðslu er 1300* krónur fyrsta birting og hver endurtekning 400 krónur JOagur-Ctmmrt Strandgötu 31 • Akureyri Garðarsbraut 7 • Húsavík Sími 800 70 80 Brautarholti 1 • Reykjavík

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.