Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Síða 9

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Síða 9
>00’ ? uurt /* \ _ 9 ...... —M■■—■ >Oft’ Laugardagur 5. október 1996 - 9 RITSTJORNARSPJALL Kínversk-íslensk speki Kínversk kona, Vigdís Wangchao Bóason, las ís- lendingum pistilinn á ráðstefnu um samkeppnisstöðu íslands, sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku. Dagur- Tíminn greindi um síðustu helgi stuttlega frá skilaboðum þess- arar íslensk- erlendu konu, sem raunar er orðinn íslendingur með ríkisborgararétt. Kjarni þess sem hún hafði að segja var einfaldur. Hún benti á að sókn- arfæri íslendinga í samfélagi þjóðanna fælust í menntun og frumkvæði á sviði menntunar og tækni. Ekki í því að útvega öðrum þjóðum hráefni til að vinna úr. Hún sett þessi grund- vallarskilaboð fram með nokk- uð óvenjulegum hætti þegar hún stakk upp á því að íslend- ingar nýttu sér tæknilega möguleika í upplýsingamiðlum og samskiptum til að sækja fram sem markaðsmenn á al- þjóðlegan mælikvarða, ekki síst með fisk og fiskafurðir. Það væri síðan hægt að kaupa Breta eða aðra útlendinga til að sjá um einfaldari verk eins og að veiða fiskinn. Tillagan gekk í raun út á að íslendingar sem þjóð gerðust efnahagsleg yfir- stétt í eigin landi með því að notfæra sér forréttindi og for- skotið sem menntun getur gef- ið. Þessi skilaboð Vigdísar Wangcho Bóason eru í raun hvorki ný né ættu þau að vera landsmönnum framandi þar sem ýmsir góðir menn og konur hafa orðið til að benda á ein- mitt þetta. Engu að síður náði þessi framsetning eyrum óvenju margra okkar - kannski vegna þess að við leggjum frekar við hlustir þegar fólk úr fjarlægum heimsálfum er að tala um okk- ur. Kannski vegna þess að einhverstaðar í undirmeðvitund þjóðarinnar leynist vitneskjan um sannleika þessara skilaboða og við vildum láta segja okkur þetta. Bókvitið og bændasamfélagið Alþýðuspeki hins gamla og horfna bændasamfélags fullyrti að bókvitið yrði ekki í askana látið. Tæknivætt upplýsinga- samfélg nútímas krefst bókvits ef menn ætla að fá eitthvað bitastætt í askana sína. Vandi íslendinga er að þeir virðast of fastir í alþýðuspeki fortíðarinn- ar. Aftur og aftur koma þessi einföldu skilaboð upp í þjóð- málaumræðunni og oftar en ekki virðast allir sammála um að efla og styrkja menntun, rannsóknar- og vísindastarf. Þá eru allir sammála um að efla þurfi menntunina og þekking- una sem felst í mannauði þjóð- arinnar, enda sé hann mikil mjólkurkú þjóðfélagsins og hver vill slátra mjólkurkúnni? Einna helst er hægt að finna áherslumun á slíkum stundum í því hvort og hversu mikið menntunin, rannsóknirnar og vísindin eiga að beintengjast því sem er að gerast í atvinnu- lífinu eða að hve miklu leyti menn vilja leyfa akademíunni og grunnrannsóknum að blómstra. Slíkur ágreiningur er af hinu góða og hið besta mál miðað við það tómlæti sem svo oft virðist einkenna viðhorfin til menntunar og þekkingar. Áhuginn dvínar á ný En síðan dettur áhuginn niður og gamla „bókvitið verður ekki í askana látið“ - viðhorfið nær yfirhöndinni á ný. Þá fær allt annað en menntun og vísindi forgang. Og enn er verið að þrengja að menntakerfinu, með minni fjárframlögum í fram- haldskólana og Háskólastigið er meira og minna komið upp á Hemma Gunn og Unni Steins- son með ijárframlög. Nú er það tilefni sérstakra tjaldhá- tíðahalda og skrautsýninga á sérstöku menntaþingi ef menn ætla að velta menntamálunum fyrir sér. Og enn er verið að leggja gríðarlega vinnu, fjár- magn og vinnukraft í að byggja upp efnahagskerfi