Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Side 8

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Side 8
8 - Laugardagur 5. október 1996 ©agur-Œmtam ÞJÓÐMÁL iDagur- ®ímmn Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Verkaiýðforystan í fyrsta lagi Forystumenn samfélagsins grátbæna lýðinn um sann- girni og ábyrgð í komandi kjarasamningum. Það er lík- legt til vinsælda að snúa því faðirvori upp á skrattann ef maður er verkalýðsforingi. Minna á að ráðherrar fengu í fyrra mánaðarlaun verkamanns í kauphækkun. Að þeirri skemmtun lokinni spyr maður: hvað svo? Hver er hernaðaráætlunin? s 5J22Z22§2E22SS Uló r— ■ — “ * “ " * ■ ————1 Á að heiinila veðsetningu aflaheimilda? Siv Friðleifsdóttir þingmaöur Framsóknarflokks Nei, ég sé ekki ástæðu til þess. Petta hefur verið rætt nokkuð í okkar röðum og ég á ekki von á því að rfkisstjórnin leggi fram frumvarp þar sem veðsetning kvóta er lögð til. í mínum huga stangast veðsetning kvóta að verulegu leyti á við 1. grein laga um stjórn fisk- veiða, þar sem fiskurinn er sagður sameign þjóðarinn- ar. Maður veðsetur varla eignir annara." Sighvatur Björgvinsson þingmaöur Alþýöuflokks Nei, aflaheimildir eru eign þjóðarinnar og þú getur aldrei veð- sett annara manna eign.“ ♦ ♦ Trúir því einhver innst inni að næstu kjarasamningar muni skila tvöföldun lægstu launa? Eða bara 40% hækkun á lægstu taxta? Fullkomlega óraunhæfar kröf- ur sem enda í klinki við undirskrift „góðærissamninga" stuðla að gífurlegum vonbrigðum verkafólks, félags- legri firringu og vantrú á hreyfinguna. Þetta á miklu fremur við nú en áður vegna þess að vel árar. þriðja lagi Nema að orðunum fylgi áætlun til að fylgja eftir. Þetta blað hefur áður hvatt til þess „jafnlaunakröfur“ sem á endanum skila láglaunaárangri fyrir alla verði lagðar á hilluna. Hins vegar er æskilegt að hreyfingin í heild leggi fram samtímis launakröfum sínum útfærðar hug- myndir um samfélagsleg verkefni á næstu misserum. Raunhæfa verkaskrá um að bæta h'fskjör almennings og verja velferðina. Tvíhliða áætlun um samninga og brýn velferðarmál heimilana myndi skapa hreyfing- unni traust og veita henni pólitíska forystu. Þannig væri ekki aðeins hægt að bæta hag heimilanna heldur styrkja hreyfinguna pólitískt og siðferðislega til lengri tíma litið. Stefán Jón Hafstein. Helgi Pétursson markaösstjóri Samvinnuferöa- Landsýn Nei, ég h't ekki á að þeir sem hafa afla- heimildir í dag eigi þær. Með því að heimila slíka veðsetningu er verið að staðfesta eignarrétt sæ- greifanna á auðlindum þjóðarinnar. Slíkt væri rán um hábjartan dag - hið mesta í íslandssögunni.“ Einar K. Guðffinnsson þingmaöur Sjálfstœöisflokks Nei, það var frá því gengið þegar stjórn- arfrumvarp um þessi mál var lagt fram í fyrra að þetta ákvæði ætti ekki að vera inni í frumvarpinu - og skoðun mín að þessu leyti hefur ekkert breyst. Ég tel að sú þróun sem verið hefur, að aflakvóta hafa stórhækkað í verði, sé stórháskaleg og skekki allt verðmætamat í landinu." 