hráefnaút- flutnings - að útvega öðrum þjóðum hráefni til að þær geti nýtt sér þekkingu og menntun. Hér virðist lausnarorðið fólgið í því að íslendingar taki að sér það hlutverk sem flestar þró- aðri þjóðir hafa reynt að forðast hin síðari ár, að reyna að gera landið að stóriðju- og hrá- málmamiðstöð. Menn gera hvað þeir geta til að lokka hing- að atvinnurekstur sem litinn er hornauga víðast hvar annars staðar. Eða þá að menn vilja virkja fallorku og selja raf- magnið beint út í gegnum sæ- streng. Þetta er sagt að muni skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið og vega upp á móti þeirri einhæfni að byggja nær eingöngu á sjávarútvegi. En eins og hin íslensk-kín- verska Vigdís Wangcho Bóason benti raunar á, þá er þriðja heims bragur á þessu öllu og landið er jafn efnahagslega ein- fættur hráefnaútflytjandi eftir sem áður Bókvit og brýr á Seiðarársandi Þessa dagana fylgjast lands- menn grannt með framvindu gossins í Vatnajökli. Okkur þyk- ir nánast sjálfsagt að njóta góðs af þeirri þekkingu og vísinda- starfi sem þrátt fyrir allt hefur verið trnnið af íslenskum jarð- vísindamönnum. Slík er þó alls ekkert sjálfsagt vegna þess að rannsóknarstarfsemi á þessu sviði sem annars staðar hefur átt í vök að verjast um langt árabil. Gildi þessa rannsóknar- starfs kemur hins vegar mjög bersýnilega í ljós á stundum sem þessari. Nú er hægt að bregðast við og forða því að fólk lendi í lífshættu, auk þess sem hundruð milljóna kunna að sparast í verðmætum mann- virkjum sem hægt er að bjarga vegna þess að menn eru við- búnir og geta séð fyrir hvað er að gerast. Þegar hörmungarnar dundu yfir í snjóflóðumnn á Vestfjörðum sáu menn að betri rannsóknir og meiri þekking hefði e.t.v. skipt miklu meira máli en þeir höfðu gert sér grein fyrir. Um veginn Öldum saman hafa menn dá- samað kínverska speki og lagt við hlustir þegar hana ber á górna. Þó Vigdís Wangcho Bóa- son sé e.t.v. hvorki Konfúsíus né Lao Tse, þá hefur hún flutt íslendingum þarfa speki sem vert er að leggja sig eftir. Hún vísar veginn, um leið og hún bendir okkur á að sá vegaslóði hráefnis- og frumframleiðslu sem við erum nú á er efnahags- leg blindgata. Bretar veiði fiskinn fslendingar selji á Neti 1 kínvorsk*f8lensk i3, VJgdfs Wang- > Bðawon, sér nkcppnisstöðu fs- nds I nýju og óvacntu ijósi. vLTfixiu fivts, 0% S litOiiinin^i bfá»tn»- Mímniaít hjrili tfl ttð híffftn rat'ira i WnRrij «t um. n< fljtji nv*»i út líti ttr.ru vúru *>« er »f*r viðkv*«t f>rír vrrövvríflutn frsnthtv\é. Þt'tv- li'jjpnuurha^ti þurfl » Wíjtgrhao Btía.'*- • roariafWráðjC sfl i t»>rsni.ui < B»n4*rðú- % •« Uh-txlínpit rági | fiddtrinsAittitn Á t, oú w* Ur «a cr(p>* «4?** f'Uml «ð fntm- fmsvvðskiptum rm.S i. t?r ,'t.vr srú k»«:tð Mivn Cikinn. r« f>- m !l •->: tr>í>t fi‘V tim pfyíð.i. Vij'rti* rr vanlriíuð rafetttni nf% ílwi't i» fífaitfii mxtn t>r f um~ hityiti ÍUtt fvlttrxf «*r í hófti iAiikx^Uirn oj{ þoUör* hvfcS lifvviöur ■ virri *tu-rtir, • ert óiflulnms'- «>un'trv5 < r melr* t tr u ví*V rttt- Stlið* tífltrtfsmgiáimrt <-í«v s»s Ku- vitit 0£ Satr-.rilluðu Arabíiku fui-vuuLs-mln. srttt rnrr rtn- Sti*0i5W « otú» „WA er atiscljirvt gmtum v*«ttvrti íifeAjömta »<«>>wr rkVl MðfisWW l•tnah»g*k*■rn sora Jrryvtir * mtnnVxmli <5>A- útfluíniiigi tióiutr !<-}•■ «at. vt rðviSVva-.-ituBi, !ÍU uttu- uns ftsVafurðnm »<k firámálm- tjrii.* sagði ViRifiv Wjutjjdt.-tn. Hún wgir Irít* vorfef *un- arra IriVa ui »<Wa feam tét )ife»k*ig&srfeftt »« fe*--t'<itf - f««j jmlrWIL tér njgjf HNr ty : »ð vtr^ >ant. »>VtWu # MÖÐRUVELLIR Þórarinn V. Þórarinsson framkv.stj. VSÍ skrifar gesta- leidarann í dag Það er liðin tíð að Reyk- víkingar geti gengið um götur bæjarins að kvöld- lagi, sæmilega öruggir um að ofbeldismenn gangi ekki í skrokk á þeim eða þeirra nán- ustu. í septembermánuði ein- um var lögreglunni tilkynnt um 42 líkamsmeiðingar. Þá virðist gróft og tilefnislaust of- beldi færast í vöxt. Fjöldi manna hefur orðið fyrir var- anlegum áverkum og örorku af völdum ofbeldismanna af Iifskjör og glæpir báðum kynjum. Þetta er nýtt og virðist tengjast stöðugt auknum um- svifum fíkniefnasala, en það er einnig talin skýring á óhugnanlegum ijölda innbrota í Reykjavík. Ofbeldisglæpir eru orðnir eitt af einkennum borgarinnar, en löggæslan hefur ekki eflst að sama skapi. Það er þó mismunandi eftir tegund afbrota, því leitun mun að borg þar sem jafn hátt hlutfall gangandi vegfarenda gætir þess að menn greiði skilvíslega í stöðumæli. Væri betur að jafn vel væri gætt að öryggi borgaranna og gjald- töku í Bílastæðasjóð borgar- innar. Öryggi almennings og varn- ir gegn yfirgangi ofbeldis- manna eru mikilvægasta verk- efni á sviði löggæslu og réttar- fars. Árásir á líf og líkama fólks eru í flokki alvarlegustu glæpa. Borgararnir hljóta að eiga kröfu á hendur almanna- valdinu um að viðbrögð og varnir séu í samræmi við það. Áherslur í löggæslu og hjá dómstólum eru ekki augljós vitnisburður um það. Nýlegt dærni er um hrottafengna árás á ungan mann. Árásar- mennirnir náðust, sváfu úr sér á lögreglustöðinni, könn- uðust við atvikið, sem þá tald- ist upplýst, og voru komnir á götuna á ný að fáeinum tím- um liðnum. Þetta er ekki eins- dæmi, því allt of oft fara of- beldismennirnir frjálsir ferða sinna um leið og „málið er upplýst". Þeir hlæja að öllu saman og geta haldið ótrauðir áfram. Stundum nást þeir, stundum ekki, og þá er málið bara óupplýst. Þetta er ólíðandi ástand. Borgararnir hljóta að kreíjast þess að fast sé tekið á ofbeld- ismönnum og þeim ekki sleppt á götuna fyrr en réttað hefur verið í máli þeirra og þeir hlotið dóm. Og afplánun dómsins á að fylgja beint í kjölfarið. Varnaðaráhrif refs- inga eru langmest þegar sam- hengi glæps og refsingar er órofið og auk heldur er al- mennum borgurum a.m.k. hlíft við barsmíðum á meðan. Dæmin sýna að saksóknari og dómstólar geta unnið hratt ef þeim þykir mikið við liggja. Fyrir réttu ári snaraði maður sér inn í gjaldkera- stúku í bankaútibúi og tók þar peninga sem hann taldi sig vanhaga um. Hann ógnaði engum, meiddi engan, skemmdi ekkert, en hann var ákærður og dæmdur í 6 mán- aða fangelsi réttum sólarhring eftir atvikið. Þetta atvik er til marks um að umburðarlyndi yfirvalda gagnvart ijármuna- brotum á borð við þetta er miklu minna en gagnvart of- beldisverkum. Það viðhorf verður að breytast hjá lög- reglu og dómendum og ákær- anda að skiljast að það er meiri glæpur að valda manni varanlegu tjóni á líkama hans en bankabók. Lífskjör fólks ákvarðast af mörgum þáttum, sumum sem ekki verða keyptir fyrir fé. Ör- yggið um sig og sína er eitt af því. Það er því sannanlega skerðing á lífskjörum og lífs- gæðum að fá ekki búið við þolanlegt öryggi. Reykvíkingar hafa einmitt stært sig af þess- um þætti og talið mæla með búsetu hér umfram þær borg- ir erlendis þar sem glæpatíðni er mest. Reykjavíkurborg hlýt- ur því að þurfa að láta sig ör- yggi íbúanna varða og beita áhrifum sínum til þess að ör- yggið verði á ný aðalsmerki borgarinnar. Vonandi kemur sá dagur að ekki verði síður fylgst með ofbeldisglæpum en stöðubrotum.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.