1 1 S fWl Stóri bróðir „Erlendis er það þekkt aðferð að stórfyrirtæki hóta málssókn þeim fjölmiðlum sem gagnrýna þau. Stundum nægir tilhugsunin um stórfelldan málskostnað til að fjölmiölar lúffi og tileinki sér sjálfsritskoðun. Stöð 2 starfar á þessum nótum," sagði leiðarahöfundur Vikublaðsins í gær. Pólitísk hárgreiðsla „Ég hef stundum horft á þessar umræður og haft gaman af. Ég greiði mörgum konum sem eru í pólitík og vil vera inni í málum. En mér finnst þetta vera of langt,“ sagði Brósi hágreiðslumaður í Alþýðublaðinu í ga;r um stefnuræðu forsætisráðherra. Annars flokks „Flugleiðir Iíta greinilega á Fær- eyjaflugið sem annars flokks flug og telja ekki ástæðu til að sinna því af alvöru og vandvirkni," sagði Höskuldur Þráinsson prófessor í Morg- unblaðinu í gær. Ferðakirkja Flóka „Slík ferðakirkja sem færi frá einni borg til annarrar yrði þó æði kostnaðarsöm og ekki er víst að messusókn yrði mikil af hálfu íslendinga," sagði Pétur óskarsson rekstrarráðgjafi í Þýskalandi í Morgunblaðinu í gær. Ólög „Niðurstaðan er frómt sagt sú að í hverju málinu á fætur öðru hef- ur Fiskistofa látið vera að fara að lögum varðandi ákvörðun gjalds fyrir ólögmætan sjávar- afla,“ sagði Jónas Haraldsson lögfræðingur LÍÚ í Út- vegi. Framsókn og fornir bflar Framsóknarmenn af Kirkjubóls- kynslóð eru að rumska hér í blaðinu með ráðherrann frá Höllustöðum í broddi fylkingar. Álengdar eru þessi svenfnrof eins og þegar fornminjar Þjóðminjafsafnsins hugsa sér til hreyfings eftir lokun. Sá dagur kemur að sveitamenn verða að skrifa undir jöfn réttindi fólks út um landið. Sum réttindi eru þeirrar gerðar að þeim verður ekki skipt öðru- vísi en jafnt á milli manna. Dettur kannski einhverjum manni í hug að hefta svo trúfrelsið í landinu að Húnvetningar megi aðeins giftast Reykvíkingum í Blönduóskirkju á þriggja daga fresti og hlaupársdag? Vill einhver maður þjarma svo að þyrstu fólki að ekki megi drekka sterk- an bjór á Kirkjubóli vestur nema íjórða hvern virkan dag, sprengidag og tvo fyrstu sunnudaga í aðventu? Myndi ekki einhver Héraðsbúinn bresta í grát ef hann fengi aðeins að lesa Austra sinn eftir kvöldmat á dag- inn og þá bara eldri árganga? Ætli heyrðist ekki hljóð úr horni eft- ir lokun Þjóðminjasafnsins á daginn, ef svo væri komið fyrir fólki á lands- byggðinni? Sveitamenn myndu ekki vilja láta rýra mannréttindi sín á þennan hátt fyrir nokkurn pening. En þegar röðin kemur að kosningarétti er komið ann- að hljóð í strokkinn. Þá þykir sjálfsagt að sveitir landsins hafi margfaldan rétt Reykvíkinga og Reyknesinga. Reykvíkingar og nágrannar geta aldrei sætt sig við þessa niðurstöðu. Kosningaréttur er grunnmannréttindi og kemur í raunini næst á eftir réttin- um til lífsins. Sjálfstæðisbarátta þjóða snýst um réttinn til að hafa full áhrif á örlög sín með atkvæðaseðli. Með því að gera einum seðli hærra undir höfði en öðrum eru mannréttindin hneppt x' ánauð. Reykvíkingar eru raunverulegir þrælar sveitamanna á meðan þeir fá ekki að kjósa um örlög sín nema að ijórða hluta. íslendingar sigla nú hraðbyri inn í nýja öld með netföngum og tölvupósti. Tími samruna er gengirm í garð fyrir löngu og hver sameiningin rekur aðra um þessar mundir. Búið er að sameina tvö helstu málgögn Framsóknarflokks- ins í eitt dagblað og kratar eru gengnir í eina sæng með þingflokki Þjóðvaka. Framsókn getur því slegið tvær flugur í einu höggi og nálgast tuttug- ustu öldina með því að sameina þing- flokk sinn Fornbílaklúbbnum. áóg£h Manneó

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.